Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Lífríki íslands
Himbrimi.
MYJVDLIST
II a f n a r b o r g
VÍSINDASKREYTI
JÓN BALDUR HLÍÐBERG
Opið alla daga frá 12-18. Lokað
mánudaga. Til 13. desember. Að-
gangur 200 krónur.
AÐALSALIR Hafnarborgar eru
um þessar mundir undirlagðir mikl-
um fjölda teiknaðra og málaðra
mynda úr lífríki jarðar sem vert er
að gefa gaum.
Um er að ræða kynningu á á-
kveðnu fagi sem ekki hefur hlotið
sérstakt nafn á íslenzku, er kallað
„scientific illustration" á ensku og
vel mætti nefna vísindaskreyti.
Skreyti er nú það sem síst á við um
útfærslu sjálfra myndanna, þar sem
aðallega er um að ræða mjög ná-
kvæmar og vísindalegar teikningar
af fuglum og fiskum, en sjálft hug-
takið á við allt lífríkið í lofti, láði og
legi. Skreytið kemur einungis til
skjalana sem lifandi og sannverðug
lýsing á fyrirbærum náttúrunnar í
bókum, sem og á náttúrusögu og vís-
indasöfnum. Myndimar eru hand-
gerðar og lífrænar þrátt fyrir að
vera, er svo er komið, einnig gerðar
með aðstoð hátækninnar. Hand-
verkið hefur hér yfirburði yfir tölvu
og ljósmyndir hvað nálgun snertir,
þar sem hin teiknandi hendi er
framlenging sálarinnar eins og það
hefur verið orðað. Um slíka fram-
lengingu er ekki að ræða um dauð
tæki sem við stýrum með hugviti
okkar, jafnvel þótt árangurinn sé
mun fullkomnari tæknilega séð.
Þetta vita vísindamenn og örtölvu-
fræðingar öðrum betur, því enn hef-
ur þeim ekki tekist að gæða tæki og
tól eðlunarhæfileikum né græða á
þau frjóhirslur, hvað sem síðar verð-
ur.
Þetta fag kom beint í flasið á mér,
er ég skoðaði náttúrufræðideildina á
Smithsonian-stofnuninni í Washing-
ton 1966 og undraðist stórum. Um-
hverfi dýranna var svo vel hannað
og teiknað að með ólíkindum var og
sagði ég frá þessu í fyrstu grein sem
ég skrifaði á ferli mínum sem
listrýnir Morgunblaðsins og birtist
sunnudaginn 20. nóvember sama ár.
Orðrétt: „Mikið safn hvers konar
dýra, uppsettra, má sjá í sínu eðli-
lega umhverfi í nokkurs konar gler-
básum og er allt svo raunverulegt og
vel gert, að furðu gegnir. Bakgrunn-
urinn, sem átti að vera sjálf náttúr-
an, með máluðum fjöllum, trjám, ár-
sprænum, fljótum, til samræmis og
sannra hughrifa var á við sæmileg-
ustu landslagsmálverk í vissum
skilningi, laus við hégómlegheit og
óvæmin. Er ég sá hve allt var fram-
múrskarandi vel gert og áhugavert
undraði mig minna er ég komst að
því, að 10 milljónir manna kæmu á
söfn Smithsonian-stofnuninnar ár-
lega, og engan veginn kæmi mér á
óvart þótt töluna mætti margfalda
ríflega í dag.“
Þetta var upphafið að stóraukn-
um áhuga mínum á náttúrusögu- og
vísindasöfnum, sem verða stöðugt
fullkomnari og vistlegri að auk.
Jón Baldur Hlíðberg orðar
markmið sýningarinnar svo í skrá;
uppsetning sýningarinnar miðar að
því að miðla fyrst og fremst þeim
vinnubrögðum til áhorfandans sem
viðhöfð eru við þetta fag, sem ekki
hefur hlotið sérstakt nafn á íslenzku
en er kallað „scientific illustration" á
ensku. Víða erlendis er aldagömul
hefð á þessu sviði en ótrúlega fáir
hafa lagt stund á þessa iðju hér á
landi.
Þetta er allt hárrétt, og satt að
segja hefur það iðulega verið neyð
og kvöl að sjá hvemig menn hafa
staðið og standa að uppsetningu
náttúrugripa hér á landi. Þótt
áhuginn sé lofsverður, jafnvel aðdá-
unarverður, og viljann skorti ekki er
þekkingarleysið hrikalegt og engan
veginn hægt að kenna peningaleysi
alfarið um öfugsnúin árangur.
