Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 70

Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 70
^70 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________UMRÆDAN______ Dyr náttúrunnar á Islandi NÁTTÚRA íslands er ein- stök. Ekkert land á jörðinni er jafn ungt og ferskt eins og ísland. Hér ægir saman jökl- um og eldfjöllum, hógværum gróðri og lítt grónum auðn- um þar sem hægt er eigra um vikum saman án þess að verða manna var. Ný fjöll og eyjar rísa og brim og skrið- jöklar brjóta land og grafa dali og víkur. Sumamóttin er albjört með ótrúlegum litum og skuggum og veturinn Álimmur með leiftrandi norð- urljósum og snöggum veðra- brigðum. Islenskri náttúru dugar ekki minna en allt litrófið til að tjá sig. Plöntu- og dýra- ríkið hefur haft mjög skamman tíma til að þróast hér í einangrun frá meginlöndunum og sérhæfing lífvera er á margan hátt óvenjuleg. Auk landsins okkar berum við ís- lendingar ábyrgð á hafsvæði sem er rúmlega sjö sinnum stærra en landið sjálft og erum nýbyrjuð að kanna skipulega lífríki þessarar víðáttu. Náttúruhús ~ vantar Ekki er að undra þótt margir út- lendingar leggi mikið á sig til að upplifa þessi undur. Kannanir sýna að flestir ferðamenn sem dvelja hér á landi eru fyrst og fremst komnir til að upplifa náttúru Is- lands. Sumir þeirra eru það vel menntaðir og undirbúnir að þeir komast af án innlendrar leiðsagn- ar, en flestir þurfa þó leiðbeiningu. Við eigum nokkra (allt of fáa) sér- hæfða leiðsögu- og fræðimenn til að leiða gesti okkar að leyndar- dómum landsins. En almenningur veit allt of lítið og gildir það einnig um flest starfsfólk í ferðaþjónustu. Skýringin er m.a. sú að náttúru- fræðikennsla er lítil og náttúrusöfn óburðug. Þar skortir öfluga mið- stöð sem væri eins konar hlið inn í leyndardóma náttúrunnar, bæði fyrir ferðamenn og þá sem þjón- usta þá, og ekki síður fyrirmynd og bakhjarl náttúrustofnana um land allt. Vandaður undirbúningur Fyrir áratug var unnið mikið hugmynda- og undir- búningsstarf, bæði af stjórn- skipuðum nefndum og ekki síður af áhugahópi um bygg- ingu náttúruhúss sem Hið íslenska náttúrufræðifélag stofnaði til, en félagið hefur barist fyrir máli þessu í meira en öld! í árslok 1991 lá fyrir vandlega útfærð hugmynd að öflugu náttúru- húsi sem rísa skyldi í Vatns- mýrinni í Reykjavík á lóð sem var tekin frá fyrir það. Ríkið, Reykjavíkurborg og Háskóli íslands stóðu sam- an að undirbúningnum og hugðust byggja náttúruhús- ið í sameiningu. Þar átti að hýsa Náttúrufræðistofnun íslands, þær rannsóknir sem þar eru stundaðar og allt það safn einstakra náttúru- muna sem hún varðveitir í óhent- ugu húsnæði við Hlemm. Þar áttu að auki að vera sýningar á öllum sviðum náttúrufræðinnar, allt frá alheiminum til örsmæðar atómsins. Fyrirmyndin er sótt til nýrra nátt- úru- og vísindasafna víða um lönd sem hvarvetna vekja áhuga fólks á öllum aldri og efla þekkingu þess. Þar er m.a. nýtt alls kyns upplýs- inga- og tölvutækni til að einfalda flókna hluti og færa hið fjarlæga nær fróðleiksfúsum gestum. Alhliða náttúrufræðslumiðstöð sem þessi er best komin á höfuð- Náttúruhús Fyrir nokkrum vikum ákvað ríkisstjórnin að setja aftur af stað und- irbúning að byggingu náttúruhúss í Vatns- mýrinni í Reykjavík, segja Þorvaldur Orn Arnason og Sigurður Sigurðarson. Við get- um glaðst yfír því að málið er aftur á dagskrá. borgarsvæðinu, gjarna í Vatnsmýr- inni við fuglafriðlandið og í nánum tengslum við hús það sem háskólinn er að byggja yfir náttúrufræði- kennslu og rannsóknir á hans veg- um. Hluti af starfsskyldunum er þjónusta við náttúrusetur um allt land. Þar gætu erlendir gestir hafið kynni sín af Islenskri náttúru áður en þeir leggja leið sína um landið. Þar gætu allir