Morgunblaðið - 08.05.1999, Síða 87

Morgunblaðið - 08.05.1999, Síða 87
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 87 Stutt Skar af lim vinar síns UNGUR og afbrýðisamur Bangladeshbúi skar af lim vinar síns eftir að kona sem þeir báðir elskuðu tók vininn fram yfir hann, samkvæmt lögreglu þarlendra. Maruf Ahmed skar liminn af með eldhúshnífi meðan vinurinn svaf á hótelherbergi í bæ í Suðvestur- Bangladesh. Læknum reyndist ókleift að sauma liminn á aftur. Störf mæðra vanmetin MÆÐUR sinna mörgum störf- um. Þær eru t.d. kokkar, bók- haldarar, sálfræðingar, bíl- stjórar og kennarar. Sam- kvæmt könnun Edelman-fjár- öiálafyrirtækisins ættu árslaun uiæðra að vera yfir 35 milljón- ir, miðað við meðallaun þeirra starfa sem þær inna dags dag- lega af hendi. „Mæður eru á vakt allan sólarhringinn og við ákváðum að dæmigerð móðir væri í 17 fullum störfum," sagði Ric Edelman um könnun- •na. „Niðurstaða okkar er sú að hversu mikið sem þér finnst þú skulda móður þinni, þá er t>að ekki nóg.“ Rokkstjarna sektuð YPIRVÖLD í Póllandi hafa sektað rokkstjörnu fyrir ósæmi- legt athæfi á verðlaunahátíð sem fram fór í febrúar. Krzysztof Skiba, höfuðpaur vinsællar hljóm- sveitar, gekk á svið, tók niður um sig buxurnar og sýndi áhorfend- Ujn beran afturendann, en meðal þeirra sem fengu að sjá helgidóm- inn voru forsætisráðherra lands- ins og frú hans. Skattlagðar vændiskonur VÆNDISKONUR i Brussel saka yfirvöld um að standa fyrir vændi og ætla að leggja fram ákæru á næstunni. Yfír- völd á Saint-Josse-svæðinu skylda vændiskonur til að borga tugi þúsunda á ári í skatt, eftir stærð sýningar- glugganna sem þær sýna sig í fyrir væntanlegum viðskipta- vinum. Starfsmaður hins opin- bera segir skattatekjunum varið til aukinnar löggæslu á Þeim svæðum sem vændiskon- Ur starfí. Lögfræðingur kvenn- anna segir málið eiga eftir að verða prófmál á réttindi þeirra, en engin skýr lög eru td um vændi í Belgíu. Sophie kemur að luktum dyrum ÞRÁTT fyrir að Sophie Rhys Jo- nes tilheyri brátt bresku kon- ungsfjölskyldunni þýðir það ekki að allar dyr standi henni opnar. Sophie, er mun giftast Edward Þyins í júní, komst ekki inn á vinnustað sinn á dögunum því hún hafði gleymt lyklunum heima. Hún og lífvörður hennar þurftu að bíða í tíu mínútur þar til sam- starfsmann bar að garði og hægt var að opna fyrir stúlkunni. „Eg er hér aðeins ykkur til skemmtun- ar,“ sagði Sophie brosandi við Ijósmyndara er fylgdu henni eftir þennan dag. ERLENDAJR Ómar Friðleifsson fjallar um I Am, breiðskífu rapparans Nas. Meistaraverk í textagerð HANN heitir fullu nafni Nasir Ben Olu Dara Jones (það er arabískt ættað nafn og þýðir hjálpari og verndari) annars kallað- ur Nasty nas en oftast Nas Escob- ar. Fæddur á Long Island í New York og ólst upp í fátækrahverfinu Queensbridge sem var og virðist enn vera eitt mesta gettóið í New York. Þar eru jafnan eiturlyfjasalar og alls kyns óþjóðalýður á ferli. Þetta kannast Nas við og rímar á nýju plötunni um þetta líf sitt sem ungur drengur, áhorfandi að ógeð- felldu lífi götufólksins og