Morgunblaðið - 11.11.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 11.11.1999, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ "v* Lifandi blaða- mennska Okkur vantar ekki fleiri fréttir afeinka- lífi fólks heldur sjálfitœðari vinnubrögð blaðamanna og aukna sérfrœðiþekk- ingu á fiölmiðlunum. Farsinn um forsetann og fylgdarkonuna minnti okkur á hversu blessunar- lega laus við erum við útlenda æsifréttablaða- mennsku. í fyrstu varð ýmsum spurn hvort fjölmiðlarnir væru komnir út á hála braut, en brátt varð flestum ljóst að fjölmið- larnir voru ekki gerendur í þessum leik, heldur forsetinn sjálfur sem virtist ætla að gera einkalíf sitt að fjölmiðla-sápu (áður en menn honum veiviljaðir tóku í taum- VIÐHORF Eftir JakobF. Ásgeirsson ana). Það var því undarlega á skjön við tíðarandann þegar blaðamaður nokkur, sem starfað hefur á Fókus-blaði DV, skrifaði í kjallara DV og krafð- ist þess að fréttir væru pers- ónugerðar í stórum stíl. Greinin var þó mestan part marklaus skætingur um Morgunblaðið sem blaðamaðurinn sagði ekki skilja að „á bak við hverja frétt er fólk“! Það er dálítið sérkennilegt að sjá þá kröfu fram borna að hér á landi skuli innleidd vinnu- brögð sem í öðrum löndum eru yfirleitt talin höfuðókostur nú- tíma blaðamennsku: Annars vegai' að gengið sé of nærri einkalífi fólks og hins vegar sí- fellt ógleggri skil frétta og skemmtiefnis. Með því að per- sónugera fréttir er einmitt verið að reyna að auka skemmtigildi þeirra - jafnframt því sem gengið er nær einkalífi fólks en við eigum að venjast. Það er ekki oft sem íslenskur blaðamaður kveður sér hljóðs um blaðamennsku og því rauna- legt að þegar það loksins gerist skuli erindið vera krafa um meiri lágkúru og níð um þann fjölmiðil sem hefur verið í farar- broddi vandaðrar blaðamennsku á íslandi. Það eru nefnilega nóg tilefni til rækilegrar umræðu um íslenska blaðamennsku. Auðvitað er hún um margt til fyrirmyndar, eins og lesendur Morgunblaðsins þekkja, en í samanburði við útlenda fjöl- miðla blasa við veigamiklir annmarkar sem nauðsynlegt er að horfast í augu við. Hvers vegna hefur enginn ís- lenskur blaðamaður getið sér orð fyrir skarpar athugasemdir með reglulegum skrifum um efnahagsmál, utanríkismál, heil- brigðismál, menntamál, eða sveitarstjórnarmál? A öllum betri fjölmiðlum á Vesturlönd- um eru öflugir menn með sér- þekkingu hver á sínu sviði sem geta fylgst með því sem er að gerast, án þess að reiða sig sí- fellt á upplýsingar frá stjórn- völdum, sérfræðingum eða hagsmunahópum, og geta sjálfir lagt mat á áreiðanleika upp- lýsinga. Fjölmörg átakanleg dæmi mætti nefna um skort ís- lenskra fjölmiðla á sérfræði- þekkingu, en nærtækast kannski nýlegar furðufréttir um „uppgötvanir" í fornleifafræði, þar sem athyglissjúkum forn- leifafræðingum tókst að teyma fjölmiðlana eftirminnilega á asnaeyrunum. Ef fjölmiðlarnir hefðu haft innanborðs burða- mikla sagnfræðinga, með sam- bönd við ábyrga menn, hefði auðvitað mátt komast hjá þess- ari hneisu. Raunar hefur aldrei verið meiri þörf á sjálfstæðum vinnu- brögðum fjölmiðla, aukinni úr- vinnslu frétta og góðri ritstýr- ingu. Eitt einkenni nútíma blaðamennsku er hraði og geysimikið upplýsingastreymi. Við erum að drukkna í upp- lýsingum - ómeltum. Sú krafa er því í auknum