Morgunblaðið - 11.11.1999, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Mjaltir á Fossvöllum
Vaðbrekku, Jökuldal - Starfið
er margt til sveita, meðal annars
þarf að mjólka kýrnar á málum
svo fólk geti fengið sína mjólk að
drekka refjalaust. Ragnheiður
Ragnarsdóttir bóndi á Fossvöll-
um sinnir hér mjöltum á búi
sínu.
Ein yngsta fískvinnsla landsins er á Hólmavík
UNDIR þaki, sem byggt var yf-
ir tvo fjörutíu feta gáma á
Hólmavík, starfar ein yngsta
fiskvinnsla landsins, Særoði
ehf. Það eru hjónin Sævar
Benediktsson og Elísabet Páls-
dóttir, sem reka vinnsluna, en
hún hóf starfsemi í mars. Þau
eru líka einu starfsmennirnir.
„Ég er að reyna að auka
kvótaverðmætið hjá mér með
því að vinna fískinn sjálfur,“
sagði Sævar í samtali við Morg-
unblaðið nýverið. „Síðustu sex
mánuði heíúr meðalverð á
þorski verið um 160 krónur
kílóið hjá mér, en ef ég myndi
selja fískinn beint á markað
fengi ég líklega ekki nema 110
krónur fyrir kílóið."
Þegar horft er á fiskvinnslu-
húsið, er ekki hægt að sjá að
þetta séu tveir gámar með þaki,
því húsið er klætt bárujárni og
mjög snyrtilegt, bæði að utan
sem innan. Innandyra vinna
hjónin saltfísk, sem þau selja til
SIF, en einnig er þar beitning-
araðstaða.
Kostaði
10 milljónir
Að sögn Sævars kostaði húsið
ásamt öllum búnaði um 10 millj-
ónir króna, en inni í því verði
eru tvær vélar, annars vegar
flatningsvél og hins vegar flök-
unarvél. Auk hússins á fyrir-
tækið 6 tonna bát, sem nefnist
Morgunblaðið/RAX
Sævar Benediktsson og kona hans Elísabet Pálsdóttir eiga eina yngstu
fiskvinnslu landsins, Særoða ehf. á Hólmavík. Upp á síðkastið hefur Sæv-
ar aðallega verið að beita, þar sem mikil bræla hefur verið á miðunum.
Særoði líkt og fyrirtækið og 50
tonna þorskkvóta.
„Það eina sem dugir í dag er
að stofna eigið fyrirtæki.“ Að-
spurður hvernig hefði gengið
svaraði Sævar:
„Mjög vel. Að vísu er búin að
vera bræla í hálfan mánuð og
ég er því bara að safna upp böl-
um af beitu og á nú í tvo róðra.
Reyndar er veðrið búið að vera
frekar leiðinlegt í allt haust,
þótt það hafi komið einn og
einn dagur.“
Að sögn Sævars tekur það
hann um þrjá tíma að komast á
góð mið.
„Það er alveg hægt að veiða
hérna inni í fírðinum (Stein-
grímsfirði), en það er bara
alltof mikill ormur í þeim físki
og það líkar mér ekki.“
Fyrirtækið byggt á tveim-
ur fj örutíu feta gámum
■
SsSSStíi
liplll
~i ■ - :■
Nú er veturinn aö ganga í garö af fullum þunga. Þá veröur enn mikilvægara aö klæðast
hlýjum og þægilegum fötum frá framleiðendum sem hafa mikla reynslu og þekkingu
á sviði útivistar. (NAN0Q býðst þér mikið úrval af þægilegum og fallegum fatnaði
REVKJAVÍKURTJÖRN
Tjuroin í íijarta Reykjauikur er í raun sjávarlón
og var hún upirhaflega um fjúrðungí stærri en „
hún er núna. 40-S0 tegundir fugia hafa lengri eða
skemmri víödviil á Tjöminni á ári hverju, en viö hana
verpa aó staðaldri 5 andartegundir.