Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 2

Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn Samtaka atvinnulífsins telur ekki nóg að gert í ríkisfj ármálum Fyrirtækin og heimilin þola ekki að verðbólga fari af stað STOÐUGLEIKINN í efnahagslíf- inu er í mikiili hættu, að mati Sam- taka atvinnulífsins. I ályktun stjóm- arinnar um áherslur við efnahags- stjórn er tekið undir sjónarmið Seðlabankans um að auka þurfi að- hald í ríkisfjármálum, áfram verði aðhaldssöm peningastefna og að gerðir verði raunhæfir kjarasamn- ingar. Hættumerkin birtast í þenslu á vinnumarkaði, segir í ályktun stjóm- ar Samtaka atvinnulífsins, vaxandi verðbólgu, miklum viðskiptahalla og versnandi afkomu í útflutnings- og samkeppnisgreinum. „Fyrirtækin og heimilin þola ekki að verðbólgan fari af stað á ný.“ I því sambandi er vakin athygli á auknum skuldum heimilanna sem muni nema 144% af ráðstöfunartekjum á þessu ári, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist um fjórðung undanfarin ár. Fram kemur að ofþenslan í efna- hagslífinu hefur leitt til versnandi samkeppnisstöðu fyrirtækja í al- þjóðlegri samkeppni, minnkandi hagnaðar og markaðshlutdeildar. Undanfarin ár hafi launahækkanir hér á landi verið tvöfalt meiri en í viðskiptalöndum. „Til lengri tíma leiðir þessi þróun til þess að störfum fækkar og verðmætasköpun minnk- ar. Ef viðhalda á hlutdeild þess hluta atvinnulífsins sem býr við alþjóðlega samkeppni verður verðlags- og kostnaðarþróun að vera svipuð og í viðskiptalöndunum," segir í ályktun- inni. Óraunhæfar væntingar um miklar launahækkanir Stjóm SA tekur undir sjónarmið Seðlabankans um að forsendur þess að verðbólgan hjaðni á ný séu að saman þurfi að fara aukið aðhald í ríkisfjármálum frá því sem verið hef- ur, áframhaldandi aðhaldssöm pen- ingastefna og raunhæfir kjarasamn- ingar. Ljóst sé að fjárlagafrumvarp- ið, sem nú er til lokaafgreiðslu á Alþingi, skili ekki þeim afgangi sem nægir til að draga úr þenslunni í efnahagslífinu. Aukist ekki aðhald í ríkisfjármálum sé stöðugt gengi krónunnar í hættu. „Við teljum að aðhaldið þurfi að vera meira,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Benda má á að samneysla á vegum ríkis og sveit- arfélaga hefur aukist um næstum því 50% frá árinu 1996. Samtök atvinnu- lífsins geta ekki verið sammála fjár- málaráðherranum um að ekki sé hægt að gera betur en þetta,“ segir Ari og vekur jafnframt athygli á því að stjórn samtakanna telji að sér- staks átaks sé þörf á vettvangi ríkis og sveitarfélaga í því að nýta mark- aðslausnir til að auka framleiðni og lækka opinber útgjöld. Stjóm SA telur að það sé grund- vallaratriði að almenni vinnumark- aðurinn marki launastefnuna á hverjum tíma og að opinberir aðilar fylgi henni. Þessu hafi verið þveröf- ugt farið undanfarin ár þar sem launaþróun innan opinbera geirans hafi farið langt umfram það sem gerst hafi almennt á vinnumarkaði. Fram kemur að einstök fordæmi af hinum opinbera vettvangi hafi skap- að óraunhæfar væntingar um miklar launahækkanir. „Þessar væntingar eiga sér ekki stoð í þeim efnahags- lega vemleika sem við blasir um þessar mundir og er útilokað fyrir atvinnurekstur í samkeppni að standa undir þeim.“ Ari Edwald seg- ir að Samtök atvinnulífsins hafi mik- inn áhuga á að taka höndum saman við aðra aðila í efnahagslífinu í þeim tilgangi að verja eins og kostur er þann kaupmátt sem áunnist hafi, áð- ur en það verði um seinan. Hald lagt á 70 grömm af kókaíni LÖGREGLUMENN í eftirlitsferð handtóku í fyrrinótt þrjá menn sem grunaðir voru um að reyna að vitja falinna fíkniefna innan borgarmark- anna. Við nánari leit fundust um 70 grömm af kókaíni sem lögreglan lagði hald á. Mennirnir voru jdirheyrðh' af starfsmönnum fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík þar sem þeir gerðu grein fyrir málum sínum. -------------- Berglín dregin til hafnar BJÖRGUNARSKIPIÐ Hannes Hafstein dró togskipið Berglín GK til hafnar í gær vegna