Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
Kaupsýslu-
maður
myrtur í
Belgrad
KAUPSÝSLUMAÐUR sem
fjölmiðlar í Serbíu hafa bendlað
við morðið á stríðsherranum
Arkan í janúar, var í gær myrt-
ur eftir mikla þeysireið tveggja
bíla um götur Belgrad og skot-
hríð úr báðum. Maðurinn hét
Zoran Uscovic en gekk undir
gælunafninu Skole. Sjónvarps-
stöðin Studio B sagði að ungur
lögreglumaður í veikindaleyfi,
Milos Stevanovic, er var í bíl
kaupsýslumannsins, hafi einnig
týnt lífi og bílstjórinn særst.
Bíll morðingjanna fannst
brunninn og yfirgefinn í út-
hverfi Belgrad. Fyrir þrem
dögum var forstjóri júgó-
slavneska flugfélagsins myrtur
á götu í Belgrad.
Dýr verkföll
í Danmörku
í KÖNNUN bresku hagstof-
unnar á verkföllum í 22 löndum
kemur fram að árið 1998 var
mest um verkföll í Danmörku,
að sögn The Economist. Er þá
miðað við tapaða vinnudaga
sem voru 1317 árlega á hverja
1000 vinnandi Dani. Á íslandi
voru þeir 555. Sé hins vegar
tekið meðaltal áranna 1988-
1998 trónir Island á tindinum,
þar töpuðust að jafnaði um 440
vinnudagar árlega.
Giuliani með
krabbamein
RUDOLPH Giuliani, borgar-
stjóri í New York, skýrði í gær
frá því að hann væri með
krabbamein í blöðruhálskirtli
en meinið væri á byrjunarstigi
og hægt yrði að vinna bug á því.
Giuliani, sem er 55 ára gamall,
sagðist að öðru leyti vera við
hestaheilsu. Of snemmt væri að
segja til um það hver áhrif þessi
tíðindi myndu hafa á væntan-
lega baráttu hans við Hillary
Clinton forsetafrú um sæti öld-
ungardeildarþingmanns fyrir
New York-ríki í haust.
Mannfall í
Tsjetsjníu
TALSMENN rússneska hers-
ins viðurkenndu í gær að Rúss-
ar hefðu misst 10 hermenn í
bardaga við skæruliða Tsjet-
sjena á miðvikudag við Ser-
zhen-Yurt, um 25 km frá
héraðshöfuðstaðnum Grosní.
Vladímír Pútín forseti sagði að
sérsveitir Rússa myndu svara
með þvi að herða enn baráttuna
gegn skæruliðum. í liðinni viku
féllu 37 Rússar í Tsjetsjníu, þar
af 16 í fyrirsát nálægt Serzhen-
Yurt, að sögn Valerís Manílovs,
undirhershöfðingja hjá herráði
Rússlands.
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 29
(T0nM<
imi‘ líM!
/H unts.
1 IION’EV í^:' ' 'S'li
1 MBSQVft |f
Vildarpunktar Flugleiða
Þú faerð ferðapunkta þegar þú
greiðir með greiðslukorti Visa og
Flugleiða (verslunum Nóatúns.
N O A T U N
NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • HÓLAGARÐI • HAMRAB0RG 14 KÓP. • HVERAF0LD • FURUGRUN0 3, KÓP.
• ÞVERH0LTI 6, MOS. • JL-HÚSIVESTUR Í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
yprsla
AJHUGIÐ
P'fNóah
uns
maí n.,
Fasteignir á Netinu
Ertu aö leita að bíl? Komdu og sjáðu!
Bílaboð í Smáranum, á íþróttasvæðinu, alla laugardaga kl. 10 - 14
Seldu bílinn milliliðalaust
B í L A B O Ð