Morgunblaðið - 30.12.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.12.1999, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jörð skalf í Mexíkó JARÐSKJÁLFTI sem mældist 5,9 stig á Richter varð á Kyrra- hafsströnd Mexíkós á þriðju- dagskvöld (eða snemma í gær- morgun að íslenskum tíma), en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða skemmdum. Upptök skjálftans voru um 90 km norður af Petatlan, sem er um 160 km frá ferðamanna- staðnum Acapulco. Fórst í Svartahafí TALIÐ er að úkraínsk flutn- ingaflugvél, með að minnsta kosti fimm manns innanborðs, hafi farist í Svartahafi úti fyrir strönd Tyrklands á þriðjudag, að því er tyrknesk yfirvöld greindu frá í gær. Vélin var af gerðinni Antonov-28, tveggja hreyfla. Samband við vélina rofnaði skömmu eftir að hún kom inn í tyrkneska lofthelgi, og segja þarlendir embættismenn að allar líkur séu á að hún hafi farist því ekki hafi borist fregnir af því að hún hafi lent í neinu nágrannalandanna. Engin hátíð í Jerúsalem LÍTIÐ verður um hátíðahöld í Jerúsalem á gamlárskvöld, bæði vegna mjög strangrar ör- yggisgæslu og banns sem rabbínar hafa lagt við veislu- höldum. Áætlað hafði verið að Messías eftir Handel, yrði flutt- ur, en hætt hefur verið við það þar eð ekki tókst að afla fjár til að stand straum af öryggis- gæslu. Þá hefur lögregla bann- að fyrirhugaðan dansleik, sem halda átti á knattspymuleik- vangi, vegna ótta við hryðju- verk. Lewinsky í megrun MONICA Lewinsky, sem öðlað- ist heimsfrægð vegna meintra tengsla við Bandaríkjaforseta, hyggst græða á frægð sinni með því að koma fram í sjónvarps- auglýsingu fyrir skipulagðan megrunarkúr. Munu birtast af henni myndir „fyrir“ og „eftir“ að hún grenntist, en hún segir að þessi megrunarkúr hafi hjálpað sér að léttast um 15 kíló. I fangelsi fyr- ir nauðgun EGYPTI sem fékk ísraelskt rík- isfang eftir að hafa unnið með ísraelsku leyniþjónustunni hef- ur verið dæmdur í 16 ára fang- elsi fyrir að nauðga ísraelsku stúlkunni Lior Abargail á Italíu í fyrra, en hún var kjörin ungfrú heimur um tveim mánuðum síð- ar. Maðurinn kveðst saklaus. Moskvubúar bjartsýnir ÍBÚAR í höfuðborg Rússlands mæta nýárinu með óvenjulega mikilli bjartsýni á að afkoma fjölskyldna þeirrá batni, sam- kvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem fréttastofan IT- AR-Tass greindi frá í gær. Fjörutíu og tveir af hundraði að- spurðra væntu betri tíðar, en í könnunum undanfarin ár hefur hlutfall þeirra sem eru bjartsýnir aldrei farið yfir 30%. Saksóknari hefur rannsókn á málum Kohls Berlín. AFP, AP, Reuters. SAKSÓKNARINN í Bonn tilkynnti þýzka þinginu í gær, að hann hygðist hefja saka- rannsókn á málum Helmuts Kohls, fyrr- verandi kanzlara, vegna meintra ólög- legra greiðslna í flokkssjóð Kristilegra demókrata, CDU, sem Kohl hefur viðurkennt að hafa tekið við. Forseta þingsins, Wolfgang Thierse, barst þessi tilkynning í gærmorgun, en Kohl situr enn á þingi. Thierse hefur tvo daga til að andmæla rannsókninni, en ekki er búizt við að hann geri það. Ekki mun þörf á því að svipta Kohl þinghelgi til að rannsóknin geti haf- izt, en engu að síður kom Thierse bréfi saksóknara í hendur þing- nefndar þeirrar sem fjallar um þing- helgismál. í tilkynningu frá