Morgunblaðið - 11.11.1999, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sýningum lýkur
Menningarmiðstöðin
Gerðubergi
SÝNINGUNNI Petta vil ég
sjá, verk er Friðrik Þór Friðriks-
son hefur valið í Gerðubergi, lýk-
ur nú á sunnudag.
Listasafn ASÍ
Samsýningu sjö listamanna,
sem ber heitið Dulrafulli garður-
inn, í Listasafni ASÍ,lýkur nú á
sunnuadag.
Sýningin er opin alla daga,
nema mánudaga, kl. 14-16.
Nýlistasafnið
Sýningin Fjar-skyn í Nýlista-
safninu, lýkur næsta sunnudag.
Þar sýna sex listamenn: Anna Jú-
lía Friðbjörnsdóttir,
Cathrine Evelid, Helga G. Ósk-
arsdóttir, Ingvill Gaarder, Ólöf
Ragnheiður Björnsdóttir og Stine
Berger.
Listamennirnir hlutu samnor-
rænan styrk til fararinnar frá
Sleipni og Nifca.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 14-18 nema mánudaga og er
aðgangur er ókeypis.
Sérverólun með
illkitré & silkiblóm
aIttwrivi hlr>m
Heimabíó
BeoVision Avant 28” eöa 32" breiðtjaldssjónvarp
á rafknúnum snúningsfæti, meö innbyggöu
fjölkerfa Nicam stereo myndbandstæki og
öflugum hátölurum.
BeoVision Avant er næst því sem þú kemst aö
vera í bíói án þess að fara aö heiman.
BeoVision Avant frá Bang & Olufsen: kr. 398.900
Málfrelsi
BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráölaus sími.
Hann sýnir þér hver er aö reyna aö ná f þig
og þú ákveöur hvort þú svarar. Einnig geturðu
tengt allt aö 5 önnur símtól viö sömu línuna
og haft þfna eigin sfmstöö á heimilinu.
Með BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvaö til
aö tala um.
BeoCom 6000 frá Bang & Olufsen: kr. 31.500
Tónleikar
f hvert sinn sem hönd þín nálgast BeoCenter
2300 opnast glerhuröirnar hljóölega og dauft Ijós
kviknar.
BeoCenter 2300 er fullkomiö hljómflutningstæki
meö geislaspilara og FM/AM útvarpi.
Þaö er alltaf notalegt aö nálgast BeoCenter 2300.
BeoCenter 2300 frá Bang & Olufsen: kr. 108.500
Einleikari frá
átta ára aldri
Morgunblaðið/Sverrir
Livia Sohn mundar Guadagnini-fiðluna sína á æfíngu í Háskóla-
bioi. Austurlenskur uppruninn leynir sér ekki.
Kornungur banda-
rískur konsertfiðlari,
Livia Sohn, mun leika
Fiðlukonsert Khatsj-
atúrjans á tónleikum
Sinfóníuhlj ómsveitar
—?--------------------
Islands í Háskólabíói í
kvöld. Orri Páll Orm-
arsson fór að finna
stúlkuna en á efnisskrá
tónleikanna er einnig
Önnur sinfónía
Rakhmanínovs.
FLESTA hljóðfæraleikara
dreymir um að leika einleik með
sinfóníuhljómsveitum. Sumir ná
því marki, aðrir ekki. Biðin eftir
þessu stóra tækifæri getur verið
Íöng og ströng en þolinmæði
þrautir vinnur allar. Eða hvað?
Ekki er einu sinni víst að gestur
kvöldsins á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Islands, banda-
ríski konsertfiðlarinn Livia Sohn,
hafi verið búin að læra orðið, þol-
inmæði, hvað þá að skilja merk-
ingu þess, þegar hún steig fyrst á
svið sem einleikari í heimalandi
sínu - átta ára gömul.
Livia tók fyrst upp fiðlu fimm
ára að aldri en þvertekur fyrir að
hafa verið snemma í því. „Það
þykir ekkert sérstaklega snemmt
að hefja tónlistamám fimm ára,
að minnsta kosti ekki í Bandaríkj-
unum. Það er dálítið ógnvekjandi
ef maður hugsar út í það,“ segir
þessi knáa og glaðlega stúlka, sem
nú er rúmlega tvítug, og hlær.
