Morgunblaðið - 08.05.1999, Síða 74

Morgunblaðið - 08.05.1999, Síða 74
74 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐA Enn um bíó ÚTHLUTUN Kvikmyndasjóðs í jan- úar sl. marka tímamót af tveim ástæðum. Annars vegar vegna þess að hún þýðir op- inberan skilning og viðurkenningu á því að hér megi“ gera kvikmyndir á erlendri tungu íyrir innlent fé, og að örlítil trú sé loks komin á því að v það sé raunverulega hægt, og það á arð- bæran hátt. En trúin er ekki nógu mikil enn sem komið er, því aðeins útlendingum er treyst til að gera það. Hins vegar markar þetta ákveðin enda- lok menningar- og tungumálafor- ræðishyggju yfír kvikmyndastétt- inni sem hefur sett henni óþarfa skorður. Hugsanlega vegna þess að menn hafa óttast um and-ís- lensk menningarleg áhrif, en sá ótti er ástæðulaus, svo framarlega sem það eru ísiendingar sjálfir sem ráða ferðinni. ■ Hvers vegna meira framlag? Það var líklega ekki auðvelt mál að auka framlag til kvikmynda- gerðarmanna sl. haust, sem er bæði ung og óþroskuð stétt, því kvikmyndagerðarmenn hafa ekki sett fram nægilega skýr takmörk um hvernig eigi að reka þennan ionað. Það er ekki nóg að segja, „gefið okkur meiri pening svo við getum náð í meiri pening". Það er ekki nóg, m.a. vegna þess að; A. Aðstæður í hin- um alþjóðlega iðnaði breytast ört og hver getur fullyrt að er- lendir aðilar setji endalaust fé í íslensk- ar myndir? B. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar hér heima til að halda í við þróunina erlend- is, t.d. að auka þekk- ingu á samkeppni og markaði og auka fjöl- breytni. C. Engar haldbær- ar reglur eru til um framlög (gjafafé) til erlendra aðila eða hvaða áherslur eru á gerð ís- lenskra kvikmynda. Það hafa heyrst röksemdir um að vegna þess að kvikmyndagerð er ung grein er það afsakanlegt að aðilar í kvikmyndagerð geri ein- hver mistök, en hversu lengi á kvikmyndagerð að vera ungt og óþroskað fag? Erlendir aðilar hafa lítinn áhuga á röksemdum um að við séum alltaf ung og óþroskuð grein. Sú kynslóð sem er að taka við íslenskri kvikmyndagerð gerir þá kröfu að fagið sé tekið alvarlega og um hana fari heilbrigð umræða á mikilvægu mótunarskeiði. Og það hefur verið flestum ljóst sem þekkja til að nýsköpun er nauðsyn. Ónnur röksemd, að kvikmynda- gerðarmenn eigi að hafa frelsi til að ráðstafa þessum skattpeningum að vild í skjóli listræns frelsis tii- heyrir gömlum tíma. Kvikmynda- heimurinn virkar einfaldlega ekki þannig lengur og það eru aðrar og Einar Þór Gunnlaugsson Starfsfólk óskast! verslun ferðafóksins SEGLAGERÐIN ÆGIR ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA STARFSFÓLK í ÚTIVISTARVERSLUN. BÆÐI ER UM AÐ RÆÐA FRAMTÍÐAR- OG SUMARSTÖRF. UMSÆKJENDUR ÞURFA AÐ VERA ELDRI EN 20 ÁRA OG HAFAMIKINN ÁHUGA Á ÚTIVIST. Áhugasamir hafi samband við Helga eða Óla Þór í síma 511 2200. SEGLAGERÐIN betri leiðir til að hlúa að listrænu frelsi. Skortur á framleiðendum Þeir ráðherrar sem sýndu kvik- myndagerð þennan skilning haustið 1998 hafa um leið sýnt vilja til að leggja sitt af mörkum og viður- kenna fagið sem alvöru atvinnu- grein. Björn Bjamason á þakkir skildar og á stuttum ferli Geirs H. Haarde í fjármálaráðuneytinu hef- ur hann gert meira fyiir íslenskan kvikmyndaiðnað en allir fjármála- ráðherrar landins til samans sl. 20 ár. Ný ríkisstjóm á þó eitt verk eft- ir í þessu sambandi, sem er að setja ný lög um kvikmyndagerð, þar sem Kvikmyndagerð Björn Bjarnason á þakkir skildar og á stuttum ferli Geirs H. Haarde í fjármálaráðu- neytinu, segir Einar Þór Gunnlaugsson, hef- ur hann gert meira fyrir íslenskan kvik- myndaiðnað en allir fjármálaráðherrar land- ins til samans sl. 20 ár. krafan er m.a. að þeir sem útdeila almannafé hafi víðtækari þekkingu, að kvikmyndir fái bæði styrki og áhættufé (venture capital) og að kvikmyndagerðarmenn fái lög- vemdað starfsheiti. Ólögvemdað starf kallar á misnotkun og oftar en ekki bitnar það fyrst og fremst á verkamönnum í faginu, sem þýðir flótta frá greininni þegar fram líða stundir og nýtt reynslulítið starfs- fólk er kalla inná gólf. Framleið- endur geta því tapað á því að „spara“ með lágum launum. Fyrir utan það, þá virðast verkamenn alltaf koma síðastir í launabaráttu. Sú úthlutunamefnd sem nú starfar hefur hinsvegar mun meira traust en margar fyrri nefndir því þar er „dramatúrgísk“ þekking á mun betra róli en oftast áður, en reynsla af fjármögnun og fram- leiðslu er afar slök. Og eitt af for- tíðarvanda kvikmyndagerðar er að hér hefur ekki orðið til raunvem- leg stétt kvikmyndaframleiðenda, því allflestir framleiðendur era líka að sinna mörgum öðram störf- um í faginu. Það er góður og reyndur hópur íslenskra kvik- myndagerðarmanna sem getur breytt fáum auram í gott bíó, en stjómunarþátturinn hefur verið einn stærsti vandinn. Hér era ein- faldega of fáir framleiðendur. