Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MINNINGAR KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR + Kristín Þor- steinsdóttir var fædd í Ólafsfirði 20. ágúst 1962. Hún lést í sjúkrahúsi í Banda- ríkjunum 14. apríl síðastliðinn. Kristín er dóttir hjónanna Hólmfríðar S. Jak- obsdóttur húsmóður, f. 20.11. 1929 á Akur- eyri, og Þorsteins S. Jónssonar forstjóra, v f. 13.5. 1928 í Olafs- ílrði. Eru þau búsett í Reykjavík. Systkini Kristínar eru: Bergþóra Sigurbjörg kennari, f. 20.9.1949, gift Jóhanni Runólfs- syni bankamanni, f. 16.10. 1944. Eiga þau einn son. Búsett í Reykjavík. 2) Jón óperusöngvari, f. 11.10. 1951. Sambýlismaður hans er Gerrit Schuil píanóleikari og hljómsveitarstjóri, f. 27.3. 1950. Búsettir í Reykjavík. 3) Þor- steinn Jakob framkvæmdastjóri, f. 17.1. 1953, kvæntur Sigríði H. Þórðardóttur leikskólastjóra, f. 29.10. 1957, og eiga þau íjögur börn. Búsett f Reykjavík. 4) Þyri - Emma markaðsstjóri, f. 6.8. 1957, gift Karli Geirssyni véliðnfræð- ingi, f. 2.5. 1956, og eiga þau tvö börn. Búsett á Alftanesi. 5) Ragn- hildur Fanney sérkennari, f. 14.3. 1961. Búsett í Bandaríkjunum. 6) Amheiður Sólveig gjaldkeri, f. 6.2. 1965, gift Gunnlaugi Magnús- syni verkamanni, f. 14.4. 1966, og eiga þau eina dóttur. Búsett í Reykjavík. Eiginmaður Kristínar er Pálm- ar W. Magnússon verkstjóri, f. 19.9. 1954 í Reykjavík. Foreldrar *" hans eru hjónin Sigfríður Pálmar- sdóttir húsmóðir, f. 4.12. 1922 í Reykjavik, og Magnús Wíum Vil- hjálmsson bifreiðaeftirlitsmaður, síðar tjónaskoðunarmaður hjá Sjóvá, f. 25.1. 1920 í Reykjavík. Búsett í Skeijafirði. Dætur Kristínar og Pálmars eru: 1) Hólmfríður Hulda grunnskólanemi, f. 4.10. 1985. 2) Sig- fríður Arna grunn- skólanemi, f. 1.7. 1992. 3) Jóhanna Wíum, f. 15.12. 1995. 4) Ingibjörg Anna, f. 23.2.1999. _ Kristín ólst upp í Ólafsfirði til níu ára aldurs en flutti þá ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur og átti þar heima æ síðan. Að loknu grunnskólaprófi var Kristín skiptinemi í Banda- ríkjunum í eitt ár. Hún lauk prófi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Vann hún við þá grein um tima. Kristín vann í Iðnaðar- bankanum, síðar íslandsbanka sem einkaritari í nokkur ár. Hún vann einnig sem einkaritari hjá Iceland Review um skeið. Kristin starfaði sem miðill um árabil en síðustu árin vann hún hjá VÍS. Á yngri árum þjálfaði hún sund hjá Ægi og var m.a. með tvö börn í einkaþjálfun. Eftir að Kristín flutti í Grafarvog var hún formað- ur íbúasamtakanna þar í nokkur ár og sat í stjórn Sjálfstæðisfélags Grafarvogs. Kristín var virkur fé- lagi í alþjóðasamtökum einkarit- ara. Hún stofnaði ásamt fleirum Sjálfefli í Kópavogi sem var mið- stöð ýmislegs er laut að andlegum málum. Hélt hún mörg námskeið þar, þjálfaði einstaklinga og hópa, stóð fyrir hugleiðslukvöldum og var með einkafundi. Útför Kristínar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Grafarvogskirkjugarði. Horfín, dáin, harmafregn. Þessi orð komu strax upp í hug- ann þegar þau sorgartíðindi bárust að systir okkar væri látin. Hún, sem aðeins nokkrum dögum áður hafði haldið til Bandaríkjanna full af tilhlökkun og bjartsýni til að gangast undir aðgerð sem átti að bæta líf hennar. Þessi aðgerð sem svo oft hafði verið framkvæmd og átti ekki að vera neitt mál snerist upp í martröð sem endaði á þenn- an skelfilega hátt. + Elskuleg unnusta mín, dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, ÁSLAUG ÓLADÓTTIR, Skólavegi 2, Keflavík, lést laugardaginn 15. apríl. Útförin fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju á morg- un, laugardaginn 29. apríl, kl. 14.00. Alexander Mavropulo, Elín Guðjónsdóttir, Óli Þór Valgeirsson, Ásta Óladóttir, Dorsett David Poul Dorsett, Valgeir Ólason, Sólveig B. Borgarsdóttir, Elín María Óladóttir, Örlygur Ö. Örlygsson og systkinabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, JENS GUNNAR FRIÐRIKSSON vélvirki, Reynibergi 9, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 26, apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðríður Óskarsdóttir, Óskar Daði Pétursson, Hafdís Björk Jensdóttir, Friðrik Hafsteinn Guðjónsson, Sjöfn Friðriksdóttir, Snorri Sigurðsson, Jóhanna H. Elíasdóttir. Við