Framfarimar vom þó örar og
Livia var, sem fyrr segir, aðeins
átta ára þegar Wallingford-sin-
fóníuhljómsveitin í heimaborg
hennar, Connecticut, tefldi henni
íyrst fram sem einleikara á tón-
leikum.
- Er þetta ekki alveg með ólík-
indum?
„Ekki spyrja mig að því," segir
Livia og skellir aftur upp úr.
„Þetta gekk að minnsta kosti
ágætlega og ég fann mig strax vel
í þessu hlutverki. Ætli þessir tón-
leikar hafi ekki gefið tóninn fyrir
framhaldið."
Valið var einfalt
Livia kveðst í fyrstu bara hafa
stundað fiðlunám sér til yndis-
auka. „Eg var bara barn og vissi
vitaskuld ekkert hvað ég vildi. í
kjölfar tónleikanna með Walling-
ford-hljómsveitinni komu fleiri
tækifæri og ég fór að gæla við þá
hugmynd að leggja fiðluleik fyrir
mig. Eftir að ég fór með sigur af
hólmi í alþjóðlegri fiðlukeppni
sem kennd er við Yehudi Menu-
hin,tólf ára að aldri, varð ég síðan
að gera upp hug minn. Valið var í
raun einfalt!“
- Hefurðu aldrei séð eftir því
vali?
,J>íei, - bara stundum," svarar
fiðluleikarinn ungi og skellihlær.
Hún kveðst raunar ekki hafa
gert sér grein fyrir því á sínum
tíma hvað hún væri að fara út í,
álagið sé mun meira en hana hafi
órað fyrir. En samt: „Ég hef yndi
af því sem ég er að gera. Ég ann
tónlistinni og það eru forréttindi
að geta gert hana að starfi sínu.
Það hvarflar því ekki að mér að
kvarta.“
Livia hefur leikið einleik með
fjölda stórra hljómsveita í heima-
landi sínu og haldið einleikstón-
leika nánast um gjörvöll Banda-
ríkin en á síðastliðnum árum
hefur hún komið fram sem ein-
leikari hjá þekktum hljómsveitum
víða í Evrópu, Asíu og Ástralíu.
„Bandaríkin eru minn helsti
starfsvettvangur. Ég held tón-
leika erlendis svona tvisvar til
þrisvar á ári. Nú er ég á íslandi og
síðar í vetur legg ég leið mína til
Búdapest og Kóreu. Á síðast-
nefnda staðinn reyni ég að koma
einu sinni á ári, í það minnsta, en
móðir mín er fædd í Kóreu. Ég
hef því sterkar taugar til lands-
ins."
- En þetta er í fyrsta sinn sem
þú kemur til íslands?
„Já, til íslands hef ég aldrei
komið áður. Forsaga málsins er
sú að ég kynntist Rico Saccani,
aðalstjórnanda Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands, í Köln í fyrra, þar
sem við komum fram á tónleikum
saman. Hann bauð mér svo hing-
að.“
Og fíðluleikaranum líst vel á
hljómsveitina. „Ég hef reyndar
bara æft einu sinni með hljóm-
sveitinni en hún er greinilega í há-
um gæðaflokki. Það er mikið af-
rek að geta haldið úti svona góðri
hljómsveit í þessu fámenni - nógu
er það erfitt í öllu mannvalinu og
samkeppninni í Bandaríkjunum.
Ég hlakka til að spila með Sinfón-
íuhljómsveit Islands!“
I Ijós kemur að gæði hljóm-
sveitarinnar komu Liviu raunar
ekki í opna skjöldu því hún hafði
heyrt sitt af hverju, allt gott, um
hana frá tveimur vinum sínum og
fyrrver-andi samnemum í Juilli-
ard-skólanum í New York - Is-
lendingum.
Livia starfar aðallega sem ein-
leikari núorðið og sér varla fram
úr verkefnum - „sem betur fer“.
