Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleikar Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur í Salnum Lj óðasöngkona verður stór LJÖÐALÖG eftir Wolfgang Ama- deus Mozart og Franz Schubert eru á efnisskrá ljóðatónleika Mörtu Guð- rúnar Halldórsdóttur sópransöng- konu í Salnum í Kópavogi annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Við flutninginn nýtur hún liðsinnis þeirra Amar Magnússonar píanóleik- ara og Einars Jóhannessonar klarín- ettuleikara. Þó að Marta hafí lagt höfuðáherslu á túlkun og flutning þýskra ljóða á námsárum sínum við tónlistarháskól- ann í Múnchen eru þetta fyrstu ljóða- tónleikar hennar í iullri lengd frá því hún kom heim frá námi árið 1993. „Ég ætlaði að verða ljóðasöngkona þegar ég yrði stór, mér fannst það al- veg vera hápunkturinn og var að sía þetta í mig úti í Þýskalandi. Svo var bara eins og væri tekið fyrir munninn á mér og ég hef þurft allan þennan tíma til að melta þetta,“ segir Marta og bætir við að ef upp hafi komið sú hugmynd að halda ljóðatónleika hafi hún orðið afar þung í taumi og henni ekki haggað. Fram undir þetta, það er að segja. En nú er komið að því, henni finnst hún tilbúin að takast á við heila Ijóða- tónleika. Marta er sem sagt orðin stór, ályktar blaðamaður. „Ég er orð- in stór, já!“ samsinnir hún. Fyrri hluti tónleikanna annað kvöld er helgaður ljóðalögum Mozarts en eftir hlé er komið að Schubert. „Sum af þessum lögum hef ég aldrei sungið áður. Þama em lög sem em ekki mikið flutt og svo önnur sem em mjög vel þekkt,“ segir Marta. „Mozart skrifaði ljóðalög alla sína ævi, það fyrsta þegar hann var sex ára og þau síðustu árið sem hann lést. En þau komu bara svona með öðra, eiginlega á hlaupum. Enda er þetta víst meira og minna svo fljótfæmis- lega hripað niður að menn hafa verið í mestu vandræðum að ráða í það. Sjálfúr kallaði hann ijóðin Freund- stúcke, eða ljóð handa vinum. Þetta era einskonar tækifærisljóð, þar sem hann slær á ýmsa strengi, sumt er grín og annað alvara,“ segir hún. Lög- in sem hún syngur á tónleikunum era öll samin á síðustu tíu æviáram Mozarts, eða frá 1781 til 1791. Goethe endursendi lögin Schubert samdi yfir 700 sönglög um dagana og segir Marta ljóðin hans aðalsmerki. „Hann er í rauninni ljóða- tónskáld." Hann var ekki nema sau- tján ára þegar hann samdi fyrsta ljóðalagið, við Ijóðið um Grétu við rokkinn eða Gretchen am Spinnrade úr leikritinu Faust eftir Goethe. Ljóð Goethes vora tónskáldinu hugleikin allt til dauðadags, þó að Schubert hafi aldrei öðlast viðurkenningu Goethes. Fundum þeirra bar aldrei saman en árið 1816 sendi Schubert skáldinu árituð eintök af sönglögum, sem sag- an segir að tónskáldið hafi fengið end- ursend án umsagnar. Lög Schuberts sem flutt verða á tónleikunum era öll utan tvö við texta eftir Goethe. Síðast á efnisskránni er lag við ljóð eftir Mayrhofer, Der Hirt auf dem Felsen. Marta segir söguna af tilurð þess lags. „Það var um þrem- ur áram fyrir andlát Schuberts að fræg óperasöngkona í Berlín, Anna Milder að nafni, skrifaði honum og bað hann að semja fyrir sig. Hún sagði honum alveg hvemig hann ætti að hafa það, þetta átti að vera brillj- ant, eins og hún orðaði það, og söng- konan átti að geta sýnt mismunandi tilfinningar, m.a. með mismunandi hraða. Og svo átti lagið að vera áheyr- endavænt. Þetta fór nú ekki allt sam- an við hans meiningar um hvemig semja ætti ljóðalög en á endanum skrifaði hann lagið, sem er svokölluð aríetta í þremur köflum - sá fyrstí er hraður, annar hægur og sá síðasti aft- ur hraður.