Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Landsbanki íslands spáir allt að 0,5% vaxtahækkun
Vaxtamunur nauðsyn-
legur til að viðhalda
styrk krónunnar
Landsteinar International,
Landsteinar Svenska og Dansk
Systempartner sameinast
Aforma að fara á
alþjoðlegan hluta-
bréfamarkað
LANDSBANKINN spáir því að
stýrivextir verði hækkaðir hér á landi
á næsta ársijórðungi um 0,25-0,50%.
í nýrri ársfjórðungsskýrslu bank-
ans og Landsbréfa kemur fram að
ástæðuna megi rekja til þess að vextir
fari almennt hækkandi í okkar helstu
viðskiptalöndum og því sé fyrirsjáan-
legt að vaxtamunur fari minnkandi á
næstunni. Vaxtamunurinn sé nauð-
synlegur til að viðhalda styrk krón-
unnar og auðvelda fjármögnun við-
skiptahallans en erlent lánsfé hefur
streymt til landsins vegna hagstæðs
vaxtamunar.
Á fundi í gær þar sem ársfjórð-
ungsskýrslan var kynnt kom fram í
máli Amars Jónssonar, sérfræðings í
gjaldeyrisviðskiptum á viðskiptastofu
Landsbankans, að í Ijósi þess hve háir
vextir eru orðnir hér á landi og þeirr-
ar staðreyndar að raungengi krón-
unnar hefur hækkað verulega á síð-
ustu misserum sé vert að spyrja
þeirrar spumingar hvort engin tak-
mörk séu fyrir styrkingu krónunnar.
Útlit fyrir að verðbólgan
sé enn vanmetin
„Raungengi krónunnar hefur
hækkað vegna hækkunar á verðbólgu
og dregur hátt raungengi smám sam-
an úr samkeppnishæfni íslensks iðn-
aðar, útflutningur dregst saman, inn-
flutningur eykst og viðskiptahalli
heldur áfram að aukast. Vonir standa
til að verðbólga fari lækkandi þegar
líða tekur á árið, þegar áhrif síðustu
vaxtahækkana og styrking krónunn-
ar taki að skila sér. Síðustu verð-
bólgutölur gefa hins vegar ekki tilefni
til mikillar bjartsýni og virðist því
hækkun verðbólgunnar enn vera van-
metin. Sé það raunin mun raungengi
krónunnar halda áfram að hækka
með þeim afleiðingum að enn kreppir
að innlendum atvinnurekstri. Raung-
engi krónunnar getur ekki hækkað
endalaust án þess að innlend fyrir-
tæki sem selja afurðir á erlendan
markað annaðhvort leggi upp laup-
ana eða færi starfsemi sína á hag-
kvæmara myntsvæði, en það hefur
eitt fyrirtæki þegar gert. Útflutnings-
fyrirtæki verða því að bregðast við
hækkandi gengi með aukinni hag-
ræðingu í rekstri - að öðram kosti
heldur afkoma þeirra áfram að
versna. Á hitt ber að líta að fjár-
magnsliðir hafa haldið uppi hagnaði
fjölmargra útflutningsfyrirtækja
vegna mikilfar skuldsetningar í er-
lendri mynt.“
Fómir f ærðar til að
viðhalda háu gengi
í ársfjórðungsskýrslunni kemur
fram að á endanum snúist gengi krón-
unnar um tiltrú markaðsaðila (inn-
lendra og erlendra) á gengisstefn-
unni. „Ekki er að sjá að tiltrú á gengi
krónunnar hafi minnkað. Þvert á móti
virðast margir vera á þeirri skoðun að
gengið geti haldið áfram að styrkjast.
Það er einnig skýrt markmið Seðla-
bankans að halda gengi krónunnar
háu, þrátt fyrir þær fómir sem færð-
ar era í formi versnandi samkeppnis-
stöðu og auldns viðskiptahalla.“
Að sögn Amars virðist fátt geta
ógnað gengi krónunnar til skamms og
meðallangs tíma. Til langs tíma er lík-
legt að leiðrétting verði til veikingar
ef fram heldur sem horflr. Er full-
komlega eðlilegt að krónan hækki í
góðæri en lækki þegar halla fer und-
an fæti. Viðskipahallinn stenst ekki til
lengdar þó svo að gjaldeyriskreppa sé
ekki í augsýn.
