Morgunblaðið - 11.11.1999, Page 21

Morgunblaðið - 11.11.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 21 ÚR VERINU Stjórnarkjör í Farmanna- og fiskimannasambandi Islands Ovissa um formann Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Frá upphafl þings FFSÍ. Nokkur óvissa ríkir nú um það, hver verður næsti formaður þess, en Grétar Mar Jónsson og Bjarni Sveinsson, hafa báðir boðið sig fram. Núverandi formaður, Guðjón A. Jónsson, hefur lýst yfir þeim vilja sínum að hætta formennsku. BJARNI Sveinsson frá Akranesi og Grétai’ Mar Jónsson frá Sand- gerði gefa kost á sér í embætti for- manns Farmanna- og fískimanna- sambands Islands, en 39. þingi sambandsins lýkur með stjórnar- kjöri eftir hádegi í dag. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður frá 1983 og alþingismaður frá því í vor sem leið, hefur sagt að eðlilegt sé að skipta um mann í brúnni en seg- ist hugsanlega hugleiða að halda áfram verði þess óskað. Guðjón Arnar, sem hefur unnið að félagsmálum innan FFSI síðan 1975, þegar hann tók við for- mennsku í Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Bylgjunni á Vest- fjörðum, hefur starfað í sambandsstjórn FFSÍ síðan 1977 og verið foi-maður í 16 ár, sagði við Morgunblaðið í gær að þingið réði för. „Eg mun kannski hugleiða það en ég hef alls ekki verið inni á þeim nótunum," sagði hann spurður hvort hann gæfi áfram kost á sér yrði þess óskað. „Eg hef ekki gefið kost á mér en hef margsagt við menn að þeir eigi að finna sér nýj- an foringja og ég vona að það geti gerst í sátt og samlyndi." „Eg hef gaman af því að vinna að þessum málum, hef unnið að þeim í sjö ár sem formaður Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesj- um, og tel mig hafa ýmislegt fram að færa sem ég vil leggja áherslu á," segir Grétar Mar, spurður um framboðið. Halda áfram á sömu braut Hann segist telja að Guðjón hafi haldið vel á málum í gegnum tíðina og nái hann kjöri haldi hann áfram á sömu braut. „Nái ég kjöri mun ég halda áfram að leggja áherslu á að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og berjast fyrir því að_ allur fiskur fari inn á fiskmarkað. Eg tel að það sé nauðsynlegt að laga stöðu lífeyr- issjóðs sjómanna þannig að ekki þurfi að grípa til skerðingar. Nú er lífeyrissjóður sjómanna ekkert annað en slysatryggingasjóður íyr- ir útgerðina en örorka er helmingi meiri á meðal félagsmanna en í öðrum lífeyrissjóðum sem leiðir það af sér að lífeyrissjóðsgreiðslur hljóta að skerðast. Þess vegna þurfum við meira fé í sjóðinn til að menn fái góðan lífeyri þegar að því kemur." Grétar Mar sagði að ekki væri beint hægt að tala um blokkir vegna komandi kosninga. „Hins vegar hafa verið átök um lífeyris- sjóðsmál milli Guðjóns Arnars og Bjarna Sveinssonar, reyndar kannski mest um það sem liðið er, því menn eru með sömu áherslur í lífeyrissjóðsmálum þegar til fram- tíðar er litið." Einhver verður að fara Ijónagryfjuna „Forsetinn er að yfirgefa svæðið og einhver verður að standa í þessu," segir Bjarni Sveinsson um framboð sitt. „Ég hef töluverða reynslu af félagsmálum, hef starfað að þeim frá 1981, var meðal annars formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Hafþórs á Akra- nesi um tíma. Eins hef ég víðtæka þekkingu á sjómennsku, hef stund- að nánast allar veiðiaðferðir og tel mig því þokkalega umræðuhæfan um fisk og sjó." Bjarni segir að félagsmenn móti stefnuna og formaðurinn fylgi henni, hver sem hún er. „Nái ég kjöri legg ég fyrst og fremst áherslu á það sem er mótað á þing- um og í stjórn. Farmanna- og fiski- mannasambandið er ekki félag í þess orðs merkingu heldur regn- hlífarsamtök margra félaga og það eru félögin sem raunverulega stýra því fyrir hvaða málefnum sam- bandið beitir sér fyi’st og fremst. Það á að beita sér fyrir sameigin- legum