“ Kemur í hviðum Á undanfömum áram hefur Marta haldið einsöngstónleika og komið fram á tónlistarhátíðum víða, svo sem á Baehfest í Múnchen, Listahátíð í Reykjavík, Vorhátíðinni í Búdapest og Harstad í Noregi, auk þess sem Morgunblaðið/RAX Örn Magnússon píanóleikari, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran- söngkona og Einar Jóhannesson klarínettuleikari flylja ljóðalög eftir Mozart og Shubert á tónleikum í Salnum í Kópavogi annað kvöld. hún hefúr verið tíður gestur á Sumar- tónleikum í Skálholti, þar sem hún hefur tekið þátt í framflutningi ís- lenskra verka. Þá hefur Marta komið fram sem einsöngvari með hljóm- sveitum og kóram og gert hljóðritanir af nútímatónlist og tónlist fyrri tíma. Má þar nefna hljómdisk með íslensku þjóðlagasafni Engel Lund í flutningi Mörtu og Amar Magnússonar píanó- leikara. Marta Guðrún hefur einnig farið með aðalhlutverk í óperam og söngleikjum hjá Leikfélagi Akureyr- ar, Þjóðleikhúsinu og íslensku óper- unni. Ýmislegt er á döfinni hjá Mörtu að Ijóðatónleikunum loknum. Þar nefnir hún m.a. tónleika undir heitinu ís- lenska einsöngslagið, þar sem hún mun koma fram ásamt þeim Finni Bjarnasyni og Ingveldi Ýri Jónsdótt- ur, og í febrúar syngur hún á tónleik- um með Kammersveit Reykjavíkur verk eftir pólska tónskáldið Górecki. „Svo er verið að stofna hóp, þar sem uppistaðan er nokkrir félagar úr Musica Antiqua, sem ég hef unnið mikið með. Hópurinn hefur fengið nafnið Contrasti og hann hyggst tefla saman endurreisnar- og nútímatón- list. Atli Heimir Sveinsson og Sveinn Lúðvík Bjömsson hafa verið fengnir til að skrifa verk fyrir hópinn og fyrstu tónleikamir era áætlaðir um miðjan mars,“ segir Marta. Loks nefnir hún að til standi að hún fram- flytji ásamt Caput-hópnum nýtt verk eftir Hauk Tómasson. „Svo það er nóg að gera framundan - þetta kemur í hviðum." „Ekki lokað fyrir samstarfið“ Innantómt hjal „BANDALAG sjálfstæðra leikhúsa sendi Samkeppnisstofnun erindi þar sem óskað er eftir úrskurði um hvort miðaverð í Borg- arleikhúsi og Þjóðleikhúsi stangist á við samkeppnislög. Meðan þetta mál er til athugunar hjá Samkeppnis- stofnun höfum við ákveðið að fara okkur hægt í frekara samstarfi við sjálfstæðu at- vinnuleikhúsin,“ segir Stefán Bald- ursson þjóðleik- hússtjóri, Meðal forsvars- manna Baal, sam- taka sjálfstæðu atvinnuleikhús- anna, er nokkur urgurvegnaþess- arar ákvörðunar og telja þeir að ákvörðunin standist ekki lög. „Við teljum að með þessu sé Þjóð- leikhúsið að bijóta nýgerðan samn- ing við menntamálaráðuneytið um árangursstjómun í ríkisstofnunum og einnig sé verið að brjóta gegn ný- legum leiklistarlögum," segir Gunnar Helgason, talsmaður Baal, samtaka sjálfstæðra atvinnuleikhúsa. Vísar Gunnar til 10. greinar leiklistarlaga þar sem segir: „Þjóðleikhúsið skal kosta kapps um hagkvæmt samstarf við stofnanir, félög og aðra sem sinna leiklist og öðrum þeim listgreinum er starfi þess tengjast.“ Einnig bendir Gunnar á ýmsar greinar í samstarfs- samningi Þjóðleikhússins og mennta- málaráðuneytisins „...