Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „ ... allir myrða yndi sitt “ LEIKLIST Þjóðleikhúsið VÉR MORÐINGJAR Höfundur: Guðmundur Kamban. Lcikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Halldóra Bjömsdóttir, Valdimar Orn Flygenring, Kristbjörg Kjeld, Linda Ásgeirs- dóttir, Magnús Ragnarsson og Þór H. Tulinius. Leikmynd og búningar: Jómnn Ragnarsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Tónlist: Sigurður Bjóla. ÞAÐ er vel til fundið hjá Þjóðleik- húsinu að halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt með því að setja upp úr- val verka úr íslenskri leikritunar- sögu. Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban er annað verkið í því úrvali og ekkert nema gott um það val að segja. Verkið var síðast sýnt í at- vinnuleikhúsi (Þjóðleikhúsinu) árið 1968 og hér gefst því nýjum kynslóð- um leikhúsgesta tækifæri til að sjá eitt af frægari verkum íslenskrar leiklistarsögu og eldri áhorfendur geta haft nokkuð gaman af að rifja upp kynnin við verkið og horfa á Kristbjörgu Keld leika móður þeirr- ar persónu sem hún lék sjálf fyrir rúmum þrjátíu árum. Vér morðingjar er áttatíu ára gamalt (frumsýnt 1920) og ber ald- urinn furðu vel. Það er vel byggt stofudrama sem lýsir átökum hjón- anna Normu og Emest Mclntyre. Eiginmaðurinn grunar konu sína um ótryggð, vill skilnað og reynir með öllum brögðum að fá hana til að játa sök sína, en hún neitar staðfastlega og berst íyrir hjónabandinu til sinn- ar hinstu stundar, sem rennur upp í lokaþættinum eftir magnað og gildr- um hlaðið „uppgjör" hjónanna sem endar með skelfingu. Það sem gerir þetta verk áhuga- vert enn í dag er annars vegar hversu vel það er skrifað; texti þess er eðlilegur og tilgerðarlítill og átök- um hjónanna er lýst með stigvaxandi þunga og spennu sem halda athygli áhorfandans út allt verkið. Hins veg- ar lifir það vegna þess að það fjallar um klassísk og tímalaus þemu svo sem ást, afbrýðisemi og heiðarleika. „Hvað við tvær mannverur elskum ólíkt!“ segir Ernest við konu sína á hápunkti uppgjörs þeirra - og í þeim orðum má sjá einn grundvallarþráð verksins og þann sem einna stærst- an þátt á í því að nútímaáhorfendur getað samsamað sig persónunum þrátt fyrir miklar breytingar á sam- skiptum kynjanna og hlutverkum þeirra í hjónaböndum og utan, sem betur fer! Leikritið fjallar nefnilega að miklu leyti um hvernig við skil- greinum ástina (og hjónabandið) hvaða væntingar og kröfur við ger- um til hennar (og hjónabandsins) og hverju er fórnandi fyrir hana (og hjónabandið). Sómahjónin Norma og Ernest hafa ólíkar skoðanir á þessum hlutum og um það er (meðal annars) tekist þar til yfir lýkur. Skoðanir þeirra, væntingar og kröfur mótast vissulega af miklu leyti af þeim tíma sem verkið er skrifað á og þeim þrönga stakki hlut- verka sem kynjunum var skorið á þeim tíma, en grundvallarspurning- arnar hljóta að vera enn í gildi. Nú- tímaáhorfandi ætti að eiga létt með að horfa fram hjá þeirri kvenfyrir- litningu sem óneitanlega kemur fram í verkinu og endurspeglast í f ÞÚSUNDÁR Minjagripir á Kristnihátíðarári Á þessu ári minnumst við þess að þúsund ár eru liðin síðan kristin trú var lögfest á Alþingi. Kristnihátíð verður á Þingvöllum dagana I. og 2. júlí en þar verður fjölskyldu- og hátíðardagskrá báða dagana frá morgni til kvölds. Kristnihátíðamefnd leitar eftirtillögum um gerð minjagripa sem tengjast þessum viðburði í sögu þjóðarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að framleiða minjagripi í tilefni hátíðarinnar og vilja t.d. nota merki Kristnihátíðar þurfa að afla leyfis nefndarinnar, greiða leyfisgjald og fá heimild til að selja viðkomandi minjagrip á hátíðinni á Þingvöllum. Kristnihátíðamefnd hyggst ekki standa