Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jakob Karel Þor- valdsson fæddist á Skerðingsstöðum í Eyrarsveit 28.7. 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 21. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Kristín Karélína Jakobsdótt- ir frá Rimabæ á Kvíárbryggju, f. 18.7. 1874, d. 25.7. 1957 og Þorvaldur Þórðar- son, hreppstjóri og bóndi frá Suðurbár í Eyrarsveit, f. 6.4. 1879, d. 12.4. 1966, en þau bjuggu að Skerðingsstöðum í Eyrarsveit. Systkini Jakobs voru Þórður, f. 22.8. 1906, d. 28.12. 1993; Ragn- hildur, f. 1.12.1909, d. 20.12.1980; Jón, f. 7.9. 1914, d. 2.4. 1977; Þor- valdur, f. 23.5. 1916, d. 9.7. 1993; Gunnar, f. 14.6.1918. Hálfsystkini Jakobs synir Kristínar frá fyrra hjónabandi voru: Elberg Guðmun- dsson, f. 10.12. 1901, d. 1.1. 1987; Guðmundur Guðmundsson, f. 30.7.1903, d. 29.6.1988. Jakob kvæntist Rósbjörgu ' Önnu Hjartardóttur. Foreldrar hennar voru Kristrn Sveinbjarn- ardóttir og Hjörtur Rósberg Jóns- son að Mýrum í Eyr- arsveit. Jakob og Rósbjörg eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Kristín Karólína Jakobsdóttir, f. 4.4. 1943, maki Þorfínn- ur Steinar Júlfusson, f. 24.9. 1943. Börn þeirra eru Anna Rósa, Júlíus og Heimir. 2) Lúðvík Jakobsson, f. 12.12. 1944, d. 20.8. 1989, maki Valgerður Gísladóttir, f. 17.11. .1944. Börn þeirra eru: Anna Ósk, Hjörtur, Bjarki, Rósa Björk. 3) Sigurborg Guðný Jakobsdóttir, f. 29.7.1946, fráskil- in. Hennar börn eru Ragna, Haf- dís og Harpa Hannesdætur. 4) Svava Jakobsdóttir, f. 9.11. 1949, maki Ásgrímur Guðmundsson, f. 11.3. 1951. Þeirra börn eru: Guð- mundur Marinó, Andri og Emil. 5) Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir, f. 11.4. 1954, fráskilin. Hennar böm eru: Einar Karel, Hilmar og Lísbet Sigurðarbörn. Bama- bamabörnin em 16. Jakob verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. JAKOB KAREL ÞORVALDSSON Að morgni fostudagsins langa barst til fjölskyldu minnar sú sorg- lega frétt að Jakob, tengdafaðir minn, væri dáinn. Það hafði legið ljóst fyrir viku, er hann var fluttur á sjúkrahús- ið á Akranesi, að veikindi hans væru mjög alvarleg. Þrátt fyrir það blundar alltaf í öllum einhver vonameisti sem „haldið er í og svo var með mig. Eg hafði alltaf horft á tengdaföður minn sem mjög lífseigan mann og sérstak- an að mörgu leyti. Þegar ég var inn- vígður inn í fjölskyldu hans var hann hættur almennri vinnu vegna veik- inda í baki. Heima við stytti hann sér stundir við smíðar á ýmsum smáhlut- um enda sérlega laghentur. Ekki hampaði hann þessari iðju sinni enda ekki hans vani. Samt spurðist fljót- lega út hvaðan sú völundarsmíð er prýddi hillur í heimahúsum bama hans væri fengin og lét hann eftir um tíma að selja afurðir sínar í verslanir. Ekki var hann einungis hagvanur til handa heldur hagmæltur mjög og sannkallaður listamaður í meðhöndl- un íslensks máls. Alla ævina var Jak- ob þekktur fyrir sínar skörpu lýsing- ar sem runnu af vörum hans í vísuformi. Margorðar lýsingar missa oft marks ef grunnmyndin er ekki dregin skýrt fram, en Jakob hafði þann einstaka eiginleika að gera jafn- vel mjög hversdagslega atburði mjög eftirminnilega. Við sem umgengumst hann mikið fengum oft að heyra fer- skeytlur úr hversdagslífinu, sem varð til þess að eftirtektin varð meiri og ýmis skopleg atriði urðu sýnileg sem ekki hafði örlað á áður. Einna eftírminnilegust eru mér hin ófáu samtöl sem við áttum. I fyrstu áttaði ég mig ekki alveg á tengdaföð- ur mínum þegar við ræddum saman. Ég var frekar bráðlátur og pólitískm- og vildi koma skoðunum mínum hratt á framfæri þannig að hann tæki eftír því og helst að hann