Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Skipulagsstofnun metur umhverfísáhrif lagningar Alftanesvegar Framkvæmd upp á 400 milljónir Bessastaðahreppur SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafíð athugun á um- hverfisáhrifum lagningar Álftanesvegar frá Engidal í Garðabæ að Suðumesvegi í Bessastaðahreppi. Vegurinn, sem verður samtal um 3,8 km, flokkast sem stofnvegur á milli Garðabæjar og Bessast- aðahrepps. Vegagerðin er framkvæmdaraðili verksins og áætlaður kostnaður við þá leið sem hún mælir með er um 400 miltjónir króna. Samkvæmt núgildandi vegaáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessi ári og ljúki á því næsta, en aðeins er gert ráð fyrir 196 milljónum í verkið og því ijóst að framkvæmdin er háð því að löggjafinn endurskoði þennan kostnað. Samkvæmt þeirri leið sem Vegagerðin mælir með (leið A) mun vegurinn liggja frá vegamótum við Hafnarfjarð- arveg til vestur um Engidal að gatnamótum fyrirhugaðs Víf- ilsstaðavegar í Garðahrauni. Þaðan áfram yíir Garðahraun og yfir eiðið milli Skógtjarnar og Lambhúsatjarnar. Vegur- inn endar með nýju hringtorgi við Suðurnesveg í Bessastaða- hreppi. Tilgangur framkvæmda- rinnar er að bæta vegasam- band, auka umferðaröryggi og tryggja greiðari samgöngur, en núverandi vegarstæði upp- fyllir ekki vegtæknilegar kröf- ur. Umferðarráð gerir ráð fyr- ir að umferð aukist úr u.þ.b. 4.000 bílum á dag í allt að 15.000 bíla á dag þegar Garða- holt og Bessastaðahreppur verða fullbyggð. Samkvæmt frumma- tsskýrslu á umhverfisáhrifum eru jákvæð áhrif fram- kvæmdarinnar bættar og greiðari samgöngur og aukið umferðaröryggi. í nágrenni fyrirhugaðs Alftanesvegar er landslag sér- stætt og fjölbreytt. Vegurinn kemur til með að liggja um og nálægt hrauni, fjölbreyttum tjömum, fjömm og grannsævi með auðugu lífríki. Vegurinn mun liggja um Garðahraun, sem er á náttúruminjaskrá og tilheyrir landslagsgerð sem njóta skal sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndar- lögum nr. 44/1999. Bessa- staðanes, Lambhúsatjörn, Bessastaðatjöm og Skógtjörn era einnig svæði á náttúru- minjaskrá og jafnframt á skrá um alþjóðlega mikilvæg fugla- svæði. Þrír kostir kynntir Auk leiðar A, sem Vega- gerðin mælir með, eru í frummatsskýrslunni kynntir tveir aðrir kostir, leið B og leið C. Leiðir A og B liggja nokkru norðar en núverandi vegur og þvera Garðahraun, en kostur Bessastaðir Lambhúsatjörn GÁLGAHRAUN Skógtjörn VifilSiStað; GARÐA- HRAUN GARÐAHOLT Vegir skv. aöaiskipui. TOvérandi vegur B mun fara yfir úfnara hraun en leið A. Kostir A og B munu ekki skerða skipulagt land í Garðaholti. Kostur C fer stystu leið yfir hraunið en mun þvera íbúðarsvæði samkvæmt núverandi aðalskipulagi og skerða það um 25 hektara nema að til komi mótvægisað- gerðir. Frá Garðahrauni og að eiðinu milli Lambhúsatjarnar og Skógtjamar liggur kostur A næst Lambhúsatjöm, með kosti B var leitast við að fara með veginn sem næst skipu- lögðu byggingarsvæði í Garðaholti og jafnframt sem fjærst fjöm Lambhúsatjarn- ar. Kostur C liggur nokkum veginn á núverandi veglínu. Milli Skógtjarnar og Lambhúsatjamar mun veglín- an liggja á svipuðum slóðum og núverandi vegur, en kostur A mun þvera hina fornu þjóð- leið, Fógetastíg, sem liggur um Garðahraun. Aimenningur getur kynnt sér framkvæmdina nánar með því að skoða frummatsskýrsl- una, en þar til 19. maí mun hún liggja frammi hjá skrifstofu Bessastaðahrepps, bæjar- skrifstofu Garðabæjar og í Þjóðarbókhlöðunni. Almenn- ingi gefst kostur á að leggja fram athugasemdir og skulu þær berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 19. maí. Samkeppni meðal nemenda um endurvinnslu og endurnýtingu Tvær lausar stof- Horfðu helst á sitt nánasta umhverfí Hafnarfjörður NEMENDUM í 3. bekk HSH í