Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Israelsstjórn heimilar frekari brottflutning herliðs frá Vestúrbakkanum Landnemar gyðingabyggða fluttir á brott Havat Maon, Jerúsalem. AFP, AP, Reuters. Reuters Israelskir lögreglumenn klifra hér upp á húsvagn í einni Iandnema- byggð gyðinga á Vesturbakkanum. ÍSRAELSKI herinn flutti í gær hundruð landnema frá ólöglegum landnemabyggðum gyðinga á Vest- urbakkanum. Ríkisstjórn Israels samjiykkti jafnframt í gær brotthv- arf Israelshers frá 5% lands til við- bótar á Vesturbakkanum, sam- kvæmt samkomulagi við Palestínumenn sem undirritað var í september. Fer brottflutningur- inn fram á mánudag. Eftir að komist var að samkomu- laginu við Palestínumenn samdi ísralesstjórn við samtök landnema um að tólf landnemabyggðir, sem settar voru á fót án leyfis stjóm- valda, skyldu leystar upp. Byggð- irnar í Havat Maon eru þar á með- al, en því var ekki leynt er þær voru settar á fót á þessu ári, að tilg- angurinn væri að geta gert kröfu um sem mest land á Vesturbakkan- um. Landnemamir í Havat Maon bragðust ókvæða við skipuninni um að hafa sig á brott, og köstuðu eggjum, málningu og hveiti að her- mönnunum er áttu að flytja þá. Andstæðingar friðarsamninga við Palestínumenn mótmæltu brott- flutningi landnemanna einnig harð- lega í gær, og sökuðu ríkisstóm Ehuds Baraks um svik við þjóð gyðinga. Prófsteinn á lýðræðið „Þetta era þjóðemishreinsanir gyðinga á gyðingum, og við skömmumst okkur fyrir stjóm- völd,“ sagði Nadia Matar, leiðtogi þjóðemissinnaðra kvennasamtaka, við fréttamenn í Havat Maon í gær. Mótmælendur hrópuðu vígorð og slógu til hermannanna sem önnuð- ust brottflutning landnema. Vora þeir þá fjarlægðir af lögreglu. Skrifstofa Baraks gaf út þá yfir- lýsingu að forsætisráðherrann liti á aðgerðimar í Havat Maon sem prófstein á lýðræði í landinu, og stein í götu stjórnleysis. Um 170 þúsund gyðingar búa í yfir 145 landnemabyggðum á Vest- urbakkanum og Gaza-svæðinu. Pa- lestínumenn líta á landnemabyggð- imar sem ólöglegar, og segja þær stefna friði á svæðunum í hættu. Benjamin Netanyahu, forveri Bar- aks, gerði enga tilraun til að leysa upp ólöglegar landnemabyggðir, en Barak hefur heitið því að koma í veg fyrir að fleiri byggðir verði settar á fót. Marív skýrði frá því í gær að Israelar og Sýrlendingar myndu senn hefja friðarviðræður á ný. I frétt blaðsins segir að samningan- efndir landanna séu næm því að komast að samkomulagi um grund- völl viðræðnanna, eftir að hafa átt fundi í París nýlega. Ehud Barak hefur ítrekað lýst því yfir síðan hann tók við embætti í júlí að hann stefndi að því að sam- komulag muni hafa náðst við Sýr- lendinga fyrir lok næsta árs. Vonbiðlimim var vísað á bug Skaut sjö til bana Bielefeld. Reuters. TYRKNESKUR maður, líklega Kúrdi, skaut fjórar konur og þrjá karlmenn til bana í þýska bænum Bielefeld í fyrrakvöld. Talið er, að ástæðan hafi verið sú, að einn mannanna neitaði honum um hönd dóttur sinnar. Maðurinn fannst síð- ar látinn og hefur líklega stytt sér aldur. Maðurinn flýði burt og fannst hann síðar látinn á heimili sínu í Tiibingen en þangað er fimm klukkustunda akstur frá Bielefeld. Talið var víst, að hinir látnu væru Tyrkir eða Kúrdar en í Þýskalandi búa um tvær milljónir manna með tyrkneskt ríkisfang. Þar af eru um 500.000 af kúrdískum ættum. Ovenjumikið hefur verið um of- beldisverk í Þýskalandi að undan- fömu en í síðustu viku skaut 16 ára gamall unglingur þrjár