Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Líftæknifyrirtækin Genís og Kítín sameinast undir nafni Genís ehf,
I samstarf við öflug-
erlend fyrirtæki
LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIN Genís
ehf. og Kítín ehf. voru í gær sameinuð
undir nafni Genís ehf. Hlutafé Genís
ehf. verður við sameininguna aukið
um 400 miHjónir króna og hefur
hlutaféð þegar verið selt. Að því loknu
verða aðaleigendur Genís ehf. Þor-
móður rammi-Sæberg hf., Pharmaco
hf., Samherji hf. og kanadíska fyrir-
tækið Ocean Nutrition sem hvert um
sig eiga 20% eignarhlut í fyrirtækinu
en auk þess eiga FBA, finnska rann-
sókna- og þróunarfyrirtækið Novas-
so, Iðntæknistofnun o.fl. aðilar hlut í
fyrirtækinu.
Kítín ehf. tók fyrir ári í notkun eina
fullkomnustu kítósanverksmiðju í
heimi á Siglufirði. Verksmiðjan fram-
leiðir kítósan, sem unnið er úr rækju-
skel, en það er verðmæt afurð sem
notuð er í matvælaiðnaði, í snyrtivör-
ur og margt fleira. Verksmiðjan af-
kastar allt að 500 tonnum af kítósani á
ári og hefur rekstur hennar gengið
vel að sögn Róberts Guðfinnssonar,
stjómarformanns Þormóðs ramma-
Sæbergs hf. Velta verksmiðjunnar er
í dag um 200 milljónir króna en Rób-
ert vonast til að hún verði orðin um
800-1.000 milljónir króna innan
þriggja til fjögurra ára.
Leigja framleiðsluleyfi
Genís ehf. mun stunda rannsóknir
á úrvinnslu kítósans og taka þátt í
samstarfsverkefnum í kítósanrann-
sóknum. Genís hf. hefur auk þess
keypt 37% eignarhlut í finnska rann-
sókna- og þróunarfyrirtækinu Nov-
asso sem meðal annars hefur einka-
leyfi á framleiðslu á novamic sem
Genís mun leigja af fyrirtækinu. Nov-
amic er smákristallað kítósan sem
hefur mikla virkni sem fitubindandi
efni. Það hentar til lækkunar á blóð-
fitu og virkar eingöngu í meltingar-
veginum. Róbert segir að rannsóknir
hafi sýnt að novamic lækki kólesteról-
innihald í blóði um allt að 15% í mán-
aðarskammti. „Novamic er til á mark-
aðnum en þá aðeins í kítósani.
Novasso hefur hinsvegar þróað að-
ferð til að vinna kítósanið enn frekar
og þannig verður virkni þess mun
meiri.“
Genís mun samhliða ft-amleiðslu á
kítósani stunda rannsóknir og þróun
á bragðefnum sem framleidd eru úr
próteinum unnum úr rækjuskel.
Bragðefnin eru unnin með ensímum
og eru ódýr í framleiðslu. Genís ehf.
hefur fram til þessa þróað bragðefni
úr rækjuskel í húsakynnum sínum í
Reykjavík.
Markaðssetning á bragðefiium
Róbert segir að markaðssetning á
bragðefnunum sé nú farin að bera
árangur og stækkandi markaður sé
fyrir framleiðsluna. Hann segir að
væntanlega verði sett upp afkasta-
meiri verksmiðja tif framleiðslu á
bragðefnum úr rækjuskel á Siglufirði.
Ocean Nutrition er kanadískt ný-
sköpunarfyrirtæki á sviði náttúru-
fæðis en vinnur eingöngu vörur úr
sjávarfangi. Fyrirtækið er einnig öfl-
ugt í rannsóknum og þróun en hjá því
eru 24 starfsmenn, þar af níu með
doktorsmenntun. Fyrirtækið er að
70% hluta í eigu Clearwater sem er
stærsta einkarekna sjávarútvegsfyr-
irtæki Kanada og veltir um 17 mUlj-
örðum íslenskra króna á ári. Þá á
bandaríska markaðsfyririækið Am-
way 30% hlut í Ocean Nutrition en
það veltir um 5 niilljörðum doUara eða
um 360 milljörðum íslenskra króna á
ári. Hluti af vörum Genís ehf. verður
framleiddur undir vörumerkinu Oce-
an Essentials, en vörumeridð er í eigu
Amway. Ocean Essentials-vörulínan
er tengd sjávarafurðum og eru þegar
framleiddar fimm vörutegundir undir
vörumerkinu en áætlað er að bæta við
tveimur vörutegundum á ári.