sitjum hér öll harmi slegin og skiljum ekki tilganginn, að hrífa unga konu í blóma lífsins burt frá eiginmanni og fjórum ungum dætrum og enginn mannlegur máttur gat stöðvað það. Það er alltaf sárt að horfa á eftir sínum nánustu hverfa skyndilega á braut og víst er um það að við eig- um erfitt með að sætta okkur við það sem orðið er. Sérstaklega finn- um við til með manninum hennar, dætrunum ungu svo og foreldrum sem nú syrgja sárt. Kristín var næstyngst okkar systkinanna. Hún bar nafn langafasystur okkar en hún dó sama dag og Kristín fæddist og voru þær alnöfnur. Kristín var mjög sérstök alveg frá því að hún var lítil stúlka og að mörgu leyti ólík okkur hinum. Hæg, róleg og athugul en afar ákveðin og fylgin sér. Henni varð aldrei haggað ef hún hafði tekið eitthvað í sig og hún skyldi fram- kvæma það sem hún vildi hvað sem tautaði og raulaði. Fann hún alltaf leiðir þó þær virtust ekki augljósar í fyrstu. Þessi eiginleiki kom mjög snemma fram hjá henni og fylgdi henni alla tíð. Hún var sérstaklega þæg og meðfærileg og þótti okkur eldri systrum hennar gott að passa hana því hún gerði litlar kröfur til okkar barnfóstr- anna. Sat bara í sinni kerru og dundaði sér við eitt og annað smá- legt sem henni var rétt og var í sínum eigin heimi. Seinna kom- umst við að því hvers vegna hún þurfti svona lítið á okkur að halda. Þegar farið var í fjöru til að tína skeljar, kom hún heim með fulla poka af glerbrotum og ýmsu dóti sem hún fann og tengdust fjörunni ekki á nokkrun hátt og fannst þetta hinir mestu dýrgripir. Þegar farið var í ferðalög og hinar syst- urnar töldu dýr og bóndabæi sem liðu framhjá taldi hún staurana meðfram vegunum og tilkynnti á nokkurra mínútna fresti hve marg- ir þeir væru orðnir. Kristín var góðum gáfum gædd, var orðin læs fimm ára og las Þjóðsögur Jóns Árnasonar af mikl- um áhuga þó hún gæti varla haldið á þeim. Einu atviki munum við eft- ir þar sem hún sat með bókina á hnjánum spilaði á blokkflautu og steig rokkinn um leið. Hún var mjög músíkölsk og lærði m.a. á - píanó í mörg ár. Kristín var tækniteiknari að mennt og starfaði við það um tíma. Síðan lá leiðin í Iðnaðarbankann, síðar íslandsbanka, sem einkarit- ari og um skeið vann hún hjá Ice- land Review. Gerði hún hlé á skrifstofustörfum í nokkur ár til að sinna andlegum málum en nú síð- ustu árin vann hún hjá VÍS. Tölvur voru henni mikið áhugamál og hélt hún mörg námskeið þar af lútandi og þótti afar góður kennari. Þegar á unga aldri komu fram þeir hæfileikar sem áttu eftir að verða stór þáttur í lífi hennar. Hún var gædd miklum miðilshæfileik- um sem hún þroskaði með sér og voru miðilsstörf hennar aðalstarf um margra ára skeið. Þeir voru ófáir sem leituðu til hennar og þá sérstaklega þeir sem áttu um sárt að binda. Hún var mjög ósérhlífin í þeim málum, gekk ætíð hreint til verks. Hugsaði hún þá lítið um sjálfa sig en gaf sig alla í að hjálpa öðrum þó það tæki toll af hennar eigin heilsu og fjölskyldulífi. Oft var hún illa fyrir kölluð en hún gaf sér alltaf tíma til að aðstoða hvort sem það var á nóttu eða degi. Höfðum við systkini hennar áhyggjur af að hún gengi fram af sér en hin eðlislæga ósérhlífni, bjartsýni og glaðværð sem var svo ríkur þáttur í skapgerð hennar hjálpuðu henni til að takast á við hin ólíklegustu vandamál. Kristín var ein af stofnendum Sjálfeflis í Kópavogi og stóð fyrir ýmsum námskeiðum sem lutu að andlegum málum. Var oft margt um manninn og margir sem leituðu til hennar þar. Eins og gefur að skilja var erfitt að stunda vinnu sem hennar með eins stóra fjölskyldu og hún átti og þverrandi heilsu. Fór svo að lokum að hún varð að hætta miðilsstörf- unum að mestu og draga sig út úr starfsemi Sjálfeflis. Tvær síðustu meðgöngur Krist- ínar tóku mjög á hana og sérstak- lega sú síðasta sem hafði nær riðið henni að fullu eftir að hún fékk blóðtappa við litla heila skömmu eftir fæðingu yngstu dóttur sinnar. Reyndi þá mikið á styrk eigin- manns hennar og móður sem flutti tímabundið inn á heimilið vegna fjarveru hennar. Kristínu tókst að mestu að yfir- vinna þetta áfall en ekki er okkur örgrannt um að hún hafi verið verr farin en við vissum en hún kvart- aði sjaldan við okkur um heilsu sína nema helst hve oft hún