Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Opnast þú, bakdyr.
tit með þig, kvöldmatur.
Í'
COMMANP YOU'Í
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Mannamyndir
út á Netið
Frá Steingrími Kristinssyni:
MIKIL umræða hefur orðið í al-
mennu tali og úti á „Netinu“, varð-
andi hugdettu tölvunefndar um bann
við birtingu mannamynda á Netinu.
Og nú hafa fjölmiðlar blandast inn í
þessa umræðu. Undirritaður hefur
ekki tekið mikinn þátt í þessari um-
ræðu, en ég hefi haldið úti ljósmynda-
síðu með mannamyndum, Ljós-
myndasafn Steingríms, frá byijun
ársins 1998, þar eru nokkur hundruð
(þúsund? Ég er hættur að telja). og
tel því ástæðu til að láta skoðun mína í
ljós.
Fyrstu Ijósmyndirnar sem ég sá á
safni, þá unglingur, var á Minjasafn-
inu Glaumbæ í Skagafirði en þar
héngu uppi nokkrir tugir ef ekki
hundruð ljósmynda af fólki og er ég
ekki frá því að þar hafi ég fengið
„bakteríuna" hvað varðar áráttuna á
söfnun ljósmynda. Síðan hefi ég hald-
ið ijölda sýninga á Ijósmyndum sem
að stofni til hafa verið mannamyndir, í
heimabyggð minni Siglufirði og einn-
ig eina sýningu í öðru byggðarlagi.
Ég sjálfur er lítið peð í þeirri flóru
ljósmyndara og safnara sem komið
hafa myndum sínum á framfæri opin-
berlaga án þess að einhverri „nefnd“
launaðri af stóra bróður hafi dottið í
hug að hugsanlega væri „ólöglegt" að
sýna mannamyndir opinberlega. Ef
tá vill dettur þessum sömu speking-
um í hug að fyrst nefnd þeirra heitir
„tölvunefnd" þá komi þeim opinber
birting við þar sem tölva kemur við
sögu vegna birtinganna. Hefur þess-
um mönnum ekki hlotnast vitneskja
þess efiiis að nánast öll myndvinnsla í
dag er gerð með aðstoð eða að öllu
leyti með tölvu? Kannski stóri bróðir
fari að takmarka aðgengi tölva vegna
þessara möguleika?
Mér finnst þessi hugmynd um að
birting mannamynda-ljósmynda sé
ólögleg, bæði fáránleg og heimskuleg.
Einn kunningi minn, sem er lögfræð-
ingur og heimsótti eina af sýningum
mínum (áður en netvæðing hófst),
svaraði mér aðspm'ður vegna forvitni
minnar, hvort mér bæri skylda til að
fjarlægja ljósmynd af sýningu minni
ef einhver á viðkomandi mynd færi
fram á það. Hann svaraði mér eitt-
hvað á þá leið að það væri siðferðisleg
skylda mín en ekki lagaleg, en lögin
væru frekar óljós á þessu sviði, en ef
myndin væri á einhvem hátt meið-
andi bæri mér tafarlaust skylda til að
fjarlægja viðkomandi mynd. En sam-
kvæmt lögum væri framfilma eign
viðkomandi ljósmyndara eða rétthafa
og hefði hann því fullan rétt til að
hagnýta sér hana að vild ef viðkom-
andi Ijósmynd væri tekin á opinber-
um vettvangi, (ljósmyndastofa væri
opinber vettvangur) en ekki inni á
heimili viðkomandi og gegn vilja
hans. Og hvað mínar sýningar snerti
þá teldi hann þær fyrst og fremst
menningarlegs eðlis og leið tíl að afla
upplýsinga um nöfn fólks sem væri
„óþekkt“ á myndum mínum. En ætíð
hefur íegið frammi beiðni til fólks sem
heimsótt hefúr sýningar mínar í söl-
um og nú á Netinu, að segja mér frá
nöfnum fólks á myndum mínum. Og
viðbrögð fólks ætíð verið jákvæð.