landsmenn skemmt sér og nært andann, því flestir eiga einhvem tímann erindi til höfuð- borgarinnar. Það væri þó styst að fara fyrir Reykvíkinga, enda stóð til að borgin legði fram hluta af fjár- magninu sem til þarf. Þetta ætti að vera sanngjöm lausn fyrir alla ís- lendinga. Málið strandaði 1992 Þegar röðin kom að Alþingi að veita málinu brautargengi á árinu 1992 fór eitthvað úrskeiðis. Þá náð- ist ekki samstaða um að fara af stað og áætlunin um veglegt nátt- úrahús allra Islendinga grófst illu heilli ofan í skúffu. Þá ríkti enn kreppa og menn hræddir við að fjárfesta og einnig varð vart við hrepparíg sem svo-oft spillir góð- um málum. Málið „gleymdis" og undanfarin ár hefur ríkt þrúgandi þögn um þetta mál þar til Ágúst Einarsson lagði í tvígang fram fyr- irspurn um málið á Alþingi. Nú er kreppan afstaðin og ætti því að vera hægt að fjármagna svo brýnt framfaramál. Nú er lag! Fyrir nokkram vikum ákvað rík- isstjómin að setja aftur af stað und- irbúning að byggingu náttúrahúss í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Við get- um glaðst yfir því að málið er aftur á dagskrá. Vonandi hefjast fram- kvæmdir sem fyrst og sú undirbún- ingsvinna sem þegar hefur farið fram kemur að notum. Þjóðin skuldar landinu sínu fagra slíkt menningar- og fróðleikssetur. Höfundar eru Þorvaldur Öm Árna- son, líffræðingur og framhalds- skólakennari við Fjölhrautaskóta Suðurncsja, og Sigurður Sigurðar- son dýralæknir á Keldum. Elliðaárnar, Orri og UM NOKKURT skeið hefur farið fram umræða á síðum þessa blaðs um laxastofn El- liðaánna. Ég hef ekki blandað mér í þessa umræðu nema það að ég skrifaði síðla í fyrra- sumar um hugsanlegar orsakir minnkandi veiði tvö síðustu ár. Á ársfundi Veiðimála- stofnunar var ég svo með fyrirlestur um laxastoftiinn í Elliðaám byggðan á rannsóknum .. xmdangenginna ára og í sumum atriðum ára- tuga. Því kom það mér í opna skjöldu þegar Orri Vigfússon stofnandi N-Atlantshafs laxavernd- unarsjóðsins (NASF) fór að reka í mig homin í blaðagrein (Mbl. dags. 10/4) sem átti að vera svar til þriðja aðila. Þeim staðlausu aðdróttunum þarf að svara þó óljúft sé. Á ársfundinum beindi Orri Vig- fússon til mín spumingu um hvort laxastofninn í Elliðaám væri nátt- úralegur samkvæmt skilgreiningu vinnunefndar Alþjóða hafrannsóknaráðsins um laxveiðar. Mitt svar var að ég vissi ekki undir hvaða skil- greiningu þær myndu flokkast en þóttist þá vita og veit nú ennbet- ur eftir að hafa lesið þessar skilgreiningar aftur að varla er nokk- ur laxastofn í ám við N-Atlantshaf sem fell- ur að ströngustu skil- greiningunni (skil- greindir vora hópamir wild, native, naturalized, stocked og escaped salmon). Þá kallar Orri það að ég hafi „vísað slíkum forsendum á bug“ eins og hann orðar það. Hvaða forsendum vísaði ég á bug? Því er við að bæta að ég og starfs- félagar mínir á Veiðimálastofnun, komum fyrstir manna með aðvar- anir um hættu af stofnablöndun og höfum linnulaust verið með áróður í þá vera, löngu áður en Orri var hættur stjórnarsetu í Silfurlaxi sem var sú hafbeitarstöð sem mest Elliðaárnar Tilgangur minn er og hefur verið, segir Þórólfur Antonsson, að koma á framfæri upp- lýsingum um físki- stofna vatnakerfís Elliðaánna, byggðum á rannsóknum. gaf af flökkulaxi (escaped salmon) í íslenskar ár. Einnig stuðlaði Orri þá enn að sleppingum seiða á fisk- geng svæði í vatnakerfi þar sem hann hafði ítök, þrátt fyrir efa- semdir rannsakenda um ágæti þeirra. Orri reynir einnig að gera mig tortryggilegan vegna spumingar sem kom frá Kristjáni Guðjónssyni formanni SVFR sem hafi „gert al- varlegar athugasemdir við mat á veiðiálagi“. Allir fundarmenn (nema Þórólfur Antonsson NASF þá kannski Orri) heyrðu að það varð smá misskilningur með