mæli gerð til fjölmiðla að þeir vinni úr þess- um upplýsingum í stað þess að koma þeim einungis á framfæri. E.t.v. voru íslensk dagblöð bet- ur í stakk búin til slíks á tímum hinnar flokkspólitísku áþjánar. Þá gátu blöðin nefnilega reitt sig á víðtækt net sérfræðiþekk- ingar á vegum flokkanna. Skorturinn á sjálfstæðum vinnubrögðum í íslenskri blaða- mennsku birtist líka í við- talafarganinu. Það hefur ekki aðeins lagt undir sig helgarbkið- in, heldur fréttasíðurnar líka. I gamla daga gerðu íslenskir blaðamenn sér far um að lýsa sjálfir atburðum, þeir voru á vettvangi og reyndu að koma til skila andrúmsloftinu - og hafa sagnfræðingar, sem notað hafa blöð frá miðbiki aldarinnar, get- að stuðst við einstaklega lifandi og ýtarlegar frásagnir blaða- manna. Núna hvarflar varla að nokkrum blaðamanni að skrifa sjálfstæða frásögn af fréttnæm- um viðburðum, heldur snúa þeir sér undireins til opinberra að- ilja, lögreglunnar, o.s.frv. og taka viðtöl við þá sem voru á staðnum. Blaðamennirnir eru því orðnir að hreinum milliðum - þeir upplýsa ekki sjálfir les- endur sína um það sem er að gerast, heldur koma áleiðis til lesenda skilningi yfirvalda og sjónarvotta á atburðarásinni. Ósjálfstæði íslenskra blaða- manna gerir það m.a. að verk- um að skoðanamyndun í landinu er um of undir oki sérfræðinga og hagsmunagæslumanna. Tíð- um er eina mótvægið flokkspóli- tískar raddir og blaðaskrif sér- vitringa. Fjölmiðlarnir sýnast ekki í stakk búnir til að stuðla að upplýstri umræðu með því að spyrja gagnrýnna spurninga og standa fast á því að fá svör. Þeir kjósa sér hlutverk hins „hlut- lausa“ milliliðar - og í stað þess að stýra umræðunni markvisst að kjama máls keppast þeir við að leyfa öllum að komast að. Við það fer umræðan á víð og dreif og endar að lokum í marklausu karpi og stóryrðavaðli. Þá er svo komið að almenningur er orðinn uppgefinn á málsefninu. Þannig er í hnotskurn lýðræðis- leg umræða á íslandi í aldarlok. Mannréttindabrot ÍSLENDINGAR eru sífellt að dragast meira og meira aftur úr öðrum lýðræðisþjóðum í mann- réttindamálum. Islensk lög eru svo götótt að þau veita almennu launafólki ekki þau réttindi sem þykja sjálfsögð og nauðsynleg víð- ast hvar annars staðar í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku. Lagaleg réttindi hér eru með þeim allra lélegustu í vestrænum ríkjum og þótt víðar væri leitað. I íslenska löggjöf vantar t.d. öll ákvæði sem tryggja launþegum eðlilegt atvinnuöryggi og vernd gegn því að hægt sé að vísa þeim úr starfi án gildra ástæðna. Hér- lendis vantar einnig það lágmarkssiðferði hjá stjórnvöld- um að þau fari eftir þeim lögum sem gilda í landinu, en eins og nú er sniðgengur ríkisstjórnin lög sem vernda eiga launafólk, heilsu þess og öryggi. Geðþóttauppsagnir Eins og áður segir eru hér á Islandi ekki til nein lög sem vernda launþega gegn geðþótta- uppsögnum úr starfi og hægt er að segja starfsfólki upp án þess að þurfa að tilgreina ástæðu fyrir uppsögninni. Samkvæmt núgild- andi lögum er hægt að segja starfsmanni upp starfi fyrir engar sakir og ráða annan í hans stað á sama tíma. Þannig getur persónu- leg óvild eða pólitískur ágreining- ur orðið til þess að fjölskyldumað- ur standi allt í einu uppi atvinnulaus. Einnig getur litar- háttur, trúarskoðanir, aðild