Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 77

Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ Ferðamiðstöð Austurlands endurnýjar tölvubúnað TÆKNIVAL hf. og Ferðamiðstöð Austurlands gerðu nýlega með sér samning um rekstrarleigu á Compaq tölvubúnaði. „Ferðamiðstöðin fær 27 Compaq EP tölvur frá Tæknivali á rekstr- arleigu til þriggja ára en þær eru með fullkomnustu vélum á mark- aðnum í dag. Rekstrarleiga er nýtt fyrirkomulag sem felur í sér að Tæknival leigir búnaðinn til Ferðamiðstöðvar Austurlands og tekur að sér að reka tölvurnar næstu þijú árin. Samningurinn er umfangsmikill en fyrirtækið end- urnýjar með honum allan vél- og hugbúnað sinn. Hann felur í sér, auk endurnýjunar á vél- og hug- búnaði, netþjóna, netlagnir, prent- ara og Nettengingar,“ segir í fréttatilkynningu frá Tæknivali. ----------------- Kaffísala í Fær- eyska sjómanna- heimilinu FÆREYSKI kvinnuhringurinn held- ur sína árlegu kaffísölu í Færeyska sjómannaheimilinu, Brautarholti 29, sunnudaginn 9. maí kl. 15. Eins og undanfarin ár verða kon- umar með kaffíhlaðborð og eiga allir að finna eitthvað sem þeim þykir gott, segir í fréttatilkynningu. Konumar í þessum klúbbi hafa lagt rækt við að styrkja sjómannaheimilið með því að kaupa innanstokksmuni í húsið og munu þær einnig gera það nú. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sjó- mannaheimilið þennan kaffísöludag og em allir hjartanlega velkomnir. ------♦♦-♦--- Vorhátíð Há- teigsskóla HIN árlega vorhátíð Háteigsskóla (áður Æfingaskólans) verður haldin í dag frá kl. 12 til 15. Hátíðin hefst með skrúðgöngu frá skólanum um hverfíð. Að venju verður fjölbreytt dagskrá í skólanum og á skólalóðinni. Flóamarkaður verður haldinn, leiktæki verða á staðnum, m.a. hinn vinsæli veltibíll, farið verður í leiki, hjólareiðakeppni haldin, nemendur og foreldrar starfrækja kaffihús og bakarí og nemendur bjóða upp á fjöl- breytt skemmtiatriði. Hátíðin er öll- um opin og eru íbúar hverfisins, eldri nemendur skólans og væntan- legir nemendur hans sérstaklega hvattir til að mæta. FRÉTTIR ÆGIR Ármannsson, markaðsfulltrúi Tæknivals, Árni Sigfússon, fram- kvæmdasljóri Tæknivals, Valgerður Skúladóttir, forstöðumaður fyrir- tækjasviðs hjá Tæknivali, ásamt Siguijóni Hafsteinssyni, fram- kvæmdastjóra Ferðamiðstöðvar Austurlands, og Áka Jóhannssyni, fjármálastjóra Ferðamiðstöðvarinnar. LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 77 . FRAMSOKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GOÐ KAUP! laugard. 10-17 Sunnud. 13-17 ySími581-2275 568-5375 Fax568-5275 Hjá okkur eru Visa- og Euroraösamningar ávisun á staögreiöslu Armúla 8-108 Reykjavík r Akstur Á kjörstað í Reykjavík Til að spara þér sporin bjóðum við akstur á kjörstað í Reykjavík. Hringduísfma 552 7045 552 7089 552 7103 552 7193 FRAMSOKNARFLOKKURINN Ný framsókn til nýrrar aldar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.