Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 28. APRÍ L 2000 ----------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Helgi Anton Guðfinnsson frá Baldurshaga í Borg- arfirði eystra fæddist 10. janúar 1921. Hann lést á Hrafnistu 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Guð- finnur Halldórsson og Sigþrúður Björg Helgadóttir. Systkini Heiga eru Halldór > smiður í Odda á Borgarfirði og Sess- elja húsfreyja á Borg í Njarðvík, látin. Helgi stundaði nám við Alþýðu- skólann á Eiðum í tvo vetur. Hann átti heima á Borgarfirði framan af ævinni og stundaði sjósókn frá unglingsaldri, fyrst með föður sín- um og seinna sem formaður. Auk Hann Helgi frændi minn er látinn, farinn á vit ljóssins og frelsisins, fjötrar hins jarðneska líkama hefta hann ekki lengur en við sem eftir er- um horfum um öxl og minnumst hans. . Pær eru ljúfar minningarnar mín- ar um Helga frænda, þennan hæg- láta ljúfa mann sem aldrei skipti skapi, ætíð var stutt í brosið sem ylj- aði litlum stelpuhnokka sem lagði land undir fót upp með Bakká og fet- aði sig ofurvarlega yfir plankann sem lá yfir ána fyrir neðan Baldurs- haga, oftast var þá einhver kominn þess vann hann ýmis störf, var m.a. við kennslu. Helgi sótti vertíðarvinnu til Vestmanneyja eins og þá var títt en þar bjó fóstursystir hans Þórhildur Guðna- dóttir í Landlist. Helgi flutti til Reykjavíkur laust fyrir 1960 og starf- aði eftir það hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga starfsaldurinn á enda. Heimili hans var á Bergstaðastræti 48 í Reykja- vík en seinustu æviárin dvaldi hann á Hrafnistu. Utfór Helga var gerð frá Bakkagerðiskirkju 26. mars. út til að vera til taks ef stelpuhnokk- inn dytti í ána. Erindið var að fara til Helga til að læra að lesa. Við sátum á rúminu hans uppi á lofti. Rúmið hans afa var beint á móti. Oft kúrðu kis- urnar hans afa á rúminu hans og gúfu okkur auga. Niðurinn í ánni barst inn um gluggann og það var sól, það er ailtaf sólskin í minning- unni. Helgi benti á stafina með prjóni og stautið hófst. Þessar stundir standa upp úr í bernsku- minningum mínum og hafa oft yljað mér síðan. Seinna þurfti ég aftur að fá hjálp og núna í reikningi, þolin- mæði Helga voru engin takmörk sett og þegar ég tók prófið var ég farin að skrifa tölustafi eins og Helgi án þess að hann legði nokkra áherslu á það. Það sýnir bara takmarkalausa virð- ingu nemandans fyrir kennaranum. Helgi kom oft heim í Odda og þá var slegið á létta strengi, hann var orðvar en stutt, hnyttin svör hans vöktu oft hlátur viðstaddra. Ég minnist sunnudagsgöngutúranna upp í Baldurshaga. Var þá setið uppi á fjósþakinu grasivöxnu og glóandi af sóleyjum, Helgi með uppbrettar skyrtuermarnar, alltaf fínn og strok- inn. Eftir að Helgi flutti suður til Reykjavíkur og ég flutti suður með sjó voru ófáar ferðirnar sem hann kom akandi á sunnudögum, alltaf til- búinn að veita aðstoð ef þörf var á, aldrei ágengur en alltaf tiltækur. Eins var það með bræður mína þeg- ar þeir voru í skóla í Reykjavík, þá gátu þeir alltaf leitað til hans ef þeir þurftu. Helgi var mikill bókaunnandi og las mikið og þá þýddi ekki að tala við hann, hann heyrði ekkert þegar hann las, slíkur var áhuginn. Hann var mikill áhugamaður um ljós- myndun og átti gott safn litskyggna sem hann sýndi gjarnan í góðra vina hópi. Voru þær teknar á ferðum hans um landið en hann var mikið náttúrubarn og marga tindana hefur hann klifið og þá var myndavélin með í för. Hann hafði næmt auga fyrir skini ljóss og skugga. Ætíð voru samt æskustöðvarnar sá staður er heillaði mest og austur kom hann á hverju sumri. Fyrst var hann í Baldurshaga en þegar faðir hans var kominn í hornið hjá dóttur sinni í Njarðvík var Helgi þar hjá Sellu, systur sinni, og mági. Þau HELGI . GUÐFINNSSON ÁSTA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR + Ásta Þóra Jóns- dóttir fæddist á Stokkseyri 29. apríl 1916. Hún lést 15. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 19. apríl. Afi minn og amma á Stokkseyri, Jón Jón- asson og Þóra Þor- varðardóttir, áttu sex börn. Tvö þeirra dóu #ng, Stefanía og Þor- varður. Ásta var yngst þeirra sem upp kom- ust og lifði síðust, eftir að Svanþór dó fyrir rúmum tveimur árum, og Jarþrúður móðir mín fyrir tæpum sjö, en Jónas, sem lengstum bjó í Vestmannaeyjum, lést fyrir þrem- ur áratugum. Öll voru þau fríð- leiksfólk, með þennan sérkennilega mongólska augnsvip sem afi minn bar, óvíst hvaðan. Asta var sérlega 'falleg og glæsileg kona, enn mitt á níræðisaldri. Hávaxin, grönn, lengstum dökkhærð og með austur- lenskt yfirbragð, jafnan vandlát og smekkleg í klæðaburði. Ekki man ég mikið eftir afa mín- um og ömmu. En þau systkini báru æskuheimili sínu fagurt vitni í því, að þau voru glaðvært fólk og gam- ansamt. Svanþór var hrókur alls fagnaðar, móðir mín var besta eft- irherman, og skammaðist sín þó hálfpartinn, fyrir að vera að gera grín að fólki, en réð ekki við þessa náðargáfu sína. Ásta var fundvís á skoplegar hliðar mála og sagði vel frá, þó var það jafnan græskulaust gaman. Þær systur voru alia tíð af- ar samrýndar, enda þótt margt að- skildi þær í viðhorfum, t.d. var móðir mín trúuð, en Ásta meira í s&ynsemishyggju, sýndist mér. Þær umgengust og nokkuð mis- munandi fólk, en Ásta átti áratug- um saman sömu traustu vinkonurn- ar. Ásta var bókhneigð, og las mikið, einkum amerískar skáldsögur, held ég. Hún var fróðleiksfús og opin fvi-ir nýjum viðhorfum, en svo sjálf- SEæð í skoðunum, að hún gat alveg þolað fólki að hafa önnur viðhorf. Hún var ferðagarpur mik- ill, hafði ferðast víða um heim, auk þess sem hún fór í langar ferðir innanlands. En fyrir tæpum tveimur árum fór hún í hópferð um íslendingaslóðir í Kanada, og var þó þegar farin að finna fyrir því krabbameini sem varð henni að bana. Ásta var lengstum skrifstofukona hjá Johnson & Kaaber og Heimilis- tækjum. Ekki þekki ég annnars til starfa hennar. En hitt var augljóst að hún var lánsöm í einkalífinu. Hún eignaðist soninn Loga rúm- lega þrítug, og við systkinin vorum svo heppin að umgangast hann daglega í bernsku. Hann tók síðar saman við fjallmyndarlega bekkjar- systur sína í menntaskóla, Guðrúnu Skúladóttur, þau fylgdust að í líf- fræðinámi, og eignpðust síðar tvær heillandi dætur, Ástu og Hrund. Þær voru jafnelskar að ömmu sinni og hún að þeim, og öll þessi stór- fjölskylda bjó saman mörg síðustu árin í óvenjulegri eindrægni. Ógleymanleg verða mér mannmörg samsætin sem þau héldu milli jóla og nýárs, af mikilli rausn, kunnáttu í matargerð og í því að skapa al- menna glaðværð. Við systkinin, Jón Hilmar að Laugardælum, Þórunn póstmaður á Seltjarnarnesi og und- irritaður minnumst Ástu með eftir- sjá og þakklæti fyrir margar góðar samverustundir. Sama gildir um börn okkar og barnabörn, fjöl- mennan skara, sem naut þess að hitta Ástu og heyra hana segja frá undir hlátrasköllum. Örn Ólafsson. Ásta Jónsdóttir, móðir besta vin- ar míns, Loga Jónssonar, er látin. Hún var mjög sérstök og ein- staklega aðlaðandi kona. Ég kynnt- ist henni fyrst þegar ég var barn að aldri og við Logi vorum saman í barnaskóla og enn betur á meðan við vorum á unglingsaldri. Ung- lingar eru skrítið fólk. Þeir eru að breytast úr barni í mann og vilja helst ekki láta trufla sig við þessa mótun. Oft á tíðum finnst þeim að vinsamleg tilmæli foreldranna séu beinlínis mannréttindabrot og berj- ast um á hæl og hnakka til að öðl- ast ímyndað sjáfstæði. Ásta hafði einstakan hæfileika til að skilja okkur ungmennin. Hún var í senn ákveðin og hlustandi og hún hafði glettið viðmót sem laðaði okkur að henni. Við sátum stundum heilu kvöldin meðan við vorum í mennta- skóla og röbbuðum við hana. Hún