Krónunni gefin fimm ár
í mesta lagi
Að sögn Amars er krónan orðin til
vandræða við stjóm peninga- og
gengismála og það sé til vandræða að
vera með sjálfstæða mynt í jafnlitlu
hagkerfl. „Um 60% af útflutningi okk-
ar fara inn á evrasvæðið og það er
mín skoðun að það sé ekki spuming
um hvort evran verður tekin upp hér
heldur hvenær það verður gert. Ég
slæ því fram hér að það geti gerst inn-
an fimm ára. Auðvitað er þetta póli-
tísk spuming en ég held að það væri
skynsamlegt tO lengdar. Við greiðum
gríðarlega hátt verð í formi hárra
vaxta og viðskiptakostnaðar fyrir að
vera með sjálfstæða mynt,“ sagði
Amar Jónsson við kynningu á ár-
sfjórðungsskýrslu Landsbankans og
Landsbréfa í gær.
LANDSTEINAR International hf.,
Landsteinar Svenska AB og danska
hugbúnaðarfyrirtækið Dansk Syst-
empartner A/S hafa undirritað vilja-
yfirlýsingu um samruna þessara
þriggja félaga. Með samrananum er
ætlunin að mynda öflugt, alþjóðlegt
sölufyrirtæki á viðskiptalausnum f
Evrópu sem mun bjóða viðskiptavin-
um sínum lausnir í Navision
Financials og Concorde/Axapta.
Að sögn Aðalsteins Valdimarsson-
ar, framkvæmdastjóra Landsteina,
munu allir núverandi starfsmenn
Landsteina halda starfi sínu, en fyr-
ir liggur að sameinað fyrirtæki muni
ráða fleiri til viðbótar. Eftir samrun-
ann verða starfsmenn þess um 440
talsins og er samanlögð velta fyrir-
tækisins á þessu ári áætluð 4,3 millj-
arðar íslenskra króna. Sameinað fé-
lag mun starfa undir heitinu
Landsteinar SystemPartner og
munu höfuðstöðvar fyrirtækisins
verða í Kaupmannahöfn.
Útibú og samstarf saðilar
víða um heiminn
Aðalsteinn segir að Dansk Syst-
empartner hafi áður verið í sam-
starfi við Landsteina. „Landsteinar
International hafa frá upphafi sér-
hæft sig í hugbúnaðarlausnum
byggðum á Navision Financials og
er fyrirtækið leiðandi í þróun og sölu
á slíkum lausnum í Evrópu. Dansk
Systempartner er á hinn bóginn sér-
hæft þróunar- og sölufyrirtæki á
lausnum frá Damgaard í Danmörku
og er félagið einn af þremur stærstu
söluaðilum á Concorde/Axapta hug-
búnaði í Evrópu. Landsteinar Syst-
emPartner mun því verða fremsta
fyrirtæki Evrópu á sviði sölu, þjón-
ustu og þróunar á þessum tveimur
hugbúnaðarkerfum," segir Aðal-
steinn.
Hann kveðst búast við því að
samraninn gangi endanlega í gegn í
lok maí eða um miðjan júnímánuð.
Landsteinar SystemPamter reka
útibú í Danmörku, Svíþjóð, á íslandi,
í Finnlandi, Bretlandi, á Jersey, í
Þýskalandi og Litháen auk þess sem
fyrirtækið er með net samstarfsaðila
víða um heim. Sameinað fyrirtækið
er með ýmsa möguleika til frekari
vaxtar í skoðun og er áformað að það
fari á alþjóðlegan hlutabréfamarkað
á síðasta ársfjórðungi þessa árs.
Stjórnarformaður hins nýja félags
verður Leif Almstedt frá sænska
fjárfestingarfélaginu Ledstiernan
AB en framkvæmdastjóri verður
Peter Sander Larsen, sem gegnir nú
sömu stöðu hjá Dansk System-
partner A/S. Aðalsteinn Valdimars-
son mun verða aðstoðarfram-
kvæmdastjóri. Helstu eigendur hins
nýja félags eru Peter Sander Lar-
sen, Ledstiernan og íslenski hug-
búnaðarsjóðurinn.
