Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óráð ’ra ráðfrúá Komið hefurádaginn að íslensku kven- ráðherramir eru hvorki beiri né verri en karlamir. Þær eru alveg eins. |i' GULL . pLOM Uss, þetta er allt í lagi, Siv bjargaði sínu klúðri með því að segja gæsunum að hunskast til Grænlands og ég mínu með því að segja að það sé hægt að fara sumarferð að vetrinum, segðu bara að þú setjist ekki á sömu setu og Guðni, Súlveig mín. n * ' ' í tilefni af lOOO ára kristnitökuafmaeli íslendinga verða eftirtaldir atburðir á dagskrá í maí: Messur liðinna alda 17.-18. öld, Jón Vídalín Hjallakirkja Kópavogi Hátíðardagskrá í tilefni af 45 ára afmaeii Kópavogsbaejar Frumflutningur Söngsveitarinnar Fílharmoníu á nýju tónverki eftir Þorkel Sigurbjörnsson Samstarfsverkefni með Reykjavík menningarborg Evrópu áriö 2000. Háskólabíó 2000 Messur liðinna alda 19. öldin Kópavogskirkja Hallgrímshátíð í minningu sr. Hallgríms Péturssonar Saurbæ Hvalfjarðarströnd Sameiginleg útihátíð I Elliðaárdal Árbæjar-, Fella- og Hóla-, Selja- og Breiðholtssafnaða Ekki er unnt að greina frá tímasetningu atburða en gert er ráð fyrir að þeir verði nánar kynntir af viökomandi framkvæmdaaðilum. Dansíþróttasamband ISI stofnað Samkvæmis- dansar eru íþrótt AÞINGI Iþrótta- sambands Islands sem haldið var í lok mars sl. var samþykkt stofnun sérsambands um dansíþróttina, en þessi samþykkt kemur að sögn Birnu Bjarnadóttur, for- manns dansnefndar ISI, í kjölfar fimm ára markviss uppbyggingarstarfs um dansíþróttina. Birna er nýkomin af fundi þar sem fjallað var um norrænt samstarf dansíþróttafélaga. „Sá fundur var merki- legur að því leyti að á hon- um var rætt um að leggja niður Norræna dans- íþróttasambandið (NSF), sem stofnað var 1974, og stofna í staðinn Evrópu- samband dansíþróttafélaga. Helsta verkefni NSF hefur verið að halda árlegt Norðurlanda- meistaramót í dansi, en slíkt mót var haldið á Islandi í fyrsta sinn 1996. Það er fyrst og fremst af fjárhagsástæðum sem þessi um- ræða fer fram, en hins vegar er samstaða um að halda áfram Norðurlandameistaramótunum, sem eru þýðingarmikil einkum fyrir ísland og Finnland til þess að koma unglingum á framfæri.“ -Hvað breytist við stofnun Dnnsíþróttasambands íslands? „Stefnt er að formlegri stofnun sambandsins um miðjan maí og þá eru samkvæmisdansar orðnir óvefengjalegur hiuti af iþróttum." -Eru ekki allir dansar íþrótt samkvæmt skilgreiningu ÍSI? „Nei, það eru einungis sam- kvæmisdansar og suður-amerísk- ir dansar sem falla undir þessa skilgreiningu" - Hvers vegna? „Ballett er skilgreindur sem listgrein og þjóðdansar eru þarna mitt á milli. En það sem við höfum reynt að vinna að undanfarin ár er að móta reglur, svo sem kepp- endareglur, klæðareglur og móta- reglur." - Hvaða breytingu boða klæða- reglurnar t.d. ? „Helstu breytingamar eru þær að nú og framvegis verða yngri dansarar í keppni að klæðast ein- földum, venjulegum klæðnaði og allt sem heitir aukaskraut í hári, á fötum eða förðun í andliti er mjög takmarkað frá því sem verið hef- ur. Þetta á ekki bara við á íslandi heldur alls staðar innan vébanda dansíþróttasambanda. Það kostar mikla vinnu að breyta viðhorfum keppenda, foreldra og áhorfenda. Markmiðið er að láta dansinn sem slíkan njóta sín en draga ekki úr áhrifum hans með yfirborðs- skrauti." - Hvenær verður næsta keppni þar sem allar nýju reglurnar eru í gildi? „íslandsmeistaramót verður haldið 6. og 7. maí £ íþróttafélag- inu við Strandgötu í __________ Hafnarfirði og það er keppni í tíu dönsum 1 grunnsporum og frjálsri aðferð. Þar eig- um við von á að verði a.m.k. fjögur hundruð “”“ þátttakendur sem koma frá fimm íþróttafélögum sem öll eru á höf- uðborgarsvæðinu.“ - Breytir stofnun Dansíþrótta- sambands miklu? „Já, það auðveldar okkur að kynna dansíþróttina meðal íþróttafélaga úti á landsbyggðinni því að okkur er ljóst að víða er Birna Bjarnadóttir ► Birna Bjarnadúttir fæddist 16. mars 1948 í Reykjavík. Hún lauk kennaraprúfi 1969 og stúdents- prúfi 1970 frá Kennaraskúla ís- lands. Eftir það kenndi hún átta ár við Gagnfræðaskúla Garða- bæjar og Flensborgarskúlann í Hafnarfirði. Árið 1978 til 1988 var hún skúlastjúri Bréfaskúlans, frá 1992 hefur hún verið fram- kvæmdastjúri Heilsugæslunnar í Kúpavogi. Birna er gift Hauki Ingibergssyni sem er forstjúri Fasteignamats ríkisins og eiga þau fimm uppkomin börn og fimm barnabörn. Allir eru sam- mála um að við erum á réttri leið verið að reyna að halda uppi danskennslu en erfitt að finna henni farveg vegna aðstöðuleysis og jafnvel skorts á þjálfurum. Með stofnun sérsambands er auð- veldara að fá dansaðstöðu inni í íþróttahúsum sem víðast hvar hafa verið byggð upp og í gegnum íþróttahreyfinguna verður hægt að stuðla að aukinni menntun þjálfara í samkvæmisdönsum." -Hefur verið andstaða gegn því að koma dansinum inn í íþróttah reyíingu n a ? „Á fyrstu árunum fundum við fyrir tortryggni en það er mjög ánægjulegt að í dag er sama hvort um er að ræða keppendur, for- eldra, kennara eða almenna áhugamenn um dansíþrótt - allir eru sammála um að við erum á réttri leið við uppbyggingu dans- íþróttarinnar. Það höfum við feng- ið staðfest m.a. í mikilli stefnu- mótunarvinnu sem fram hefur farið.“ - Eru margir sem stunda dans sem iþrótt um þcssar mundir? „Hér á landi eru að mínu viti um 3600 manns sem æfa dans reglu- lega, hins vegar eru aðeins fáir þeirra keppendur. Þetta sama á við annars staðar í heiminum. Það ánægjulega er að þeir sem hafa einu sinni æft dans geta alltaf byrjað aftur og dans er hægt að iðka alveg fram á efri ár. Það hef ég séð í t.d Hana nú hópnum í Kópavogi þar sem æfður er dans reglulega.“ - Hver er framtíðar- sýn þín í sambandi við ~ dansíþróttakennslu á íslandi? „Eg óska þess að grunnskólum á landinu verði gert mögulegt að fylgja námskrá skólanna þannig að dans verði kenndur öllum grunnskólanemendum en þessi framtíðarsýn byggist á því að við getum menntað þjálfara til þess að taka þetta að sér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.