samsinnti mér. Jakob aftur á mótí gaf sér góðan tíma og þegar ég hélt að samræðum okkar væri lokið þá var hann rétt að byija. Honum lá ekkert á að svara mér en íhugaði vel það sem hann sagði. Fljót- lega varð mér þetta ljóst og hafði þar af leiðandi meiri skemmtun af samtöl- unum. Við vorum ósjaldan að kryfja hagstjóm yfír landinu og hvemig stjómmálaflokkamir tóku á þeim málum. Okkar umræðum lauk ekki nauðsynlega þá helgi sem ég var staddur hjá þeim hjónum, heldur héldu samræðumar áfram stundum mánuði seinna eins og ekkert hefði slitið þær í sundur. Oft fannst mér á einhverjum tímapunkti að ég hefði sýnt gamla manninum fram á hinn eina sanna sannleika en þetta var eins og að tefla skák, hann fann alltaf sterkan mótleik og skákinni lauk í rauninni aldrei. Með þessu sýndi hann mér á óbeinan hátt að tíminn er alltaf fyrir hendi til að gera það sem maður vill gera. Hann lét ys og þysnútímaþjóðfélagsins ekki íþyngja sér. Ævi Jakobs var lýsandi dæmi þeirrar kynslóðar sem sköpuðu okk- ur, sem eftir lifa, öll þau tækifæri og þægindi í velmektarþjóðfélagi. Hann vann hörðum höndum alla sína ævi og Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, AA, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takm- arkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skfrn- amöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. var vanur því að gera hlutina sjálfur og vera ekki upp á aðra kominn. Hann var einn þeirra er mundi þann tíma er Islendingar risu upp úr ösk- ustónni og breyttu gömlu sveitarþjóð- félagi í það sem við þekkjum í dag. Lífið var sannarlega enginn dans á rósum. Fyrri hluta ævinnar erfiðaði hann til sjós og sveita. Hann hóf bú- skap í Gmndarfirði og stofnaði þar heimili með eftirlifandi konu sinni, Rósbjörgu Önnu Hjartardóttur. Þar vann hann við húsabyggingar og standa þar eftir hann mörg minnis- merki. Þau eignuðust fjórar dætur og einn son og vora þau hvert öðm mannvænlegri. Fjölskyldan flutti 1961 til Akraness, en þá var Jakob farinn að kenna bakmeins og varð að láta af störfum sem smiður. Lengi vel bjuggu þau á Vesturgötu 115 og var gestkvæmt mjög. Börnin og bama- bömin töldu sig ávallt eiga þar sitt annað heimili enda vom móttökumar í samræmi við það. Enginn fussaði við því að fara í heimsókn til afa og ömmu á Vesturgötu. Þegar bömin vora öll flogin úr hreiðrinu minnkuðu þau við sig og fluttu inn á Jaðarsbraut, en það breytti engu um móttökur ættingja og vina. Arið 1989 urðu þau hjónin fyrir stóra áfalli þegar Lúðvík sonur þeirra dó langt um ævi fram. Það var mikil sorg sem ekki var sýnd en við sem þekktum vissum að hún var lengi til staðar. Að öðra leyti hafa þau átt bamaláni að fagna. Afkomendur þeirra era fjölmargir eða 15 bama- böm og ekld færri bamabamaböm. Allt hið mannvænlegasta. Vegna veikinda Jakobs fluttu þau hjónin á Dvalarheimilið Höfða fyrir fimm ár- um. Eitt er öraggt í þessu lífi og það er að það tekur enda. Vissulega var það táknrænt að Jakob skyldi yfirgefa þennan heim á fostudeginum langa, en hann var alla tíð mjög trúaður maður og mótaði það hann alla lífs tíð. Um leið og ég kveð þig hina hinstu kveðju þakka ég allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég veit að það er erfitt fyrir þig, Bagga mín, að sjá á eftir maka þínum sem þú hefur verið með öllum stundum alla ævi. Þú hefur ætíð verið sterk og ég veit að svo verður áfram. Ásgrúnur Guðmundsson. Elsku afi Jakob. Nú ert þú farin frá okkur. Við vilj- um þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér. Við eigum margar góðar minningar um þig en það sem er okkur minnisstæðast er þegar við voram litlar og voram hjá ykkur ömmu Böggu á aðfangadags- kvöld, þá sátum við systumar og hlustuðum á messu með þér fyrir matinn. Þessar stundir verða okkur alltaf kærar. