Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐÍÐ
Heimsfrumflutningur á útfærslu Damien Poisblauds á Codex Calixtinus
„Mikilvægara að fínna
söngvarann en sönginn“
Eitt af stærstu
samvinnuverkefnum
menningarborga
Evrópu árið 2000 er
flutningur á tónlistinni
úr handritinu Codex
Calixtinus. Heimsfrum-
flutningur útfærslu
Damien Poisblauds á
verkinu verður í
Hallgrímskirkju á
morgun, Margrét
Sveinbjörnsdóttir hitti
Poisblaud að máli og
kynnti sér bakgrunn
tónlistarinnar, sem
Karlakórinn Fóstbræð-
ur og sex einsöngvarar
frá Frakklandi og
Póllandi flytja -
íklæddir munkakuflum.
Tónlistarhandritið
Codex Calixtinus,
einnig þekkt
sem bókin um
dýrlinginn hei-
^ lagan Jakob, er nátengt
borginni Santiago de
Compostela á Spáni og dýrk-
un heilags Jakobs. Verkið lýsir
goðsögninni um líf og píslarvætti
heilags Jakobs, kraftaverkum hans
og ímyndaðri pílagrímsferð Karla-
magnúsar og Rolands til Santiago.
Codex Calixtinus er eitt elsta tón-
listarhandrit álfunnar, frá miðri
12. öld, og er varðveitt í dómkir-
kjunni í Santiago de Compostela.
Handritið er talið hafa einstakt
sögulegt og tónlistarlegt gildi,
m.a.vegna hins heildstæða og við-
amikla safns helgisöngva sem
fluttir eru við nafntoguð hátíða-
höld í Compostela.
Uppfærslan á Codex Calixtinus í
Reykjavík er heimsfrumflutningur
á útfærslu Damien Poisblaud á
tónlistarhandritinu. Poisblaud er
listrænn stjórnandi verksins og
jafnframt einn af einsöngvurum
þess.. Hann er kórstjóri og ein-
söngvari að atvinnu, en vinnur
jafnframt að tónlistarrannsóknum
og er sérfræðingur í trúarlegri
miðaldatónlist. Damien Poisblaud
kemur frá Frakklandi ásamt þeim
Christian Barrier, Frédéric
Richard og Frédéric Tavernier.
Frá Póllandi koma einsöngvararn-
ir Marcin Bornus-Szczycinski og
Robert Pozarski.
„Eg vil gefa hinum söngvur-
unum eitthvað af minni orku“
Aðspurður hvernig honum líki
að vera í tvöföldu hlutverki; sem
söngvari og stjórnandi, kveðst
hann fremur kjósa að syngja. „Það
að syngja er mín persónulega leið
til að finna sjálfan mig. Að stjórna
kór er líka mjög áhugavert, vegna
þess að ég vil gefa hinum söngvur-
unum eitthvað af minni orku. Og
þegar ég sé að söngvararnir eru
ánægðir með það, þá er ég líka
hamingjusamur. Þegar þeir segja
mér að þeir séu glaðir, þá finn ég
aftur gleðina við að syngja.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Karlakórinn Fóstbræður í munkaklæðum ásamt einsöngvurunum, sem eru frá Frakklandi og Póllandi. Myndin
er tekin á æfingu í Hallgrímskirkju.
Damien Poisblaud, listrænn stjórnandi Codex Calixtinus, er jafnframt
einn af einsöngvurunum.
Þeir sem unnu að listrænum
undirbúningi verkefnisins komu
hingað til lands fyrir rúmu ári og
völdu kirkju og kór sem skapa
myndu þann ramma er hæfði verk-
inu.
Karlakórinn Fóstbræður varð
fyrir valinu til að gegna hinu mik-
ilvæga hlutverki munkanna í
söngnum. Kórinn er skipaður 52
söngvurum. Árni Harðarson, sem
verið hefur stjórnandi kórsins frá
1991, fór til Kraká til að kynna sér
verkefnið og stjórnaði undirbún-
ingi verkefnisins og Fóstbræðra
fyrir uppfærsluna í Reykjavík.
Poisblaud lætur vel af samstarf-
inu við Fóstbræður og Árna Harð-
arson, sem hann segir afar ná-
kvæman og athugulan
tónlistarmann. „Kórinn er vel und-
irbúinn og þar eru margir mjög
góðir söngmenn," segir hann.
Kórinn og einsöngvararnir hafa
æft hvor í sínu lagi á undanförnum
mánuðum en síðustu dagar hafa
farið í að stilla saman strengi.
„Það er mikilvægt að finna orkuna
milli kórsins og einsöngvaranna,"
segir Poisblaud.
En hversu mikið er vitað um
hvernig þessi tónlist var flutt í
Santiago de Compostela á tólftu
öld - og hversu nálægt er hægt að
komast þeim flutningi í Reykjavík
árið 2000? Poisblaud segir það
vissulega ekki auðvelt fyrir nú-
tímamenn svo mörgum öldum síð-
ar að syngja verkið á nákvæmlega
sama hátt og það var gert upp-
haflega. Enda segist hann hafa þá
reglu að það sé mikilvægara að
finna söngvarann en sönginn, í
þeim skilningi að nauðsynlegt sé
að skynja anda og heimspeki miða-
ldanna og hafa tengsl við tíma og
rúm textans og tónlistarinnar, fyrr
sé ekki hægt að fá tilfinningu fyrir
flutningnum. Sjálfur kveðst hann
ekki hafa þekkt handritið áður, en
þó hafi hann þekkt margt í því.
