Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stórfundur Eldingar á Isaflröl; Eirin kárl með hriif - allt sem eftir er af bolfiskvinnslu á ísafiröi, sagöi Finnbogi Jónasson fiskverkandi Og til hvers notar karlræfillinn svo þennan hníf, Árni minn? Viðamikil sýning um sögu Reykjavrkur hefst 1. aprfl 41% landsmanna þykir tölvan merkilegasti hlutur tuttugustu aldar Morgunblaðið/Golli Sýningin og Gallupkönnunin kynnt. Frá vinstri: Gerður Róbertsdóttir, einn af hand- ritshöfundum sýningarinnar, Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður, Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi menningarborgar og Helena Jónsdóttir frá Gallup. UM 41% landsmanna þykir tölvan merkilegasti hlutur 20. aldar, sam- kvæmt könnun Gallup, en könnunin var gerð í tengslum við viðamikla sýningu um sögu Reykja- víkur, sem verður opnuð í Arbæjarsafni 1. apríl, en sýningin tengist dag- skrá Reykjavíkur menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Margrét Hallgríms- dóttir borgarminjavörður sagði að niðurstöður könnunarinnar yrðu hafðar til hliðsjónar við uppsetningu þess hluta sýningarinnar sem sneri að seinni hluta 20. aldar. Að sögn Margrétar mun in, sem ber heitið „Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar“, verða staðsett í húsinu Lækjargötu 4 í Árbæjarsafni, en í tíu herbergjum hússins verður sagan rakin allt frá landnámi til nútímans. Margrét sagði að undirbúningur vegna sýningarinnar hefði staðið í tvö ár, en að hugmyndavinnan hefði hafíst fyrir um fjórum árum. Hún sagði að allir starfsmenn Ár- bæjarsafns hefðu á einhvern hátt komið að sýningunni og að einnig hefði verið leitað til Gallup, til að kanna hvaða hlutur 20. aldar fólki þætti merkilegastur, en einn hluti sýningarinnar snýst einmitt um seinni hluta 20. aldar, þ.e. tímabil- ið frá 1946 til 2000. í könnuninni kom í ljós, eins og áður sagði, að 41% landsmanna þykir tölvan merkilegasti hlutur- inn, 9% þykir bíllinn merkilegast- ur og þar á eftir kemur síminn, sjónvarpið, flugvélar og GSM-sím- inn var í fimmta sæti. Athygli vek- ur að aðeins um 1% landsmanna telur lyf merkilegustu nýjung 20. aldar. Brilljantín og bumbubani Margrét sagði að auk þess að taka tillit til könnunarinnar við uppsetningu sýningarinnar hefði .starfsfólk Árbæjarsafns haldið vinnufundi, þar sem farið hefði verið yfir hluti sem gætu kynnt tímabilið 1956 til 2000. Á meðal þeirra hluta sem koma til greina eru: Moon-boots, brilljantín, Old Spice, Legókubbar, fjarstýringar, pillan, Carmen-rúllur, gallabuxur, bumbubani, kók og Prins pólo, greiðslukort og ávísanahefti, þvottaefni og tilbúinn matur. Mar- grét sagði að þótt sýningin væri haldin í tengslum við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, yrði hún ekki tekin niður í lok árs- ins heldur yrði hún áfram hluti af Árbæjarsafni. Hún sagði að í tengslum við sýninguna yrði skóla- börnum boðið upp á markvissa fræðslu um fortíð borgarinnar og þá yrði einnig útbúin vönduð heimasíða á Netinu fyrir sýning- una. Að sögn Margrétar tekur Ár- bæjarsafn einnig þátt í öðrum sýn- ingum á menningarárinu, t.d. nokkuð stórri sýningu í Hafnar- húsinu, sem mun bera heitið „Lífíð og hafið“, en sú sýning verður haldin í tengslum við tvær aðrar borgir, Santiago de Compostela á Spáni og Bergen í Noregi. Skil 21 - menning og umhverfi Hugsað á heims- vísu og fram- kvæmt heima Björn Guðbrandur Jónsson Nýlega var ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri til samtakanna GFF (Gróð- ur fyrir fólk í landnámi Ingólfs). Hinn nýi fram- kvæmdastjóri er Björn Guðbrandur Jónsson en fráfarandi formaður er Jóna Fanney Friðriks- dóttir. Björn var spurður hvort eitthvað nýtt væri á döfinni hjá GFF? „Við munum halda áfram með þau verkefni sem samtökin hafa unnið að frá því þau voru stofn- uð fyrir þremur árum, ekki síst verður lögð áhersla á verkefnið Skil 21, sem unnið er í tilefni af því að Reykjavík er nú ein af menningarborgum Evtójju árið 2000.