-------H-l----------
Skipaður for-
stjóri Lána-
sýslu ríkisins
Fjármálaráð-
herra hefur skip-
að Þórð Jónasson
rekstrarhagfræð-
ing forstjóra
Lánasýslu ríkis-
ins frá 1. maí
næstkomandi.
Hann tekur við
starfinu af Pétri
Kristinssyni sem
skipaður var
tímabundið í embættið.
Þórður er viðskiptafræðingur frá
Háskóla íslands og með meistara-
próf í rekstrarhagfræði frá Edin-
borgarháskóla. Hann hefur starfað
hjá Lánasýslu ríkisins frá 1992 að
frátöldum tíma við nám erlendis.
Þórður er kvæntur Kolbrúnu Krist-
jánsdóttur og eiga þau eitt bam.
Danskt-íslenskt
verslunarráð stofnað
Á stofnfundi dansk-íslenska verslunarráðs-
ins í gömlu dönsku kauphöllinni í Höfn var
evran reifuð og vitnað í Andrés önd eins og
Sigrún Davíðsdóttir heyrði.
„TILGANGUR ráða af þessu tagi er
að skapa vettvang til að efla við-
skiptatengsl landanna," sagði Guðjón
Rúnarsson, framkvæmdastjóri
dansk-íslenska verslunarráðsins, í
samtali við Morgunblaðið í gær, en
Guðjón er jafnframt aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs Islands.
Dansk-íslenska verslunarráðið var
stofnað í gær í húsakynnum gömlu
kauphallarinnar dönsku steinsnar frá
þinghúsinu að viðstaddri Marianne
Jelved efnahagsráðherra Dana og
Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Að
loknu ávarpi Helga Ágústssonar
sendiherra flutti Jelved ávarp, þar
sem hún ræddi danska aðild að Efna-
hags- og myntsambandi Evrópu,
EMU, en um þá aðild greiða Danir at-
kvæði 28. september. Geir H. Haarde
hélt erindi um íslensk efnahagsmál
fyrir fundarmönnum, sem vora bæði
úr dönsku og íslensku viðskiptalífi.
Síðan var lýst kjöri ráðsmanna, en
formaður hins nýstofnaða ráðs er Ás-
mundur Stefánsson bankastjóri ís-
landsbanka.
Dansk-íslenska verslunarráðið er
sjöunda ráðið af þessu tagi, sem
stofnað er. Fyrir eru íslensk-erlend
verslunarráð í Bandaríkjunum, Bret-
landi, Frakklandi, á Spáni, í Svíþjóð
og Þýskalandi. Eins og önnur hlið-
stæð verslunarráð, sem þegar era til
mun ráðið að sögn Guðjóns standa
fyrir fundum í báðum löndunum um
viðskiptatengd efni og stuðla að gagn-
kvæmum heimsóknum viðskipta-
sendinefnda. „Ráðið verður auk þess
almennur vettvangur til að taka fyrir
ýmis mál er varða viðskiptalífið, til
dæmis skattamál og aðstæður fyrir-
tækjarekstrar í báðum löndunum,"
sagði Guðjón.
I þessu augnamiði mun ráðið gefa
út fréttabréf og vera með heimasíðu,
sem fyrst um sinn mun liggja undir
vefsíðu Verslunarráðsins,
www.chamber.is. Það vakti reyndar
undran ýmissa viðstaddra að verslun-
arráð af þessu tagi skuli ekki hafa
verið stofnað fyrir löngu sökum náins
sambands landanna. Helgi Ágústsson
hafði reyndar fundið ljósmyndir í
Jónshúsi frá fundi dansk-íslensks
verslunarráðs 1925 og svo frá fimmtíu
ára afmælisfagnaði 1942, svo ráðið
hefur verið til en líklega lognast út af
við lýðveldisstofnunina, þar til það er
endurreist nú.
í ávarpi sínu gat Ásmundur Stef-
ánsson sér þess til að kannski hefðu
íslendingar fengið nóg af danskri ein-
okunarverslun á sínum tíma og því
ekki haft áhuga á verslunarráði fyrr
en nú. Af góðri mætingu mátti þó
marka að stofnunin væri orðin tíma-
bærogvelþað.
