Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Vorfantasía í
Galleríi Fold
ÞORSTEINN Helgason opnar
málverkasýningu í baksalnum í
Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 -
16, á morgun, laugardag, kl.
15.
Sýninguna nefnir listamaður-
inn Vorfantasía og er þetta
hans önnur einkasýning, en
hann hefur einnig tekið þátt í
nokkrum samsýningum.
Þorsteinn Helgason er arki-
tekt að mennt. Hann út-
skrifaðist frá Arkitektaskólan-
um í Kaupmannahöfn árið
1988. Þorsteinn stundaði mynd-
listarnám við Myndlistarskól-
ann í Reykjavík 1993 - 96 og
var gestanemi í Myndlista- og
handiðaskóla ísiands 1996 - 97.
Þorsteinn rekur teiknistofuna
Arcus í samvinnu við aðra. Sýn-
ingunni lýkur 14. maí. Gallerí
Fold er opið daglega frá kl. 10-
18, laugardaga frá kl. 10-17 og
sunnudaga frá kl. 14-17 (mánu-
daginn 1. maí frá kl. 14-17).
Lokaö
í dag
vegna starfsmannaferöar
S. Guðjónsson ehf.
Auðbrekku 9-11 • 200 Kópavogur • Slmi 520 4500
Arngrímur í dansverkinu The FrozenOnes. Ljósmynd/Niklas Rydén
Frosin augnablik
✓
A Leiklistardögum 2000, sem Riksteatern
ásamt Teater og Dans i Norden mun standa
fyrir dagana 11. til 14. maí, kemur dans-
arinn Arngrímur Bjarnason fram í tveim
sænskum sýningum; „Den osynliga mann-
ens áterkomst“ á vegum Álvsborg-leikhúss-
ins og í dansverki eftir Eva Ingemarsson
„The Frozen Ones“, sem gagnrýnandi Dag-
ens Nyheter kvað eitt athyglisverðasta
sviðsverk vetrarins. Kristín Bjarnadóttir
segir frá Arngrími og hátíðinni.
ÞETTA er tólfta árið sem Riksteat-
em heldur leiklistardaga í húsi sínu
í Hallunda, skammt frá Stokkhólmi
og þema ársins nefnist „gránsfall“.
Það er orð með margslungna merk-
ingu og vísun í nútímasamfélagsþró-
un, segir í kynningu. „Mörk milli
landa glata sífellt meira merkingu
og ólíkar listgreinar nálgast hver
aðra og blandast á óvænta vegu.
Takmörk þess er sýna má á sviði eru
þanin.“ Auk umræðufunda og
sænskra sýninga verður boðið upp á
nokkrar gestasýningar frá ná-
grannalöndum, svo og frá Suður-
Afríku, en þaðan koma 17 ungmenni
með sýninguna „Isandlwane“, með
hefðbundnum afrískum söngvum og
dönsum sem og sögum úr hvunn-
dagslífi ungra Suður-Afríkubúa eftir
aðskilnaðarstefnuna. Aðrar gesta-
sýningar koma frá Álandseyjum,
Lettlandi, Finnlandi og Danmörku
og frá Islandi kemur Hafnarfjarðar-
leikhúsið, sem fyrir tveim árum
vakti hrifningu á leiklistardögunum
með „Himnaríki" Árna Ibsen. I ár
verður sýningin „Salka ástarsaga" á
fjölunum í Hallunda 11. og 12. maí
kl. 19.30 báða dagana. Laugardag-
inn 13. og sunnudaginn 14. maí gefst
hinsvegar tækifæri til að sjá Am-
grím Bjarnason og Janni L.
Groenwold í „The Frozen Ones“ eft-
ir Eva Ingemarsson.
Heimspekilega eggjandi verk
„The Frozen Ones“ er titill sem
gæti vísað til frosinna augnablika,
líkt og þau, sem finna má í myndaal-
búmum, eða þau sem hafa bitið sig
föst í minnið.
