Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 1

Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913 106. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjármálaráðherra- skipti í Bandaríkjunum Söguleg þingsetning í Edinborg NOKKUR vatnaskil urðu í breskum stjórnmálum í gær þegar nýkjörin þing í Skotlandi og Wales komu sam- an í fyrsta skipti. „Nú er sam- ankomið á nýjan leik þingið sem lagt var niður 25. mars 1707,“ sagði Winnie Ewing, þingmaður Skoska þjóðar- flokksins (SNP), við upphaf þingfundar í Edinborg í gær en hún er aldursforseti hins nýja þings. Þessu næst sóru þing- menn Elísabetar Englands- drottningar hollustu sína, en þingmenn SNP kusu að bæta því við að fyrst og fremst yrðu þeir trúirjíjónar skosku þjóð- arinnar. Á myndinni sést Alex Salmond, leiðtogi SNP, ganga glaður í bragði af þingfundi. Summers tekur við af Rubin Lawrence Summers Washington. Reuters. ROBERT Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagður er eiga nokkum heiður af góðri stöðu efna- hagsmála í Bandaríkjunum, sagði af sér emb- ætti í gær eftir fjögurra ára starf og mun að- stoðarfjármála- ráðherrann Lawrence Sum- mers taka við af Rubin. Stuart Eizenstat, að- stoðarráðheiTa efnahagsmála, . tekur við starfi Summers. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að Rubin hygðist hætta störfum í byrjun júlímánaðar en orðrómur hafði lengi verið á kreiki um að Rubin væri á förum. Höfðu hins vegar verið uppi getgátur um að Rubin vildi ekki láta af embætti íyrr en erfiðleikar í alþjóðlegum efnahags- málum væru afstaðnir. Fréttir af afsögn Rubins ollu nokkrum titringi á fjármálamörk- uðum en óvissa rfldr um hvort Summers mun leggja jafnríka áherslu og Rubin á frjálsa mark- aðsstefnu og hátt gengi Banda- ríkjadals. Gengi dollarans féll nokkuð gagnvart helstu gjaldmiðl- um í kjölfar fréttanna en frétta- skýrendur töldu þó líklegt að með því að tilnefna Summers þegar í starfið hefði Bandaríkjastjóm tek- ist að tryggja stöðugleika. Fór enda svo að gengi dollarans og Dow Jo- nes-hlutabréfavísitalan tóku við sér að nýju fyrir lokun markaða. Summers, sem er fjörutíu og fjögurra ára, var áður prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla og hefur verið aðstoðarfjármálaráð- herra síðan í ágúst 1995. Jeltsín varar NATO við að hunsa tillögur Rússa í Kosovo-deilunni Stíf fundahöld um pólitíska lausn hússins, tók í sama streng og sagði brottvikninguna rússneskt innanrík- ismál og að hún ætti ekki að marka stefnubreytingu af hálfu stjórnvalda í Moskvu hvað Kosovo-deiluna varðaði. Marti Ahtisaari sáttasemjari? Hvað sem öllum viðvörunum Jeltsíns leið héldu viðræður áfram um hvemig binda mætti enda á Kosovo-deiluna. Strobe Talbott, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hitti Igor Ivanov, utanríkisráð- herra Rússlands, og Viktor Tsjernomyrdín, milligöngumann Rússa í málefnum Kosovo, að máli í Moskvu og var fundurinn sagður hafa verið gagnlegur. Talbott hélt í gærkvöldi til fundar við Marti Ahtisaari, forseta Finn- lands, en líkur voru taldar á að hann tæki að sér að verða sáttasemjari í deilunni. I dag mun Tsjemomyrdín einnig hitta Ahtisaari í Helsinki og jafnframt snýr Talbott aftur til Moskvu til frekara skrafs og ráða- gerða. Jacques Chirac Frakklandsforseti var væntanlegur til Moskvu í nótt. Hann mun hitta Jeltsín í dag en í rússneskum fjölmiðlum var haft eftir Tsjernomyrdín, sem kom úr Kína- ferð sinni í fyrradag, að Kínverjar væru e.t.v. reiðubúnir til að taka þátt í alþjóðlegum friðargæslusveitum í Kosovo, styddi stjómin í Belgrad það að slíkar sveitir kæmu til Kosovo, og ef Sameinuðu þjóðimar skipulegðu starf sveitanna, en ekki NATO. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, var ennfremur í Kína í gær til viðræðna um málefni Kosovo. A sama tíma var komið með ösku Kínveij- anna, sem fórust í árás NATO á kín- verska sendiráðið í Belgrad á föstu- dagskvöld, heim til Peking. Mikill íjöldi fólks safnaðist saman af þessu tilefni en allt fór friðsamlega fram. ■ Sjá umfjöllun á bls. 32 og 46. Moskvu, Belgrad. Reuters, AP. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var- aði leiðtoga Atlantshafsbandalagsins (NATO) við því í gær að Rússar myndu hugsanlega hætta þátttöku í samningaumleitunum í Kosovo-deil- unni en talsmenn NATO sögðust þess hins vegar fullvissir að stjóm- völd í Moskvu myndu áfram leggja sitt af mörkum. Einungis fáum klukkustundum eftir að hafa rekið Jevgení Príma- kov úr embætti forsætisráðherra lýsti Jeltsín því yfir að Rússar myndu draga sig út úr viðræðum um hugsanlegar lausnir Kosovo- deilunnar ef leiðtogar NATO litu fram hjá tillögum þeirra og milli- göngu. NATO hunsaði hins vegar kröfur Rússa og Kínverja, um að loftárás- um á Júgóslavíu yrði hætt, og hélt áfram hemaðaraðgerðum sínum, fimmtugasta daginn í röð. Greindu talsmenn NATO frá því að loftárásir undangenginn sólarhring hefðu verið þær hörðustu fram að þessu. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagðist ekki eiga von á því að brottvikning Prímakovs, og það upp- nám sem hún olli í Rússlandi, hefði áhrif á framgang mála í Kosovo-deil- unni. Joe Lockhart, talsmaður Hvíta Reuters Boris Jeltsín Russlandsforseti víkur Jevgení Prímakov úr embætti forsætisráðherra Moskvu. Reuters, AP. STJÓRNARKREPPA blasir við í Rússlandi eftir að forseti landsins, : Borís Jeltsín, rak Jevgení Prímakov forsætisráðherra úr embætti og til- ^ nefndi í staðinn ötulan stuðnings- mann sinn, Sergej Stepashín. Akvörðunin olli miklum titringi á rússneskum fjármálamörkuðum og jafnframt brugðust kommúnistar, sem eru í meirihluta i Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, ókvæða við og hótuðu að efna til mótmælaaðgerða. Samþykkti meiri- hluta þingmanna áskorun þar sem Jeltsín er hvattur til að segja af sér fyrir að hafa kallað óstöðugleika yf- ir Rússland með brottvikningu Prímakovs, en hann var einn fárra forsætisráðherra, sem Jeltsín hefur skipað, sem Dúman gat látið sér ; lynda. Jeltsín hitti Prímakov að máli í gærmorgun og flutti síðan tíu mín- útna langt sjónvarpsávarp um há- degisleytið þar sem hann skýrði þjóð sinni frá ákvörðuninni. „Því miður er langt. frá því að stöðugleiki ríki, hvorki í efnahagsmálum né Slj órnarandstaðan bregst ókvæða við stjórnmálum," sagði forsetinn í ávarpinu. Mikil óreiða ríkti á fjármálamörk- uðum, bæði í Rússlandi og erlendis, eftir að fréttist um brottrekstur Prímakovs sem Jeltsín sagði í ávarpi sínu til kominn vegna þess að Prímakov hefði ekki reynst fær um að blása nýju lífi í rússneskan efna- hag. „Maður hefur á tilfinningunni að aðgerðir stjórnarinnar hafi ein- göngu falist í því að semja við AI- þjóðagjaldeyrissjóðinn, rétt eins og einungis væri hægt að laga efna- hagsvanda Rússlands með því að taka við lánum frá Vesturlöndum," sagði Jeltsín, og talaði hægt, var nokkuð þrútinn í andliti og virtist taugastrekktur. Jeltsín bætti því við að Stepashín, sem gegndi embættum aðstoðarfor- sætisráðheri'a og innanríkisráð- herra í stjórn Prímakovs, yrði mun kraftmeiri forsætisráðherra. Umdeild ákvörðun Kommúnistar á þingi gagnrýndu Jeltsín, sem undanfarna tólf mánuði hefur haft þann sið að reka forsætis- ráðherra sína með reglubundnu millibili, harðlega í gær og Gennadí Zjúganov, leiðtogi þeirra, sagði ákvörðun Jeltsíns algerlega óafsak- áp BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti, var ábúðarmikill í fasi þegar hann tilkynnti þjóð sinni brott- vikningu Jevgenís Prímakovs úr embætti forsætisráðherra. anlega. Hann sagði að flokkur sinn myndi hugleiða að efna til mðtmæla vegna ákvörðunarinnar, „og við von- um að almenningur í Rússlandi muni bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp“, bætti Zjúganov við. Einn fárra til að lýsa ánægju sinni með ákvörðun Jeltsíns var auðkýfing- urinn Borís Berezovskí, en áhrif hans hafa farið dvínandi í valdatíð Príma- kovs. Anatólí Tsjúbajs, einn helstu höfunda umdeildrar umbótastefnu Jeltsíns, lýsti einnig ánægju sinni og gaf í skyn að hann hefði haft eitthvað með ákvörðun forsetans að gera. Brottvikningu Prímakovs var tek- ið með nokkru jafnaðargeði erlendis en margir óttast þó að ákvörðun Jeltsíns valdi því að alvarleg stjórn- arkreppa skelli á og að efnahag- sástand versni enn. Jafnframt voru viðræður um aðstoð erlendra lána- stofnana taldar í uppnámi og loks óttuðust margir að brottvikning Prímakovs gæti haft áhrif á fram- gang mála á Balkanskaga. ■ Hætta á/34 L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.