var fróð og vel lesin, hafði ferðast vítt og breitt og hafði svo næman skilning á þörfum okkar og þrám. Við gátum leitað til hennar með hvað sem var án þess að þurfa að óttast að hún tæki máli okkar illa. Ásta var alla tíð glæsileg kona með mjög fallegan og sérstakan smekk, sem fylgdi henni hvar sem hún kom. Einnig var heimili hennar alla tíð fallegt og búið húsgögnum og munum sem höfðu ákveðinn stfl, sem var svo einkennandi fyrir Ástu. Ég man að þetta var eitt það fyrsta sem ég tók eftir í fari Ástu, og það hreif mig frá upphafi. Ásta bjó lengi vestur á Grenimel, en fyr- ir allmörgum árum fluttist hún til sonar síns og tengdadóttur. Hún bjó þar í skjóli þeirra og jafnframt sem stoð þeirra til margra ára og var aðdáunarvert hvernig þau bjuggu saman ásamt dætrunum tveimur á Tómasarhaganum. Það er orðið svo sjaldgæft á íslandi að það búi þrjár kynslóðir undir sama þaki að það vekur eftirtekt. En það verður að segjast að Ásta var líka mjög heppin með sína fjölskyldu, son sinn sem var henni ætíð náinn og svo tengdadóttur sem hefur ver- ið henni sem dóttir og vinkona í senn. Ég veit að samband Ástu og sonardætranna var einstakt og þær nutu allar góðs af því sambandi. Þegar árin liðu urðu samskipti okkar minni eins og gengur, en samt var alltaf jafn gaman að hitta hana og alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær. Elsku Logi, Guðrún, Ásta og Hrund ég samhryggist ykkur inni- lega, ég sakna hennar líka sárlega og við öll fjölskyldan. Mikið vorum við heppin að hafa átt hana a_ð. Gunnar Örn. systkini voru ætíð náin og nú eru þau saman á ný. Helgi var traustur vinur og naut hann þess er heilsu hans fór að hraka. Þá naut hann vináttu og hjálpar nágrannanna á Bergstaða- strætinu en þó stóð upp úr um- hyggja Teódórs vinar hans sem var hans sverð og skjöldur til hinstu stundar. Sannast þar orðatiltækið að vinur er sá er í raun reynist. Systkinin á Hóli voru honum mjög kær og reyndust þær systur, Halla og Didda, honum eins og væri hann bróðir þeirra. Útför Helga fór fram 26. mars frá Bakkagerðiskirkju á sunnudegi, því ófært var frá Egilsstöðum á laugar- deginum en prestur, kór og nokkrir aðstandendur voru veðurtepptir þar. Á sunnudeginum var orðið fært og hann var fagur fjörðurinn okkar þegar Helgi fór hinstu förina í kirkjugarðinn á Bakkamelnum þar sem sér út á fjörðinn, upp í Baldurs- haga og niður í Álfaborg, fagur fjallahringurinn fannhvítur og sólin skein. Ég þakka Helga frænda mínum fyrir þá birtu og yl sem hann gaf mér með lífi sínu og kveð hann með einu versinu úr hinum fallega sálmi séra Sverris Haraldssonr: Við þökkum faðir, þína hjálp og hlíf. Þú heitir okkur von um eilíft líf. I ljósi björtu, h't ég þína mynd er læknar mein og fyrirgefur synd. Sigríður Halldórsdóttir. Þegar ég kvaddi þig á Hrafnistu s. 1. haust fékk ég þá tilfinningu að við myndum ekki sjást aftur í þessu jarðlífi. Þú hafðir farið með okkur að minningarathöfn systur þinnar, tengdamóður minnar, og þrátt fyrir sjúkleika fann ég að þú vissir á þinn hátt hvað fram fór. Við kvöddumst í kirkjunni og Didda og Halla fylgdu þér á Hrafn- istu. Mér fannst samt að ég þyrfti að líta við og kveðja þig betur áður en ég héldi til míns heima, sem reyndar var líka þitt heima þrátt fyrir fjöru- tíu ára búsetu í Reykjavík. Ég kvaddi þig á ganginum og þú hélst í mig og eins og svo oft áður reyndist það mér erfitt að skiljast við þig. Ég kvaddi og sneri fram ganginn en þegar ég leit við og horfði á þig í gegnum tárin komu upp í huga minn erindi úr Ijóði séra Sverris Haralds- sonar Af moldu ertu kominn: A enni þér liggja ótal hrukkur sem alvöru lífsins sýna. Herðalotinn með hærur gráar, er höfuðið þreytta krýna, þú biður, að dagurinn bráðlega komi, sem botnar söguna þína. Og dagurinn kemur, þú deyrð að lokum og dauðanum heilsar feginn því hann getur