„ Þegar tími gefst til reyni ég
líka að leika kammertónlist, helst
með tríóinu mínu í New York, þar
sem ég bý, en það er bara því mið-
ur allt-of sjaldan, helst á sumrin“-
Áttu þér einhver önnur áhuga-
mál? Tíminn er kannski of naum-
ur?
„Já, það má eiginlega segja það.
Ef ég er ekki að leika tónlist er ég
að hlusta á hana. Ég hef reyndar
gaman af því að lesa og til þess
gefst stundum ágætur tími á
ferðalögum sem fylgja starfinu.
Síðan ræð ég helst allar krossgát-
ur sem ég kemst. yfir - eða reyni
að ráða!“
Þrátt fyrir langan feril sem ein-
leikari hefur Livia verið við fiðlu-
nám þar til fyrir rúmu ári að hún
lauk burtfararprófi frá Juilliard. I
New York hefur hún búið undan-
farin fimm ár og líkar vel. „Það er
frábært að vera listamaður í New
York. Borgin iðar af lífi. Þar úir
líka og grúir af góðum tónlistar-
mönnum, þannig að í augnablik-
inu get ég ekki hugsað mér betri
stað til að búa á.“
Með verkið vestur um haf
Aram Khatsjatúrjan er höfund-
ur fiðlukonsertsins sem Livia
mun leika fyrir Islendinga í kvöld.
Þótt hann teljist til rússneskra
tónskálda var hann fyrst og
fremst Georgíumaður. Hann
fæddist í Tíflis, höfuðborg Geor-
gíu árið 1903 af fátæku foreldri.
Strax í æsku sýndi hann mikinn
áhuga á tónlist og heillaðist af
tónlist alþýðunnar í Armeníu,
Georgíu og Aserbaídsjan sem
hann heyrði allt í kring um sig.
Þrátt fyrir bágan fjárhag fjöl-
skyldunnar braust hann til
mennta á sviði tónlistar og lauk
prófi þegar hann stóð á þrítugu.
Sama ár kom fyrsta tónverkið frá
honum, Danssvíta fyrir hljóm-
sveit. Fiðlukonsertinn samdi
Khatsjatúrjan árið 1940 og vakti
hann strax mikla hrifningu. Tón-
skáldið var þegar í stað sæmt Sta-
lín-orðunni fyrir verkið.
Khatsjatúrjan kom hingað til
lands árið 1952 og_ stjómaði þá
Sinfóníuhljómsveit íslands á tón-
leikum í Þjóðleikhúsinu.
Fiðlukonsert Khatsjatúrjans er
eitt af þeim verkum sem Sinfón-
ían leggur upp með í ferð sína til
Vesturheims á næsta ári. Einleik-
arijiá verður Judith Ingólfsson.
Á tónleikunum í kvöld verður
einnig flutt Sinfónía nr. 2 í e-moll
eftir Sergej Rakhmanínov.
Á árunum í kring um aldamótin
var þetta rússneska tónskáld,
píanóvirtúós og hljómsveitar-
stjóri, einn af mest áberandi tón-
listarmönnum í Evrópu. Sinfóníu
nr. 2 samdi Rakhmanínov vetur-
inn 1906-1907 og var hún frum-
flutt í Pétursborg í janúar 1908
undir stjóm hans sjálfs og varð á
skömmum tíma eitt af vinsælustu
verkum tónskáldsins.
Hljómsveitarstjóri kvöldsins er
Rico Saccani en þess má geta að
efnisskráin verður hljóðrituð með
útgáfu geislaplötu í huga, bæði á
tónleikunum í kvöld en eins á gen-
eralprufu í dag og á skólatónleik-
um á morgun, til að útgáfufyrir-
tækið, Arsis, hafi úr nógu að
moða.
Að sögn Helgu Hauksdóttur,
tónleikastjóra SI, hefur enn ekki
verið ákveðið hvenær platan kem-
ur út en vonast hún til að það
verði fljótlega á nýja árinu.
Aðrir tónleikar Sinfóníunnar
verða hljóðritaðir með þessum
hætti í apríl en þetta mun vera lið-
ur í kynningu hljómsveitarinnar
fyrir Bandaríkjaferðina.