Hugmyndin að sýningunni er ekki
einungis góð, heldur er hún mikill
hvalreki til miðlunar á þessu mikil-
væga fagi, auk upplýsinga um vægi
nýtækninnar og veraldarvefjarins á
sviðinu. Einnig hvað snertir, að
menn geri sér grein fýrir því, að hin
teiknandi hendi mannsins er ekki
úrelt fyrirbæri og því síður sú undir-
stöðuþjálfun sem fæðir af sér snjalla
teiknara. A bæði við um skapandi at-
hafnir sem vísindalega endurgerð
lífríkisins, hér skilur einungis
herslumunur, og kemur afar vel
fram strax og upp á pall annarrar
hæðar er komið, og við blasir stór
spegilmynd af hrafni á færanlegum
glervegg sem skiptir salnum. Gæti
allt eins verið innsetning á núlist-
asýningu og er mjög áhrifamikið.
Hinar máluðu og teiknuðu myndir
eru afar vel gerðar og hrein nautn
„Grafík
í mynd“
Blóðið rennur glatt í hinum líflegu myndum Magðalenu Margrétar
Kjartansdóttur.
Guðmundur Ármann Sigurjónsson bætir stöðugt við sig í hinni
hreinu ómenguðu grafíktækni.
MYIVDLIST
Kjarvalssiaðir
KYNNINGARSÝNING -
ISLENZKIR OG ERLEND-
IR LISTAMENN
Opið alla daga frá 10-18. Til 19.
desember. Aðgangur 400 krónur.
ÞAÐ er margt sem kemur upp í
hugann við endurteknar heim-
sóknir á sýninguna Grafík í mynd,
á Kjarvalsstöðum. Þetta er ein
þeirra framkvæmda sem erfitt er
að gera skil á stuttum tíma og í
knöppu máli, einkum í umhverfi
sem enn sem komið er hefur ekki
meðtekið listgrafík, né hið rétta
eðli hennar. A landi hér finnast
engir eiginlegir safnarar grafík-
blaða eða teikninga, þ.e. svartlistar
almennt, þótt nokkrir hafi sýnt
miðlunum skilning og grafíkmynd-
ir hangi víða uppi. En menn eru
ekki sjálfkrafa safnarar þótt þeir
eigi frá 10-20 valdar myndir, það
gerist frekar ef menn tífalda þessa
tölu og halda yfir innkaupin ná-
kvæma skrá. Þá eru ekki til neinar
grafískar deildir í þeim opinberu
listhúsum sem rekin eru undir
safnaheiti, þrátt fyrir að hvergi sé
hægt að náigast yfirlit listaverka-
eignar þeirra. Heilu tímabilin í
pækli, annað kynnt í síbylju, eink-
um ef það stendur nálægt þeim og/
eða er af sömu kynslóð og þar eru í
fyrirsvari.
Sýningin Grafík í mynd, sem
skiptist í tvo hluta, gegnir því meg-
inhlutverki að vera kynning á eðli
grafíklista, sígildu þrykktækninni
og grafískum eigindum í myndmið-
lum nútímans, allt frá ljósmynd-
inni til tölvu- og tölvuprenttækn-
innar. Knut Ormhaug frá
listasafninu í Bergen, sem er sýn-
ingarstjóri eldri hlutans er spann-
ar frá Diirer til Chagall, greinir í
stuttu máli frá hinum ýmsu geirum
hinna klassísku grafíklista í sýn-
ingarskrá/bók, og ferst það prýði-
lega úr hendi. Það er vel þegið,
þótt hið sama hafi fyrir löngu og
endurtekið verið gert áður á kynn-
ingarsýningum grafíkfélagsins
okkar, en gott að fá fróðleikinn
innbundinn og í bókarformi. Hins
vegar skýtur skökku við að ekki er
stafkrókur frá hendi sýningar-
stjóra nútímadeildarinnar, Birnu
Kristjánsdóttur, hvað varðar inn-
tak og eðli nýþróunar grafíklista
sem sýningin á að meginhluta að
spegla, hvað þá skýring á vali sýn-
enda. Svífur hinn almenni skoð-
andi hér í tómarúmi, eða skal líta
svo á að sýningin sé sett upp fyrir
hóp útvalinna í trúnni og sýningar-
gestir aukaatriði? Þá minnir þetta
úrval eldri mynda sem hér er
kynnt nokkuð á minnisstæða sýn-
ingu sem Lúðvíg Guðmundsson
skólastjóri stóð fyrir í húsakynn-
um Handíða- og Myndlistarskól-
ans 1947. Ber þannig nokkum
keim af því að _ þeir sem völdu
myndirnar álíti Islendinga enn á
byrjunarreit, enda valið neyðar-
lega almennt og myndimar flestar
vel kunnar úr bókum, að auk fæst-
ar toppmyndir viðkomandi lista-
manna. Þá er aðgengi að myndun-
um ekki nógu gott og lýsingin
afleit, glampar fullmikið á glerin,
er líkast sem þessum hluta hafi
verið ýtt út í horn.
