Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.12.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn Samtaka atvinnulífsins telur ekki nóg að gert í ríkisfj ármálum Fyrirtækin og heimilin þola ekki að verðbólga fari af stað STOÐUGLEIKINN í efnahagslíf- inu er í mikiili hættu, að mati Sam- taka atvinnulífsins. I ályktun stjóm- arinnar um áherslur við efnahags- stjórn er tekið undir sjónarmið Seðlabankans um að auka þurfi að- hald í ríkisfjármálum, áfram verði aðhaldssöm peningastefna og að gerðir verði raunhæfir kjarasamn- ingar. Hættumerkin birtast í þenslu á vinnumarkaði, segir í ályktun stjóm- ar Samtaka atvinnulífsins, vaxandi verðbólgu, miklum viðskiptahalla og versnandi afkomu í útflutnings- og samkeppnisgreinum. „Fyrirtækin og heimilin þola ekki að verðbólgan fari af stað á ný.“ I því sambandi er vakin athygli á auknum skuldum heimilanna sem muni nema 144% af ráðstöfunartekjum á þessu ári, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist um fjórðung undanfarin ár. Fram kemur að ofþenslan í efna- hagslífinu hefur leitt til versnandi samkeppnisstöðu fyrirtækja í al- þjóðlegri samkeppni, minnkandi hagnaðar og markaðshlutdeildar. Undanfarin ár hafi launahækkanir hér á landi verið tvöfalt meiri en í viðskiptalöndum. „Til lengri tíma leiðir þessi þróun til þess að störfum fækkar og verðmætasköpun minnk- ar. Ef viðhalda á hlutdeild þess hluta atvinnulífsins sem býr við alþjóðlega samkeppni verður verðlags- og kostnaðarþróun að vera svipuð og í viðskiptalöndunum," segir í ályktun- inni. Óraunhæfar væntingar um miklar launahækkanir Stjóm SA tekur undir sjónarmið Seðlabankans um að forsendur þess að verðbólgan hjaðni á ný séu að saman þurfi að fara aukið aðhald í ríkisfjármálum frá því sem verið hef- ur, áframhaldandi aðhaldssöm pen- ingastefna og raunhæfir kjarasamn- ingar. Ljóst sé að fjárlagafrumvarp- ið, sem nú er til lokaafgreiðslu á Alþingi, skili ekki þeim afgangi sem nægir til að draga úr þenslunni í efnahagslífinu. Aukist ekki aðhald í ríkisfjármálum sé stöðugt gengi krónunnar í hættu. „Við teljum að aðhaldið þurfi að vera meira,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Benda má á að samneysla á vegum ríkis og sveit- arfélaga hefur aukist um næstum því 50% frá árinu 1996. Samtök atvinnu- lífsins geta ekki verið sammála fjár- málaráðherranum um að ekki sé hægt að gera betur en þetta,“ segir Ari og vekur jafnframt athygli á því að stjórn samtakanna telji að sér- staks átaks sé þörf á vettvangi ríkis og sveitarfélaga í því að nýta mark- aðslausnir til að auka framleiðni og lækka opinber útgjöld. Stjóm SA telur að það sé grund- vallaratriði að almenni vinnumark- aðurinn marki launastefnuna á hverjum tíma og að opinberir aðilar fylgi henni. Þessu hafi verið þveröf- ugt farið undanfarin ár þar sem launaþróun innan opinbera geirans hafi farið langt umfram það sem gerst hafi almennt á vinnumarkaði. Fram kemur að einstök fordæmi af hinum opinbera vettvangi hafi skap- að óraunhæfar væntingar um miklar launahækkanir. „Þessar væntingar eiga sér ekki stoð í þeim efnahags- lega vemleika sem við blasir um þessar mundir og er útilokað fyrir atvinnurekstur í samkeppni að standa undir þeim.“ Ari Edwald seg- ir að Samtök atvinnulífsins hafi mik- inn áhuga á að taka höndum saman við aðra aðila í efnahagslífinu í þeim tilgangi að verja eins og kostur er þann kaupmátt sem áunnist hafi, áð- ur en það verði um seinan. Hald lagt á 70 grömm af kókaíni LÖGREGLUMENN í eftirlitsferð handtóku í fyrrinótt þrjá menn sem grunaðir voru um að reyna að vitja falinna fíkniefna innan borgarmark- anna. Við nánari leit fundust um 70 grömm af kókaíni sem lögreglan lagði hald á. Mennirnir voru jdirheyrðh' af starfsmönnum fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík þar sem þeir gerðu grein fyrir málum sínum. -------------- Berglín dregin til hafnar BJÖRGUNARSKIPIÐ Hannes Hafstein dró togskipið Berglín GK til hafnar í gær vegna