Sýningin þróaðist á tilraunasvið-
inu Atalande í Gautaborg og hefur
verið kynnt sem heimildardanssýn-
ing um tvo dansara; Janni frá Hol-
landi og Amgrím frá íslandi. Einnig
sem saga um konu og mann sem
hittast í bakgarði einhverrar borgar
í einhverju landi einhversstaðar. I
sýningunni á sér stað sammni í fleiri
en einni merkingu og unnið er út frá
spumingum eins og: Hvemig er
hægt að rjúfa nafnleysi (anonymit-
et) dansarans á sviðinu? Og hvað
gerist þegar manneskja hittir fyrir
mynd sína og þegar dans lendir í
samtali við kyrrmynd og mynd-
band? Er hægt að nota kyrrmyndir
og myndbönd til að styrkja hið pers-
ónulega í tjáningunni? Og árangur-
inn er „bæði fagurfræðilega og
heimspekilega eggjandi verk“, skrif-
aði Daniel Andersson í Dagens Ny-
heter eftir frumsýninguna á Atal-
ante fyrr í vetur. Hann kvað
sýninguna tvímælalaust eitt athygl-
isverðasta sviðsverk vetrarins (án
þess að tilgreina hve langt væri leit-
að!) og víst er að hún hlaut einnig
margróma lof annarra gagnrýn-
enda, m.a. fyrir einfaldleika og hug-
myndaríkt myndmál.
í Expressen hóf Margareta Sör-
enson umsögn sína með eftirfarandi
lýsingu: „Andlit á leið burt: upp yfir
ennið, yfir hvirfilinn, niður hnakk-
ann. Til að lenda augnabliki síðar í
lófa dansarans og horfa þaðan.“ Hún
hrósar nákvæmni dansaranna, svo
og þátttöku þeirra í myndablönd-
unni, sem verður „undursamleg
svíta um tvo líkama, tvö líf. Fallegt
og kemur á óvart þegar veruleiki og
mynd verða óbrotin heild.“
Eva Ingemarsson hefur verið
skapandi danshöfundur á sviði nú-
tímadansins frá árinu 1978 og er
einn aðaldrifkraftur tilraunasviðsins
Atalante. Hún hefur áður vakið at-
hygli með sérkennilegum og pers-
ónulegum verkum, allt frá danstríói
við Piazzolla-tangó og fjögurra
stunda dansinnsetningu bak við va-
selínsmurða glerplötu, til útisýning-
ar fyrir 26 dansara á þökum og tum-
um í skemmtigarðinum Liseberg,
við undirleik sinfóníuhljómsveitar
Gautaborgar á Stravinsky. Við hlið
sér í tilurð The Frozen Ones hafði
hún m.a. tónlistarmanninn Niklas
Rydén sem einnig á stóran þátt í
fastri starfsemi tilraunasviðsins og
sem áður hafði unnið við gerð heim-
ildarmynda og kennir myndbanda-
gerð og kvikmyndun við listaháskól-
ann Valand.
Janni L. Groenwold, dansarinn
frá Hollandi er menntuð við Rotter-
dam Dance Academy og kom til Sví-
þjóðar árið 1993. Arngrímur
Bjamason er - já skyldi hann vera
jafn jslenskur og nafnið bendir til?
„Ég veit það ekki, ég er bæði og -
en ég er íslenskur ríkisborgari,“
svarar Amgrímur sem var aðeins
tveggja ára þegar hann fluttist til
Svíþjóðar með foreldrum sínum,
Halldóm Gunnarsdóttur og Bjama
Amgrímssyni sem fóra utan til
náms fyrir rúmum þrjátíu áram og
ílentust vegna starfa sinna.
„Já, og ég mun aldrei gerast
sænskur ríkisborgari nema því að-
eins að ég geti haldið íslenska ríkis-
borgararéttinum og verið þannig
hvort tveggja," bætir hann við á
tærastu íslensku, án þeirra beyging-
artraflana sem stundum segja þá
sögu að viðkomandi hafi ekki slitið
öllum sínum skóm meðal íslensku-
mælandi fólks.
Leið Amgríms í dansinn lá upp-
haflega í gegnum leikhúsið, frá leik-
listarbraut Norræna lýðháskólans í
Kungelv til Dell’Arte School of
Physical Theatre í Kaliforníu. Eftir
störf með ýmsum leikhópum og
samstarf með dönsuram árið 1995
varð dansinn hans aðalstarf og hjá
Eva Ingemarsson dansaði hann
fyrst árið 1997. Það er því engin til-
viljun að Arngrímur skuli hafa verið
valinn annar af tveim dönsuram
sýningarinnar The Frozen Ones.
Aðspurður hvemig það sé að
dansa á móti klassískt menntuðum
dönsuram, eins og Janni L.
Groenwold er að hluta til, svarar
Arngrímur umsvifalaust að það sé
gott, „ég læri af þeim, og þeir geta
lært eitt og annað af mér“.