því sem fyrir augu hans bar. Hann gaf sína fyrstu plötu út 1994, þá aðeins 16 ára gamall. Sú plata ber nafnið „Illmatic" og það má segja að strax þá hafi hann öðl- ast frægð og aðdáun margra áhrifa- mestu manna rappheimsins, enda á ferðinni snillingur í rími og rappi. Platan náði gullsölu í Bandaríkjun- um og fékk frábæra dóma gagn- í-ýnenda. Henni fylgdi ekki síðri plata, „It Was Written", sem var þó á allt öðru plani og með öðruvísi áherslum og uppbyggingu. Margir töldu Nas hafa fallið fyrir peningun- um og frægðinni sem fýlgdi vel- gengninni sem hann hafði notið eftir „Illmatic". Hann var af sumum að- dáendum sínum talinn hafa svikið lífsstíl götunnar og fært sig yfír í annan heim, þar sem allt var fullt af konum, kampavíni, flottum bílum og síðast en ekki síst peningum. Svo vai’ þó ekki að flestra mati en auð- heyrt var að hann vai- ekki eins harður og beittur í textum „It Was Written" sem þó seldist í tveimur milljónum eintaka um heim allan. Því næst sneri hann sér að öðru verkefni með röppurunum Foxy Brown, AZ og Nature og kölluðu þeir sig The Firm. Samnefnd plata fjórmenninganna frá 1997 var sann- arlega ein sú eftirminnilegasta í rappinu það árið. Nú, tæpum níu árum eftir út- komu fyrstu breiðskífunnar, hefur Nas sent frá sér plötuna „I Am“ sem hann segir vera fyrri hlutann i tveggja platna pakka en seinni hlut- inn kemur út hinn 26. október nk. Þetta er vönduð breiðskífa og líkast til hans besta til þessa. Á plötunni nær hann að feta hinn gullna meðal- veg í smölun og vera jafnframt tnir sjálfum sér og hér eru sannarlega til staðar þættir sem ná auðveldlega til fjöldans enda hefur platan fengið gríðarlega góðar viðtökur í Banda- ríkjunum nú þegar, jafnt í sölu sem og gagnrýni. Þeir sem hjálpa hon- um að vinna lögin eru engir smá- kallar í bransanum, m.a. Timbaland, Dj Premire og Trackmasters, auk þess sem hann hefur fengið frábært tónlistarfólk til liðs við sig, t.d. rapparana DMX, Scarface, Puff Daddy og söngkonuna Aaliyah. „Nas I Am“, sem er í dag mest selda platan í Bandaríkjunum og hefur á tveimur fyrstu vikunum verið á toppnum og selst í tæplega milljón eintökum, hefur einnig ver- ið tekið vel af flestum plötugagn- rýnendum enda hér á ferðinni meistaraverk í textagerð og ekki verður Nas sakaður um lélega tækni í rappi. Hann hefur með nýju plötunni endanlega sett sig á stall við hliðina á goðinu Rakim sem er af mörgum talinn vera sá besti frá upphafi rappsins. Lögin sem standa uppúr á þessari skífu eru Ghetto Prisoners sem er ádeila á bandaríska pólitík, Undying Love sem er sérstaklega magnað lag og ekki má gleyma laginu sem nú heyrist víða um heiminn Hate Me Now en þar rappar Puff Daddy lagstúf. Myndbandið við síðast- nefnda lagið hefur valdið miklum deilum milli Puff Daddy og Steven Stoute sem er útgefandi plötunnar, en hann setti myndbandið af stað í sjónvarpi án þess að fá fullt leyfi frá Puff Daddy sem sést krossfest- ur í myndbandinu. Puffarinn gerði sér lítið fyrir og stormaði inn á skrifstofu Stoute og lúbarði hann ásamt tveimur félögum