Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 HÚSNÆÐISMÁL snúast um heimili fyrst og fremst, ekki hús. Opinber húsnæð- isstefna getur ekki með réttu haft annan tilgang en þann að tryggja að allir búi við nauðsynlega heimilis- aðstöðu og til þess þarf atbeina samfé- lagsins. Húsnæðis- stefna sem byggist einungis á einkafram- taki endar í hreinni villimennsku, auk þess sem hún er heimsku- leg af efnahagsrökum einum saman. Hún bindur alltof mikið fé í húsnæði og hvetur til hættulegrar skuldsetn- ingar heimila. Þetta hafa sæmilegir forystumenn víðast hvar skilið og beitt sér fyrir félagslegum lausn- um, hverjar sem áherslur þeirra hafa verið að öðru leyti. í okkar heimshluta er gjarnan miðað við stefnu sænskra jafnaðarmanna á 3. áratugnum undir forystu Per Albin Hanson, en stefnuna nefndu þeir „folkhemmet" þ.e. þjóðarheimilið með áherslu á fjöl- skylduábyrgð þjóðfé- lagsins. Hún byggist á því að fólk og fyrir- tæki greiða félags- gjöld til þjóðfélagsins (skatta) sem notuð eru til að efla jöfnuð og mannréttindi. Án þessarar stefnu verða öll lög og reglugerðir, yfirlýsingar og alþjóð- legir samningar um mannréttindamál marklaus og einskis virði. Húsnæðismál eru grundvallarmál hverrar fjölskyldu, en þær eru homsteinar þjóðfélagsins. Þessvegna verður hver fjölskylda að hafa húsnæði. Öfugþróun Jón Rúnar Sveinsson félags- fræðingur hefur undanfarið skrifað nokkrar athyglisverðar greinar í „Fasteignablað" Morgunblaðsins um þessi mál og rekur m.a. sögu félagslegra íbúða 4.600 ár aftur í tímann svo hér er ekki um neina tískubólu að ræða. í grein sinni Borgarstefna Byggðastefna 4. apr. sl. ræðir hann þróunina hér á landi sem hefur um flest verið öfug við það sem gerst hefur í nálægum löndum. Það er rétt hjá Jóni Rún- ari að „hreyfiafl þéttbýlismyndun- ar hér sem annarsstaðar er búháttabreytingin frá frumstæðu landbúnaðar- og fiskveiðasamfélagi yfir í þróað iðnaðar- og hátækni- samfélag“. Hér má einnig nefna fjölþætta verslun og þjónustu. Nú búa nær 75% þjóðarinnar á höfuð- borgarsvæðinu, sem til einföldunar má kalla Reykjavík, en Jón Rúnar dregur mörkin um Þjórsá og að Hvítá í Borgarfirði. Með sömu þró- un munu um 85% Islendinga búa á þessu svæði eftir u.þ.b. 20 ár. Allt skipulag þjóðfélagsins verður því að taka mið af þessu. Suðvestur- hornið er þungamiðja byggðar í landinu og verður það um alla fyr- irsjáanlega framtíð. Vanrækt borg Skipulag Reykjavíkur er óskapn- aður og á það jafnt við um ytri sem innri uppbyggingu. Um þetta segir Jón Rúnar: „Að mínu mati hafa gleraugu byggðastefnunnar og andúð á þéttbýli sem ríkjandi orð- ræða gert það að verkum að Reykjavík hefur í of ríkum mæli verið vanrækt sem borg og höfuð- borgarsvæðið hefur ekki notið sín sem skyldi sem starfræn skipu- lags- og búsetuheild. Við sjáum af- leiðingar þessa í ýmsum augljósum göllum á búsetumynstri höfuðborg- arsvæðisins, eins og t.d. alltof mik- illi útþenslu byggðarinnar, stór- gölluðu umferðar- og samgöngu- kerfi og hálfdauðum miðbæ.