skrifstofu Kohls segir að hann harmi ákvörð- un saksóknara, en heiti góðum samstarfsvilja. „Hann setur traust sitt á fagleg vinnubrögð saksóknaryfirvalda og mun liðsinna þeim við þetta verk eins vel og honum er unnt,“ segir í tilkynningunni, sem talsmaður Kohls miðl- aði til fjölmiðla. Kanzlarinn fyrrver- andi sat á valdastóli í 16 ár samfleytt unz hann tapaði þingkosn- ingum í fyrrahaust og var formaður CDU í 25 ár. Hann viðurkenndi fyrir nokkrum vikum að hafa ráðið yfir kerfi leynilegra bankareikninga, þar sem geymd voru framlög til flokksins frá aðilum sem heitið var nafnleynd. Slíkar leynigreiðslur eru brot á þýzkri lög- gjöf um stjórnmálaflokka. Síðasti forsætisráð- herra de Gaulle látinn MAURICE Couve de Murville, síð- asti forsætisráðherra Frakklands á valdatíma Charles de Gaulle, lést á aðfangadag, 92 ára að aldri. Couve de Murville starfaði fyrir frönsku andspymuhreyfinguna í Alsír í síðari heimsstyrjöldinni og varð einn af nánustu samstarfs- mönnum de Gaulle eftir að stríðinu lauk. Þegar de Gaulle komst til valda árið 1958 skipaði hann Couve de Mimville utanríkisráðherra og hann gegndi því embætti í tíu ár. Couve de Murville þótti mjög hæf- ur utanríkisráðherra og átti stóran þátt í að móta utanríkisstefnu de Gaulle sem miðaði að því að tryggja Frökkum forystu í Vestur-Evrópu og gera þá óháða Bandaríkjunum. Hann stuðlaði meðal annars að vin- áttusamningi Frakka við Vestur- Þjóðverja og beitti sér fyrir því að Frakkar hindruðu aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu, slitu hernaðarsamstarfinu við Atlants- hafsbandalagið og viðurkenndu stjóm kommúnistaflokksins í Kína. De Gaulle skipaði hann fjármála- ráðherra í maí 1968 og gerði hann að forsætisráðherra tveimur mánuðum síðar eftir óeirðir námsmanna og verkamanna í París. Couve de Mur- ville tók við embættinu af George Pompidou en gegndi því aðeins í tæpt ár. Hann lét af embætti i júní 1969 eftir að de Gaulle sagði af sér. Nýr vagn páfa JÓHANNES Páll páfi tók í gær í notkun þennan hjólavagn til þess að komast leiðar sinnar þegar hann heilsaði fólki sem safnaðist saman í Péturskirkjunni. Tveir starfsmenn Vatíkansins ýttu vagninum, sem er upphækkaður, til þess að páfi, sem er 79 ára, verði betur sýnilegur. Skýrt frá atburðum í Norður-Noregi 1968 Lá við stríðsátökum við Sovétríkin HÆTTUÁSTAND ríkti í fjóra sólar- hringa á landamærum Noregs og Sovétríkjanna gömlu í júnímánuði árið 1968 og virtist um hríð að til átaka gæti komið, segir í dagblaðinu Aftenposten í gær. Af ástæðum sem ekki hafa enn verið upplýstar söfnuðu Sovétmenn saman 60-70 T-54 skriðdrekum, 40 fallbyssum og meira en 400 öðrum farartækjum við landamærin í Finn- mörku, liðið var aðeins um 30 metra frá sjálfum landamærunum. Fengu norsku hermennirnir á staðnum skipun um að skjóta ef liðsmenn sov- éthersins færu inn á norskt land. Að sögn norska blaðsins var byssuhlaupum Sovétmanna beint að norsku hermönnunum allan tímann, jafnvel að mönnum sem brugðu sér á kamar. Eftir fjögurra daga þóf drógu Sovétmenn lið sitt á brott frá landamærunum, að sögn AP-frétta- stofunnar. Sagt er frá atburðunum í skjölum sem leynd hefur nýlega verið létt af en lítið var áður vitað um þá utan stjórnkerfisins. Arild Hjerde vinnur nú hjá yfir- stjórn norska hersins en var Iiðsfor- ingi og yfirmaður Elvenes-landa- mærastöðvarinnar 7. júní þegar sovétliðið birtist. Hann segir í sam- tali við Aftenposten að liðið hafi fengið skipun um að veita mót- spyrnu. „Við vorum reiðubúnir að verja landið okkar jafnvel þótt við vissum að sovéska liðið væri miklu öflugra. Sumir vörðu biðtímanum í að brýna byssustingina.