“ -I hverju er umrætt verkefni, Skil 21, fólgið og hverjir taka þátt íþví? „Skil 21 snýst um að fyrirtæki og stofnanir á suð-vesturhorni landsins taka sig saman og skila lífrænum úrgangi frá sér þannig að hann verði nýtanlegur sem áburður og jarðvegsbætir á gróðurvana land. Notkun lífræns áburðar af þessu tagi er einhver heppilegasta aðferð til þess að nota við aðstæður eins og ríkja hér á Reykjanesskaganum sem hugsast getur, þar sem jarðveg- ur, ef einhver er, er víða snauður af lífrænu efni vegna eldvirkni fyrri tíma. Með þessari aðferð sláum við tvær flugur í einu höggi, við minnkum úrgang sem þarf að urða eða brenna og stuðl- um að uppgræðslu örfoka lands sem nóg er af í landnámi Ing- ólfs.“ - Er af miklu að taka varðandi verkefni í umhverfismálum hér á þessu svæði? „Samtökin vinna að afmörk- uðu máli á afmörkuðu svæði. Engu að síður eru verkefnin óþrjótandi eins og íbúar þessa svæðis þekkja. Samtökin hafa til dæmis staðið að uppgræðsluá- taki í Ullarnesbrekkum í Mos- fellsbæ í samvinnu við sveitarfé- lagið, í Úlfarsfelli á vegum Skil 21 auk þess að í flestum sveitar- félögum á svæðinu hafa samtök- in komið að uppgræðsluverkefn- um. Við vinnum í nánu samstarfi og samráði við sveitarfélögin á svæðinu og atvinnulíf. Það er enginn vafi á því að mikill áhugi er fyrir starfi af þessu tagi og GFF lítur á sig sem málshefj- anda og samhæfingaraðila. Við teljum okkur vinna að sjálfbærri þróun í verki.“ -Er erfitt fyrir fyrirtæki að skila úrganginum eins og þið er- uð að mælast til? „I langflestum tilvikum er það tiltölulega auðvelt. Flokkun út- heimtir ögn meiri umbúnað og fyrst og fremst nýja hugsun, en reynslan sýnir að það er hjalli sem menn komast yfir mjög fljótt. Þegar ný skipan hefur komist á geta menn oftast ekki hugsað sér að fara til baka í gamla horfið. Fyrirtækin sem taka þátt í Skil 21 skila ýmist af sér matarúr- gangi, pappír eða pappa. Stór- búin skila mykju og í sumum til- vikum trjá- og timburúrgangi. Þessi efni eru síðan sett í jarð- gerð og búin til molta sem er fyr- irtaks efni til landgræðslu." - Er dýrt að flokka úrganginn ► Bjöm Guðbrandur Jónsson fæddist í Reykjavík 11. desem- ber 1957. Hann lauk stúdents- próil frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977, BS-prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands 1984, nam umhverfisfræði við Gauta- borgarháskóla 1984 til ’86 og lauk mastersprófi í umhverfis- vísindum og stefnumótun frá Johns Hopkins-háskóla f Balti- more 1998. Hann starfaði á Reiknideild Hafrannsóknar- stofnunar 1988 til ’90, sem verkefnisstjóri Norræns um- hverfisárs 1990 til 1991, kenndi umhverfisfræði við Kennara- háskólann, Tækniskólann, Há- skóla Islands og Garðyrkju- skóla ríkisins frá 1991 til 1997, rak sjálfstæða ráðgjafarþjón- ustu frá 1993 tii 1996, starfaði sem umhverfissérfræðingur hjá verkfræðistofunni Línuhönnun 1997 til 1999, hjá Ríkisendur- skoðun við umhverfisendur- skoðun 1999 og er nú nýráðinn framkvæmdastjóri GFF (Gróð- ur fyrir fólk í landnámi Ing- óifs). Björn á þrjú börn. og koma honum þangað sem hann á að fara? „Nei, sá kostnaður er minni háttar og felst í kynningu, aukaí- látum sem þó eru ekki alltaf nauðsynleg og notkun á niður- brjótanlegum plastpokum sem notaðir eru til að klæða ílát að innan. Efnin eru sótt og séð til að þau blandist ekki öðrum úr- gangi, farið er með þau á jarð- gerðarstað sem Gámaþjónustan hf. sér um. GFF sér síðan um að koma moltunni á áfangastað og í samvinnu við vinnuflokka sveit- arfélaganna og vinnuflokka Landsvirkjunar sjáum við um að dreifa moltunni og sá grasfræi og trjáplönt- um.“ -Er moltan varan- leg bót fyrir jarðveg- inn? „Já, tvímælalaust. Jarðvegs- myndun við okkar aðstæður tek- ur langan tíma, áratugi ef ekki árhundruð. Með þessum aðferð- um er þessu ferli flýtt margfald- lega. Við komum á hringrás efna og tökum þar efnabúskap nátt- úrunnar til fyrirmyndar. í um- hverfismálaumræðunni er gjarn- an talað um að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir.“ Vinnum að sjálfbærri þróun í verki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.