Handteknir með
stolið greiðslukort
Sviku
vörur út
úr versl-
unum
TVEIR ungir menn voru hand-
teknir á miðvikudag vegna
greiðslukortasvika. Þeir fóru
m.a. í verslanir með stolið
greiðslukort og fengu út á það
ýmsar vörur.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar er eigandi korts-
ins fæddur árið 1955, en ungu
mennirnir árið 1981. Þrátt fyrir
það gerði starfsfólk verslan-
anna engar athugasemdir við
úttektir tvímenninganna.
Brýnt að skoða
greiðslukortin
Lögreglan vill enn sem fyrr
benda starfsfólki verslana á að
skoða greiðslukort fólks áður
en þau eru tekin gild sem
greiðslumiðill. Lögreglan segir
það alltof algengt að það sé ekki
gert, með tilheyrandi óþægind-
um fyrir hlutaðeigandi.
Svavar Guðnason fer fram á endur-
upptöku Vatneyrarmálsins
Segir Fiski-
stofu hafa
falsað gögn
SVAVAR Guðnason, útgerðarmaður
á Patreksfirði, hefur farið fram á
endurupptöku á Vatneyrarmálinu
svokallaða þar sem hann telur Fiski-
stofu hafa dregið upp ranga mynd og
lagt fram folsuð gögn eða rangfærð
skjöl er vörðuðu aðalefni málsins.
Vísar Svavar þannig til laga um með-
ferð opinberra mála sem kveða á um
endurupptöku dæmdra mála. Hann
segist munu fara með málið fyrir
mannréttindadómstóla virði Hæsti-
réttur beiðni hans að vettugi.
Svavar segir í beiðni sem hann hef-
ur ritað ríkissaksóknara að grunnur
málsóknar í Vatneyrarmálinu hljóti
að hafa verið sá að skipstjóra og út-
gerðarmanni var gefið að sök að hafa
hafið veiðar án nokkurs aflamarks.
Það sé hinsvegar ekki rétt. Vatneyr-
in hafi haft skráð aflamark í þeim
veiðiferðum sem til álita komu í dómi
Hæstaréttar og því hafi veiðileyfis-
svipting sú er beitt var 15. febrúar
1999 verið ólögmæt. Bendir Svavar á
að hinn 16. febrúar hafi m.a. verið
skráð 2.161 kíló af þorskaflamarki á
Vatneyrinni, auk minni afla í öðrum
tegundum. Því hafi engin forsenda
verið fyrir sviptingu nema sögusagn-
ir. Fiskistofa hafi því viljandi eða
óviljandi dregið upp ranga mynd og
lagt fram fölsuð eða rangfærð skjöl
um aflamarksstöðu Vatneyrarinnar.
Dómurinn í upplausn
Svavar segir að dómur Hæstarétt-
ar sé í upplausn með framkomu þess-
ara gagna og verði í raun ógildur. „Ef
Hæstiréttur telur að Fiskistofa hafi
beitt okkur rangindum með því að
leggja fram gögn, sem búin voru til
einum mánuði og tíu dögum eftir að
þessir atburðir gerðust, sé ég ekki
annað en dómurinn sé í uppnámi.
Þessi gögn hafa í raun alltaf verið til
en af einhverri ástæðu sáu dómar-
amir ekki ástæðu til að fjalla um þau
á neinu stigi málsins.“
Svavar segist munu snúa sér til
mannréttindadómstóla verði Hæsti-
réttur ekki við kröfu hans um endur-
upptöku. „Ef þessi beiðni mín verður
hunsuð eða ekki tekin fyrir og við
dæmdir til refsingar lítum við á það
sem mannréttindabrot og vísum
málinu til mannréttindadómstóls
Evrópu," segir Svavar.
Morgunblaðið/Golli
1 ' j.;, \ A A ’ftr f RHHL ö * Sg&JAj' w p M|
Peysufatadagur Verslunarskólanema
FJÓRÐA árs nemendur í Verslunarskóla Islands
settu svip á borgina í gær þegar þeir héldu sinn ár-
lega peysufatadag. Fögnuðu þeir því að reglulegu
námi er lokið í vetur en prófin framundan. Gengu
Verslunarskólanemarnir um miðbæinn, meðal ann-
ars um Austurstræti og Ingólfstorg, piltarnir í kjól
Fótum og stúlkurnar á íslenskum þjóðbúningi, fiest-
ar upphlutsklæddar.
Sérblöð í dag
■■
/ /
tmWflþib
wm
BIOBLAÐIÐ
Á FÖSTUDÖGUIV
Stórmót í stangarstökki á
Bíldudai /C1
Langt úthald sundmanna í
Sydney/Cl
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is