Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 42 'unda norrænna manna í Ameríku var opnuð í Smithsonian-safninu í Washington í gær Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Þjóðhöfðingjar Norðurlanda voru viðstaddir opnun víkingasýningarinnar í Smithsonian-safninu. Jdakim Danaprins, Viktoría, krdnprinsessa Svíþjdðar, Tarja Halonen Finnlandsforseti, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, Sonja Noregsdrottning og Haraldur Noregskonungur. \ A,:. J? . v-'*, Sr: - ’' JHB v.r f|jæ|7. k1s>'. - iv 'S : fl& ■ & \ ®§| | Lfy.-tvV ffpS að 15 til 20 milljónir mi sækja sýninguna Morgunblaðið/Ásdís Gestir koma til veislu í tilefni af opnun víkingasýningarinnar. Frá hægri Robert Fri forstöðumaður, hjdnin Rut Ing- dlfsddttir og Björn Bjamason menntamálaráðherra, Francine Berkowitz, forstöðumaður alþjdðatengsla og borgar- stjdrahjdnin Ingibjörg Sólrún Gísladdttir og Hjörleifur Sveinbjörnsson. einu víkingaminjanna sem fundist hafa í N-Ameríku. Helge Ingstad, sem nú er 101 árs, var viðstaddur opnun sýningarinnar í gær. Um leið minntist Haraldur á seinni þátt ferða norrænna manna til vestur- heims, nefnilega vesturfarana sem námu land í Bandaríkjunum og Kan- ada á síðustu öld og í byrjun þeirrar sem nú er senn að baki. Minntist Har- aldur konungur þess er norrænir menn sigldu íyrst inn höfnina í New York ár- ið 1825 og að afkomendur þeirra nor- rænu manna sem numið hefðu lönd í vesturheimi teldust nú vera um 20 milljónir. Líklegt væri að sá mikli fjöldi yrði þakklátur fyrir það framtak sem Vfldngasýningin væri. Noregskonung- ur minntist að lokum á þá miklu mögu- leika sem í sýningunni fælust. Þeir væru ekki síst fólgnir í vefsíðu sýning- arinnar á Netinu, www.mnh.si.eduMk- ings. Mæltist hann til þess að ungir jafnt sem aldnir, beggja vegna Atlants- hafsins, nýttu sér einstakt tækifæri til að kynnast af eigin raun sameiginlegri arfleifð okkar allra. Skapar áhuga vestanhafs Ólafúr Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, sagði í samtali við Morgunblaðið á opnunarathöfninni að sýningin væri mikið þrekvii-ki. „Hlutur íslands er mikill, ekki síst vegna íslendingasagn- anna,“ sagði hann. Forsetinn benti á að sögumar væru að hluta til raktar á sýningunni, unnt væri að hlýða á fróðleik um ævi Bjarna Herjólfssonar og Leifs Eríkssonar og föður hans. Búsetan á íslandi, örlög manna, árstíðaskiptin, þróun íbúðar- byggðar; allt kæmi þetta fram með mjög skýrum hætti. „Hér er verið að sýna mikla sögu, enda fóru þessar landnámskynslóðir víkinganna víða um Evrópu og yfir haf- ið, svo að hér deilum við þessari sögu. Hlutur íslands er hins vegar tvímæla- laust mjög mikill í þessari sýningu." Ólafur Ragnar sagði að meðal hinna tignu gesta hefði ríkt mikil ánægja með sýninguna. „Gífurleg hrifhing eink- enndi viðbrögð okkar, enda er aðdáun- arvert hvernig höfundar sýningarinnar hafa túlkað söguna og tengt hana sam- an. Þeir gefa nýja sýn á söguna; hugsa hana úr frá sjónarhomi Bandaríkja- manna, og það hefur verið mjög fróð- legt fyrir okkur að sjá hvemig þeir vilja túlka þessa fomu sögu okkar og Norðurlanda gagnvart nútímafólki í Bandaríkjunum. Hér er sögu Kristó- fers Kólumbusar ýtt til hliðar með af- gerandi hætti og hún fær nýja vídd með því að sýningunni er lokið á þann hátt að gefið er rækilega til kynna að Kólumbusi hafi verið kunnugt um nán- ast alla þessa sögu er hann lagði upp í sína för. Þessi sýning er því tvímælalaust stórviðburður hvað varðar vitneskju manna hér vestanhafs um okkar fornu sögu, menningararf, landnámið. Okkar íslendinga bíður mikið verkefni á næstu ámm að byggja á þeirri vitn- eskju sem er veitt með þessari sýningu og hagnýta okkur þá kynningu á ís- Heimsókn forseta Islands til Bandarikjanna Sækir þrjár borgir heim á tíu dögum Washington. Morgunblaðið. FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grimsson, kom