Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 45 _____________HESTAR___________ Hryssum verður ekkí lengur haldið undir Orra frá Þúfu Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Allt stefnir í að Orri frá Þúfu muni ekki komast meir í samneyti við hryssur, eftir samþykkt fundar í Orrafélag- inu á laugardaginn. Myndin er tekin í Gunnarsholti þegar Orri var 5 vetra, knapi er Rúna Einarsdúttir. Attatíu hryssur verða sæddar með sæði úr klárnum á árinu SAMÞYKKT var á fundi Orrafélags- ins á laugardag að framvegis verði hryssum ekki haldið undir stóðhest- inn Orra frá Þúfu heldur verði þær einungis sæddar með sæði úr klárn- um. Ástæður fyrir þessari ákvörðun félagsins er fýrst og fremst til að draga úr hættu á slysum á klárnum og hryssunum sem annars yrðu leiddar undir hann. Þá er talið að tryggja megi betri endingu að öðru leyti á Orra með þessu móti því vissulega sé það slítandi fyrir hesta að afgreiða 60 hryssur í girðingu eft- ir að hafa afgreitt 10 hryssur á húsi um vorið. Þá telja eigendur að þetta gerbreyti aðstöðu hryssueigenda sem hyggjast leiða undir hestinn hvað varðar köstunai-tíma og nú verði nánast hægt að tryggja að hryssurnar fyljist. Þessi ákvörðun félagsins byggist á því að samningar náist við Sæðing- arstöðina í Gunnarsholti en ætla má að þessi ákvörðun félagsins sé hval- reki fyrir stöðina. Jafnframt þessu var ákveðið að selja sæði í tíu hryss- ur á frjálsum markaði og var verðið ákveðið 350 þúsund á hryssu með fyli. Munu því alls 80 hryssur vænt- anlega fá fyl við Orra á þessu ári í stað 70 áður. Þá var tekin ákvörðun um að sýna Orra með afkvæmum á landsmótinu í sumar og voru Sigurður Sæmunds- son og Gunnar Arnarsson skipaðir til að sjá um undirbúning þess. Sýna þarf tólf afkvæmi og væri auðveld- lega hægt að tefla þar fram vel fram- bærilegum stóðhestum svo margir góðir sem þeir hafa nú þegar komið fram undan klámum. Sigurður Sæ- mundsson sagði að stefnt yrði á blandaðan hóp stóðhesta, hryssna og gæðinga því ekki yrði hægt að ganga fram hjá stórgæðingi eins og Ormi frá Dallandi sem væri hæst dæmda afkvæmi hans fyrir hæfileika. Með þessum ákvörðunum Orrafé- lagsins er brotið blað í sögu stóð- hestahalds á íslandi og jafnframt mikilvægt skref stigið í þróun sæð- inga hérlendis hvaða skoðun sem menn svo hafa á sæðingum. Ein vinsælasta lækningajurt heims! ilsuhúsið Skólavörðustíg, Krínglunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri ALLT TIL RAFHITUNAR Fyrir hsimili - sumarhús - fyrirtseki li ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200 kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. HAGSTÆTT I #/#/ VERÐ! I Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 -0 562 2901 og 562 2900 □ W Æon rmtgcui rrnrifftJI afrikaans • danska enska • finnska • franska • gríska • íslenskal fyrir útlendinga - ítalska - japanska - kínverska * norska - portúgalska rússneska - spænska * sænska - víetnamska * þýska Enska í 46 flokkum Spænska í 37 flokkum zYúiúg jísíViJÁs si'di' og sS'díisisiíóisi si'dssisslíjió Domisífám] S sBnmæ ÞREKHJOL SPINNING- 0G ÞREKHJÓL í mörgum gerðum ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. ÖRNINNP* ÞREKHJ0L 105p Þrekhjól sem kemur þér í gott form. Polar-púlsmælir, stöðugt ástig, kasthjól, fullkominn tölvumælir. Stgr. 41.798 kr. 43.998 Stærð: L. 115 xbr. 61 xh. 110 STOFNAÐ1925 ViSA RAÐGREIÐSLUR ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.