þar sem sam- starf við önnur leikhús og menningarstofnanir er tíundað með ýmsum hætti. Þar er m.a. talað um möguleika á frekari sýningum utan leikhússins í samvinnu við önnur leik- hús og að „stefna skuli að því að leyfa listamönnum leikhússins að takast á við ný form og rými jafnt utan leik- hússins sem innan“. Þá segir orðrétt í 3. grem samningsins: „Haldið verði áfram því jákvæða samstarfi sem Þjóðleikhúsið hefur átt við hina ýmsu leikhópa og leikhús..." Þetta teljum við að þjóðleikhússtjóri hafi brotið með því að loka fyrir allt frekara samstarf við okkur,“ segir Gunnar Helgason. Stefán Baldursson segir að þessi túlkun á leiklistarlögunum og samn- ingi Þjóðleikhússins við menntamála- ráðuneytið sé á misskilningi byggð. „Við höfum alls ekki lokað fyrir sam- starfið. Við eram í alls konar sam- starfi við sjálfstæðu leikhúsin og höf- um ekki í hyggju að rifta því. Ég bendi á að tveir fastráðnir leikarar Þjóðleikhússins era að leika í tveimur sýningum Leikfélags Islands í Iðnó. Hins vegar viljum við fara okkur hægt í að efna til frekara samstarfs þar til úrskurður Samkeppnisstofn- unar liggur endanlega fyrir. Það er þó alveg ljóst að það er í okkar hönd- um að vega og meta óskfr um sam- starf hverju sinni og hvort eða hversu hagkvæmt það sé fyrir leikhúsið." Gunnar Helgason segir að upphaf þessa máls megi rekja til þess að stóru leikhúsin tvö, Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið, hafi boðið aðgöngu- miða á tilboðum sem sjálfstæðu leik- húsin hafi ekki getað mætt á sam- keppnisgrundvelli. „Borgarleikhúsið hefur gengið lengst í þessu efni og ítrekað boðið tvo miða fyrir einn en þó kastar fyrst tólfunum þegar starfsmönnum heilu fyrirtækjanna er boðið frítt í leikhúsið eins og gerð- ist milli jóla og nýárs,“ segir Gunnar. Stefán Baldursson segir að Þjóð- leikhúsið hafi ekki tekið þátt í slíkum boðum utan einu sinni í haust. „Það var mjög sérstakt tilfelli þar sem við buðum tvo fyrir einn á tiltekna sýn- ingu tiltekin kvöld og hefur ekki gerst áður í 50 ára sögu leikhússins og því ekki hægt að líta á það sem stefnumótun í markaðsmálum Þjóð- leikhússins. Okkur hefur því ekki fundist þessi málatilbúnaður beinast alveg í rétta átt hjá Sjálfstæðu at- vinnuleikhúsunum," segir Stefán. SJOJWARP Sunnudagsleikhúsið HERBERGI 106: KODDA- HJAL eftir Jónínu Leósdóttur. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Leikarar: Amar Jónsson, Katla Þorgeirsdótt- ir, Jóhann G. Jóhannsson. FJÓRÐI þáttur hótelseríunnar var á dagskrá á sunnudagskvöld og óneitanlega þeirra slakastur frá hendi höfundarins. Ástæðan var ein- faldlega sú að hér var engin undir- saga í gangi, enginn bakgrannur í textanum, aðeins það sem yfirskrift- in bar með sér; koddahjal með ein- faldri lykkju í lokin. KVIKMYMHR Háskólabfó VIÐSKIPTASKÚRKUR „ROUGETRADER" ★ ★1/2 Leikstjórn og handrit: James Dear- den. Framleiðandi: David Frost. Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Anna Friel. í BRESKU myndinni Viðskipta- skúrki, sem Háskólabíó sýnir með Ewan McGregor í aðalhlutverki, er sögð sagan af því hvemig verðbréfa- salinn Nick Leeson setti eina elstu og virðulegustu bankastofnun Bret- lands á hausinn. Sagan er sögð út frá hans sjónarhóli og byggð á ævisögu hans og hann er sögumaður myndar- innar svo málinu er aðeins lýst frá hans hlið en lýsingin sú er hin furðu- legasta martröð. Samkvæmt myndinni sendi bank- inn hinn unga og upprennandi bankamann Neeson til Singapore við lok níunda áratugarins þegar Asíu- markaður er í gríðarlegri uppsveiflu Endirinn gerði einnig að verkum að varla var hægt að líta á þetta sem annað en langan og lítt fyndinn brandara, tilburðir leikaranna tveggja til alvarlegrar túlkunar