leyst þig frá lífsins raunum og leitt þig eilífðarveginn. Þú vonar að bíði þín betri tímar og bjartari hinum megin. Og dagurinn er kominn, og mitt þakklæti til þín er tjáð með fátæk- legum orðum. Nú er rúmur aldar fjórðungur frá því ég kynntist þér fyrst, ég var fimmtán ára stelpu- trippi, kærastan hans Nonna. Þú tókst mér af vinsemd og sýndir mér hlýju og kærleika, ég fann að þer fannst ég ágæt eins og ég var. Ég skrifa þessi orð vegna þess að örlög- in höguðu því þannig að ég gat ekki að launað þér þá umhyggju sem þú sýndir mér, þegar ég þurfti mest á umhyggjusemi að halda, á þann hátt sem ég hefði helst viljað. Fyrir tutt- ugu árum þurfti ég að fara á sjúkra- hús í Reykjavík með bilað bak, ég trúði ekki á það að ég fengi bót. Þú varst sjálfur með bilað bak og skild- ir mig því betur en flestir. Eg var þarna í fimm vikur og þú komst á hverjum degi eftir að vinnu lauk og spjallaðir við mig eða hélst í hönd- ina á mér þegar ég var ekki við- ræðuhæf, þú hvattir mig til að gef- ast ekki upp og taldir í mig kjarkinn. Meira að segja á sex- tugsafmælinu þínu komstu og sast við rúmið mitt, þó ekki væri hægt að tala við mig orð af viti. Ég man að þegar ég raknaði úr rotinu var ég spurð hver þessi maður væri sem hugsaði svona vel um mig. Það var Helgi „frændi“ og það er hann sem nú fær mínar hjartans þakkir. Þá hverf ég burt, en þangað liggur leiðin, sem loftin blána, nóttin kyndir seiðinn. Með Uóð í hjarta, lag á þyrstum vörum, ég legg á brattann mikla - einn í fórum. (Davíð Stef.) Kristjana Björnsdóttir. MAGNÚS INGIMARSSON + Magnús Ingi- marsson, hijóm- listarmaður og prentsmiður, fæddist á Akureyri 1. maí 1933. Hann lést á heimili sínu 21. mars siðastliðinn og fór útfór hans fram frá Langholtskirkju 31. mars. „Dauðinn er kóróna lífsins." Þessi orð Þórunnar Magneu Magnúsdóttur leik- konu, í útvarpsviðtali við Jónas Jónasson, koma upp í hugann þegar ég kveð minn gamla og góða fornvin Magnús Ingimars- son. í þau tíu ár, sem hann var undirleikari minn, kynntist ég vel þeirri vandvirkni, smekkvísi og traustleika sem var aðal þessa snjalla hljómlistarmanns. Fyrir nokkrum mánuðum fékk hann það erfiða hlutskipti að fást við ólækn- andi og illvígan sjúkdóm. Margt vandasamt og erfitt hafði Magnús tekið sér fyrir hendur um dagana en ekkert sem þetta. En það er skemmst frá því að segja að hann notaði þessar erfiðu vikur til að ganga frá sínum málum og kveðja þetta jarðlíf með þvflíkri reisn og sóma að með því kórónaði hann líf sitt með eftirminnilegum hætti. Kynni okkar spönnuðu fjóra ára- tugi og voru öll á einn veg, dýr- mætur gimsteinn í fjársjóði góðra minninga. Auk undirleiks hans í áratug áttum við samstarf við gerð hljómplatna og útvarpsþátta og flutning revíuatriða á héraðsmót- um. Magnús var ekki aðeins afbragðs radd- setjari og útsetjari, heldur einnig lipur textasmiður og það var ekki ónýtt að eiga hann að í þeim efnum, svo sem við gerð nokkurra texta sem við gerðum í samein- ingu. Síðustu tvö verkin sem tengdu okkur Magnús var út- setning hans og stjórn á flutningi lagsins „Flökkusál" 1998 og lagið „Sommerens sidste blomster“ eftir Sigfús Hall- dórsson, sem hann útsetti fyrir sönghópinn MR ’60. Þetta lag, út- setning þess og samhljómur við náinn vinahóp úr Menntaskóla kveikti Ijóðlínur sem verða mín kveðju- og þakkarorð til Magnúsar Ingimarssonar. Góðar og glaðar stundir geymast í huga og sál vina sem orna sér ennþá við æskunnar tryggðamál. Þær stundir leiftrandi lifa; svo ljúfsárt minningaflóð, og okkur til æviloka yljar sú forna glóð. Allt er í heimi hverfult, hratt flýgur stund, lán er valt. Góðar og glaðar stundir þú geyma við hjarta skalt og tendra eld sem að endist þótt annað flest reynist hjóm. Hann logar fegri og fegri þótt fólni hin skærustu blóm. Ómar Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.