Hugtakið, grafík í mynd, er
mjög víðfeðmt og þannig eru sum-
ar útfærslur í málverki gæddar yf-
irmáta ríkum grafískum eigindum
og er iðulega skírskotað til þess í
ræðu og riti. Ljósmyndin býr einn-
ig yfír kynngimögnum í svart-
hvítu og er hér nærtækast að
nefna myndir Jóns Kaldals.
I hugleiðingu Eiríks Þorláks-
sonar verður mér svo einnig að
ásteytingarsteini, að honum er það
mikil spurn, hvort þau vinnubrögð
sem Ormhaug er að lýsa séu ekki
fornaldarleg á tímum hreinlátari
aðferða og hvort þessi sóðalega
vinna sé ekki úrelt fyrirbæri, dæmi
um fortíðarhyggju og þar með ein-
angrun listamanna frá þeim nýja
og háþróaða tækniheimi sem þeyt-
ist áfram allt í kringum okkur?
Þetta hefur svip af því að ryðja
skuli gömlu tækninni burt af borð-
inu sem úreltu og skítugu fyrfr-
bæri, svona líkt og málverkinu, þar
sem flestir nota vinnuvettlinga er
svo er komið, sumir boxhanska ef
tekið er mið af árangrinum. Er þó
mjög umdeilanlegt hvort sjálf
tæknin sé úrelt og má það bíða
betra tilefnis að gera því skil, en í
meira lagi misvísandi að tala um
sóðalega og skítuga vinnu. Hér er
listsögufræðinguiinn nefnilega að
vísa til iðnverksins, en alls ekki
grafíkur í mynd, eins og verið er að
kynna. Þrifnaður er nefnilega
fyrsta og æðsta boðorð hins sanna
grafíklistamanns og raunar algjört
skilyrði til árangurs, sem allir vita
sem ratað hafa inn á graiíkverk-
stæði. Ef eitthvað ber út af í þeim
efnum hefur það í nær öllum tilvik-
um afdrifaríkar afleiðingar, en
kannski er hér verið að stfla á
klaufana og klastrarana sem fræð-
ingum hefur verið svo annt um að
hefja á stall á undanförnum áratug-
um, jafnvel svo að það sem áður
skilgreindist sem makulaturer er
nú orðið að list. Og hvað fag- og iðn-
aðarmanninn snertir gilda ná-
kvæmlega sömu reglur, sá sem
ekki virðir þær fær umsvifalaust
sparkið, helst á hafsauga. Meira en
vel má vera, að iðkun grafíklista sé
sóðaleg í heimahúsum, enda vart
við hæfi, iðkandinn verður þá einn-
ig að vera sinn eigin fag- og iðnað-
armaður og að auk ræstitæknir. En
framkallar ekki kökubakstur sömu
vandamál og telst hann þá ekki
einnig úrelt fyrirbæri svona líkt og
matargerð almennt? Felst ekki
hinn glæsti nútími allt eins í köku-
húsunum, hamborgara- og pítsu-
stöðunum og jafnframt að drekka
kaffi, kakó og kampavín úr plast-
og pappamálum? Kannski er sum-
um fyrirmunað að sjá mun á eld-
húsi sóðans og hinnar stoltu metn-
aðargjörnu „eldhúsmellu“. Málið
er, að hinn skapandi grafíklista-
maður dagsins og meistarar á verk-
stæðum fortíðar koma og komu í
flestum tilvikum ekki nálægt öðru
en útfærslu hugmynda sinna. Sóða-
skapurinn er og var þá ekki tiltak-
anlega meiri en að teikna með blý-
anti á blað. Hins vegar telst og
taldist það hlutverk vel menntaðra
fagmanna að sjá um allt hitt og
lærlinga á verkstæðum um ræst-
inguna, sú er vel að merkja oft svo
fagleg og fullkomin að aðdáun og
virðingu vekur.
