Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 4%
RÚTUR
EYJÓLFSSON
arbælishólnum að hann hafði ekki
hugmynd um það hvernig hann hefði
komist yfir ána. Þegar hann kom í
fjósdyrnar á Vorsabæ var móðir
hans þar og brá henni mjög og
spurði: Er þetta svipur þinn eða ert
þetta þú, Þórður minn?
Árið 1938 keypti Þórður Sölvholt-
ið af Eiríki frá Hæli alþingismanni
og bankastjóra Landsbankans.
Hann keypti það á 19.000 sem voru
miklir peningar í þá daga. Það var
búið að vera til sölu lengi, enginn
vildi kaupa það. Þá var Sölvholt búið
að vera í eyði í 10 ár og húsalaust,
nema gamla baðstofan í austurbæn-
um stóð uppi sem var þriggja rúma
lengd með torfþaki. Þegar Þórður
kom að Sölvholti voru 36 tóftir sem
hann jafnaði út, byggði öll húsin og
stækkaði túnin. Á íyrstu búskapar-
árum Þórðar kom túnáburðurinn og
þá gjörbreyttist heyskapur og árs-
nyt kúa, var áður 1300-1500 en
tvöfaldaðist við tilkomu túnáburðar.
Þetta hefði ekki tekist hjá mér hefði
Þórhildur ekki sú vinnuunandi sem
hún var og vildi ekki búa í Reykjavík.
Á þessum árum sem Eiríkur átti
Sölvholtið hafði hann ráðsmann sem
sá um jörðina og var það Bjarni Stef-
ánsson. Hann átti 3 syni, Brynjólf al-
þingismann, Einar sem bjó alla sína
ævi á Selfossi og Stefán föður Ragn-
ars jarðeðlisfræðings.
Þórður var mjög veðurglöggur og
notaði hann ýmis kennileiti til að
átta sig á veðrabreytingum. Hann
hlustaði eftir sjávarhljóðum oghvar
sólskinsblettir sáust í fjallahringj-
unum. Þetta reyndist Þórði vel í
einu mesta rigningarsumri sem hef-
ur komið á Suðurlandi árið 1955.
Það byrjaði að rigna 17. júní og
stytti ekki upp fyrr en í miðjan
september. Þórði tókst þá að fylla
sína hlöðu. Þetta spurðist út og kom
ráðunautur Búnaðarsambandsins
til að sannreyna þetta hvort satt
væri.
Þórður naut ekki langrar skóla-
göngu, var einn vetur í Vorsabæ og
síðan á Vötum. Engu síðar var hann
mjög fróður um öll málefni, lærði því
meira af foreldrum sínum því þau
voru vel að sér á þeirra tíma vísu.
Þórður lét aldrei dragast þau verk
sem hann taldi brýnast að vinna, held-
ur gekk strax til verks og unni sér
ekki hvíldar fyrr en verkinu var að
fullu lokið. Þegar Þórður hóf búskap
að Sölvholti hafði hann rætur bónd-
ans úr sinni æskusveit, reynslu sjó-
mannsins og svipaða lífsreynslu og
þorri þeirra sveitunga sem fyrir voru.
Hann stóð því fastur fyrir og taldi sig
sjaldan vanta leiðsögn um afstöðu eða
frumkvæði. Þórður sóttist ekki eftir
vegtyllum en helgaði fjölskyldunni og
jörðinni alla sína starfskrafta. Alia bú-
skapartíð Þórðar voru unglingar
teknir til sumarstarfa til að kynnast
alhliða bústörfum svo sem umhirðu
gripanna og heyskap. Enginn vafi er á
því að bóndastarfið verður þeim sem
það stunda af alúð og kærleika við
skepnumar og gróður jarðarinnar
einstaklega gjöfult og þroskandi
starf. .
