Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 73
ÍDAG
Árnað heilla
O JT ÁRA afraæli. Á
O (J morgun, laugardag-
inn 29. apríl, verður áttatíu
og fimm ára Ingólfur G.
Geirdal, Hæðargarði 56,
Reykjavík. Eiginkona
hans er Svanhildur Vig-
fúsdóttir. Þau taka á móti
ættingjum og vinum í sal
Kennarasambandsins á
Laufásvegi 81, frá kl. 16-
19 á afmælisdaginn.
BRIDS
llmsjón (iuðmundur
I'áll Arnarson
andstæðingarnir
bæra ekki á sér í sögnum og
eftir opnun suðurs á veikum
tveimur enda sagnir í fjór-
um hjörtum:
Norður
* A96
v K7
* G65
+ AKG73
Suður
* G10
v D109652
* Á73
* D4
Vestur er á skotskónum
°g kemur út með tígultíu.
Hvernig myndi lesandinn
spila?
Þetta var eitt af viðfangs-
efnum keppenda íslands-
mótsins um páskahelgina.
Spilið er úr annarri umferð
°g á öllum borðum voru spil-
uð fjögur hjörtu. Víða unn-
ust sex eftir lauf eða tromp
út, en tígulútspilið er óþægi-
legt. Eitt er þó vist: það
borgar sig varla að spila
laufinu strax áður en farið er
í trompið, því jafnvel þótt lit-
urinn brotni 3-3 verður ekki
hægt að henda niður nema
einum tapslag. Eftir sitja
enn tveir tapslagir til hlíðar
Tið trompið, svo þar má að-
eins gefa einn slag. Því er
einfaldlega best að drepa á
b’gulás og spila strax hjarta
á kónginn. Ef hann heldur,
er hins vegar ástæða til að
staldra við.
Vestur Noyður + A96 V K7 ♦ G65 + AKG73 Austur
+ D852 * K743
* Á84 »G3
♦ K1094 ♦ D82
+ 62 + 10985
Suður + G10 y D109652 ♦ Á73 + Á73
Svona voru spil AV og því
var í lagi að spila aftur
trompi. En það er heldur ná-
kvæmara að spila nú laufinu
°g henda tígli heima. í þessu
tilfelli trompar vestur með
hundi, tekur tígulslag og
skiptir yfir í spaða. Sagnhafi
drepur og hendir spaða nið-
ur í frfiauf. Sem kostar vest-
ur trompásinn.
I þessari legu vinnst ekk-
ert með því að fara í laufið,
en ágóðinn sést ef gert er
ráð fyrir að vestur hafi byrj-
að með ÁGx í trompi.
I7A ÁRA afmæli. Nk.
I l/þriðjudag, 2. maí,
verður sjötug Rósa Jóns-
dóttir, Nónvörðu 12,
Keflavík. Rósa bjó áður á
Hlíðargötu 23, Sandgerði.
Eiginmaður hennar var
Jón H. Júlíusson, lést 1987.
I tilefni afmælisins tekur
hún á móti gestum á heim-
ili sonar síns og tengda-
dóttur á Drangavöllum 4,
Keflavík, eftir kl. 20 í kvöld,
föstudaginn 28. apríl.
pT A ÁJRA afmæli. Hinn
Ovf23. apríl sl. varð
fimmtug Margrét Egg-
ertsdóttir, skrifstofu-
stjóri, Skólatúni 2, Bessa-
staðahreppi. Af því tilefni
tekur hún á móti vinum og
vandamönnum í hátíðarsal
Iþróttahúss Bessastaða-
hrepps á morgun, laugar-
daginn 29. aprfi, milli kl. 18
og21.
A ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 28. apríl, verður
Ov/sextug Aðalheiður Hafliðadóttir, Laufrima 1,
Reykjavík. Eiginmaður hennar er Guðlaugur Helgason,
rafverktaki. Guðlaugur varð sextugur 19. nóvember sl.
Þau eru að heiman.
SKAK
Uinsjón llelgi Áss
Grélarssnn
Svartur á leik.
í MEÐFYLGJANDI stöðu
stýrði Bragi Halldórsson
(2242) hvítu mönnunum
gegn bosníska stórmeistar-
anum Ivani Sokolov (2637) á
Reykjavíkurskákmótinu er
lauk fyrir stuttu. 26...Hxh2!
27.Hg2 27.Dxh2 Df3+ og
hvítur er mát í næsta leik.
27...Hxg2! 28.Dxg2 Dxg2+
29.Kxg2 Hc2 og hvítur gafst
upp þar sem eftir 30.Hdl
Rb2 er mannfall óhjá-
kvæmilegt í herbúðum hans.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
LJÓÐABROT
FYRSTU VORDÆGUR
Ljósið loftin fyllir,
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
Dagarnir lengjast,
og dimman flýr í sjó.