“ Sá geðveiki draugur, jafnvægi í byggð landsins, fer enn ljósum logum um alla umræðu og birtist skærast í áætlunum um jarðgöng í gegnum annað hvert fjall á íslandi. Þar á meðal milli tveggja krummaskuða norðanlands, Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar, þarsem fólkið hefur tvö- faldan atkvæðisrétt á við alþýðu Reykjavíkur. Hornsteinar Félagsleg uppbygging húsnæðis er einn af hornsteinum vitlegrar Húsnæðismál Húsnæðisstefna sem byggist einungis á einkaframtaki, segir Jón Kjartansson, endar í hreinni villimennsku. þéttbýlisstefnu. Þessvegna varð fé- Íagslega húsnæðiskerfið til að frumkvæði reykvískra verkalýðsfé- laga. Ríkisstjórnin lagði það niður í Reykjavík til að þóknast hrepps- nefnum í dreifbýlinu sem komnar voru í vandræði með óþarfar bygg- ingar, eftir að hafa stolið bygginga- sjóði verkamanna til að skapa at- vinnu í plássunum. Húsaleigubæt- ur, sem eru víðast hvar einn af hornsteinum félagslegrar aðstoðar, komu hér fyrst fyrir nokkrum ár- um að frumkvæði Jóhönnu Sigurð- ardóttur þáverandi félagsmálaráð- herra, en auðvitað skattlagðar einsog aðrar bætur. Lögmenn telja það lögbrot, en það breytir engu. Reiknað hefur verið að afnám skattsins myndi kosta ríkissjóð um 110 milljónir kr. Það er of dýrt segja valdhafar. Þeir sömu vald- hafar lækkuðu aðflutningsgjöld af jeppum sem kostar ríkið 300 m. kr. og afnámu vörugjald af snakki sem kostar um 150 m. kr. „Og hagkerfið munar ekkert um það,“ sagði fjál^u. málaráðherrann. Arftakar Bjarts í Sumarhúsum Ekki eru ráðamenn borgarinnar burðugri. Helsta afrek þeirra í 6 ár er að einkavæða leiguíbúðir borg- arinnar, stórhækka leiguna og krefjast svo fjöldaútburðar á ein- stæðum mæðrum, öryrkjum og börnum sem geta ekki greitt 40-50 þús. kr. á mánuði í húsaleigu og hússjóð. Þarna er stefna Bjarts í Sumarhúsum lifandi komin. Einsog lesendur vita bar hann lífsblóm sitff lengra inná heiðina er húsbygging- arstefna hans varð gjaldþrota. Þetta er nú framtíðarsýn íslenskr- ar alþýðu. Konurnar sem hótað var útburði eru arftakar Ástu Sóllilju í nútímanum. Nú eru skuldir ís- lenskra heimila 147% af ráðstöfun- artekjum þeirra (Ari Edwald: Mbl. 7.4. sl.) sem þýðir að samanlagðar tekjur þeirra duga ekki fyrir skuldunum. I kreppunni 1987 voru heimilisskuldirnar aðeins þriðjung- ur af því sem þær eru nú. Flestir þegja um þetta nema í kjarasamn- ingum. Þar er mönnum bent á hættuna heimti þeir meira kaup og hærri bætur. Það er búið að fjötra fólkið svo með skuldsetningu það getur ekki hreyft sig. Og við- skiptahallinn 50 milljarðar kr. Svo er sungið um frelsi og hvergi minnst á félagslegt húsnæði. Eg veit ekki hvort er verra, ranglætið sem þessu fylgir eða sá óraunsæi barnaskapur sem knýr hið van- þroskaða hjól græðginnar. Þögnin um vandann er þó trúlega verst. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna Reykjavík í sparifötin Félagsleg uppbygg- ing Reykjavíkur Kjartansson SJALDAN eða aldrei hefur borgin okkar komið eins illa undan vetri og núna. Holótt malbik, sönd- ugar götur og illa fam- ar grasflatir bera snjó- þyngslum vetrarins glöggt merki og minna okkur rækilega á stað- setningu okkar á jarð- kringlunni. En það sem verra er þá af- hjúpuðu leysingar vorsins afleita um- gengni okkar borgar- búa. Heilu haugarnir af bjórdósum, skyndi- bitaumbúðum, flug- eldaafgöngum og öðru rusli tóku að fjúka um borgina, öllum til ama. Fyrir bragðið bíður okkar nú um- Vorverkin Vorhreinsun gatna- málastjóra verður dag- ana 6-14. maí. Hrannar Björn Arnarsson segir að þá reyni á samstöðu borgarbúa og viljann til að fegra borgina. fangsmeira og kostnaðarsamara verkefni við þrifnað en ella hefði orðið. Vorverkin Iiafin - unnið dag og nótt Á vegum borgarinnar hófust menn handa við þrifnað og lagfær- ingar strax og snjóa leysti og hefur allur tiltækur mannskapur verið að störfum síðan, nótt sem nýtan dag þegar veður hefur ekki hamlað. Reiknað er með að kostnaður borg- arinnar vegna þessa verði ekki und- ir 100 milljónum á þessu ári. Þrátt fyrir þetta mun það vafalaust taka tímann fram í byrjun júní að ljúka vorverkunum í borginni ef ekki kemur til öflugt sameiginlegt átak borgarbúa allra til að flýta þeirri vinnu. í ljósi þessa og ekki síst vegna þess að Reykja- vík skartar nú titlinum Menningarborg Evrópu árið 2000 hefur borgin ákveðið að blása til sóknar undir merkj- um átaksins Reykjavík í sparifötin og heitir á borgarbúa alla að taka duglega til hendinni í túninu heima, í þessum sameiginlega garði okkar Reykvíkinga. Sameiginlegt átak - allir með Undanfarna daga hafa starfsmenn fjölda fyrirtækja og stofnana brugðist vel við bréfi borgarstjóra og hreinsað og snyrt sitt nánasta umhverfi með miklum sóma. Þetta þurfum við öll að taka okkur til fyr- irmyndar og vonandi fylgja fleiri því fordæmi á næstu dögum. Framund- an er síðan hin árlega vorhreinsun gatnamálastjóra sem standa mun yfir dagana 6.-14. maí nk. Þá reynir á samstöðu okkar borgarbúa og vilj- ann til að fegra okkar annars fallegu borg. Alla þessa níu daga munu starfsmenn borgarinnar hirða garðaúrgang frá borgarbúum end- urgjaldslaust auk þess sem sérstakt átak verður gert í förgun númers- lausra og óökufærra bfla, umhirðu húsa og lóða og baráttunni við veggjakrot. Fjöldi fyrirtækja og fé- lagasamtaka hefur gengið til liðs við átakið og munu þau með margvís- legum hætti láta til sín taka meðan á átakinu stendur, m.a. með ýmiskon- ar sértilboðum og þjónustu. Gleðilegt sumar í fallegri borg Á næstu dögum verður kynning- arbæklingi um vorhreinsunarátakið og þá þjónustu sem borgin almennt veitir í umhirðu borgarinnar dreift inn á öll heimili í Reykjavík. Um leið og ég hvet alla borgarbúa til að lesa bæklinginn og taka virkan þátt í átakinu sem framundan er óska ég öllum Reykvfldngum gleðilegs sum- ars og ánægjulegra stunda í faðmi okkar fallegu höfuðborgar. Höfundur er borgarfulltrúi ( Reykjnvík. Hrannar Björn Arnarsson Skrifstofur VÍS eru opnar frá 8-16 alla virka daqa í sumar. þar sem tryggingar snúast um fólk Skrifstofur V(S í útibúum Landsbankans á Höfn í Hornafirði og í Ólafsvík eru opnar frá 9:15-16:00. Sími 560 5000 í þjónustuveri VÍS er opinn frá 8:00-19:00 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.