væri þreytt. Okkur fannst það nú ekk- ert skrítið, í fullri vinnu og með stórt heimili svo kannski fóru hættumerkin fram hjá okkur. Skarð elsku Kristínar okkar verður aldrei fyllt og það eina sem við getum gert núna er að fylkja okkur um Palla og dæturnar og aðstoða á allan þann hátt sem við getum og halda við minningunni um móður þeirra. Það verður skrítið að fá ekki framar upphring- ingu frá henni en hún var ákaflega dugleg við að hringja í okkur systkinin. Hún lagði mikla áherslu á fyrir- gefningu og samheldni, vildi að allt væri gott hjá öllum og að fólk væri gott hvert við annað. Hún tók þátt í okkar gleði og sorg en átti kannski ekki eins auðvelt með að leita eftir þeirri aðstoð sem hún sjálf þurfti, en lagði meiri áherslu á að dætrum hennar liði vel og leitaði til okkar þeirra vegna. En svona er það oft með þá sem eiga svo mikið að gefa öðrum að þeir gleyma sjálfum sér. Við kveðjum elsku systur okkar og vitum að hún hvílir nú í traust- um faðmi Guðs sem hún elskaði mikið. Það er huggun harmi gegn. Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þó látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþ.) Guð geymi þig, elsku Ki'istín. Bergþóra, Þorsteinn, Þyri og Ragnhildur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GEIRSSON, Hjarðarholti 8, Akranesi, lést á heimili sinu sunnudaginn 23. apríl. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 2. maí kl. 14. Björgvin Sigurðsson, Helga Magnúsdóttir, Marta Sigurðardóttir, Tómas Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Kristín mín. Þín er sárt saknað. Guð blessi minningu þína. Þinn bróðir, Jón. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Elsku vina mín, það er svo erfitt að trúa því að þú sért horfin frá okkur. Það er svo sárt til þess að hugsa að heyra aldrei rödd þína eða hlátur. Hvers vegna þurftir þú að fara svona fljótt? Fara svona fljótt frá Palla þínum og litlu ynd- islegu dætrunum? Við spyrjum al- mættið en fáum engin svör. Við eigum svo margt að þakka þér. Styrkur þinn og stuðningur, kær- leikur þinn, bjartsýni og trú þín á allt það góða í öllum er okkur dýr- mætt leiðarljós um ókomin ár. Elsku hjartans Kristín mín, minn- ing þín mun lifa í hjarta okkar og huga, minningin um yndislega systur, mágkonu og frænku, minn- ingin um allt það sem við áttum saman. Við kveðjum þig nú, elsku vina mín, við verðum að trúa því að þín hafi beðið annað hlutverk hjá Guði og við vitum að í höndum hans líð- ur þér vel. Guð gefi okkur öllum styrk í sorginni, sérstaklega Palla og dætrunum og foreldrum okkar. Til þín ég, drottinn, huga hef, er harmar lífs mig þjá, og bið af hjarta; huggun gef mér himni þínum frá, mig örmum kærleiks veikan vef og vota þerra brá, kom, athvarf mitt, og ei við tel, minn anda lát þig sjá. (Guðm. Ein.) Hvíl þú í friði elsku systir, mág- kona og frænka og hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Arna, Gunnlaugur og Hólmfriður. Milli mín og milliþín er óralengd. Upphaf alls og endir en samt alls ekki neitt. (AL.K) Kristín mín. Þótt þú sért horfín finn ég fyrir þér hjá mér. Þú hafðir áhrif á mig og minning þín mun lifa með mér að eilífu. Viðhorf þitt til lífsins hefur markað mig. Eg þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín frænka, Arnhildur Lilý Karlsdóttir. Elsku Kristín, þvílíkt reiðarslag er fráfall þitt. Við þessar fréttir fer hugurinn á flug og nemur staðar fyrir rúmum fimm árum er við kynnumst. Það var í janúar 1995 er ég missti son minn og mánuði áður hafðir þú flutt í götuna í húsið við hliðina á mér. Ég fór að taka eftir konunni sem reyndi að nálgast mig á sinn nærgætna hátt því hún vissi manna best hvering mér leið. Upp frá því hófst vinskapur okkar sem verið hefur mér ómetanlegur síð- an. Á ýmsu hefur gengið hjá mér eftir þetta og alltaf hefur þú komið með þinn einstaka styrk og hlýju og dreift honum í kingum þig öðr- um til hjálpar. Enn meiri varð samgangur okk- ar við fæðingar barna okkar er þau urðu bestu vinir. Svona gæti ég haldið lengi áfram en læt staðar numið hér. Mig langar til að þakka þér fyrir þennan alltof stutta tíma er við áttum saman og allan þann styrk er þú hefur gefið mér, elsku Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.