Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 53 -------------------------st amma bjuggu á Bergstöðum sem Bergstaðastræti er nú kennt við. í föðurættinni, sem bjó í Templara- sundi, voru hins vegar okkar fyrstu ættliðir borgaralegrar menningar. Segja má að uppeldi okkar hafi því mótast af hefðum borgarmenningar í mótun með öllum þess kostum og göllum, en samt á vissan hátt í tengslum við gamlan hefðbundinn Reykjavíkurbúskap en afi okkar í móðurætt hélt alla tíð kindur á bak- lóð Skólavörðustígs og á haustin var réttað fyrst í Hafravatnsrétt og síð- an í Breiðholtsrétt. Á einni nóttu á unglingsárum Lillýjar breyttist svo þessi rólegi staður í hersetinn bæ með víggirtum búðum og marsér- andi hermönnum. Þetta setti mark sitt á hefðbundið fjölskyldulíf og uppeldi okkar, en ég sem stráklingur naut góðs af með því að sníkja súkk- ulaði og tyggigúmmí af hermönnun- um, en slíkt vai’ ungum stúlkum harðbannað. Lillý vai- góðum gáfum gædd og átti auðvelt með að læra. Að loknu barnaskólanámi fór hún í Ingimars- skólann gamla og síðan í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1948. Hugur hennar stóð til frekara framhalds- náms en á þeim árum var það ekki sjálfgefið að konur færu í langskóla- nám og hún fór að vinna á skrifstofu ríkisféhirðis og var þar um langt ára- bil gjaldkeri og um tíma settur ríkis- féhirðir. Hún hætti þar störfum þeg- ar hún gifti sig, en síðar á ævinni lauk hún tækniteiknaranámi við Iðn- skólann í Reykjavík og vann sem slíkur hjá gatnamálastjóra Reykja- víkurborgar um skeið og um tíma vann hún hjá lyfjanefnd ríkisins. Eiginmaður Lillýjar er Guðmund- ur Guðmundsson, málarameistari, borinn og barnfæddur Reykvíkingur eins og hún. Börn þeirra eru þrjú, Ásdís kennari, Pétur húsasmíða- meistari og Guðmundur málara- meistari, allt saman harðduglegir, vel gefnir og heiðarlegir einstakling- ar, fjölskyldu sinni til sóma. Barna- börnin eru fimm og það sjötta á leið- inni. Þegar ég lít til baka er mér ofar- lega í huga hversu trú sjálfri sér Lillý ætíð var og lét ekki sveiflur um- hverfisins og samferðamanna hafa áhrif á sig. Hún var að sumu leyti al- in upp í vernduðu umhverfi en kom út úr því sem hvort tveggja í senn af- ar viðkvæmur en þó sterkur ein- staklingur. Hógværðin var henni í blóð borin sem á stundum gat orðið henni fjötur um fót. Hún var að upp- lagi fagurkeri sem kom vel í ljós í öll- um hennai’ athöfnum, jafnt í nánasta umhverfi sem og framkomu og klæðaburði. Enda bar heimili hennar og Guðmundar merki sérstakrar smekkvísi í öllum hlutum. Hjónaband hennar og Guðmundar var farsælt samspil þar sem saman komu að mörgu leyti andstæðir pers- ónuleikar en Guðmundur er að upp- lagi kraftmikill, glaðvær og áræðinn einstaklingur sem dáði eiginkonu sína og bar hana á höndum sér alla tíð, eins og svo vel kom fram í orðum hennar þegai’ hún helsjúk sagði við hann: „Ég hef alltaf verið blómið þitt.“ Á seinni árum þegar um hægðist byggðu þau sér fallegt sumarhús í skógi vaxinni hlíð við Skorradalsvatn þar sem þau nutu náttúrunnar og fegurðar hennar eins og hún best getur orðið. Þau höfðu því allar aðstæður til að njóta ævikvöldsins. En þó að manni finnist að það hafi verið frá henni tekið hafði hún á orði í veikindum sínum að hún gæti ekki beðið um meira þar sem hún hefði átt góða ævi við hlið góðs eiginmanns og mann- vænlegra barna og tengdabarna sem nú ásamt fjölskyldum syrgja góða eiginkonu og móður. Nú er hún horfin af hinu sýnilega sjónarsviði okkar. Enhandanviðfjöllm og handan við áttimar og nóttina rís turn Ijóssins þarsemtíminnsefur. Innífriðhansogdraum er forinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Hafðu þökk fyrir allt. Magnús Karl Pétursson. SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigríður Krist- jánsdóttir fædd- ist á Seljalandi undir Eyjafjöllum 1. maí 1920. Hún léstálíkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 12. apríl siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóradals- kirkju 22. apríl. Bærinn Ytra-Selja- land er orðinn