að verkalýðsfélagi, fjölskyldustærð eða eitthvað annað hjá starfs- manni, sem atvinnurekanda fellur ekki, orðið tilefni til uppsagnar og því miður hafa fyrirtæki notað sér þetta með tilefnislausum upp- sögnum á fyrirmyndarstarfsfólki. Fullgilding strax Árum saman hafa íslensk stjórnvöld átt þess kost að full- gilda samþykktir Alþjóðavinnum- álastofnunarinnar um mannrétt- indi. Þarna eru m.a. samþykktir nr. 158 og 166, sem tryggja launa- fólki lágmarks rétt- indi við uppsagnir, en slík ákvæði vant- ar algjörlega í ís- lenska löggjöf. Verkalýðsfélagið Hlíf hefur ítrekað bent á þessa ósvinnu og farið fram á að stjórnvöld fullgiltu samþykktirnar. Hingað til hafa værukærir ráðherr- ar þrjóskast við og þess vegna er jauna- fólk hér á íslandi verr sett í ýmsum réttindamálum en t.d. verkafólk í Jem- en og Tyrklandi. Jafnvel nokkur ríki þriðja heimsins hafa fullgilt samþykktirnar en ísland situr eftir eins og steinrunnið banana- Vernd Jafnvel sjúkraskýrslur er varða starfsmenn, segir Sigurður T. Sigurðsson, eru geymdar inni á launa- deildum fyrirtækja. lýðveldi. Ég skora á ríkisstjórnina að fullgilda strax fyrrgreindar samþykktir enda á hún varla ann- arra kosta völ ef hún ætlar sér að standa við stóru orðin um að hafa „fólk í fyrirrúmi eða á það kannski bara við um hennar einkavini en ekki sauðsvartan al- múgann? Heilsufarsskoðanir En það er á fleiri sviðum en í uppsagnarákvæðum sem troðið er á réttindum launafólks hérlendis. Við skulum ekki gleyma því ófremdarástandi sem ríkt hefur undanfarna áratugi og ríkir enn í heilsufarsskoðunum launafólks. Trúnaðarlæknar fyrirtækja eru látnir framkvæma þessar skoðanir, sem eiga lögum samkvæmt að fara fram á sjúkra- húsi eða heilsugæslu- stöð. Svo langt er gengið að jafnvel sjúkraskýrslur er varða starfsmenn eru geymdar inni á launa- deildum fyrirtækja, þar sem atvinnureka- ndinn hefur greiðan gang að þeim. Forsæt- isráðherra hneykslast opinberlega á því að sjúkraskýrslur séu geymdar í illa læstum herbergjum hér og þar úti í bæ en lætur átölulaust og virðast telja eðlilegt að launaðir trúnaðarlæknar á vegum atvinnu- rekenda hafi hliðstæðar skýrslur undir höndum. Þetta er ótrúleg siðblinda, sem sýnir glögglega viðhorf stjórnvalda til launafólks. Lög verði virt Hægt hefði verið fyrir áratug að setja stærstan hluta þessarar þjónustu inn á sjúkrahús og heilsugæslustöðvar ef pólitískur vilji hefði verið fyrir hendi. Sá vilji var ekki til staðar og því frestuðu ráðherrar því sífellt að fara eftir gildandi lögum hvað þetta varðar. Stjórnvöld ættu að skammast sín fyrir það vítaverða kæruleysi sem þau hafa sýnt í þessu máli í tvo áratugi og sjá sóma sinn í að breyta nú til og fara eftir þeim lögum sem Alþingi setur, en samkvæmt þeim eiga heilsugæslustöðvar og sjúkrahús að sjá um fyrrgreindar heilsufars- skoðanir en ekki trúnaðarlæknar, sem atvinnurekendur ráða til sín. Launafólk krefst þess að þessu máli verði komið í það horf sem lög gera ráð fyrir, þannig að pers- ónuleynd verði að fullu tryggð varðandi sjúkraskrár og heilsu- farsskoðanir starfsfólks fyrir- tækja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sigurður T. Sigurðsson Klerkur í klípu OPIÐ bréf til bisk- ups þjóðkirkjunnar, skrifað af séra Torfa Kristjáni Stefánssyni Hjaltalín, vakti óskipta athygli mína þegar það birtist á síðum Morgunblaðs; ins 26. október sl. I greininni fer prestur- inn mikinn í gagnrýni sinni á dreifingu bæklings sem ber yf- irskriftina „Verða tímamót í lífi þínu?