Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ
64 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
UMRÆÐAN
Hverjir sitja eftir?
FRAMUNDAN er
1. maí, dagur baráttu,
jafnaðar og mannrétt-
inda. Við lítum tii
baka, skoðum hverju
barátta kynslóðanna
fyrir réttinum til
mannsæmandi lífs hef-
ur skilað og hvert þarf
að beina spjótum. Fyr-
ir okkur sem njótum
óskertrar starfsorku
er auðvelt að hrífast
► með hinni jákvæðu
hagsveiftu, fuli
bjartsýni. Á slíkum
tímum er hugsunin um
bág kjör og ójöfnuð
langt undan. Þeim
mun sárari verður tilfínning þeirra
sem lúra dýpst í öldudal hagsveifl-
unnar og eiga fá ráð til að fleyta sér
uppávið.
Er þessi skortur sjálfsagt mál?
Fólk sem hefur búið við fötlun alla
ævi, eða stærstan hluta hennar,
hefur orðið viðskila við landa sína á
veginum til lífsgæða: 48.687 kr. eru
aigengar mánaðartekjur í þessum
hópi og lífeyrissjóður eða annar
ævisparnaður er þar ekki fyrir
jjendi. Þeir sem eru svo lánsamir að
geta unnið búa við afar ótrygg kjör.
Verkafólk á vernduðum vinnustöð-
um fær t.a.m. þau laun sem vinnu-
staðirnir treysta sér til að borga,
engir samræmdir taxtar eru þar til
eins og á öðrum vinnustöðum. Það
er augljóst að fólk sem búið hefur
við alvarlega fötlun ævilangt á við
þessi lífsskilyrði enga möguleika á
að eignast eigið húsnæði. Aðrir
hlutir sem flestum þykja sjálfsagð-
ir, s.s. ferðalög, bíll, tómstundastarf
og íþróttir fyrir börnin, leikhús og
önnur neysluföng nú-
tímans eru handan
hins mögulega. Hátt á
þriðja hundrað manns
eru á biðlista eftir bús-
etu og ýmis önnur lög-
bundin þjónusta við
fatlað fólk er í lama-
sessi vegna takmark-
aðra fjárveitinga. Ofan
í kaupið á fatlað fólk
fáar bjargir í baráttu
sinni fyrir betri kjör-
um og nægir þar að
nefna að helsta vopn
verkalýðshreyfingar-
innar, verkfallsréttur-
inn, er eðli málsins
samkvæmt ekki fyrir
Verk að vinna
Hagsmunasamtök fatlaðra og
verkalýðshreyfingin hafa hér í sam-
einingu þarft verk að vinna. Þegar
er farin af stað vinna vegna rétt-
inda verkafólks á vernduðum
vinnustöðum, þar sem þessir aðilar
voru ásamt fleirum þátttakendur í
nefndarstarfi er tók þau mál til
skoðunar. Nefndin hefur skilað fé-
lagsmálaráðuneyti tillögum til úr-
bóta. Þar er m.a. gert ráð fyrir að
verkalýðshreyfingin haldi utan um
samningamál þessara launþega.
Viðbragða frá félagsmálaráðu-
neyti við tillögum þessum er að
vænta á hverri stundu. Þegar kem-
ur að hinum lágu örorkubótum er
óhægara um vik og erfíðara að
greina löngun yfirvalda til að bæta
um betur. Til margra ára voru ör-
orkubætur tengdar lægstu launa-
töxtunum. Fyrir nokkrum árum
urðu þær breytingar að skorið var á
1. maí
Fólk með fotlun er fyrst
og fremst fólk, segir
Halldór Gunnarsson,
með sömu þarfir og
aðrir fyrir öryggi
og virðingu.
þessi tengsl en örorkubætur látnar
fylgja meðaltali launa - svokallaðri
launavísitölu. Síðan hefur verka-
lýðshreyfingunni tekist að knýja
fram hærri kaupprósentu hinum
lægst launuðu til handa. Sú hækkun
naut víðtæks stuðnings meðal al-
mennings. Hafi þessar sérstöku
hækkanir átt rétt á sér er erfitt að
skilja hvers vegna öryrkjar sem
búa við enn verri kjör en ófatlað
verkafólk fá ekki að njóta þessa
árangurs. Sterkur hljómgrunnur er
á meðal þjóðarinnar fyrir bættum
hag öryrkja. Það kom m.a. skýrt
fram í könnun Félagsvísindastofn-
unar 1998.
