Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 23
HÁSKÓLANÁM I Á BIFRÖST Samvinnuháskólinn á Bifröst er alhliða viðskiptaháskóli. Við ieggjum áherslu á hagnýta menntun í rekstri og viðskiptum, raunhæf verkefni og náin tengsi við innlent og erlent atvinnulíf. Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar eru kennd á tveimur árum. Fiestir nemendur Ijúka einnig þriðja árinu með B.S. gráðu í rekstrarfræðum sem einnig er hægt að taka í fjarnámi. Háskólinn leggur sérstaka áherslu á aö nýta upplýsingatækni í námi. Þráðlaust tölvukerfi stenst samanburð við það sem best gerist í erlendum háskólum. Fartölvur allra nemenda og kennara tengjast Netinu og innra neti skólans hvar sem er í byggingum háskólans, nemendagörðum, kennarabústöðum og jafnvel utanhúss. í háskólaþorpinu á Bifröst búa á þriðja hundrað manns við nám og störf í einstöku umhverfi. Bókasafn, vinnuherbergi og tölvukerfi eru opin allan sólarhringinn. Yngstu íbúarnir ganga í leikskóla við hlið háskólans en eldri börnin í einsetinn grunnskóla á Varmalandi. í háskólaþorpinu er kaffihús og líkamsræktarstöð með baðsvæði. Við leggjum áherslu á nemenda- og kennaraskipti við erlenda háskóla og náin tengsl við alþjóðlegt viðskiptaumhverfi. Nemendur geta stundað hluta námsins við erlendan háskóla og á hverju ári kemur hópur erlendra nemenda til að stunda nám á Bifröst. Hluti náms á síðasta ári fer fram á ensku. Við störfum með evrópskum háskólum innan SOCRATES-ERASMUS og tökum þátt í NORDPLUS-samstarfi Norðurlandanna. Alþjóðavæðingin á Bifröst mun halda áfram með frekari samningum við háskóla í Evrópu og Ameríku. Atvinnurekstur og viðskipti eru drifkraftar velferðarþjóðfélagsins. Samvinnuháskólinn á Bifröst vill styrkja samfélagið í heild með eflingu íslensks atvinnulífs. Betri menntun eykur hæfni þess og arðsemi og færir þjóðarbúinu efnahagslegan ávinning. Opið hús laugardaginn 29. apríi Á morgun verður opið hús á Bifröst frá kl. 13 -17. Námsframboð og upplýsingakerfi háskólans verða kynnt, leikskólinn opinn almenningi og íbúðarhúsnæði í Nemendagörðum til sýnis. Væntanlegum umsækjendum gefst kostur á viðtali við rektor eða aðstoðarrektor. Allir eru velkomnir á opið hús og gamlir Bifrestingar eru sérstaklega hvattir til að láta sjá sig. Útskriftarfélag nemenda sér um veitingar á Kaffi Bifröst. Umsóknir Við leitum að sköpunargleði, frumkvæði og samskiptahæfni hjá þeim sem fá inngöngu í Samvinnuháskólann á Bifröst. Við viljum veita fólki tækifæri til að beina sköpunargleðinni á svið viðskipta og rekstrar og nýta athafnafrelsi sitt til að skapa sér framtíð að námi loknu. Við inntöku nemenda er tekið mið af námsárangri, starfsreynslu, meðmælum og viðtölum við umsækjendur. Háskólinn leitast við að veita jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag eða búsetu. Afgreiðsla umsókna fyrir næsta skólaár er hafin. Allar nánari upplýsingar um umsóknir og meðferð þeirra er að finna á www.bifrost.is. SAMVINNUHÁSKÓLINN Á B I F R Ö S T www.bifrost.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.