Skaplyndi sitt hafði hann frá báð-
um foreldrum sínum, nokkra snerpu
og töluverða ákveðni frá móður sinni
en íhygli og það sem rólegt var frem-
ur frá föður sínum. Þórður var vel
greindur, fróður, minnugur og var
líka skapmikill og fylginn sér. Var
vinur vina sinna og sýndi þeim vin-
áttu og ræktarsemi. Hann þoldi ekki
hangs og slóðaskap. Þórður var
stálminnugur og hélt hugsuninni
nærri því fram til síðasta dags. Þeg-
ar Þórður dó vantaði hann fjóra daga
til að verða 99 ára gamall. Þetta
tvennt er mér efst í huga þegar
Þórður er kvaddur: Stefnufestan og
dugnaðurinn. Hversu ógnarflókin
sem tilvera okkar á jörðinni virðist
vera, þá eru örlög allra manna innra
með þeim sjálfum. Því að allt líf er
andi í athöfn sem er eilíf. Þó að ávallt
megi búast við að lífsins ljós slokkni
hjá öldruðum manni fer ekki hjá því
að þeir sem næst standa fyllist sökn-
uði en minningar streyma fram frá
liðnum árum og eru sem fjársjóður.
Þá vil ég að leiðarlokum þakka fyrir
langa vináttu og margar samveru-
stundir. Ég óska honum blessunar
og góðrar ferðar til nýrra heim-
kynna og þakka honum samfylgdina
þessi ár.
Sigfús Kristinsson.
Þórður Jónsson í Sölvholti lifði
nær alla tuttugustu öldina og náði
því að gægjast yfir í hina 21. Þórður
tók heils hugar þátt í þeirri miklu
uppbyggingu sem kennd er við
okkar öld. Fyrst tók hann þátt í vél-
báta- og togaraævintýrinu en sneri
sér að öðru ævintýri, búskapnum
að Sölvholti er hann keypti 1938.
Gróðurmoldin, ræktunarþráin köll-
uðu hann til þessa starfs sem hann
vann til skamms tíma. Hann var
heppinn að vinna landbúnaðinum á
besta tíma hans í þjóðarsögunni.
Þegar vélabúskapurinn gerði
bændum kleift að líta upp og
strjúka af sér svitann af margra
alda erfiði. Og að framleiða sífellt
meira og meira - meira í dag en í
gær.
Kynni okkar Þórðar urðu traust
og vináttan varanleg á efri árum
hans. Hann var trúr þjónn kirkju
sinnar, Laugardælakirkju, sem þá
hafði verið endurreist af mágafólki
hans frá Þorleifskoti í Hraungerð-
ishreppi. Þórður var fjárhaldsmað-
ur kirkjunnar langa hríð og kallaði
eftir sóknargjöldum og kirkjuga-
rðsskatti. Ég tók að mér á hinn
bóginn að safna þeim saman hjá
þeim sóknarbörnum sem bjuggu í
Sandvíkurhreppi sem þá var. Ein-
hver ljúfasta skylda sem ég hafði
sem oddviti var að færa Þórði
kirkjugjöldin. Var tekinn í það
seinni partur dags á vori hverju.
Komið vel fyrir kaffi og dvalist
fram að harðamjöltum. Margt var
það sem Þórður vildi vita, meira var
þó það sem hann sagði mér. Hann
var lífsreyndur maður og hafði nú
komið sér vel fyrir með þraut-
seigju, hyggindum og sparnaði. Svo
var hann mátulega forvitinn um
háttu manna í Sandvíkurhreppi,
spurði mjög glöggt um hagi þeirra,
vissi greinilega meira en í svipinn
virtist, en vildi fá allt staðfest. Hon-
um lá vel orð til manna, en fljótt
komst ég að því að nágrannar! hans
úr sveit minni voru hans bestu vin-
ir. Það segir á sinn hátt mikið um
manninn.
Þórður hugsaði mikið um fram-
tíð íslensks landbúnaðar og bar
hann mjög fyrir brjósti. Hann vildi
láta „sveitirnar fyllast og akra
hylja móa“. Þetta var nokkru áður
en landbúnaðurinn „fór yfir um“,
eins og mér finnst hann hafa gert
og afleiðingin var búmarksákvæð-
in 1985 er kvótinn komst á legg.
En laust eftir 1975 sagði Þórður
mér skorinort, hvaða stefnu bæri
að taka í íslenskum landbúnaði.