tvo y-ása á mynd sem sýndi fjölda stangardaga og veiði á stöng í gegnum tíðina (myndin fjallaði ekki um veiðiálag). Þegar Kristján hafði fengið skýr- ingu á þessu báðum við hvor annan afsökunar á misskilningnum og þar með lauk því. Hvað gengur Orra til? Þá gerir Orri því skóna að um- fjöllun mín hafi miðað að því að henta fyrst og fremst raforkusjón- armiðum. Tilgangur minn er og hef- ur verið að koma á framfæri upplýs- ingum um fiskistofna vatnakerfis Elliðaánna, byggðum á rannsókn- um. Þessar niðurstöður er allar hægt að fá á Veiðimálastofnun. Þær era opnar bæði þeim sem era fylgj- andi og andvígir rafstöð við Elliða- ár. Enda hafa báðir hópar vitnað til þeirra. En ég hef hins vegar sagt víða, m.a. við Orra, að rafstöðin sé búin að vera óbreytt í 70-80 ár og því sé ekki hægt að kenna henni um hnignun laxastofnsins síðustu örfá ár. Jafnvel tel ég að borgaryfirvöld geti notað það sem átyllu til að líta framhjá mörgum öðram þáttum sem hrjá ámar ef þau loka rafstöð- inni. Því verði að horfa á málið í oðamon Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Snaafellsbaar: Blómsturvallir Grundarfjörður: Guöni Hallgrfmsson Stykkishólmur: Skipavfk Búðardalur: Ásubúö ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá jörður: Torgiö Akureyri: ' jósgjafinn lúsavfk: 'ryggi Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður: Rafvólaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirðl: Króm og hvítt Vík í Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Helia: Gilsá Seifoss: Árvirkinn Grindavfk: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig Ingvarss. Keflavfk: Liósboginn Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is heild en ekki einstakan þátt. Raun- ar held ég að með atgangi sínum við að halda sér í ljósi fjölmiðla hafi Orra tekist upp á síðkastið að sundra þeim sem vilja vernda El- liðaámar, en við því máttum við síst. Hvað er NASF? Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að rannsakendur á náttúra fs- lands og náttúraverndarsamtök ættu samleið í að koma í veg fyrir ágang á lífríki og eyðileggingu þess. Vísindamenn þurfa að nálgast slíka hluti eftir vissum leikreglum. Þeir þurfa að rannsaka, meta niðurstöð- ur og koma með ábendingar og til- lögur á granni þeirra. Náttúra- vemdarsamtök nálgast málin oft frá öðram sjónarhomi, s.s. tilfinninga- gildum eða þá að þau vitna beint tO rannsóknaraðila. Því hefur mér ver- ið hugsað til þess, hvað er NASF og á hvaða granni starfa þau samtök? Hví vilja samtökin í öðru orðinu nota niðurstöður rannsókna okkar og í hinu orðinu gera þær tortryggi- legar og jafnvel hafna rannsóknum? Eða er North Atlantic Salmon Fund bara einn maður sem talar út frá brjóstinu hverju sinni? í fram- haldi af þessum hugleiðingum vil ég spyrja stjóm NASF beint eftirfar- andi spurninga sem ég vonast til að fá skýr svör við: 1. Hverjir era í rannsóknarhópi NASF um Elliðaárnar? 2. Hvar er hægt að nálgast greinar- gerðir rannsóknarhóps NASF um Elliðaár, sem Orri hefur gefið í skyn að séu til? 3. Hverjir era í stjóm NASF á ís- landi og hver er hennar ábyrgð á því sem talsmaðurinn lætur frá sér fara? 4. Hver era lög samtakanna eða starfsreglur? 5. Er hægt að fá endurskoðaða reikninga NASF fyrir síðustu ár og þannig skoða fjárstreymi samtak- anna? 6. Hverjir era samstarfsaðilar NASF út um víðan heim eins og lát- ið hefur verið að liggja og í hverju er það samstarf fólgið? Ég hefði gjarnan viljað fá nöfn og heimilisföng svo ég geti sjálfur haft samband við þessa aðila og leitað þeirra upplýsinga sem NASF er stundum að vitna til án þess að heimilda sé getið. Höfundur vinnur á Vciðimálastofn un við rannsóknir á fiskistofnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.