vélarbilunar. Berglín var á leið á togveiðar á Vest- fjarðamiðum er bilunar varð vart í vélinni um klukkan þrjú í fyrrinótt. Var skipið þá á siglingu rúmar 20 sjómílur norðaustur af Garðskaga. Kallað var eftir aðstoð Hannesar Hafstein, sem tók Berglín í tog um níuleytið í gærmorgun. Sala á 15% hlutabréfa í Búnaðar- banka og Landsbanka hafín V erð á markaði 5-10% hærra en útboðsgengi SALA á 15% hlut ríkisins í Lands- banka og Búnaðarbanka hófst í gær en henni lýkur kl. 16 á föstudag, 17. desember. Almenningi býðst að kaupa allt að 10% hlutafjár ríkisins með áskrift. Eins er óskað eftir tilboðum í 5% hlutafjár ríkisins. Tilboðssala fer fram á sama tíma og sala til almenn- ings. Það hlutafé sem ekki selst í al- mennri sölu bætist við þann hluta sem seldur er með tilboðsfyrirkomu- iagi. I Landsbanka Islands hf. getur hver áskrifandi skráð sig fyrir hluta- fé að hámarki 270.000 krónur að nafnvirði á genginu 3,8. í gær námu viðskipti á Verðbréfaþingi Islands með bréf í Landsbankanum 43 millj- ónum króna og hækkaði gengi bréf- anna um 0,2%, úr 4,15 í 4,16 sem er 9,5% hærra en útboðsgengi bankans. í Búnaðarbanka Islands hf. getur hver áskrifandi skráð sig fyrir hluta- fé að hámarki 250.000 krónur að nafnvirði á genginu 4,1. Um 5 millj- óna króna viðskipti voru með Búnað- arbankabréf á VÞÍ í gær og stóð gengi þeirra í stað, í 4,30, sem er tæp- lega 5% hærra en útboðsgengið. Verði um umframáskrift í al- mennri sölu að ræða skerðist hlutur þeirra sem skrá sig fyrir hæstu fjár- hæðunum fyrst og síðan þeirra sem næst koma þar til jafnvægi hefur náðst milli framboðs og eftirspurnar. Skerðingin verður því mest á hæstu áskriftarfjárhæðunum og minnst eða engin á þeim lægstu. I tilboðssölu er gengi við almennt útboð notað sem lágmarksviðmiðun. I Landsbankanum er lágmarksfjár- hæð í tilboðssölu 270 þúsund krónur að nafnverði og hámark til hvers kaupanda 55 milljónir króna að nafn- verði. I Búnaðarbankanum er lág- marksfjárhæð í tilboðssölu 250 þús- und krónur að nafnverði og hámark til hvers kaupanda 35 milljónir króna. Síðasti greiðsludagur er 11. janúar Greiðsluseðlar verða sendir út inn- an viku frá lokum áskriftartímabils og er síðasti greiðsludagur þriðju- daginn 11. janúar 2000. Kaup á hluta- bréfum í bönkunum veita almenningi rétt til skattafsláttar vegna hluta- bréfakaupa á árinu 1999. Með sölunni er ætlunin að uppfylla skilyrði Verðbréfaþings íslands um að a.m.k. 25% hlutafjár og atkvæðis- réttar sé í dreifðri eign. Þegar Verð- bréfaþing samþykkti að skrá hlutafé bankanna á aðallista þingsins síðla árs 1998 var veitt undanþága frá skil- yrði um dreifða eign, með þeim kvöð- um að dreifing hlutafjár í samræmi við reglur þingsins yrði tryggð eigi síðar en l.júní2000. Morgunblaðið/Júlíus Eldur í flutningabfl í Örfirisey ELDUR kom upp í flutningabíl Skeljungs hf. innan athafnasvæðis fyrirtækisins í Örfirisey laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Eldurinn kom upp í hlíf ofan á vél bflsins, að sögn varðstjóra í slökkvi- liði Reykjavíkur. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Að sögn varðstjóra var fjarkegð bifreiðarinnar frá olíutönkum fyr- irtækisins það mikil að ekki var veruleg hætta á ferðum. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg Englar alheimsins opnunarmynd NY mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, „Englar alheimsins", sem byggð er á samnefndri sögu Ein- ars Más Guðmundssonar, verður opnunai-mynd kvikmyndahátíðar- innar í Gautaborg í Svíþjóð sem hefst 28. janúar næstkomandi. Myndin verður frumsýnd á nýársdag á íslandi, en fyrsta sýning hennar erlendis verður á kvikmyndahátíðinni. Frá þessu segir í netútgáfu dagblaðsins Dagens Nyheter. Þar segir einnig að mikil áhersla verði lögð á íslenskar myndir á hátíðinni, bæði gamlar og nýjar. llSUi íslendingar gerðu jafntefli við ítali / B2 Arnar skoraði fyrir Leicester City / B3 Jílorounblnbll) 5SBÆKUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.