Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 10

Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp til laga um lágmarkslaun lagt fram á Alþingi Alþingi Stutt Lágmarkslaun verði 112 þús- und krónur GÍSLI S. Einarsson, þingmaður Samfylkingar, mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um lág- markslaun. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 112.000 kr. sem Gísli telur vera neyðarlínuviðmiðun. Hann tók hins vegar fram í framsöguræðu sinni í gær að hann væri reiðubúinn til að draga frumvarpið til baka náist sambærileg niðurstaða í komandi kjarasamningum. Gísli hefur fjórum sinnum áður flutt frumvarp á Alþingi um lög- bindingu lág- markslauna. Hann sagði í gær að umsamin lág- markslaun væru alltof lág, fjöldi fólks sem væri í fullri vinnu þyrfti þrátt fyrir það að leita sér aðstoðar þar sem það hefði innan við eitt hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun, sem dygði engan veginn til fram- færslu. Fullyrti Gísli að þúsundir einstaklinga yrðu að leita sér mat- argjafa vegna fátæktar - ísland væri í raun láglaunasvæði enda þyrfti fjöldi fólks að gera sér að góðu 70 þúsund krónur í mánaðar- laun. Gísli sagði góðum lífskjörum á íslandi haldið uppi með löngum vinnudegi og yfirvinnu fólks. Þannig ynnu Islendingar að jafnaði 50 klukkustundir á viku en til sam- anburðar mætti nefna að Danir ynnu ekki nema 39 klukkustundir að jafnaði á viku. A ári hverju ynni því meðal Islendingurinn í raun tíu vikur umfram venjulegan Dana. Lágmarkslaunum ekki stýrt ofan frá Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagði í umræðum um frumvarp Gísla að höfuðástæða þess að fólk þyrfti á matargjöfum að halda væri ekki endUega fátækt heldur frekar að það hefði tapað sjálfsvirðing- unni. Sagði hann að ekki þýddi að stýra lágmarks- launum ofan frá, aðilar vinnu- markaðar yrðu að fá að semja um þau í friði. Hann sagði að ef lágmarkslaun yrðu hækkuð upp úr öllu valdi færu fyrirtæki einfaldlega á haus- inn og þá yrðu allir atvinnulausir. Það væri nú varla æskileg þróun. Benti Pétur á að lágmarkslaun hefðu hækkað meira en önnur laun á undanförnum árum og sagði að fremur en lögbinda lágmarkslaun ætti að stuðla að bættum skilyrð- um fyrir atvinnurekstur, rétt eins og núverandi ríkisstjóm hefði verið að gera, því með þeim hætti högn- uðust allir. Gísli sakaði Pétur um að tala nið- ur til láglaunafólks með málflutn- ingi sínum og sagði lágmarkslaun aðeins hafa hækkað um 40% á með- an laun alþingismanna, svo ein- hverjir væru nefndir, hefðu hækkað um 70%. Sagði hann mál þetta í raun snúast um að setja aðilum vinnumarkaðarins það verkefni að semja um lágmarkslaun sem gerðu öllum kleift að lifa mannsæmandi lífi af launum sínum. Tveir vara- þingmenn taka sæti ÓLAFÍA Ingólfsdóttir, fyrsti varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjördæmi, tók í gær sæti á Alþingi í fjar- veru Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra og ennfremur tók Bergljót Halldórsdóttir, varaþingmaður Fijálslynda flokksins, sæti á Alþingi í fjar- veru Guðjóns A. Kristjánssonar. Ólafía hefur áður tekið sæti á Alþingi sem varamaður en Bergljót er nýliði á þingi. Fyrirspurn um kynferðislega misnotkun JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra um kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Spyr Jóhanna m.a. hvort ráð- herra telji ástæðu til viðbragða við nýlegum sýknudómi Hæsta- réttar yfír ákærðum föður sem dóttir hafði kært fyrir grófa kynferðislega misnotkun. Jóhanna spyr einnig hvort dómsmálaráðherra telji rétt að herða viðurlög við kynferðisaf- brotum gagnvart barni, t.d. með ákvæði um lágmarksrefs- ingu. Ennfremur spyr hún hvort ráðherra muni beita sér fyrir endurskoðun á lagaá- kvæðum er varða starfshætti dómstóla, m.a. að skylda verði að kveðja til meðdómendur með sérfræðikunnáttu á sviði kyn- ferðisafbrota þegar dómstólar fjalla um kynferðislega mis- notkun á börnum. 