Fólk með fötlun er fyrst og
fremst fólk með sömu þarfir og aðr-
ir fyrir öryggi og virðingu. Barátt-
an fyrir réttindum þess er umfram
allt mannréttindabarátta. Lands-
samtökin Þroskahjálp vilja eiga
sem víðtækast samstarf við þá sem
láta sig reisn manneskjunnar varða
og víst eru fjölmörg verðug verk-
efni framundan.
Höfundur er formaður Landssam-
takanna Þrosknhjálpar.
Halldór
Gunnarsson
hendi.
BlaðauM í Morgimblaðinu laugardagmn 13. mai
SkilaÍTestur auglýsingapantana
ertilkl. 16 föstndaginn 5. maí
AUar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar
á auglýsingadeild í sima 569 1111.
JKtorgtmM&feUi
AUGLÝSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfastmi 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Eitt er landið
- ein vor þjóð
AÐ undanförnu hef-
ur orðið ánægjuleg
umræða um mikilvægi
þess að efla lands-
byggðina og tengja
hana með batnandi
samgöngum, styrlqa
þar atvinnulíf og fjölga
íbúum. M.a. hefur út-
varpið átt hlut að um-
ræðunni, forystumenn
sveitarfélaga, borgar-
stjóri og bæjarstjórar,
og er skemmst að
minnast skeleggrar
ræðu Sigurgeirs Sig-
urðssonar bæjarstjóra
Seltjarnamess nýíega
á þingi á Akureyri.
Var henni útvarpað ekki einu sinni
heldur oftar sem maklegt var. Ekki
er þessi umræða aiveg ný, t.a.m.
hefur háskólarektor áður efnt til
þings um þessi mál, og í mörg ár
hefur þau borið á góma af og til, en
nú hefur umræðan tekið vaxtarkipp
og sérstaklega hefur mönnum auk-
izt þróttur og kjarkur til að tjá sig
svo að athygli vekur. E.t.v. kemur
hér fram að þjóðinni sé farið að
blöskra upphlaup þröngsýnismanna
og barátta gegn uppbygginga og
framkvæmdum úti á landi og séu
menn að sýna hug sinn með þátt-
töku í hinni nýju og þjóðhollu um-
ræðu.
En einnig kemur skýrt í ljós að
menn skilja, að þetta er ekki ein-
hliða akkur þeirra, sem úti á landi
búa, heldur er það gagnkvæmur
hagur fólks í þéttbýlinu við Faxa-
flóa og í stijálbýli út um land að
sem mest jafnvægi ríki, bæði að því
er varðar búsetu og lífskjör. Áður
hafa flestir að vísu skilið, að það er
tjón á alla vegu, fjárhagslegt, fé-
lagslegt o.s.frv., fyrir landsbyggð-
ina að fólki fækki þar stöðugt, en
menn hafa síður gert sér grein fyrir
þeim kostnaði og öðrum vanda sem
steðjar að borg og bæjum sem vaxa
of hratt við innflutning fólks. Þetta
er hið nýja í umræðunni, skilningur
á að það er líka þéttbýlinu fyrir
beztu að landsbyggðin vaxi - og að
bæirnir stækki hægt. Við of hraðan
vöxt fer margt úrskeiðis, m.a. sam-
göngukerfi. Góðar samgöngur fara
úr skorðum og verða að vandræðum
eins og allir þekkja, bæði innan
borgarmarka og t.d. á Reykjanes-
braut. Og loksins er þessi hlið mála
komin inn í umræðuna, eitt hinna
stóru mála og ekki einvörðungu
vandi landsbyggðar. Einhliða úr-
lausn er ekki nema kák.
Nýlega hefur starfshópur skilað
til Álþingis jarðgangaáætlun, góðu
verki um veggöng, sem gera þarf á
næstu árum og áratugum, til að
bæta landið fyrir okkur öll og til að
leysa vanda þeirra sem eiga enga
vetrarfæra leið út fyrir heima-
bæinn, þar með nokkra lýsingu á
helztu verkþáttum, lengd ganga á
hverjum stað, hæð yfir sjó, ásamt
mati á berglögum og gæðum bergs-
ins, og er þó mikil rannsóknavinna
eftir. Þetta er mikill og merkur
áfangi, þó að sum þessara ganga
virðist nú helzt tekin með sem
dæmi um hið ógerlega. Fáein vant-
ar, en engin sem verða gerð á
næstu 30 árum.
Það er annað sem hér er að sakna
og það er mat á hvenær eða í hvaða
röð skuli vinna þau nær 30 göng,
sem koma til greina. Vel er skiljan-
legt að starfshópurinn víkur sér
undan þessum vanda, því að hann
hefði tekið mikla áhættu um að
verkið hlyti of óvægilega gagnrýni,
og myndi þá minna gagni skila.