“ Tíu sovéskum skriðdrekum var stillt upp við orkuverið Borís-Gleb en andspænis voru Norðmenn m.a. með 88 millimetra skriðdrekavarna- byssur. Hjerde segir að allir hafi gert sér grein íyrir að kæmi til átaka myndu þau ekki standa lengi yfir en þau myndu geta orðið örlagarík. Hann segir sögusagnir um að liðsfor- ingjar hafi flúið yfir til Svíþjóðar vera uppspuna, liðsandinn hafi verið mjög góður. Tor Kristoffersen er majór á eftir- launum og hann minnist undarlegra tilfinninga sem spennuástandið hafi vakið. „Jafnvel þótt við hefðum hlot- ið þjálfun í að bregðast við svona ástandi virtist þetta óraunverulegt,“ segir hann í viðtali við blað norska hersins, FKN Nytt. Hann segir að starfsmenn í höfuðstöðvum hersins í Norður-Noregi hafi verið í herklæð- um nótt sem dag og drunurnar í vél- um skriðdrekanna hafi heyrst alla leið til Höybuktmoen sem er í tíu km fjarlægð frá landamærastöðvunum. Sagt er að Sovétmenn hafi verið með mörg þúsund manna lið í við- bragðsstöðu á svæðinu. Merki um viðbúnaðinn hafi sést frá borginni Nikkel til árinnar Jakobselv. Einnig hafi mikið verið um að vera á her- flugvöllum á Kólaskaga. Ýmsar getgátur Ýmsar getgátur hafa verið á lofti um orsök þessarar hegðunar sovét- hersins. Bent hefur verið á að ef til vill hafi ætlunin verið að leiða athygl- ina frá innrás herja Varsjárbanda- lagsins í Tékkóslóvakíu, sem var gerð rúmum tveim mánuðun síðai’. Onnur kenning er að ráðamenn Sov- étríkjanna hafi reiðst vegna þess að þýskir hermenn tóku þátt í æfingu Atlantshafsbandalagsins, Polar Express, sem hófst 7. júní í Norður- Noregi. Var þetta í fyrsta sinn sem þýskir hermenn komu til svæðisins síðan vorið 1945 er Rauði herinn hrakti hernámslið Þjóðverja á brott frá norðurhluta Noregs í hörðum bardögum. Meintur stríðs- glæpamaður í Bretlandi Kalejs London. Reuters. LÖGREGLA á Bretlandi rannsakar nú hvað hæft sé í þeim fullyrðingum að Konrad Kalejs, sem býr á elli- heimili í Leicest- ershire á Bret- „ landi, sé sami f ; maður og grun- ' aður er um að hafa átt þátt í morðum á um 30 þúsund gyðing- um í Lettlandi í seinni heims- styrjöld. „Við höfðum samband við Simon Wiesenthal- stofnunina. Það er bara þáttur í rannsókninni, sem enn stendur, á því hver maðurinn er,“ sagði tals- maður lögreglunnar í Leicester- shire í gær. Fulltrúar Simon Wiesenthal- stofnunarinnar segja að rannsókn þeirra hafí rakið slóð Kalejs til Bret- lands fyrir hálfum mánuði, en hann hafi komist inn í landið fyrr á þessu ári. Hefði honum verið vísað úr landi í Bandaríkjunum og Kanada fyrir stríðsglæpi. Kalejs hefur jafnan neitað öllum ásökunum. Kalejs er sagður hafa verið liðs- maður hersveita sem nasistaveiðar- ar segja að hafi tekið virkan þátt í morðum á þúsundum óbreyttra borgara, sem flestir hafi verið gyð- ingar, í Lettlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.