Og til fróðleiks kemur hér 3.gr. höf-
undarlaga:
„Höfundur hefur einkarétt til að
gera eintök af verki sínu og til að
birta það í upphaflegri mynd eða
breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögun-
um.“ (Áhersla á „birta það“ er mín.)
Lögfróður get ég tæpast kallast en
skilningur minn er eftir orðanna
hljóðan: Engin takmörkun er á birt-
ingu, og ekki orði minnst á „intemet-
ið“ sem sennilega var ekki til þegar
þetta var samið. Undirritaður hefur
unnið að því undanfama áratugi að
skrá safn sitt í tölvutækt form auk
þess að skanna inn filmumar sem
hafa að geyma marga tugþúsunda
mannamynda auk annarra heimUda
allt frá áranum 1930, myndir teknar
vítt um landið m.a. á Alþingishátíðinni
á Þingvöllum, þó mest frá Siglufirði
og þar með fólkinu og h'finu á síldar-
áranum. Megnið af myndunum hefúr
Kristfinnur Guðjónsson, ljósmyndari
á Siglufirði, tekið en einnig myndir
eftir mig sjálfan o.fl.
A síðustu 2 áram hefi ég fengið
fleiri hundruð bréf frá fólki á öllum
aldri, fólki sem skoðað hefur Ljós-
myndasíður mínar, fólk sem hefur séð
á síðunum sjálft sig, ættingja og vini
sína og fólk sem er að láta ánægju
sína í ljós með framtak mitt. Þúsund-
um nafna hefi ég getað bætt í skrán-
ingu mína við myndir mínar fyrir at-
beina þessa fólks, ómetanlegar upp-
lýsingar sem ekki er hægt að nálgast
með öðra móti. Staðreyndin er sú,
hvað sem skoðunum tölvunefndar hð-
ur. Ljósmyndir án upplýsinga og
nafna era lítils virði, án upplýsinga er
umhirða gamalla ljósmynda tilgangs-
laus. Og spyrja mætti í sambandi við
gömul gögn: Hvaða gagn væri að
varðveislu þjóðargersema okkar ís-
lendinga, handritunum, ef þar væri
ekkert letur, aðeins kálfaskinnið? Og
einnig mætti spyrja. Ef afmenningur
á ekki að hafa rétt til að skoða manna-
myndir á Netinu, hverjir eiga hinir
útvöldu þá að vera og til hvers eiga
hinir „útvöldu" að skoða myndirnar?
Varla til að sýna þær almenningi ef
taka ætti eitthvert mark á „tölvu-
nefndarhugmyndum".
Hver einstakhngur sem lætur taka
af sér ljósmynd gerir það í þeim til-
gangi að viðkomandi augnablik verði
varðveitt handa honum og komandi
kynslóðum. Það hlýtur að teljast af-
brigði ef einhver fer til ljósmyndara í
þefin eina tilgangi að sjá til þess að
viðkomandi ljósmyndir verði eyðila-
gðar og engum sýndar, þó svo að ein-
staka mynd finnist ekki hkjast mótíf-
inu sem ekki er óalgengt, sjálfur hefi
ég tekið mikið af mannamyndum að
beiðni fólks og einu sinni hefi ég verið
beðinn að eyðileggja filmuna í slíku
tilfelli, en var beðinn að endurtaka
myndatökuna nokkram dögum
seinna og var að sjálfsögðu orðið við
þeim óskum. En það er staðreynd að
þegar ljósmynd er valin til birtingar,
hvar sem er, þá reynir viðkomandi,
hvort heldur er ljósmyndarinn, sá
sem velur mynd með efni sem hann
ætlar að birta að velja þá mynd sem
„best“ þykir, því flestir fáta taka af
sér fleiri en eina Ijósmynd í hvert
sinn, flestir 6 myndir hjá ljósmynd-
ara.
Bestu óskii- um góðan endi á þess-
ari umræðu.
Nánari upplýsingar um undirritað-
an er að fá á Ljósmyndasíðu Stein-
gríms: http://ww'w2.islandia.is/ba(idy
STEINGRÍMUR KRISTINSSON,
lagermaður,
Hvanneyrarbraut80, Siglufirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.