mikil- vægur hluti af lífi mínu. Þangað förum við fjöl- veit að Hálfdan mun halda áfram að taka á móti okkur á tröppun- um og gefa okkur koss á kinn og veita okkur alla þá hlýju sem við þörfnumst. Elsku Hálfdan og aðrir ástvinir, Guð gefi ykkur styrk í sorginni, minningin um Siggu er Ijós í lífi okkar. Inga Lára Pétursdóttir. skyldan oft á ári, þó að- allega á sumrin, og hluti af Seljalandi eru tengdaforeldrarnir Hálfdan og Sigríður. Það verður skrítið að koma þangað þegar Sigga, eins og ég kall- aði hana alltaf, er ekki lengur þar, en það er staðreynd sem ég á erfitt með að trúa eins og sjálfsagt margir aðr- ir. Að koma heim að Seljalandi er eins og að koma til sæluvistar, þann- ig líður manni alltaf þar, og meðan Sigga var þar var alltaf tekið á móti manni úti á tröppunum með faðminn opinn og koss á kinn. Væri sumar og veður gott var fyrst gengið um garð- inn, en hann er einn sá fallegasti á Suðurlandi, leyfi ég mér að fullyrða. Hún Sigga lagði mikla vinnu í þenn- an garð, enda var hann stolt hennar þótt hún léti nú lítið yfir því. Væri kalt í veðri flýtti maður sér inn í hlýj- una því nóg var af henni þar. Það var fyrir u.þ.b. 12 árum sem ég sá Siggu fyrst, stóra og mikilfeng- lega konu, sem var ætíð hljóðlát og dagfarsprúð. Það var ekki annað hægt en að dást að henni, allt sem hún hafði afrekað um ævina. Hún ól upp níu börn og kom þeim öllum til manns, rak búið með miklum mynd- arskap, en um það sá hún lengi vel ein ásamt börnunum, þar sem tengdapabbi vann sína vinnu mikið til á öðrum vettvangi. Ef átti hún stund aflögu hlúði hún að fyrmefnd- um garði eða settist niður með góða bók, helst Ijóðabók, en aldrei voru prjónamir langt undan eða önnur handavinna. Það var gaman að ná Siggu á spjall. Við áttum það til að setjast inn í litlu, fínu stofuna hennar þegar ró færðist yfir bæinn og lesa saman ljóð, eða hlusta á góða tónlist, en skemmtilegast þótti mér þegar hún rifjaði upp bernskuminningar sínar. Mér er það í fersku minni þegar hún sagði mér frá fyrstu ferð sinni til Reykjavíkur. Það var þegar átti að fara að ferma hana og hún varð að fá einhver viðeigandi föt. Þegar átti að leggja upp í ferðina kom á daginn að hún átti enga kápu til að fara í og enga skó. Svo að hún fékk lánaða regnkápu hjá vinnukonu einni og svo urðu stígvélin að duga, en það var allt í lagi því að það rigndi. Henni fannst mikið til koma þegar hún sá hana Reykjavík en þar sem komið var kvöld fóru þau beint í hús nokk- urt þar sem átti að gista, en daginn efth’ átti að fara í búðir. Svo kom morgundagurinn en þá kom babb í bátinn! Sólin skein hin bjartasta og ekki ský á himni og Sigga var í regnkápu og stígvélum. Þannig til fara gæti hún nú ekki látið sjá sig í Reykjavík. Það var víst ekki auðvelt að fá hana út úr húsi en ein- hvern veginn tókst það nú og ferm- ingarfötin vom keypt. Margar aðrar skemmtilegar sögur sagði hún mér og þær mun ég geyma með mér alla tíð, þær verða ekki frá mér teknar, en hún Sigga mín er far- in og ég veit að englar Guðs hafa tek- ið á móti henni. Eg veit líka að hún var viðeigandi klædd þegar hún fór því að hún var umvafin ást í öllum regnbogans litum frá Hálfdani, öll- um börnunum, tengdabörnunum, barnabörnunum, barnabarnaböm- unum og öðram ástvinum. Seljaland verður áfram á sínum stað, og við munum halda áfram að fara þangað, því við ætlum að halda minningu Siggu á lofti með því að sinna skógræktinni sem er í landi því er móðir hennar gaf til þess, og ég Nú kveð ég ömmu mína í hinsta sinn. Ég geri það með trega því hún var góð kona. Amma var dugleg kona og falleg og óskap- lega myndarleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Allir sem hana þekktu bára henni einstaklega vel söguna. Gauja amma í Vestmanna- eyjum sagði mér oft að afi og amma á Seljalandi hefðu þótt glæsilegt par í sveitinni fyrir austan. Ég fékk þau orð staðfest þegar ég skoðaði gömul myndaalbúm nú íyrir nokkra, amma var svo sannarlega glæsileg kona þegar hún var á besta aldri, rétt eins og hún var alla tíð. Hún eignaðist níu