Setbergsskóla var veitt við- urkenning á degi umhverfis- ins fyrir framlag sitt til hug- myndasamkeppni um nýsköpun úr notuðu efni, end- urvinnslu og endurnýtingu. Samkeppnin fór nýlega fram í Hafnarfirði og sendi fjöldi nemenda á öllum aldri inn teikningar og hugmyndir, að sögn Huldu Steingrímsdóttur sem hafði umsjón með hug- myndasamkeppninni. Samkeppnin tengist verk- efninu Staðardagskrá 21 sem unnið er að innan sveitar- stjórna, en markmið Staðar- dagskrár 21 er meðal annars að stuðla að því að tillitssemi sé sýnd í umgengni við nátt- úmna og að vel sé farið með auðlindir. Að sögn Huldu er Staðar- dagskrá 21 ætlað að taka til alls samfélagsins og því hafi verið ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hug- myndir nemendanna vora. Þau hafi helst einblínt á sitt nánasta umhverfi og tekið fyrir ýmsa ólíka þætti þar, svo sem náttúruna, sorp, sam- göngur, heilsu og samskipti. Þau hafi til dæmis teiknað myndir af fólki að nota stræt- isvagna í stað bfla og myndir sem sýna að ekki skuli henda Morgunblaðið/Golli Nemendur í 3. bekk HSH í Setbergsskóla ásamt kennara sfnum Hellen S. Helgadóttur, sem sést vinstra megin á myndinni, og Ástu Eyjólfsdóttur stuðningsfulltrúa. rusli út um allt, en ganga skuli vel um náttúruna. Einnig hafi þau teiknað myndir þar sem mannleg samskipti eru tekin fyrir og bent á að fólk skuli vera gott hvert við annað. Jafnframt því kom fram hugmynd að nýju útliti á söfnunartunnum sem taka á móti endurnýtan- legu rusli í bænum, svo sem plasti, gleri og pappír. Sýning á myndum krakk- anna í 3. bekk HSH stendur nú yfir í verslunarmiðstöðinni Firðinum, en öll börnin skil- uðu inn mynd með sínum hug- myndum. Byrgið rýmt þar sem brunavörnum var áfátt Forstöðumaður segir enga framkvæmdaáætlun hafa borist Hafnarfjördur HÚSNÆÐI Byrgisins, kristilegs líknarfélags við Vesturgötu 18-24 í Hafnar- firði, var rýmt í gær þegar frestur sem slökkviliðsstjóri Hafnarfjarðar gaf til að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi brunavarnir í hús- inu rann út. í fréttatilkynn- ingu frá Byrginu segir að í bréfi frá 12. apríl sl. hafi verið tilkynnt sú ákvörðun lögregluembættisins í Hafn- arfirði að húsnæðinu yrði lokað fimmtudaginn 27. apr- íl vegna almannahættu, og að slökkviliðsstjóri hafi í samtali við forsvarsmenn Byrgisins á miðvikudag ítrekað kröfu sína um lokun og skorað á þá að sjá til þess að húsnæðið verði rýmt og ekki í því búið eftir 27. apríl. Guðmundur Jónsson, for- stöðumaður Byrgisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fólk væri að ganga út áður en að því kæmi að sýslumaður Hafnarfjarðar yrði að beita hörku í málinu. „Við viljum hlíta lögum og reglum og viljum því fara út áður og krefjast síðan þeirra svara sem við höfum beðið um að fá.“ Að sögn Guðmundar hef- ur Byrgið beðið eftir að fá upplýsingar um það frá slökkviliðsstjóra og bygg- ingarfulltrúa Hafnarfjarðar- bæjar til hvaða aðgerða þurfi að grípa varðandi brunavarnir í húsinu. Hann segir slökkviliðsstjóra setja heimilisfólk Byrgisins út í skjóli þess að ekki hafi verið sinnt þeim úrskurði sem umhverfisráðuneytið kvað upp á sínum tíma. „En úrskurðurinn segir orðrétt að þeim beri að láta okkur allt það í té sem við þurfum að vita fyrir 6. aprfl til að geta haldið áfram verkefninu og þá um leið að veita okkur lengri frest. En þeir gerðu ekkert af því, hvorki sögðu okkur hvað við ættum að gera né hafa látið okkur hafa frest, heldur not- ar slökkviliðsstjórinn sér það að dómsorðið kveður á um að við förum út ef við höfum ekkert gert þarna á ellefu dögum.