hagsmunamálum allra fé- laga en félögin sinna síðan sínum sérmálum. Það er því ekki í sjálfu sér hlutverk forseta að ákveða stefnur eða hvaða mál skuli lögð megináhersla á þó svo hann hafi alltaf einhverjar meiningar og oft sé tekið talsvert tillit til skoðana hans á málum." Hann gerir lítið úr ágreiningi við núverandi formann og segir þvert á móti að þeir hafi unnið vel saman. „Það hafa engin ágreiningsmál ver- ið hjá okkur nema í lífeyrissjóðs- málum. Við höfum starfað ágæt- lega saman alla tíð en ég hef starfað með honum hérna meira og minna í 10 ár. Það var almenn óánægja með lendinguna í lífeyris- sjóðsmálunum en málið er frá. Það var afgreitt svona og ekkert hægt að gera í því. Ég vil samt minna á að sú afgreiðsla sem varð var sam- þykkt með atkvæði formannsins og einu til viðbótar, einn sagði nei en hinir í níu manna stjórn sátu hjá. Það var því ekki bara ég sem var ósáttur, þó aðeins ég hafi skrifað um málið." Hann áréttar að einhver verði að taka starfið að sér og ekki hafi ver- ið auðhlaupið að því að fá menn til að gefa kost á sér. „Menn sækjast ekki eftir þessu starfi og ég geri mér grein fyrir að með framboðinu er ég að kasta mér ofan í ljóna- gryfjuna, en einhver verður að vera í þessu. Við höfum spurt marga hvort þeir séu tilbúnir að taka þetta að sér en menn eru ekki æstir að stökkva ofan í ljónagryfjuna. Eins og alþjóð veit hafa samskipti sjómanna og útgerðarmanna ekki verið góð lengi en vonandi verður breyting þar á og ég vil vinna að því." Sófar • stólar • svefnsófar Homsófi Alma Alda 158.000,- kr. Sófar, stólar og svefnsófar í miklu úrvali ! ser höfðatúni 12 105 reykjavík sími 552 6200 552 5757 gogn 300 krónur fyrir kíló af karfanum METVERÐ fékkst fyrir ferskan karfa á fiskmarkaðnum í Brem- erhaven í gærmorgun. Hvert kíló seldist þá að meðaltali fyrir um 8 þýzk mörk, sem er rúmar 300 krón- ur. A þriðjudag fór verðið í 7 mörk, um 265 krónur. Meðalverð á karfa á þessum markaði yfir árið er um 2,95 mörk á kílóið, eða 112 krónur. Verðið nú er því nær þrefalt hærra en að meðaltali. Verð á frystum flökum hefur að undanförnu verið um 260 krónur á kílóið. Þarna var meðal annars verið að selja karfa héðan frá Islandi, en framboð hefur verið mjög lítið frá öllum þjóðum, sem stunda karfa- veiðar. Mjög lítið hefur komið frá Færeyingum, okkur Islendingum og Norðmönnum, en hátt verð á þorski og ýsu í Bretlandi hefur beint veiðum þessara þjóða í þær tegundir, þegar veitt er til útflutn- ings. Samúel Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðsins í Bremerhaven, segir allar aðstæður -/eline^ hagstæðar um þessar mundir. „Framboð er lítið en eftirspurnin eykst með vetrarkomunni. Við vor- um aðeins að selja 40 tonn hvorn daginn nú og það er óvenju lítið. Sem dæmi um eftirspurnina má einnig nefna að smákarfinn fór á um 6 mörk, 230 krónur, en venju- lega fer hann á 1,60 mörk, um 60 krónur. Við gerum ekki ráð fyrir að verið haldist í þessu sögulega hám- arki áfram, en líkur eru enn á góðu verði á næstunni,“ segir Samúel. En hverjir kaupa heilan, óunninn karfa á þessu verði? „Það virðist ljóst að þessi karfi fer allur á veit- ingahúsin. Verzlanimar ráða ekki við kaupa karfann á þessu verði,“ segir Samúel Hreinsson. Útuegum nýja og notaða bíla á mjög góðu uerði Jeep Grand Cherokee LTD, árg. 1999. 4,7 I vél, V-8, þaklúga. Nýr Dodge Ram, árg. 2000, commings turbo dísil 2500 4x4, SLT Laramie QUAD - CAB, 4 dyra með öllu, leður/rafdrifin sæti, ABS- öll hjól, CD, 6 hátalarar, fjarstýrðar samlæsingar, stærri dekk,dráttarbeisli, þokuljós o.fl. B í L A R Grand Cherokee LTD, árg.1997. Einn með öllu, þaklúga, 6 og 8 cyl. Fegurðin kemur innan fró Laugavegi 4, simi 551 4473 EV-Egill Vilhjálmsson ehf. Smiöjuvegi 'l sími 564-5QQO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.