rannu þannig alveg út í sandinn. Það var heldur ekki laust við að manni fyndist leikararnir ekki fylli- lega sáttir við hlutverk sín eða öllu heldur ekki tilbúnir til að ganga eins langt og aðstæður í verkinu kröfð- ust. Allt þetta hnoð undir þykkri sænginni var heldur hjákátlegt og ekki að sjá sem líkamlegt samband þeirra tveggja væri jafn innilegt og frjálst og þau margendurtóku þó í textanum. Katla Þorgeirsdóttir fékk þó þarna tækifæri til að sýna sig en hún hefur ekki sést mikið frá því hún útskrifaðist fyrir tveimur árum. Vonandi á eftir að sjást mefra af og brátt verður hann eftirlæti stjórn- enda bankans því svo virðist sem fimmtungur hagnaðar af allri starf- semi bankans komi frá honum einum þegar frá líður. Stjórnendurnir setja allt sitt traust á Neeson og hann fær nokkurn veginn eftirlitslaust að haga sér að vild. Það sem þefr vita ekki er að hann notar eigið fé bankans til þess að fjármagna gríðarlegt tap sem hann verður fyrir vegna rangra ákvarðana. Þannig er rauði þráðui-inn í sög- unni og áhorfandinn kemst aldrei nær því að vita hvað gerðist. Ekki er farið nákvæmlega út í þær aðgerðir sem Neeson greip til eða hvernig ná- kvæmlega hann vann í Singapore, flóknar fjármálalegar skýi'ingar era afgreiddar í hröðum samtölum sem skilja áhorfandann eftir með fleiri spurningar en svör svo hann kemst í rauninni aldrei inn í málið. Það er miklu frekar að hann sjái afleiðing- arnar og þær era svosem nægilegt efni í spennumynd. Það sem myndin hins vegar sýnir nokkuð vel er hvernig pjásturslítill maður og hálfgerður hugleysingi leiðist út í smáreddingar af því hann henni enda virðist þarna vera hæf leikkona á ferðinni. Þetta handrit hefði betur fengið að liggja í skúffunni og er dæmi um þann versta galla á leikritafram- leiðslu Sjónvarpsins sem fyrirfinnst. Þegar höfundur hefur fengið það verkefni að skrifa fyrir Sjónvarpið er engu líkara en í gang fari sjálf- virk framleiðsluvél sem mannshönd- in kemur hvergi nærri. Höfundur- inn fær ekki leiðsögn eða ritstýringu af neinu tagi og hvaðeina sem hann skrifar er sett í framleiðslu. Þannig hefði Jónína Leósdóttir verið betur komin með því að láta fyrstu þrjá þættina nægja, hinum fjórða var of- aukið, enda hugmyndin um hótel- herbergið greinilega þurrausin og engu þar við að bæta. vill ekki lenda í vandræðum. Smám saman vindur það upp á sig þar til hann verður til þess að bankinn tapar 800 milljónum punda. Hún sýnir ger- samlega handónýta stjóm bankans sem treystir á nafn bankans, traustið sem hann hefur út á við, hefðir og heiðarleika á meðan þeir sigla óafvit- andi með hann í eyðileggingu. And- varaleysi þeirra er með ólíkindum. Þeir virðast ekki skilja það frekar en áhorfendur hvað nákvæmlega það er sem Leeson er að fást við eystra og hafa engan áhuga á að skilja það. McGregor fer ágætlega með hlut- verk Leesons en við eram í raun engu nær um manninn, hver hann var og hvers vegna hann ákvað að fela mistökin fremur en að viður- kenna þau. Persónuleg saga hans er í sápukenndara lagi og áhrifin sem hið gríðarlega tap hefur á hann virka mjög yfirborðskennd; það er helst að hann finni til ónota í maganum. Enda er hér kannski meira um leikna heimildarmynd að ræða en nokkuð annað og sem slík er Viðskiptaskúrk- urinn forvitnileg. Arnaldur Indriðason Stefán Baldursson Gunnar Helgason Hávar Sigurjónsson Eitt stórt fjárliættuspil

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.