sjálf að framleiðslu og sölu minjagripa á hátíðinni. Áhugasömum er góðfúslega bent á að snúa sértil Guðnýjarjónasdóttur hjá Kristnihátíðamefnd, Aðalstræti 6, 101 Reykjavik, sími 575 2000, bréfasími 575 2042, netfang gudny.jonasdottir@for.stjr.is K r< I S T N I H A I í ! > ARNUN D Aðalstrætió, 101 Reykjavfk. I O ()0 A R A K R I '» I N I A I S I A N I) I A R I I) 2 0 O 0 Morgunblaðið/Jón Svavarsson ■iBBmIIIIV [IgggfflgBIIf . „Það er aðdáunarvert hversu vel Halldóra Björnsdottir stendur með sínu hlutverki, sinni konu... Valdimar Örn Flygenring fór einnig listi- lega vel með hlutverk eiginmannsins,“ segir í dómnum. nöfnum aðalpersónanna: hún er Norma, normið, hin fáfengilega og glysgjarna kona sem sækist framar öðru eftir efnislegum gæðum; hann er Ernest, hinn heiðarlegi maður sem setur hreinleika ástarinnar ofar öllu. Hin kvenlegi fáfengileiki og kuldi nær einnig til annarra kven- persóna verksins, móðurinnar og systurinnar, en við hljótum að dæma sem tímanna tákn fremur en algild sannindi um „eðli“ kvenna. Það er aðdáunarvert hversu vel Halldóra Björnsdóttir stendur með sínu hlutverki, sinni konu, Normu; hún gæðir hana lífsljöri og hlýju (hvað sem karl hennar kvartar um kulda) og öðlast samúð áhorfandans sem sannfærist hvorki um sekt hennar né sakleysi, enda er texti Kambans frábærlega tvíræður hvað það varðar (hvað sem líður hinu mis- heppnaða eftirspili sem hann skrif- aði síðar). Valdimar Örn Flygenring fór einnig listilega vel með hlutverk eiginmannsins sem kvelur sjálfan sig með efasemdum um að hann eigi ennþá ást konu sinnar og grunsemd- um um að hún hafi gefið hana öðrum manni. Valdimar dró upp mynd af kvöldum og krepptum manni sem spinnur hugaróra sína upp í hæðir um leið og hann úthugsar hinar í- smeygilegustu gildrur til að leggja fyrir konu sína. Túlkun Valdimars bauð áhorfandanum upp á að álykta að Ernest sé farinn á taugum, sjúkur maður, hugsanlega af langvinnu, ár- angurslitlu basli við að koma upp- finningum sínum á framfæri og öðl- ast þar með næg efnisleg gæði, sem hann hefur lofað konunni sinni, þrátt íyrir að hann þykist sjálfur meta þau lítils. Þegar saman fer grunsemd um ótryggð og skyndilegur frami Em- ests gefst honum færi á að „refsa“ Normu á eftirminnilegan hátt, en hversu mikil innistæða er fyrir þeirri refsingu er aldrei á hreinu. Samleikur Halldóru og Valdimars var afbragðsgóður og aukaleikar- amir stóðu sig með prýði. Krist- björg Kjeld var frábærlega stór upp á sig og merkikertisleg sem móðir Normu, ekki síst þegar persónan hafði minnst efni á því. Hennar fá- fengilega „eðli“ var undirstrikað með skemmtilegu ofhlæði skarts. Linda Ásgeirsdóttir, Magnús Ragn- arsson og Þór H. Tulinius unnu einn- ig mjög vel úr sínum hlutverkum og skemmtileg gervi þeirra gerðu herslumuninn. Búningar Jómnnar Ragnarsdótt- ur vom augnayndi, áferð og litir mynduðu skemmtilegan heildarsvip um leið og búningamir vom það eina í umgjörð verksins sem vísaði aftur í tímann. Sviðsmynd Jómnnar var einföld og „fúnksjónalístísk" og nýttist leiknum vel og það sama má segja um lýsingu Asmundar Karls- sonar. Tónlist Sigurðar Bjólu var ó- ræð og látlaus. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri getur verið ánægður með árangur starfs síns, hann hefur sett á svið athyglisverða sýningu sem er trú þeirri tvíræðni sem býr í texta höfundar. Þetta er sýning sem áhugamenn um íslenska leiklistar- sögu ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Soffía Auður Birgisdóttir r v Fjárfestar athugið! Höfum kaupendur að hlutabréfum í OZ.com, deCode og Flögu AVerðbréfamiðlunin AfinÍlT'hf- Verðhréf Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími : 568 10 20 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.