Hann hafði áttað sig á því að bænd-
ur væru farnir að keyra sig svo
hart áfram að honum fannst þeir
ekki bera neitt úr býtum. Hann
hefði tekið eftir því að eftir hvert
það ár sem bændur hefðu sýnt
verulegan dugnað og aukið fram-
leiðslu sína væri markið sett hærra
í næstu samningum við þá. „Ég
vil,“ sagði Þórður, „að bændur fari
sér hægar. Þeir myndu hafa alveg
eins gott upp úr sér. Og þá yrði
áfram rúm fyrir margt fólk í sveit-
um. Enginn ryddi öðrum burtu
vegna offramleiðslu. Hún er af
hinu illa.“
Þessar skoðanir hins grandvara
sómamanns brenndu sig inn í huga
minn. Ekki svo að ég reisti neina
rönd við kapphlaupi hins komandi
tíma. Það fækkaði í sveitum. Góð ráð
urðu dýr úr því enginn leit við ráðum
Þórðar í Sölvholti. Býlum fækkaði en
búsmala fjölgaði í sveitum og áður en
Þórður var allur voru dóttursynir
hans á Laugalandi í Eyjafirði komnir
með stærsta kúabú landsins fyrr og
síðar.
Svona vorum við Þórður í
Sölvholti litlir spámenn fyrir aldar-
fjórðungi. Samt finnst mér þess
virði að minna á þessar skoðanir
hans, ekki endilega vegna þess sem
hann sagði, heldur hvernig hann bjó
skoðanir sínar úr garði, og til hvers
hann vildi að þær leiddu.
Nú eru þau ágætu hjón, Þórður
og Þórhildur, bæði horfin frá
Sölvholti. Þar gerðu þau garðinn
frægan og byggðu bæ sinn svo vel,
að þar er einna fegurst heim að líta
hér í Flóanum. Blessað sé því þeirra
fagra mannlíf, en samúð mína votta
ég fjölmennum afkomendahópi
þeirra.
Páll Lýðsson.
+ Rútur Eyjólfsson
leigubifreiðar-
stjóri fæddist á
Hrútafelli, Austur-
Eyjafjöllum 10. mars
1932. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 20. aprfl síðastlið-
inn. Rútur var sonur
hjónanna Eyjólfs
Þorsteinssonar, f.
25.7. 1892, d. 17.9.
1973, bónda á Hrúta-
felli, og konu hans
Helgu Olafsdóttur, f.
11.3. 1901, d. 8.11.
1977. Systkini hans
eru: Trausti, f. 19.2. 1928; Sigríð-
ur, f. 7.6. 1929; Guðbjörg Jónína,
f. 20.8. 1930; Anna Sigríður, f.
30.5. 1933; Ólafur, f. 30.5. 1933;
Valgerður Helga, f. 4.7. 1934;
Rútur Eyjólfsson, mágur minn og
einn af mínum bestu vinum, er allur.
Þótt andlát hans hafi ekki komið á
óvart er heimsslit einstaklings alltaf
mikil.
Það er margs að minnast eftii- 42
ára kynni, efst í hugann kemur hans
mikla gestrisni, gjafmildi og hjálp-
semi.
Á heimili hans og Bryndísar var
gott að koma. Mikla gleði hafði hann
af að gefa og báru risa blómvendir
sem hann færði á afmælum og öðrum
tímamótum því vitni. Hann sagði
margt með blómum.
Hann var aldrei svo upptekinn að
hann gæfi sér ekki tíma til að rétta
hjálparhönd þegar á þurfti að halda.
Hann hafði mikið yndi af tónlist og
söng í kórum um árabil. Þá var hann
mikill bókamaður og áttu ævisagnir
og sjóferðasögur hug hans og var oft
fróðlegt og skemmtilegt að ræða við
hann um bækur.
Hann stundaði akstur leigubifreið-
ar um áratuga skeið. Margir minnast
lipurðar hans og nærgætni og var
hann farsæll ökumaður.