myndarleg og yndisleg böm sem mér þykir svo vænt um. Pabbi minn er einn af þeim. Hún hh’ti vel um garðinn sinn þann, eins og skrúð- garðinn sinn, og börnin era öll fyrir- myndarfólk sem ég er mjög stolt af að tengjast. Það var alltaf gott að dvelja hjá ömmu og afa í sveitinni í gamla daga. Þar átti ég margvíslega vini og ber þá helst að nefna hana Ljósbrá mína sem var frekur heimalningur og hann Snata, sem óhætt er að segja að hafi verið besti hundur og mesti mannvinur sem ég hef nokkra sinni kynnst. Við lékum okkur saman í feluleikjum sem og öðram leikjum. Vonandi hafa þau tekið vel á móti ömmu og gleðja hana nú jafn mikið og þau glöddu mig áður. Heimili þeirra ömmu og afa á Seljalandi var stórt og fallegt og myndarskapurinn augljós alls stað- ar. Mér er afar minnisstæð súkkul- aðikakan sem amma var vön að baka og var í algjöra uppáhaldi hjá mér. Síðan þambaði ég ískalda mjólk með. Stundum stalst ég út í garð og nældi mér í rabarbara og ef amma hugsaði ekki mikið um tannlækna þann dag- inn fékk ég að dýfa þeim í sykur. Þegar veður var vont úti og Snati og Ljósbrá ekki í stuði til að leika var amma alltaf tilbúin að spila við mig rommí. Óskaplega fannst mér það gaman. Alltaf var hún til í að taka eitt spil enn. Eftir að ég fór að vaxa úr grasi og hafa minni tíma fyrir sveitadvöl á Seljalandi missti ég töluvert sam- band við ömmu og afa. En eftir að amma veiktist, og dvaldi langdvölum á hinu myndarlega heimili sínu sem hún og afi áttu, fór ég nokkram sinn- um að heimsækja hana í Bólstaðar- hlíð. Það var svo ánægjulegt að heyra hvað amma vissi mikið um það sem ég var að gera. Aldrei kom henni neitt á óvart því hún var alltaf búin að spyrjast fyrir. Það gladdi mig svo mikið að heyra hvað hún var stolt af mér og hún hvatti mig heils hugar áfram. Þegar kosningarnar í Háskólanum hófust og ég var að kvíða því að standa uppi á sviði og tala sagði hún mér að vera ekki feim- in því það þýddi ekki neitt. Ég lofaði henni því rétt áður en hún dó að hætta að vera feimin. Amma mín, ég ætla að lofa því. Elsku amma mín. Þrátt fyrir að hafa misst af þér í nokkur ár fann ég það þegar ég fór að heimsækja þig í Bólstaðarhlíðina hvað þú varst góð, skemmtileg og vel gefin kona. Ég hugsaði eitt sinn þegar ég var hjá þér að kannski væri ég pínulítið lík þér. Það gladdi mig að vona það. Mér fannst þú svo greind og orðheppin og alltaf tókstu öllu með miklu jafnaðar- geði. Það er góður kostur sem ég ætla að reyna að tileinka mér. Nú kveð ég þig í bili amma mín og velti vöngum yfir hvar þú sért stödd í þessum rituðu orðum. Ég tók mynd af þér í dag og bar að brjósti mér því ég vonaði að þú gætir leiðbeint mér þar sem ég var í örlitlu ástarveseni. Ég er ekki frá því að þú hafir verið mér til halds og trausts. Hvíl í friði elsku amma min og við sjáumst þegar minn tími kemur, hvar sem það verður. Elsku afi, pabbi minn, systkini, ættingjar og vinir, megi góður andi vera með ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Að lokum langar mig til að láta þetta ljóð fylgja með, en það er eitt af mínum uppáhaldsljóðum og er úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson. Ömmu þótti það líka mjögfallegt. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Sara Hlín Hálfdanardóttir. Okkur langar til að segja nokkur orð til minningar um Siggu ömmu, en útför hennar fór fram laugardag- inn 22. apríl. Því miður gátum við ekki fylgt henni til grafar þar sem skyldan kallaði á okkur í öðra landi. En við þökkum fyrir að við gátum komið heim og kvatt þig, amma mín. Síðustu dagar okkai- með þér heima á Islandi era okkur ógleymanlegir, ekki síst vegna þess að við sáum hve nærri þér þessi stóra fjölskylda stóð alla tíð og hve vel hún stóð með þér í veikindum þínum. Samstaða hennar í sorginni varð svo til þess að styrkja okkur. Það er okkur mikils virði að hafa getað verið með fjölskyldunni á þessari stundu. Að hafa getað hitt þig þar sem þú lást á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og þakkað þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og