vélarbilunar. Berglín var á leið á togveiðar á Vest- fjarðamiðum er bilunar varð vart í vélinni um klukkan þrjú í fyrrinótt. Var skipið þá á siglingu rúmar 20 sjómílur norðaustur af Garðskaga. Kallað var eftir aðstoð Hannesar Hafstein, sem tók Berglín í tog um níuleytið í gærmorgun. Sala á 15% hlutabréfa í Búnaðar- banka og Landsbanka hafín V erð á markaði 5-10% hærra en útboðsgengi SALA á 15% hlut ríkisins í Lands- banka og Búnaðarbanka hófst í gær en henni lýkur kl. 16 á föstudag, 17. desember. Almenningi býðst að kaupa allt að 10% hlutafjár ríkisins með áskrift. Eins er óskað eftir tilboðum í 5% hlutafjár ríkisins. Tilboðssala fer fram á sama tíma og sala til almenn- ings. Það hlutafé sem ekki selst í al- mennri sölu bætist við þann hluta sem seldur er með tilboðsfyrirkomu- iagi. I Landsbanka Islands hf. getur hver áskrifandi skráð sig fyrir hluta- fé að hámarki 270.000 krónur að nafnvirði á genginu 3,8. í gær námu viðskipti á Verðbréfaþingi Islands með bréf í Landsbankanum 43 millj- ónum króna og hækkaði gengi bréf- anna um 0,2%, úr 4,15 í 4,16 sem er 9,5% hærra en útboðsgengi bankans. í Búnaðarbanka Islands hf. getur hver áskrifandi skráð sig fyrir hluta- fé að hámarki 250.000 krónur að nafnvirði á genginu 4,1. Um 5 millj- óna króna viðskipti voru með Búnað- arbankabréf á VÞÍ í gær og stóð gengi þeirra í stað, í 4,30, sem er tæp- lega 5% hærra en útboðsgengið. Verði um umframáskrift í al- mennri sölu að ræða skerðist hlutur þeirra sem skrá sig fyrir hæstu fjár- hæðunum fyrst og síðan þeirra sem næst koma þar til jafnvægi hefur náðst milli framboðs og eftirspurnar. Skerðingin verður því mest á hæstu áskriftarfjárhæðunum og minnst eða engin á þeim lægstu. I tilboðssölu er gengi við almennt útboð notað sem lágmarksviðmiðun. I Landsbankanum er lágmarksfjár- hæð í tilboðssölu 270 þúsund krónur að nafnverði og hámark til hvers kaupanda 55 milljónir króna að nafn- verði. I Búnaðarbankanum er lág- marksfjárhæð í tilboðssölu 250 þús- und krónur að nafnverði og hámark til hvers kaupanda 35 milljónir króna. Síðasti greiðsludagur er 11. janúar Greiðsluseðlar verða sendir út inn- an viku frá lokum áskriftartímabils og er síðasti greiðsludagur þriðju- daginn 11. janúar 2000. Kaup á hluta- bréfum í bönkunum veita almenningi rétt til skattafsláttar vegna hluta- bréfakaupa á árinu 1999. Með sölunni er ætlunin að uppfylla skilyrði Verðbréfaþings íslands um að a.m.k. 25% hlutafjár og atkvæðis- réttar sé í dreifðri eign. Þegar Verð- bréfaþing samþykkti að skrá hlutafé bankanna á aðallista þingsins síðla árs 1998 var veitt undanþága frá skil- yrði um dreifða eign, með þeim kvöð- um að dreifing hlutafjár í samræmi við reglur þingsins yrði tryggð eigi síðar en l.júní2000. Morgunblaðið/Júlíus Eldur í flutningabfl í Örfirisey ELDUR kom upp í flutningabíl Skeljungs hf. innan athafnasvæðis fyrirtækisins í Örfirisey laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Eldurinn kom upp í hlíf ofan á vél bflsins, að sögn varðstjóra í slökkvi- liði Reykjavíkur. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Að sögn varðstjóra var fjarkegð bifreiðarinnar frá olíutönkum fyr- irtækisins það mikil að ekki var veruleg hætta á ferðum. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg Englar alheimsins opnunarmynd NY mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, „Englar alheimsins", sem byggð er á samnefndri sögu Ein- ars Más Guðmundssonar, verður opnunai-mynd kvikmyndahátíðar- innar í Gautaborg í Svíþjóð sem hefst 28. janúar næstkomandi. Myndin verður frumsýnd á nýársdag á íslandi, en fyrsta sýning hennar erlendis verður á kvikmyndahátíðinni. Frá þessu segir í netútgáfu dagblaðsins Dagens Nyheter. Þar segir einnig að mikil áhersla verði lögð á íslenskar myndir á hátíðinni, bæði gamlar og nýjar. llSUi íslendingar gerðu jafntefli við ítali / B2 Arnar skoraði fyrir Leicester City / B3 Jílorounblnbll) 5SBÆKUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.