1 m : íj'- ii r ÍJ.:-:Szz% ‘ii' '4 1 - pMÉl ALÞINGI Fyrirspurn um barnabætur Bótaþegum fækkað um 28 þúsund frá 1997 FJÖLDI þeirra sem fá barna- bætur á þessu ári er einungis 41.391 en var 70.105 árið 1997, árið sem ákveðið var að tekju- tengja bamabætur að fullu. Ennfremur hefur heildarkostn- aður ríkisins vegna bamabóta lækkað úr 4.760 millj. kr. árið 1997 í 3.779 millj. kr. nú í ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegu svari við fyrirspum Jóhönnu Sigurðar- dóttur sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Hef- ur heildarkostnaður ríkisins vegna barnabóta ekki verið minni undanfarin tíu ár en á ár- unum 1992-1996 var kostnaður þessi nokkuð stöðugur, frá 4.855 til 5.074 á núgildandi verðlagi, fór hins vegar í 4.760 árið 1997 og niður í 4.176 í fyrra, en er í ár 3.779. í svari fjármálaráðherra seg- ir að heildargreiðslur á árunum 1992-1996 hafi þróast nokkurn veginn í takt við verðlag. „Frá árinu 1997 hefur heildar- greiðsla barnabóta hins vegar lækkað, þótt allar fjárhæðir í bamabótakerfinu hafi hækkað um rúmlega 5%. Þessi þróun endurspeglar mikla kaupmátt- araukningu í þjóðfélaginu á þessum tíma og áhrif tekju- tengingarinnar við þær aðstæð- ur,“ segir í svarinu. Fyrirspurn um tann- heilsu barna ÖGMUNDUR Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, gerði tannheilsu bama og unglinga á grunnskólaaldri að umtalsefni á Alþingi í gær er hann bar upp fyrirspum til Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Spurði Ögmundur hvaða áform væm uppi varðandi forvamastarf til að stuðla að góðri tannheilsu bama og unglinga. Ögmundur sagði að þótt mjög hefði dregið úr tannskemmdum á síðustu árum væri nokkur hópur barna, jafnvel allt að 2.500 talsins, sem aldrei fæm til tannlæknis. Þetta rakti hann m.a. til aukinnar kostnaðarhlutdeildar foreldra í tannlækningum bama en að sögn Ögmundar hefur þetta valdið því að tekjulágt fólk veigrar sér við að fara til tannlæknis. Ennfremur sagði Ögmundur að eftir að skóla- tannlækningar vom aflagðar í sinni gömlu mynd hefði mjög dregið úr eftirliti með því að böm færa reglulega til tannlæknis. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra tók í svari sínu undir þau orð Ögmundar að for- varnir væru afar mikilvægar. Hún sagði hins vegar að enginn kæmi í stað forráðamanna barna, það væri á ábyrgð foreldra að hafa vakandi auga með tannheilsu barna sinna. Ingibjörg sagði að mjög hefði dregið úr tannskemmdum hér á landi á undanfömum árum og for- vamir væm almennt í góðu lagi. Hún tók þó undir það með Ög- mundi að miklu máli skipti að ná til þess hóps bama sem aldrei fæm til tannlæknis þannig að þeim mætti sinna einnig. Alþingi FUNDUR í Alþingi hefst í dag kl. 10.30. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: 1. Lágmarkslaun, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 2. Umferðarlög, frh. 1. umræðu ( atkvgr.) 3. Þróunarsjóður sjávarútvegsins , frh. 1. umræðu (atkvgr.) 4. Kosningar til Alþingis, frh. 1. u mræðu (atkvgr.) 5. Afnám gjalds á menn utan trúf élaga, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 6. Fjarskipti, 1. umræða. 7. Rekstur almenningssamgönguk erfis í Eyjafirði, fyrri umræða. 8. Aukinn réttur foreldra vegna v eikinda barna, fyrri umræða. 9. Happdrætti Háskóla íslands, 1. umræða. 10. Söfnunarkassar, 1. umræða. 11. Úttekt á stöðu safna á landsby ggðinni, fyrri umræða. Þingsályktunartillaga á Alþingi Reglur um sölu áfengis verði endurskoðaðar FIMM þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um að fjármála- ráðherra verði falið að skipa nefnd er vinni að endurskoðun reglna um sölu áfengis svo að heimila megi sölu á léttum vínum og bjór í matvöruverslunum. Er einnig lagt til að nefndin athugi hvort unnt sé og æskilegt að hafa áhrif á neysluvenjur Islendinga með breyttri verðlagningu á áfengi og aðgengi að léttum vín- um og bjór. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, er fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögunnar en í greinargerð hennar kemur fram að gert er ráð fyrir að um- ræddri nefnd fjármálaráðherrans •verði falið að vinna að endurskoðun á lögum um sölu, gjöld og tolla á áfengi en einkaréttur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á innflutn- ingi áfengis til landsins var afnum- inn með lögum árið 1995. Er lagt til að endurskoðunin taki sérstak- lega mið af því að fólk alls staðar á landinu hafi sömu möguleika á að nálgast áfengi. „Þá geri nefndin tillögur um hvernig því verði best fyrir komið að létt vín og bjór verði fáanleg, hvort heldur er í sérverslunum með áfengi eða í matvöruverslun- um,“ segir í greinargerð. „Einnig verði sérstaklega skoðað hvoi’t æskilegt sé og unnt að hafa áhrif á neysluvenjur íslendinga með því að lækka verð hlutfallslega á léttum vínum og bjór á kostnað verðs á sterkum drykkjum.“ Lagt er til að nefndin verði m.a. skipuð fulltrúum allra þingflokka sem setu eiga á Alþingi og að hún skili tillögum til fjármálaráðherra eigi síðar en 1. júlí árið 2000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.