manneskj- ur, fólk, sem átti leið framhjá heim- ili hans, og særði nokkra. Hann og systir hans fundust síðar látin. I íýrradag varð svo 15 ára gamall drengur til þess að stinga kennara sinn, konu, til bana. Hafði hann áð- ur skýrt frá því, að hann hataði hana. 51/M/K ERU SÍFELLT MEÐ NÁUNGANN MILLI TANNANNA Fási i byggingavörmerslunum um land allt \ Stílhrein Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara TCflGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Morðárásin í armenska þinghúsinu Þingmaður grun- aður um aðild Jerevan. AP, AFP. ARMENSKUR þingmaður hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa átt þátt í að skipuleggja ár- ásina í þinghúsinu fyrir skömmu en þá féll forsætisráðherra Armeníu og sjö aðrir frammámenn á þingi. Þingmaðurinn, Musheg Movsesian, var handtekinn sl. föstudag en fluttur í járnum í þing- húsið í gær þar sem þingheimur samþykkti að svipta hann þing- helgi. Saksóknarinn Agvan Ovsepi- an sagði þingmönnum, að Movsesi- an hefði lagt á ráðin um árásina en mennimir fimm, sem tóku þátt í henni, myrtu Vazgen Sarkisian for- sætisráðherra, Karen Demirchian, forseta þingsins, og sex menn aðra. Níu menn særðust. Arásarmennirnir gáfust upp daginn eftir og slepptu gíslum sín- um, 40 að tölu. Þá hafði þeim verið leyft að skýra sitt mál í sjónvarpi og verið heitið réttlátri málsmeð- ferð. Arásarmennirnir kváðust aðeins hafa ætlað að drepa Sarkisian en dauði hinna mannanna hefði verið mistök. Sögðu þeir ríkisstjórnina láta sér í léttu rúmi liggja þótt Ar- menía væri að leysast upp og sök- uðu spillta embættismenn um efna- hagserfiðleikana í landinu. Eina lausnin „að drepa for- sætisráðherrann" Ovsepian sagði, að Movsesian, sem tilheyrir engum flokki, hefði verið skoðanabróðir árásarmann- anna. Sagði hann einnig, að foringi árásarmannanna, Nairi Unanian, hefði upplýst, að Movsesian hefði útvegað þeim vopnin og lýst því yf- ir, að ekki væri unnt að bæta ástandið í landinu nema með því að „drepa forsætisráðherrann". Movsesian viðurkennir kunnings- skap við Unanian en segist hafa verið drakkinn er hann sagði þetta. Að öðru leyti neitar hann allri sök og krefst þess, að sett verði á lagg- irnar sérstök nefnd til að kanna málið. Armenskir fjölmiðlar sögðu í gær, að lengi hefði farið vel á með þeim Movsesian og Vazgen Sark- isian forsætisráðherra en það hefði breyst er bróðir hans var handtek- inn fyrir rán og eiturlyfjasölu. Fimmtudags Holtakjúklingur f»'5lWI0' með góðri barbecue lauksósu ! §# l l l t l l r Fimmtudagskjúklingur '"T— " Einn Holtakjúklingur í bitum u.þ.b. 1 kcj • 1/2 bolli tómatsósa • 1/4 bolli vatn • 1/4 bolli puöursykur I • 1 pk. púrrulauksúpa (1 ds sveppasúpa) 1 Hitið ofninn í 175 °C. Raöiö kjúklingabitunum í olíusmurt * eldfast mót. Blandið saman tómatsósu, sykri, vatni og lauk- % súpunni. Hellið hrærunni vel yfir bitana, bakið í 50 mín. í Kryddið örlítið með salti og pipar j , Rétt meðferö á hráu kjöti i Fjarlægið umbúðir og gætið þess að blóðvökvi úr kjötinu berist ekki , i í önnur matvæli eða áhöld. Notið hrein áhöld svo sem hnífa og í skurðarbretti við undirbúning matreiðslunnar. Þrífið vandlega öll . i áhöld og borð, sem komast í snertingu við hrátt kjötið, áður en farið i er að vinna með annað hráefni til matargerðar. Sápuþvoið hendur ! i eftir að hafa meðhöndlað hrátt kjöt. Hreinlæti er forsenda öruggrar , matreiðslu á öllu hráu kjöt. Reykjagarður hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.