Undanfarin ár átti hann við veik-
indi að stríða og tók hann því með
æðruleysi og karlmennsku, var þó oft
á brattann að sækja undanfama
mánuði. Það var ekki í hans eðli að
kvarta. Það var ósk hans að dvelja
heima síðustu daga lífs síns og fékk
hann þá ósk uppfyllta.
Ég var svo lánsöm að vera í ná-
lægð við hann síðasta hálfa mánuðinn
sem hann lifði og er það mér mikils
virði. Ég vil muna hann með bros á
vör, gefandi kaffi fram á síðustu
stund. Það hefði verið gott að hafa
hann lengur; við áformum, en Drott-
inn ræður.
Systur minni Bryndísi og Rósu
frænku minni bið ég blessunar um
ókomna tíð. Systkinum hans og öðr-
um ættingjum og vinum sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Rúts Eyjólfs-
sonar.
Drífa Gunnarsdóttir.
Elsku Rútur.
Það er skrítið til þess að hugsa að
nú sért þú ekki lengur hér á meðal
okkar. Það hefur einhvern veginn
alltaf verið fastur liður í tilveru okkar
systkinanna að fara í heimsókn til
„Dísu og Rúts“. Það var líka alltaf
svo notalegt og gott að koma til ykk-
ar og við minnumst þess ávallt hvað
þú varst hress og kátur. Þú varst allt-
af tilbúinn að gera eitthvað skemmti-
legt, hvort sem það var að reyna að fá
mömmu „görnlu" til að dansa eða að
syngja með Skúla.
Það var heldur ekki sjaldan sem
við fórum öll saman í ferðalög og þá
var nú oft margt brallað. Ekld voru
það þá við systkinin sem stóðum að
baki öllum uppátækjunum, heldur
voruð það þið pabbi sem voruð mestu
grallaramir. Eins og t.d. þegar þið
„stáluð“ Mogganum á ísafirði, sem
var að vísu eiginlega óvart. Þú gafst
pabba líka einhverntíma í vörina á
einhverju ferðalaginu, þótt þið tækj-
uð að jafnaði hvorugur í vörina, enda
var nú mamma ekkert sérstaklega
hrifin!
Guðný Jóhanna, f.
10.7. 1936; Þor-
steinn, f. 29.12.1937;
Skæringur, f. 26.1.
1939; Magnús Borg-
ar, f. 19.5.1940.
Eftirlifandi eigin-
kona hans er Bryn-
dís Gunnarsdóttir,
fædd á Tjömum í
Eyjafjarðarsveit
28.10 1934. Dóttir
þeirra er Rósa, fædd
í Reykjavík 7.8.
1961.
Rútur fór ungur
að heiman og stund-
aði ýmis störf, lengst af leigubfla-
akstur á BSR.
Útför Rúts verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athföfnin klukkan 13.30.
Okkur er það líka mjög minnis-
stætt hve ofboðslega góður þú varst
við hundinn ykkar hann Ringó.
Minningamar eru ótal margar og
eiga eftir að skjóta upp kollinum svo
lengi sem við lifiim.
Helgar raddir héðan burt þig kalla.
Herrann leggi þig að brjósti sér.
Vertu sæll, já sæll um eilifð alla.
Englar drottins stöðugt fylgi þér.
(B.B.)
Elsku Dísa og Rósa, megi Guð
styrkja ykkur og varðveita í sorginni.
Árdís og Skúli.
Arin líða hvert af öðru, ævin líður
óðfluga og enginn stöðvar tímans
þunga nið; sér í lagi við sem komin
erum á efri ár erum í óða önn að
kveðja samferðafólkið sem lokið hef-
ur sinni tilvist hér í heimi. Vorið er að
halda innreið sína með glampandi sól
á heiðum himni, dagamir lengjast,
blómin springa út og loftið ómar af
fuglasöng, náttúran er að vakna af
værum blundi eftir harðan vetur.
Mitt í þessari dýrð er brott kallaður
þessi ágæti vinur okkar, en í slíkum
tilvikum er eigi spurt um aðstæður,
hver áratugur hefur sinn ljóma og
ekki síst sá sjöundi. Heilsu hans hafði
farið að hraka fyrir nokkmm árum
þannig að hann átti þess eigi kost að
njóta þessa skeiðs á lífsleiðinni og
fyllti ekki tuginn.