“ með undirtitilinn „Ur mínus í plús“. Eins og þjóðin veit var þess- um bæklingi dreift inn á hvert heimili í landinu fyrir nokkrum vikum. Séra Torfi kallar þennan bækling „sértrúar“áróður og telur að þjóðkirkjan hafi látið Hvítasunnukirkjuna fífla sig til samstarfs við boðun „sértrúar“ hvítasunnumanna og annarra náð- argjafahreyfinga. Ekki ætla ég að blanda mér í ágreiningsefni presta þjóðkirkjunnar, enda tel ég ekki rétt að nota fjölmiðla til að leiða deilur til lykta. Það sem hins vegar vekur athygli mína er að vígður þjónn þjóðkirkjunnar, þeirrar stofnunar lýðveldisins sem ber ábyrgð á andlegri uppbygg- ingu þegnanna, skuli telja að boð- skapur Jesú um frelsi frá synd sé „ósamræmanlegur lúterskri kirkju“ eins og klerkurinn orðar það sjálfur. Hvítasunnukirkjan á Islandi tók þátt í dreifingu áðurnefnds bækl- ings og forysta kirkjunnar er afar ánægð með að hafa verið hluti af þessu. víðtæka samstarfi margra kristinna safnaða, þar með tal- innar þjóðkirkjunnar. Bæklingurinn inni- heldur engan sérstak- an „hvítasunnuboð- skap“ heldur hreinan og kláran boðskap Jesú um að maðurinn þurfi að beygja kné sín fyrir Jesú sem Drottni og frelsara til að eiga aðgengi að himnaríki. Þeir sem telja þennan boðskap „sértrúar“áróður hvítasunnumanna hafa ekki mikið innsæi í meginþema ritningarinn- ar. Það nægir að minna á orð Jesú í guðspjalli Jóhannesar þar sem segir: „Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóh. 14:6.) Merkilegt að þessi orð „veg- urinn“ og „sannleikurinn" skuli vera í eintölu. Það gefur ótvíræð- ar vísbendingar um að aðeins sé um að ræða eina leið og einn sannleika. Auðvitað ættum við hvítasunnumenn að vera upp með okkur að menn telja okkur eiga einkarétt á boðskap Jesú, en hafa skal það sem sannara reynist! Boðskapurinn um Jesú og frels- isverk hans er boðskapur sem all- ir kristnir menn ættu að boða öll- um sem þeir ná til. Það nægir að fylgjast með fréttaflutningi í þjóð- félaginu til að sjá að víða er pottur brotinn hjá þjóðinni okkar. Trúmál Það vekur athygli mína, segir G. Theodór Birgisson, að vígður þjónn þjóðkirkjunnar skuli telja að boðskapur Jesú um frelsi frá synd sé „ósamræmanlegur lúterskri kirkju“. Lausnin fyrir land okkar og þjóð er að finna hjá Guði og syni hans Jesú Kristi. Þjóðin okkar þarf að fylgja fordæmi Jeremía spámanns sem segir: „Ó land, land, land, heyr Orð Drottins." (Jer 22:29.) Spurningin er hins vegar hvernig menn eiga að heyra Orð Drottins ef þeir sem hafa að atvinnu að boða Orð Drottins trúa ekki sjálfir á Orð Jesú. í einlægni minni ráð- legg ég slíkum að finna sér annað starf. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem lögðu mikið á sig við út- gáfu og dreifingu bæklingsins „Verða tímamót í lífi þínu“ fyrir vel unnin verk. Þig, lesandi góður, hvet ég til að lesa bæklinginn, það gætu orðið tímamót í lífi þínu. Höfundur er safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri og framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Islandi. Theodór Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.