sínum og á yfir höfði sér dóm fyrir vikið enda Stoute á sjúkrahúsi eftir árásina. Myndbandið er ekki sýnt meðan ágreiningurinn gengur yfir, en lag- ið er feitt og þarafleiðandi mjög heitt um þessar mundir. Einnig má minnast á frábært og skondið lag * sem ber nafnið Dr. Knockboot og að lokum ber að segja frá lögunum Nas Is Like þar sem hann segir ör- lítið frá sjálfum sér og We Will Survive sem er án efa eitt af því besta sem Nas hefur gert en þar heiðrar hann minningu 2 Pac og Biggie. Ekki má gleyma favour for a favour þar sem Scarface hjálpar til og You won’t see me tonight með RB prinsessunni Aaliyah sem verður væntanlega næsta smá- skífa. Önnm- lög eru sem og platan í heild mjög öflug og beitt og hljóð- blöndunin er líkt og hún gerist best í heimi tónlistarinnar. Hér er á ferðinni plata sem hver einasti rappáhugamaður ætti að eiga við hliðina á öllum hinum gullmolum rappsins. ^HORFENDi iL V:-.. JP^ m Ljfe / ^ JtiS&WSZ. , V •• op' dSjPlS Að hætti Jaggers HÚSFYLLIR var á Rolling Sto- nes-kvöldi sem haldið var í Vagnin- um föstudagskvöldið 30. apríl. Þeg- ar hafði myndast biðröð við dyrnar áður en húsið var opnað. Þegar hljómsveitin Cor frá Flateyri og Ólafur Helgi stigu á svið þá var ekki laust við að menn fengju á til- finninguna að sjálf goðin væru við- stödd miðað við undirtektir áhorf- enda. Ólafur Helgi byrjaði á því að rekja sögu Stones og drengirnir í Cor tóku hvert lagið á fætur öðru ásamt Ólafí Helga við mikinn fögn- uð áhorfenda. Sviðsframkoma Ólafs Helga þótti ekki ólík tilburð- um Micks Jaggers og þó sviðið væri þröngt tókst honum að skapa ótrúlega stemmningu með tilþrif- um sínum. Augljóst er að undir sýslumannsfeldi leynist harður rokkari. Á staðnum vora staddir Pétur Kristjánsson, söngvari, og Ólafur Páll Gunnarsson úr Rokklandi á Rás 2. Ólafur Páll flaug gagngert vestur til að upplifa tónleikana. Báðir stigu þeir á svið og tóku upp- áhalds lag sitt úr safni Stones. Óhætt er að segja að þetta kvöld muni lengi lifa í manna minnum á meðan sjálf goðin hafa ekki enn haldið tónleika sína á Islandi. Kosningavaka Frjálslynda flokksins Reykianes Fálagsbíó i Reykjanesbæ Kaffiveitingar fra kl 22. ísaiiorður Mjallargata 5. Kaffihlaðborö og vestfirskur harðfiskur. Sauðárkrókur Gúttó á Króknum. Kafh og kökur. Grillaður fiskur. Akureyri Kosningaskrifst. v/Ráðhústorg. Sterkt kaffi og kæstur hakarl. Suðurland Eyrarvegur 25 Selfossi. Kaffi og kokur fram á rauða nott Snæiellsbær/Ölafsvík Engjahlið 10, opið hus, allir stuðningsmenn velkomnir. Stuðningsmenn og velunnarar eru velkammr á kosningavúkur um allt lani Reykjvík ag Reykjanes. Frjálslyndi flakkurinn verður með kasningavaku á laugar- dag í Borgartúni B. Húsið verður opið írá kl. 20. Búast má við fyrstu atkvæðatölum skömmu eftir að kjörstöðum er lokað Jd 22. Allir stuðningsmenn og velunnarar flokksins eru velkomnir á kosningavökuna sem jafnframt ar uppskeruhátið allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn. Ýmsar skemmtanir og bjór á vægu verði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.