til Bandaríkjanna á miðvikudagskvöld í heimsókn vegna afmælis landafundanna. Hann dvelur í Washington til 30. apríl og mun m.a. hitta forsetahjdnin bandarísku, Bill og Hillary Clinton, í hádegisverði í Hvíta húsinu í dag. Forsetinn mun aukinheldur sinna einkaerindum í höfuðborg Bandaríkjanna, en sunnudaginn 30. apríl nk. heldur hann til New York í einkaheimsdkn. Forsetinn heldur til Los Angeles 3. mai nk. þar sem hann mun dveljast í fjdra daga og taka þátt í hátíða- höldum þar vegna landafundanna, hitta að máli borg- aryfirvöld og aðila úr viðskiptalífinu. Dorrit Moussa- ieff, hin breska vinkona forsetans, er nú í föruneyti hans í slíkri heimsdkn í fyrsta skipti. Ólafur Ragnar segir að ákveðið hafi verið að Dorrit kæmi með sér til Bandaríkjanna, þar ætti hún mikið af gdðum vin- um og til stæði að þau sæktu þá hcitn einnig. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að hafa hana með mér,“ sagði forsetinn og bætti við að framtíðin yrði að skera úr um hvort Dorrit myndi fylgja honum framvegis í heimsdknum af þessu tagi. lenskri sögu og menningu sem qe kjarninn í þessari sýningu." Aðspurður um hvernig slíkt yrði best gert sagði Ólafur Ragnar að ræða þyrfti ýmsa atburði og útgáfustarfsemi í framhaldinu; sýningin færi víða um Bandaríkin og Kanada og þar með gæfust tækifæri til að koma nútíma- menningu Islands á framfæri. „Ég held að þetta muni skapa áhuga vestanhafs á að heimsækja Island og því þarf að rækta miklu betur en gert hefur verið túlkun okkar á arfleifðinni heima. Þegar menn koma t.d. á Þing- velli er lítið um frásögn þar á staðnum; menn þurfa helst að hafa sagnaþul með sér til þess að geta skilið söguna. í Dalasýslu er hins vegar verið að byggja Eiríksstaði upp og kynna um leið aðra þætti sögunnar þar. Við erum alin upp við að hver og einn eigi að þekkja þessar sögur frá blautu barnsbeini, en við þurfum að gera því fólki sem vill sækja ísland heim kleift að geta notið sagnaslóðanna með jafn ríkulegum hætti og við gerum sjálf.“ Ólafur Ragnar segir engum vafa undirorpið að Vfldngasýningin nú sé einhver mesta kynning sem íslensk saga, menning og framlag íslendinga til heimssögunnar hefur hlotið og mun hljóta. „Það er mikið verkefni fyrir okkur heima að búa okkur undir það acj taka við öllu fólkinu, ekki aðeins ferða- mönnum, heldur einnig fræðimönnum og áhugafólki um söguna sem mun vilja heimsækja ísland í kjölfar þessar- ar sýningar.“ Aðspurður um sérstöðu íslands á sýningunni sagði Ólafur Ragnar að hún væri eins skýr og hún gæti verið á sýningu sem túlkaði menningarheim sem spannaði Norðurlönd öll, Græn- land, vesturheim og stóran hluta Norð- ur-Evrópu á þeim tíma. „Við getum verið stolt af því tækifæri sem við fáum hér til að túlka okkar sögu, auðvitað í bandalagi með frændum okkar á Norð- urlöndum og í samhengi við þann þátt sem norrænar þjóðir til foma áttu í að skapa þessa sögu. Það gerðum við ísi. lendingar ekki einir, þótt við viljum gjarnan láta líta út fyrir að svo hafi ver- ið. íbúar íslands á þeirri tíð voru hluti af víðtækri menningu sem spannaði Norður-Evrópu alla.“ Forsetinn kvaðst að lokum vera mjög ánægður með hvernig til hefði tekist. „Það er gaman að vera Islend- ingur hér í dag og sjá hve þetta skref er stórfenglegt. Eg kom hér fyrir þremur árum, þegar við Guðrún Katrín vomm í Washington. Þá kynnti ég hugmyndir um landafundahátíðahöld, m.a. á fundi með Clinton forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu eins og menn muna ojg átti þá einnig fund með forstöðumönn- um Smithsonian-safnsins. Þá vora hugmyndir um þessa sýningu ennþá að fæðast. Mér þótti gaman að þeir rifj- uðu þetta upp nú, yfirmenn Smith- sonian, að það hefði verið fyrsti viðræðufundurinn sem þeir áttu með fulltrúum Norðurlanda vegna sýning- arinnar.“ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.