“ Guðmundur segir engar upplýsingar hafa borist frá slökkviliðsstjóra eða bygg- ingarfulltrúa um það hvað gera þurfi við húsnæðið til þess að branavörnum sé komið í gott lag. Hann bendir á að samkvæmt úr- skurðarorði umhverfisráðu- neytisins eigi slökkviliðs- stjórinn í Hafnarfirði að leggja fram framkvæmda- áætlun fyrir Byrgið um heildarúrbætur á húsnæð- inu, en sú áætlun hafi aldrei borist Byrginu frá slökkvi- liðsstjóranum. „Við ætlum hins vegar að kæra þessar aðgerðir því þær em algerlega út í hött og ekki stafkrókur fyrir þá að byggja á. Þeir benda líka bara hver á annan í dag.“ ur byggðar við Yíðistaðaskóla Hafnarfjöröur STEINUNN Guðnadóttir, formaður skólanefndar Hafn- arfjarðar, segir að byggðar verði tvær lausar skólastofur á lóð Víðistaðaskóla á næstunni. Foreldraráð skólans hefur far- ið fram á að byggðar verði þrjár lausar stofur. I bréfi foreldraráðs til skóla- nefndar var lýst áhyggjum af skorti á kennslurými vegna lögbundinnar kennsluskyldu. Skólinn væri svo þétt setinn að séð væri fram á að börnin þyrftu að vera í skólanum jafn- vel fram til klukkan 6 að kvöldi ætti að takast að halda úti lög- bundinni kennsluskyldu. Þá væri hluti skólahúsnæðisins ókennsluhæfur og loks var minnt á að foreldrar og skóla- stjómendur hafi ítrekað bent á óviðunandi ástand í húsnæðis- málum skólans. Steinunn sagði að skólan- efndin hefði beint því til bæjar- ráðs að leita allra leiða til að koma upp tveimur lausum kennslustofum við Víðistaða- skóla og tvær stofur yrðu einn- ig settar upp við Setbergs- skóla. Um það hvers vegna ekki væri orðið við óskum foreldra- ráðs um þrjár lausar kennslu- stofur heldur ætti að reisa tvær sagði hún að það væri ákveðið í samráði við skóla- stjómendur og með því móti eigi að vera hægt að koma fyr- ir kennslu og ná þeim stunda- fjölda sem viðmiðunarstunda- skrá gerir ráð fyrir. Hún kvaðst ekki kannast við að hætta væri á því að böm yrðu að vera í skólanum til klukkan 18. Einsetningxi Ijúki árið 2004 Steinunn sagði að fræðslu- yfirvöld bæjarins hefðu verið að leita allra leiða til að upp- fylla kröfur nýrrar námskrár um tímafjölda en að það næð- ist ekki alls staðar. Hún sagði að Hafnarfjörður hefði verið það sveitarfélag sem stóð verst að vígi hvað einsetningar grunnskóla snerti við upphaf þessa kjörtímabils þrátt fyrir að vera það sveitarfélag sem hefði næsthæst hlutfall grann- skólabarna meðal íbúa. Við j, upphaf þessa kjörtímabils hafi enginn grunnskóla bæjarins verið einsetinn. Nú væri búið að einsetja Öldutúnsskóla og Engidalsskóla, framkvæmdir væru að heíjast við Lækja- skóla og hafist yrði handa við byggingu tveggja nýrra grunnskóla í nýjum hverfum á þessu ári og hinu næsta. Laga- skylda samkvæmt grunn- skólalögum til að einsetja grunnskóla hefur verið rýmk- uð tfl ársins 2004 og er áætlað að einsetningu í Hafnarfirði ljúki það ár eða ári síðar með einsetningu Hvaleyrarskóla. Steinunn sagði að upphafleg áætlun um einsetningu í bæn- um hefði ekki tekið mið af álagi í skólahverfum en hún hefði verið endurskoðuð með álagið í huga. Nú séu meira en tvær bekkjardeildir um hveija stofu í Setbergsskóla og þær fram- kvæmdir sem ákveðnar hafa verið þar nægi ekki tO að koma einsetningu þar í viðunandi horf heldur þurfi tO þess nýjan grunnskólavið Hörðuvelli. Öm tvær bekkjardefldir era um hveija stofu í Lækjaskóla og um það bil ein og hálf í Víði- staðaskóla. Steinunn sagði að segja mætti að sannkallað ófremdar- ástand hefði ríkt í þessum mál- um í bænum áður fym en það væri nú komið á góðan skrið og allt væri á íúllu við fram- kvæmdir. T.d. yrði nýr áfangi tekinn í notkun við Lækjar- skóla á næsta ári og þá verði hægt að standa við lögbundinn tímafjölda samkvæmt nám- skrá um leið og aðlögunar- frestur að henni rennur út. „Við náum að halda í við með því að vera á fullum dampi með framkvæmdir,“ sagði hún. ymmrmmp'-------------------------------------- ' iíwiiuwí!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.