Samt velur hann þrenn fyrstu göng
og raðar þeim. Og það er þýðingar-
mikið, ef sátt verður um þessa til-
lögu, því að þá er hægt að hefjast
handa þegar í stað, þ.e. að undirbúa
þessi þrenn göng sem mun taka tvö
ár, og gefst nokkur tími til að ná
samkomulagi um hin næstu þar á
eftir.
Verður það nú höf-
uðverkur alþingis-
manna. Og fyrsta út-
spil verður þeim jafn
áhættusamt og Vega-
gerðinni. En óbreyttur
kjósandi, nafnlaus og
ábyrgðarlaus og án
allra hagsmunatengsla
fær fremur leikið
fyrsta leik í þessu tafli
án þess að valda
skjálfta og deilum milli
þeirra sem bíða
óþreyjufullir eftir
göngunum sínum.
Reyndar hefur hann
leikið nú þegar, með
Göng
Vandinn er vitanlega sá,
segir Guðjón Jónsson,
að af meir en 15 göngum
liggur jafnmikið á þeim
öllum.
grein í Mbl. 4. júlí í fyrra. Og það er
athyglisvert og mjög ánægjulegt að
engin rödd hefur mótmælt þeirri
tilraun, sem og hitt að með henni og
fyrmefndri áætlun sem lögð var
íyrir Alþingi er gott samræmi, og af
þrennum fyrstu röðuðum göngum
eru tvenn hin sömu.
Vandinn er vitanlega sá, að af
meir en 15 göngum liggur jafnmikið
á þeim öllum! En næstu tvö ár fara í
rannsóknir og undirbúning, og
þann tíma þyrfti nauðsynlega að
nýta til að vinna hver þau göng sem
unnt er - og svo vill til að nokkur
göng verða svo stutt að þessi tími
ætti að nægja til að grafa þau, þó
svo að eitthvað vanti e.t.v. á frágang
þeirra, þegar bormenn færa sig.
Jafnframt eru þetta afar mikiivæg
göng, langt frá byggðum, um sér-
lega slæmar hindranir, Klettsháls
og Bröttubrekku, einnig Aimanna-
skarð og Reynisfjall. Komi göng
strax sparast mikið fé, sem ella
verður varið í nýja vegi, og þá líða
mörg ár áður en göng verða gerð.
Telja má víst að síðan komi tvenn
fyrstu göng milli Fáskrúðsfj. og
Reyðarfj. og milli Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar, e.t.v. frá Siglufirði til
Ólafsfj. þó í milli, ef undirbúningi
lýkur í tæka tíð. Hvað svo? Væntan-
lega er hagræðing og sparnaður í
því fólginn að vinna tvenn göng á
sama stað samfellt - báðumegin
Amarfjarðar. Ef ekki, þá er vísast
að göng um Dynjandiheiði tefjist
svo lengi, að þar verði að leggja nýj-
an veg fyrir 800 millj. króna.
Kannski er það í lagi, kannski væri
líka meira um vert að fá fyrst göng í
stað Óshlíðarvegar?
Lengi hefur verið beðið ganga
um fjöll milli Héraðs og Vopna-
fjarðar. Nú höfum við misst af
strætó: Heilsársvegur er að koma
loksins - já loksins! - frá Jökuldal,
og þó langur verði, þá er um svo
mikla endurbót að ræða, að það
væri vanþakklæti að ætlast til þess
nú, að það komi göng samtímis! í
alvöru: Ef vonir rætast, að veruleg
og mannfrek umsvif verði senn á
Reyðarfirði, þá hlýtur það að vera
ískalt raunsæi að göng komi þegar í
stað til Norðfjarðar í 100 m hæð eða
lægra. Frá botni Eskifjarðar: Byrj-
un á aðalbraut allra stytztu leið (um
fjarðabotna) milli hverfa, til Seyðis-
fjarðar og þaðan til Egilsstaða.
Fleiri göng verða þá ekki gerð um
sinn eystra. En þessi byrjun nægir
til að hreyfa við nýrri þróun:
Byggðin í Neskaupstað tekur að
vaxa í átt til hins nýja aðalstrætis
Múlaborgar, inn í hinn gullfagra dal
Norðfjarðarsveit, sem enn lifir í
dýrri minningu eftir hálfa öld.
Guðjón
Jónsson
Höfundur er fyrrv. kennari.