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður. í DAG, 8. maí, er alþjóðadagur Rauða kross hreyfingarinn- ar. Framkvöðullinn að stofnun Rauða krossins, Henry Dun- ant, var á ferð við Sol- ferino á Italíu árið 1859 og upplifði þar hörmungar stríðsá- taka. Þær urðu hon- um hvatning til að mynda sveitir sjálf- boðaliða til að líkna særðum og deyjandi hermönnum - án til- lits til hvort þeir væra vinir eða óvinir. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn, sem starfar í löndum múslima, liðsinna fórnar- lömbum stríðsátaka nánast alls staðar þar sem stríð geisa. Rauða kross hreyfingin starfar því enn á vígvellinum eins og í Solferino fyrir 140 áram, en hreyfingin vinnur á sama hátt á vígvelli nú- tímans - götum stórborganna - þar sem ofbeldi virðist sífellt fær- ast í vöxt. Átak gegn ofbeldi Rauði kross íslands hrindir af stað í dag átaki gegn ofbeldi undir yfirskriftinni „Greiðum atkvæði gegn ofbeldi“. Markmið þess er að efla vitund fólks um þann vanda sem ofbeldi er í þjóðfélagi okkar, efla forvarnir til að koma í veg fyrir það og benda á úrræði fyrir fórnarlömb jafnt sem ger- endur. Ofbeldi er ekki einangrað glæp- samlegt athæfi heldur daglegt vandamál sem fjöldi fólks þarf að kljást við. Athuganir sýna að á milli 3 og 9% íslendinga verða ár- lega fyrir einhvers konar ofbeldi og í okkar litla landi eru það því þúsundir sem hafa orðið fyrir þessari bitra reynslu. í dag gefst almenningi kostur á að „greiða atkvæði gegn ofbeldi" um leið og farið er á kjörstað til að greiða atkvæði í alþingiskosn- ingunum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins verða fyrir utan kjör- staði og bjóða fólki að þrykkja handarfar sitt á léreftsdúka, skrifa nafn sitt undir, og taka þannig afstöðu gegn ofbeldi. Þetta er að sjálfsögðu táknræn athöfn en það er von Rauða kross íslands að sem flestir landsmenn sýni með þessu móti að þeir taka einarða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. A næstu mánuðum mun félagið síðan vekja athygli á of- beldisvandanum með því að gefa út skýrslu um rannsókn sen ver- ið er að vinna að um ofbeldi meðal ungs fólks, standa fyrir tónleikum og öðram samkomum gegn of- beldi og gefa út kynn- ingarefni þar sem bent er á úrræði fyrir þolendur og gerendur. Gegn ofbeldi - í stríði og friði Nú spyrja e.t.v. ein- hverjir af hverju Rauði krossinn sé að beita sér gegn ofbeldi - er það ekki í verkahring ann- arra? Starf okkar gegn ofbeldi hér heima er nátengt því starfi sem Rauða kross hreyfingin vinnur um allan heim við að liðsinna fórnarlömbum stríðsátaka en í Alþjóðadagur * Rauði kross Islands, segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, hrindir af stað í dag átaki gegn ofbeldi. sjálfu sér era stríð ekkert annað en skefjalaust ofbeldi. A þessu ári eru einmitt liðin 50 ár frá undirritun Genfarsamning- anna en samkvæmt þeim hefur Rauði krossinn sérstöku hlutverki að gegna við að takmarka eins og mögulegt er ofbeldi í styrjöldum. Genfarsamningarnir kveða á um að allir þeir sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum eigi að fá mannúðlega meðferð, t.d. óbreytt- ir borgarar, stríðsfangar og her- menn sem lagt hafa niður vopn eða særst á vígvellinum. Ofbeldi er blettur á samfélagi manna og á ekki að eiga sér stað, hvorki hér heima né erlendis. Rauði krossinn beitir sér gegn of- beldi án tillits til landamæra, kyn- þáttar eða trúarbragða þeirra sem í hlut eiga því við lítum á heiminn sem eina heild. Að lokum vil ég hvetja kjósendur til að greiða atkvæði gegn ofbeldi um leið og þeir nýta atkvæðisrétt sinn í kosningum til Alþingis ís- lendinga sem fara fram í dag. Höfundur er formaður Rauða kross íslands. Greiðum atkvæði gegn ofbeldi Anna Þrúður Þorkelsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.