„Ég þekki þessa tegund tónlistar
og hef sungið hana í mörg ár, svo
það er margt sem kom kunnuglega
fyrir sjónir,“ segir hann. „Eg
reyndi að finna nýjan rytma og ég
held að ég hafi fundið eitthvað
áhugavert - ég vona það að
minnsta kosti."
Fyrst og fremst
tónleikar
Þó að tónlistin í Codex Calixt-
inus sé helgisöngvar þykir Pois-
blaud mjög mikilvægt að aðskilja
sönginn og helgisiðina og leggur
áherslu á að hér verði um tónleika-
uppfærslu að ræða en ekki beina
helgisiði. „Við verðum að leiða
huga áheyrenda að helgisiðunum
en þetta eru fyrst og fremst tón-
leikar,“ segir hann.
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju
eru sem áður sagði hinir fyrstu í
röðinni en næsti áfangastaður
verður Santiago de Compostela, en
þar er handritið fræga einmitt
varðveitt. Áður en menningarárið
er á enda mun Codex Calixtinus
hafa verið flutt í öllum menningar-
borgunum níu, með sömu ein-
söngvurunum en nýjum kór í
hverri borg.
Kristnihátíðarnefnd er sam-
starfsaðili Reykjavíkur menning-
arborgar Evrópu árið 2000 um
Codex Calixtinus, en verkefnið er
unnið að frumkvæði menningar-
borgarinnar Kraká í Póllandi.
Ríkisútvarpið mun senda upp-
töku á Codex Calixtinus út til
Evrópu á vegum Evrópusambands
útvarpsstöðva.
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju á
morgun hefjast kl. 16.00.
Saga
Jakobs
postula
POSTULINN heilagur Jakob
stóð fyrir og stýrði kristnu
trúboði á Spáni, en eftir þá för
sneri hann aftur til Landsins
helga. Þar lét Heródes kon-
ungur hálshöggva hann og
synjaði einnig um leyfi til að
greftra lík hans.
Tveir af lærisveinum Ja-
kobs, Aþanasíus og Þeódór,
fluttu lík hans til Galisíu til
staðar sem nefndist Iria Flav-
ia. Síðar var það flutt þangað
sem nú heitir Compostela.
Sögnin um flutning líksins er
til í ýmsum útgáfum. Ein og
sú skáldlegasta er á þá leið að
líki Jakobs hafi verið rænt og
lagt í steinkistu í bát sem eng-
ar hafði árar eða mastur, en
engill stýrði honum yfir hafið
til Galisíu. Annars staðar er
því haldið fram að bátnum
með líki dýrlingsins í steink-
istunni hafi verið siglt niður
ána Ulla til Iria Flavia, eða
réttara sagt til gamals graf-
reits, compostum, þar sem
borgin Compostela var síðar
byggð. Gröf heilags Jakobs
hins mikla - Santiago el
Mayor á spænsku - fannst ár-
ið 813. Sagan segir að einsetu-
maður, Pelayo (Palejo) að
nafni, hafi séð mikið stjörnur-
egn falla niður á hæð sem
nefnd var Liberum donum og
ákveðið umsvifalaust að fara
og tilkynna þennan einstæða
viðburð biskupi héraðsins,
Teodomir de Iria. Það kom svo
í ljós að hæðin sem stjörnur-
egnið hafði fallið á geymdi
gröf postulans. Nafn borgar-
innar er sagt dregið af latn-
esku orðunum Campus stellae
- stjörnugrund.
Hinir helgu dómar, líka-
msleifar postulans, fundust í
stjórnartíð Alfons II í Galisíu
og Astúríu. Þegar konungi
bárust fréttirnar tók hann sig
upp með fjölskyldu sinni og
fór til Compostela þar sem
hann kunngerði að Jakob, sem
varð píslarvottur fyrstur post-
ulanna, skyldi vera verndar-
dýrlingur ríkis hans og lét
reisa kirkju til minningar um
gjörð sína.
í orrustunni við Clavijo árið
844 varð undursamlegt krafta-
verk er heilagur Jakob birtist í
fararbroddi kristnu herjanna
sem börðust gegn múslimum
og hann var gerður að vernd-
ara þeirra og nefndur „refsi-
vöndur máranna". Hann birt-
ist mönnum margsinnis eftir
það í orrustum gegn márun-
um. Krístnu hermennirnir áttu
sér heróp til að kalla á hann
sér til hjálpar: „San Jago“ eða
„San Tiago“. Tákn þeirra sem
trúðu á heilagan Jakob var
blóðrauður kross og var stoðin
hjartalaga sem tákn kærleik-
ans en armarnir voru sem
akkeri, sem var tákn vonarinn-
ar. Með tímanum varð heilag-
ur Jakob verndardýrlingur
Spánar og Portúgals og gröf
hans varð ekki einungis helgi-
staður heldur heilagt tákn og
vé kristinnar trúar.
Árið 997 lagði frækinn og
hugdjarfur herforingi músl-
ima, Ibn Abi Amir, einnig
nefndur Almanzor, í herför til
að ná Compostela á sitt vald.
Hann lagði borgina í rúst en
lét gröf postulans í friði. Spán-
verjar náðu borginni aftur og
ekki leið á löngu áður en borg-
in hafði aftur öðlast sitt fyrra
veldi og fegurð. Ný kirkja var
reist á rústum hinnar fyrri og
var hún vígð árið 1003 af
Bermudo II konungi og Pel-
ayo biskupi II.