era svo ómetanlegar. Það er gott á stundu sem þessari að leita huggunar í sálmi og því látum við hér fylgja með línur sem okkur finnst eiga vel við. Þú andi lífsins, alheims mikla sál, orku mér gef að flytja hjartans mál, leiðsögn mér veittu, helga sólarsýn, sannleiks að fmna veginn upp til þín. Undur ég sé hvar uppheims tindra jjós, yndi á jörð, er blómgast dalarós, litanna prýði, ljóðs og tónamál, listanna mátt í ódauðlegri sál. Lífs anda máttu, Ijóss og stjömugeims, lífgjafinn eini hér og annars heims: Gef jarðarbömum þína sólarsýn. Sannleiks að finna veginn upp til þín. (Valdimar Jónsson.) Afa og öllum öðrum ástvinum ömmu sendum við hlýjar kveðjur og óskir um Guðs blessun. Að lokum elsku amma: Þú burt farin bjartari til heima bemsku minnar draumar sitja hjá, minningu um þig mun ég lengi geyma við munum hittast seinna, þá ég má. (Hrafnkell Markússon) Hrafnkell og María Katrín. Það vora sorglegar frétth’ sem við hjónin fengum til Flórída. Hún Sigga okkar á Seljalandi hef- ur kvatt þessa jarðvist. Minningarn- ar streyma um hugann á þessum tímamótum. Við vissum að hveiju stefndi, en ekki svona fljótt. Minningar um stórbrotna og hlýja konu era mér efstar í huga. Eg gleymi aldrei þeim degi þegar ég kom fyrst ung kona á heimili þeirra hjóna og kynntist öllum bamahópn- um. Okkur var vel tekið eins og áv- allt síðar. Síðan kynntist ég henni betur og eftir því sem árin liðu urðu kynnin þannig að ég virti hana og dáði. Við nutum gestrisni hennar og blýju og oft laumaði hún að mér rúg- brauðinu sínu góða þegar farið var heim. Hún var glaðleg kona og minn- ist ég samverastundanna í Kverk- inni og Melaseli með ánægju en þær stundir gleymast aldrei. Það var yndislegt þegar öll fjölskyldan kom saman á hátíðarstundum, þar sýndi hún hvað í henni bjó, þessi glæsilega kona í upphlutnum sínum og gat litið stolt yfir allan bamahópinn. Hún ræktaði garðinn sinn á Seljalandi sem hún hafði lagt alúð í að hafa sem*' fallegastan, og var hann sannkallað- ur unaðsreitur. Ég verð að segja að við Siggi eram rík að eiga minningu um slíka konu og fjölskyldan okkar varð að einni heild með þeim hjónum og systkinum Sigga. Elsku Sigga mín, megi ljós kær- leikans lýsa þér í áttina til þess sem öllu ræður. Kæri tengdapabbi, þér og systkinunum öllum sendum við Siggi ásamt fjölskyldu okkar innileg- ar samúðarkveðjur og megi minn- ingin um góða konu milda sorg ykk- ar og gefa ykkur styrk í framtíðinni L; trú og von. Elsku Sigga mín, minn- ingin um yndislega konu lifir áfram. Hvíl í friði. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Theodóra. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét.) Sú frétt er mér barst að morgni 12. arpíl sl. að hún Sigga í vestur- bænum væri dáin kom mér alls ekki á óvart, en samt varð mér brugðið. Sigga var búin að berjast hetjulega við þann hræðilega sjúkdóm sem krabbamein er. Upp koma margar minningar en fyrst þakklæti fyrir síðasta samfund okkar Siggu, er hún kom heim að Seljalandi fyiár stuttu. Heilsu hennar hafði þá hrakað mikið. En samt, teinrétt og glæsileg í fasi og ekki komið eitt einasta grátt hár. Það gladdi mig óneitanlega þegar hún spurði hvernig búskapurinn gengi og hvort básinn væri ekki góð- ur. Þar kom sveitakonan í henni vel í ljós. Eg held að Sigga hafi fyrst og síð- ast verið mikil búkona. Enda var það hennar lífsstarf ásamt því að koma upp stóram barnahóp, sem hún gerði hvort tveggja með miklum sóma. Mig langar að þakka Siggu fyrir all- ar góðar stundir hér á Sefjalandi. Kæri Hálfdan, börn og fjölskyldur, við á Eystra-Seljalandi vottum ykk- ur okkar innilegustu samúð og biðj- um Guð að styrkja ykkur öll á þess- um erfiða tíma. Minning um góða__ konu lifir. Guð blessi ykkur öll. Auður og fjölskylda, Eystra-Seljalandi. • Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Kristjánsdóttur biða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir .. að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. á?. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.