Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 76

Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 76
76 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf * Vorhátíð Dóm- kirkjunnar NÚ ER veturinn að baki, vorið opnar faðm sinn og sumarið er í nánd. Af því tilefni verður vorhátíð Dómkirkjunnar haldin sunnudag- inn 9. maí. Hátíðin hefst í Fríkirkj- unni í Reykjavík með fjöl- skylduguðsþjónustu kl. 14:00. Þar ætla börn úr TTT-starfinu að sýna leikþáttinn „Miskunnsama bretta- stelpan“. Helga Steffensen kemur með góðan gest úr Brúðubílnum sem liggur margt á hjarta. Heiðar Guðnason lögregluþjónn kemur í heimsókn og deilir með viðstödd- um mörgum góðum reglum bæði úr umferðinni og úr Biblíunni. Kirkjugormarnir í Dómkirkjunni ætla að taka lagið við undirleik Andra Bjarnasonar. Organisti er Kjartan Sigurjónsson. Strax að lokinni guðsþjónust- unni verður haldið upp að Reynis- vatni með rútu. Þar verður farið í leiki og grillaðar pylsur. Einnig er hægt að veiða í vatninu. Því hvetj- um við fólk til að þurrka rykið af veiðarfærunum sem hafa legið í geymslu í vetur og hafa þau með- ferðis. Það er ákveðinn kvóti á ' veiðinni uppi við Reynisvatn, en það er enginn kvóti á fólk á vorhá- tíð Dómkirkjunnar. Verið velkom- in. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Tónleikar kórs Bústaðakirkju Á MORGUN, sunnudaginn 9. maí, verða tónleikar Kórs Bústaða- kirkju. Þetta eru í raun lok á vetrar- starfi kórsins, sem hefur starfað með miklum krafti í vetur. I kórn- um era rúmlega 30 félagar, sem í smærri hópum annast allan kór- flutning við messur og aðrar athafn- ir í Bústaðakirkju. Kórstjóri og org- anisti er Guðni Þ. Guðmundsson. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt og má þar nefna flutning á texta þriggja Davíðssálma, Agnus Dei, Beatus Vir, Til söngsins, Söng- ur Kerúbanna og Ave María eftir Sigurð Bragason, sem hann færði kómum til flutnings. Einsöngvarar era Anna Sigríður Helgadóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Kristján Valgarðs- son, Olína Omarr, Olöf Ásbjöms- dóttir, Sigríður E. Snorradóttir, Þórður Búason og Örvar Már Krist- insson. Á tónleikunum kemur einnig fram Bjöllukór Bústaðaldrkju og flytur fjögur verk ásamt ungum hljóðfæraleikuram. Bjöllukórinn hefur starfað um árabil við kirkjuna og er skipaður unglingum. Þetta er þriðji unglingahópurinn sem skipar kórinn frá upphafi starfs hans. Kór- inn hefur einnig innan sinna vé- banda hljóðfæraleikara og söngv- ara. Kórinn hefur farið vlða um land og haldið tónleika svo sem á Vest- fjörðum, Austfjörðum, Grímsey og á fleiri stöðum. DÓMKIRKJAN. Sumartón- leikar í Fríkirkjunni SUMARTÓNLEIKAR verða í kirkjunni mánudagskvöldið 10. maí kl. 20.30, á vegum kórs Fríkirkj- unnar. Á efnisskránni verða nokk- ur falleg kirkjuleg tónverk. Allir hjartanlega velkomnir. Organisti og kórstjóri Guðmundur Sigurðs- son. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur. Viðskipta- og re kstra rf ræð i m e n n tu n - í sk ap an di umhverfi Skólastarf Samvinnuháskólans á Bifröst stefhir að því að auka frumkvæði og forystu nemenda sem nýtist til að styrkja og efla íslenskt atvinnulíf og samfélag. Ahersla er lögð á skapandi og gagnrýna hugstm, ákvarðanatöku og raunhæfa verkefha- vinnu. Með ótakmörkuðum aðgangi að upplýs- ingakerfi skólans eru nemendum tryggð náin tengsl við umheiminn. Samvinnuháskólinn er góður kostur fyrir þá sem vilja nútímalega kennsluhætti í skapandi umhverfi. Byrjað verður að afgreiða umsóknir fyrir haustmisseri 26. apríl „Sérstada Samvinnuhótkólan* á Bifröíf felst í samþjóppuöu og bognýtu rekítrarfrw&a- nómi *em byggtr á nútímaleg- um kennsluháftum og vel útfær&u íkipulagi." Úr Otivkt sfern M&mtwnék&ú&vfwyfyb Ut* Utra fmm á háfkMtHmnntotn í vtS»kip*iy ttAssirmhmbvm it í*km<£ vorSh IW. SAMVINNUHÁSKÓLINN Á BIFRÖST Bifröst • 311 Borgarnes Netfang: samvinnuhaskol Sími: 435 0000 • Bréfsíml: 435 0020 inn@bifrost.is • Veffang: www.bifrost.is Djass í Laugarneskirkj u NÚ verður haldin síðasta kvöld- messa vetrarins í Laugameskirkju þar sem djassinn dunar í bland við orð heilagrar ritningar. Að þessu sinni mun ungur söngvari og tónlist- armaður, Þorvaldur Þorvaldsson (Halldórssonar), syngja einsöng. Er þar á ferðinni framlag Menntaskól- ans við Sund til nýafstaðinnar söngvakeppni, en þar hlaut Þorvald- ur önnur verðlaun. Tónlistarmenn verða sem fyrr þeir Tómas R. Ein- arsson, Matthías Hemstock, Sigurð- ur Flosason og Gunnar Gunnarsson, organisti, en prédikun og altaris- þjónusta er í höndum hjónanna sr. Jónu Hrannar Bolladóttur og sr. Bjama Karlssonar. Kór Laugames- kirkju leiðir söng. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja Hafn- arfjarðarkirkju SUNNUDAGINN kemur, 9. maí, sem er Bænadagur Þjóðkirkjunnar, munu 50, 60 og 70 ára fermingarböm H afnarfJ ar ðarklrkj u sælqa hana heim, en þau vora fermd í henni vor- in 1929,1939 og 1949. Þau munu taka þátt í messu sem hefst kl. 14 sem sr. Gunnþór Ingason stýrir og hittast eftir hana í kaffisamsæti í Hásölum Strandbergs, safnaðarheimilis kii-kj- unnar, og rifja upp iýrri tíð og kynni. Tíðkast hefur síðustu 10 árin að af- mælisárgangar Hafnarfjarðarkirkju hafi hist á slíkum tímamótum á Bænadegi þjóðkirkjunnar og hafa endurfundir þeirra jafnan verið gleði- og blessunarríkir. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Kaffisala í Grensáskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 9. maí, verður hin árlega kaffisala Kvenfé- lags Grensássóknar haldin í safnað- arheimili Grensáskirkju. Kafffisalan hefst um kl. 15 eða að lokinni guðs- þjónustu safnaðarins, sem að þessu sinni er kl. 14. Þá guðsþjónustu ann- ast sr. María Ágústsdóttir, héraðs- prestur, en Kirkjukór Grensáskirkju syngur og organisti er Ami Arin- bjamarson. Þessi kaffisala svíkur engan. Hlað- borðið svignar undan smurðu brauði, matarmiklum brauðtertum og marg- víslegum stríðstertum sem félags- konur og velunnarar hafa bakað og gefið til kaffisölunnar. Tilvalið er fyr- ir einstaklinga, hjón, fjölskyldur og vinahópa að leggja leið sína í Grens- áskirkju um miðjan daginn og kaupa þar veislukaffi á sanngjömu verði. Öllum ágóða af kaffisölunni er var- ið til kristilegs líknarstarfs og um- bóta í Grensáskirkju, en frá upphafi hefur Kvenfélagið verið einn öflug- asti bakhjarl Grensássafnaðar og komið að starfi hans með margvís- legu móti. Nýlegt dæmi um stórhug Kvenfé- lagsins er að það gaf hina fógra glugga Leifs Breiðfjörð sem prýða kirkjuna og vekja eftirtekt og aðdá- un þeirra sem í kirkjuna koma. Sóknarböm og aðrir velunnarar Grensáskirkju ættu endilega að koma á kaffisöluna, njóta þar frá- bærra veitinga og styðja um leið gott og göfúgt málefni. Tónleikar Stúlknakórs Breiðholtskirkju í DAG, laugardaginn 8. maí, heldur Stúlknakór Breiðholtskirkju tón- leika í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 16. Kórinn er að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku í norrænu bamakóra- móti sem haldið verður í Grankulla í Finnlandi 12.-15. maí nk., en alls taka sjö íslenskir bamakórar þátt I þessu móti. Að tónleikunum loknum munu stúlkumar síðan selja vöfflu- kaffi til styrktar ferðasjóði kórsins. Viljum við hvetja sóknarbúa og aðra velunnara kórsins til að nota þetta tækifæri til að styðja starf kórsins, enda gefst hér kjörið tækifæri til að búa hug og hjarta undir átök kosn- ingavökunnar. Getur bæn verið skemmtileg? ÍSLENSKA Kristskirkjan stendur fyrir námskeiði um bænina í dag, laugardaginn 8. maí. Kennari á nám- skeiðinu verður séra Bjöm Peter- son, lúterskur prestur frá Glendale í Arizona, en hann hefur um margra ára skeið verið brautryðjandi í bænastarfi. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri Prayer Watch Intemational, stofnunar sem heldur almenn bænanámskeið víða um heim. Margii’ halda að bæn sé þreyt- andi skyldurækni, en þeir sem sótt hafa námskeið Petersons komast að því að bænin er einmitt hið gagn- stæða: hún er spennandi samstarf við Guð og getur verið mjög skemmtileg. Nárnskeiðið verður haldið í húsnæði Islensku Krists- kirkjunnar, Bfldshöfða 10, 2. hæð og hefst kl. 10 f.h. og stendur til kl. 17 síðdegis. Þátttökugjald er kr. 800 og er léttur hádegisverður innifalinn. Kennslan verður túlkuð á íslensku. Allir eru velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. Hafnarfjarðarkirkja. Kl. 11-12.30 opið hús í Strandbergi. Trú og mannlíf, biblíulestur og samræður. Leiðbeinendur sr. Gunnþór Ingason og Ragnhild Hansen. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga R. Armannsdóttir. Alb'r hjart- anlega velkomnir. 10. maí: Karla- bænastund kl. 20.30. 11. maí: Bæna- stund kl. 20.30. 12. maí: Samvera- stund unglinga kl. 20.30. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- 1'wemsumn Sólheimum 35, sími 533 3634. Allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.