Bráðum syngur lóa
í brekku og mó.
Og lambagrasið ljósa
litkar mel og barð.
Og sóleyjar spretta
sunnan við garð.
Þorsteinn Gíslason.
STJÖRJVUSPA
eftir Franees Drake
NAUTIÐ
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert tryggur og traustur
og vinir og vandamenn vita
að þeirgeta treyst á liðsinni
þitt.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Maður má aldrei missa sjónar
á takmarkinu, jafnvel þótt
eitthvað kunni að blása á móti.
Sýndu þolinmæði og þraut-
seigju því öll él birtir upp um
síðir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu ekkert hnika þér af ieið
heldur haltu þínu striki hvað
sem á dynur. Sýndu tillitssemi
og varastu að reita aðra til
reiði.
Tvíburar .
(21. maí-20.júní) uA
Það getur stundum tekið á að
velja milli þess sem rétt er og
rangt. En innst inni veistu
hvað þér er fyrir bestu og þá
er bara að sýna kjark og kjósa
rétt.
Krabbi
(21.júní-22. júlí)
Haltu fast utan um pyngjuna
því einhver nákominn þér er
farinn að gerast helst til þurft-
arfrekur. Sýndu ákveðni en
vertu lipur um leið.
Ljón
(23.júlí-22. ágúst)
Gættu þess að sýna engum
óvirðingu því slíkt er óþarfa
ókurteisi og kallar bara á
vandræði sem þú eins og aðrir
mátt alveg vera án.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er komið eitthvað los á
hiutina hjá þér og nú skaltu
taka þig saman í andlitinu og
koma öllu í röð og reglu á nýj-
an leik bæði heima og á vinnu-
stað.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Leggðu alla fordóma gagn-
vart mönnum og málefnum til
hliðar því besta leiðin er að
kynna sér málavexti og mann-
kosti áður en dómur er felldur.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er einhver óróleiki í
einkalífi þínu sem þú verður
að leysa hvað sem það kostar.
Þetta skiptir máli svo láttu
það ganga fyrir öllu öðru.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) átlf
Þú hefur gaman að þvi að gefa
þig á tal við ókunnuga en
mundu að Iengi skal manninn
reyna. Sýndu fyrirhyggju og
vertu ftjálslegur.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) mí
Taktu enga áhættu í dag og
allra síst í fiármálum. \ Leit-
aðu á vit vaknandi náttúrunn-
ar og njóttu allra þeirra lysti-
semda sem hún hefur upp á að
Vatnsberi , ,
(20.jan.-18. febr.) CS&
Það er engu líkara en þú sért
að vakna af værum blundi.
Líttu í kringum þig og sjáðu
hvað lífið er í raun dásamlegt
og gaman að taka þátt í því.
Fiskar
(19.feb.-20ímars) Mv>
Einhver sem þarftiast aðstoð-
ar þinnar þorir ekki að tala við
þig. Leitaðu hann uppi í róleg-
heitum og þakklætið í andliti
hans mun reynast þér verðug
laun.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Heiðmörk 50 ára
Fuglaskoðun og
fræðslustígur vígður
Sunnudaginn 30. apríl kl. 13.30 verður
nýr fræðslustígur vígður í Heiðmörk.
Sparisjóöur vélstjóra hefur kostaö gerö 45
fræösluskilta sem sett hafa veriö upp.
í framhaldi af þvl verður fariö I gönguferö
eftir stígunum og veröa fugla- og
skógfræöingar í ferðinni.
lir velkomnir og munið eftir sjónaukanum
Ferö frá Mjódd kl. 13.00.
Athöfnin veröur viö áningarstaöinn
við Helluvatn og gengiö þaöan.
Samstarfsaðilar eru:
Sparisjóöur vélstjóra
Fuglaverndarfélag íslands,
Reykjavík, menningarborg Evrópu áriö 2000.
Skógræktarfélag
Reykjavíkur
www.heidmork.is.
Byggingaplatan WDtM>(£®
sem allir hafa beðið eftir
VIROC®byggingaplatan er fyrir
veggi, loft og gólf
VIROCbyggingaplatan er eldþolin,
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
VIROC®byggingaplötuna er hægt
að nota úti sem inni
VIRQC® byggingaplatan
er umhverfisvæn
VIROC®byggingaplatan er platan
sem verkfræðingurinn getur
fyrirskrifað blint.
PP
&CO
Leitið frekari upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100
Karlakórinn
STEFNIR 60 ára
AfmæListónleikar í Borgarleikhúsinu laugardaginn
3. júní nk. kl. 14.00
Einsöngvari Kristinn Sigmundsson.
Styrktarfélagar athugið að forkaupsréttur rennur út 30. april.
Laugardagstilboð
Bolir 15% afsláttur
Opið mán.-fös. kl. 10—18, lau. kl. 10—14
Hiá Svönu
Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.
ballet.is