Mestur munurinn á menntun í
grafík í nútíð og fortíð er vafalítið
sá, að fyrrum urðu menn að hafa
aflað sér staðgóðrar undirstöðu-
menntunar í teiknun og málverki til
þess að fá yfirhöfuð leyfi til að
vinna á grafíkverkstæðum akade-
míanna. Var þannig drjúg viður-
kenning þegar þeir fengu grænt
ljós hjá prófessorunum. Þetta er
einmitt eitt af því úrelta í nútíma
listaskólum, tæknin og innantómt
málæðið komið í staðinn fyrir und-
irstöðumenntunina. Hefur gerst á
rúmum aldarfjórðungi í 300 ára
sögu listaskólanna. Nú hrópa þó
ungir austan hafs og vestan aftur á
þessa menntun, en þá eru þeir varla
til lengur sem geta kennt fögin,
prófessoramir með öllu áttavilltir í
þeim fræðum, enda eru þeir til sem
era þekktari fyrir að hafa pissað
með stæl í Arizona en að halda á
litógrafískri krít eða málmþrykks-
nál.... Sýningin í heild sinni er að
vísu öðruvísi en fyni grafíksýning-
ar hér á landi, en sú nýjung er ekki
nóg, því sumt og keimlíkt þessu
hefur sést á sýningum í Nýlista-
safninu, ber jafnvel svip af hlutum
sem gerðir voru á tímum hug-
myndafræðilegu listarinnar á átt-
unda áratugnum. Og nýir tæknim-
iðlar eru heldur ekki kappnóg til að
réttlæta hvað sem er, þannig getur
sumt af þessu að líta á hönnunar-
sýningum útþí heimi og eru hreint
tækniatriði. Ég ber mikla virðingu
fyrir tækninni, allar gildar nýjung-
ar eru af hinu góða en samt hefur
sú viska aldrei verið jafn ný og
fersk sem Albrecht Diirer sagði
fýrir hálfri þúsöld, en einmitt á síð-
ustu tímum: „Hlutverk listamanns-
ins er að varðveita mynd mannsins
frá hinni endalausu nótt fáfræðinn-
ar.“ I dag birtist fáfræðin í mynd
fjarstýrðra blekkinga og heila-
þvætti á hlutverki listarinnar, þar
sem valtað er yfir öll fyrri gildi og
leitast er við að hversdagsgera það
háleita og mikilfenglega. í engri
listgrein er það jafn áberandi og
myndlist, hvemig sem á því stend-
ur, því fáir myndu sætta sig við að
fara á píanókonsert og fá óbóleik í
staðinn, sem nýja og óskflgreinda
birtingarmynd sláttuhljóðfærisins.
Að sjálfsögðu er óbóleikurinn
fullgildur í sjálfu sér og þannig er
margt bitastætt og vel það á sýn-
ingunni, sem ég kannast þó síður
við sem listgrafík og tel að að fara
þyrfti nokkuð öðruvisi að hugtak-
inu mynd í grafík, en hér á sér stað.
Að auk útlista ferlið betur fyrir
sýningargestunum, ekki síður en
sígildu grafíkina. Allt annað skapar
rugling hjá hinum almenna sýning-
argesti sem verður enn áttavilltari
en hann var áður og fer í varnar-
stöðu, því hér er talað niður til
hans. Hinn almenni sýningargestur
er þó sterkasti bandamaður listar-
innar er svo er komið eins og ég
hvarvetna verð var við á ferðum
mínum, jafnt á söfnum eldri sem
nýrri gilda.
Loks brennur sú spurning á er út
af sýningunni er gengið hví aðstan-
dendur hennar komi bara hálfir út
úr skápnum, hafa tekið nokkra úr
sígildu tækninni með svona til
málamynda. Tel framlag þeirra
blóðríkasta hluta framningsins, ás-
amt ljósmyndum Benedikts G.
Kristþórssonar og hinnar þöglu
hljóðgrafíkur Valgerðar Hauks-
dóttur, með hliðsjón af hugtakinu
grafík í mynd.
Bragi Asgeirsson