Þeir sem sitja í hinu nýstofnaða
ráði era auk formannsins þau Sverrir
Sverrisson, Tryggvi Jónsson, Kristín
Guðmundsdóttir, Gunnlaugur M. Sig-
mundsson, Ársæll Harðarson, Peer
Norgaard, Soren Langvad og Mads
Elming.
Tvísýnt um niðurstöður evru-
þjóðaratkvæðagreiðslu
Marianne Jelved gerði fundar-
mönnum grein fyrir afstöðu sinni
gagnvart EMU-aðild. Hún sagði það
áhyggjuefni að eftir að skoðanakann-
anir hefðu sýnt tryggan meirihluta
fyrir aðild síðan sumarið 1998 þá hefði
skipt um eftir að ákveðið var hvenær
atkvæðagreiðslan yrði og ekki væri
lengur tryggur meirihluti fyrir aðild.
Skýringin væri kannski sú að nú þeg-
ar stefndi í að menn þyrftu að gera
upp hug sinn sækti efinn á menn.
Jelved lagði áherslu á að danska
stjórnin hefði fylgt fastgengisstefnu
síðan 1982 og hún hefði skilað góðum
árangri. Efnahagsstaðan væri nú góð
og í raun svo góð að erfitt væri að
nota efnahagsástæður sem röksemd-
ir fyrir danskri aðild. „Já en gengur
okkur ekki nógu vel?“ væri spuming,
sem hún heyrði æ ofan í æ. Því mætti
segja að stjóminni hefndist nú fyrir
góðan árangur sinn í efnahagsmálum.
Málið væri þó að í sínum huga skipti
öllu að Danir yi-ðu með þar sem ráð-
unum væri ráðið, þó hinn ytri rammi
breyttist lítið. Danir hefðu fylgt
þýska seðlabankanum og fylgdu nú
evrópska seðlabankanum.
„Staðurinn þar sem ráðunum er
ráðið er enn sá sami, en ákvarðan-
imar hafa flust úr einu húsi í Frank-
furt í annað,“ sagði Jelved. Þótt hún
vildi ekki vera með dómsdagsspár um
hvað gerðist ef aðild yrði hafnað þá
væri aðildin trygging fyrir stöðug-
leika.
Aðspurð sagði hún að dönsk aðild
gagnaðist íslendingum að því leyti að
dansk efnahagslíf yrði enn traustara
en áður og það mundi gagnast við-
skiptalandi eins og íslandi.
Geir H. Haarde hafði ekki síður
góða mynd að draga upp af íslensku
efnahagslífi en Jelved. Áður en hann
fór út í efnahagssálmana nefndi hann
bókmenntatengslin við Dani, sem
birst hefðu í lestri tímarita eins og
Hjemmet, Familie joumalen og ann-
arra blaða. Sjálfur hefði hann og fé-
lagar hans lesið Andrés önd, auðvitað
bara á dönsku á þeim tíma og þar
hefðu verið mörg gullkomin. Eitt
þeirra mætti heimfæra upp á efna-
hagslíf nútímans, því Andrés hefði
eitt sinn sagt: „Nú era orðin svo mörg
svör, að bráðum verða ekki til nógu
margar spumingar.“
Verðtrygging kemur útlendingum
spánskt fyrir sjónir
Þegar kom að efnahagsmálunum
nefndi Geir að þótt íslendingar væru
ekki með í Evrópusammbandinu,
ESB, þá fylgdust þeir grannt með,
enda væra ekki síður gerðar kröfur til
íslendinga en meðlimslandanna að
fylgja ábyrgðarfullri efnahagsstefnu.
Ein af þeim spumingum, sem bomar
vora upp við ráðherrann var hvort
ekki stæði til að afnema verðtrygg-
ingu lána nú þegar verðbólgan væri í
böndum. Geir sagði það ekki vera,
skýrði forsendur hennar en hún
skipti heldur ekki máli þegar verð-
bólgan væri í lágmarld. Að baki
spumingarinnar liggur að íslending-
ar reka sig oft á að útlendingar, sem
kynna sér íslenskt efnahagslíf skilja
ekki verðtrygginguna og hræðast
hana, meðal annars af því þeir álíta að
fyrst svona trygging sé til hljóti það
að stafa af því að menn búist við að
verðbólgan fari aftur af stað.