Rútur var mikið ljúfmenni, ævin-
lega léttur og hress í viðmóti, hann
stundaði akstur leigubifreiða í fjölda
ára, en mun sem ungur maður hafa
numið bifvélavirkjun, var hagur í
höndum og stundaði viðgerðir bif-
reiða fyrstu starfsárin. Þegar litið er
um öxl líða um hugann Ijúfar minn-
ingar. Á sjöunda áratugnum stofnuð-
um við starfsfélagar á BSR karlakór;
þar var Rútur æði liðtækur og söng
1. tenór með sinni Ijúfu rödd. I hönd
fóru margar ánægjustundir, söngur
á samkomum og stöku sinnum yfir
follnum félögum. í september 1968
stofnuðum við klúbb tíu hjón saman
sem hlaut nafnið R.Y.10, skráningar--
stafi bifreiða í Reykjavík og Kópa-
vogi. Megintilgangur vináttutengsl
og ennfremur að leggja til hliðar
ákveðna peningaupphæð mánaðar-
lega. Fundir voru haldnir á hverju
ári, sem voru meiriháttar gleðistund-
ir og ævinlega á föstudaginn langa,
en féll að sjálfsögðu niður að þessu
sinni vegna þessa atviks. Frá því að
við komum saman fyrir einu ári hefur
verið höggvið djúpt og stórt skarð í
okkar raðir; þrennt hefur fallið frá úr
okkar litla hópi, sem farinn var að
þynnast fyrir. Sveinn Jónasson, sem
fæddur var 18.11. 1923, lést 26.9.
1999, mikill öðlingsmaður, sannkall-
að ljúfmenni, missti heilsuna mjög
snögglega fyrir allmörgum árum.
Bergþóra Baldvinsdóttir, fædd 27.12.
1913, dó 30.12. 1999, að sjálfsögðu
orðin lúin kona en ævinlega bráð-
hress og eldfjörug, og svo núna síðast
misstum við blessaðan vin okkar Rút
að morgni skírdags. Auk þessa höfðu
áður fallið frá Bjami Einarsson, aðal-
hvatamaður að stofnun klúbbsins, og
Ásgeir Siguijónsson, eiginmaður
Bergþóru. Alls þessa fólks er sárt
saknað, en með þakklæti minnumst
við allra þeirra ánægjustunda er við
áttum saman á liðnum árum. Elsku
Bryndís og Rósa, ykkar er sorgin
sárust og söknuðurinn mestur. Við’
færum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og hugsum hlýtt til ykkar.
Við þökkum samíylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjömur skína
og birtan himneska björt og heið
húnboðarnáðinasína
en alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þina
Á svona stórum og fjölmennum
vinnustað eins og BSR þarf æði oft
að kveðja fallna félaga; ég hefði
gjaman viljað skrifa um þá alla, en eftr
eigi fær um slíkt hlutverk. Við sam-
starfsmenn og annað starfsfólk á
BSR þökkum af mikilli alúð mjög
ánægjulegt samstarf og vináttu og
fæmm öllum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur. Varðveitum í
okkar hugarheimi minningu þessa
ljúfa drengs. Guðs náð og blessun
fylgi ykkur öllum.
F.h. Vináttuklúbbsins R.Y.10 og
BSR,
Ingimar Einarsson.
Sumar. Heyskapur. Sauðhúshlað-
an.
Saman tveir. Guttinn og þú.
Hlaðan að fyllast. Heyi troðið milli
sperra.
„Hó - ertu þama?“; kallað reglu-
lega kröftugum rómi.
Við andlát þitt birtast mér æsku-
myndir.
Ég sé þig fyrir mér á þinni ferð, nú
- eins og þá,
þrekmikinn, sterkan, kátan.
Far vel!
Gunnar Ármannsson.
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Persónuleg þjónusta
Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar-
svæðinu sem og þjonustu við landsbyggðina í f 0 ár
og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta
verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir.
Sími 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is_
EHF.
n
M. m-dk
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst aila þætti útfararinnar.
Vcsturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
T sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.