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna því þar hefur Lúlli tekið á móti þér. Hinlangaþrauterliðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæl er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dinuna dauðans nótt Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðvilja, og gott er allt, sem Guðí er frá. (V. Briem) Guð geymi þig, elsku afi. Elsku amma Bagga, mamma, Lína, Svava og Addý, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragna, Hafdis og Harpa. Afi Jakob var karl í krapinu þegar hann var upp á sitt besta. Hann var jafnvígur til sjós og lands, reri til fiskjar með annarri hendi og keyrði vörabíla með hinni. Hann vann þá vinnu sem bauðst, baki brotnu, til að sjá stórri fjölskyldu farborða. Hann var einn þeirra sem lögðu hönd á plóginn á uppgangstímum eftirstríðs- ára, þegar nóg var að gera. Hann var vaskur til ýmissa verka, en vann þó mest við húsbyggingar og aðra smíði. Og hefur öragglega haft kjaftínn á loftí, ef svo bar undir, eða laumað snöggvast út úr sér einni beittri stöku, ef við átti. En margra áratuga erfiðisvinna tekur sinn toll. Og afi fór ekki varhluta af því. Fyrstu minningar okkar systkin- anna af afa eru því af hijúfum og ljúf- um kalli, sem maður þurfti að passa sig á að hlaupa ekki niður. En þótt afi hafi verið slæmur til heilsunnar, og örugglega þótt stund- um nóg um fjaðrafokið og bægsla- ganginn í bamabömunum, og síðar bai’nabamabömunum, sýndi hann okkur alltaf umburðarlyndi. Jafhvel þegar maður stalst inn í smíðaher- bergi og lék sér með fmgerðu, litlu bátana sem hann var að smíða, eða freistaðist til að herma eftir honum að banka innan í dyrastafi þegar gengið var milli herbergja. Síðar, þegar við komumst til vits og ára og vorum orðin viðræðuhæf, kynntumst við nýrri hlið á afa. Þótt afi væri veikburða og oft lasinn kom maður aldrei að tómum kofunum ef rædd vora málefni h'ðandi stundar. Afi fylgdist vel með fréttum og var auk þess stálminnugur. Hann lýsti atburðum frá fjórða áratugnum eins og þeir hefðu gerst í gær og gat þrætt Þingholtin með manni í huganum, götu fyrir götu, þótt hann hefði ekki stigið þar niður í hartnær hálfa öld. Hann talaði rólega og hugsaði sig iðulega um fyrst. Flutti svo sitt mál af mildlli yfirvegun. Það var einatt sérstök ró og friður yfir afa. Og maður fann alltaf fyrir hlýjunni sem stafaði af honum. Þess- ari gegnumheilu og hreinu góð- mennsku sem böm vilja og finna. Þegar við horfum nú til baka yfir árin þá er þetta líklega það dýrmætasta sem hann afi skilur eftir sig í hjarta okkar. Þessi djúpa tilfinning hlýju og góðvildar. Það var afi. Við kveðjum afa með söknuði og trega og biðjum Guð að styrkja ömmu í hennar mikla missi. Anna Rósa, Júlíus og Heimir Jakob Þorfínnsböm. OSKAR EGGERTSSON síðar og þá ef til vill betur í stakk búin að ræðast við. Þín elskandi syst- ir alltaf, Svava. + Óskar Eggerts- son, Foldahrauni 39h í Vestmannaeyj- um, fæddist á Sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum annan dag páska, 11. apríl, 1966. Hann andaðist á heimili móður sinn- ar, Sóleyjargötu 12 í Vestmannaeyjum, sunnudaginn 16. apr- íl sfðastliðinn. Hann var yngsti sonur hjónanna Jónu Guð- rúnar Ólafsdóttur og Eggerts Gunnars- sonar á Víðivöllum í Vestmanna- eyjum. Jóna Guðrún er dóttir Ól- afs útvegsbónda á Víðivöllum Ingileifssonar. Eggert faðir Ósk- ars var skipasmíðameistari, sonur Gunnars Marels skipasmíðameist- ara og riddara af fálkaorðunni, Jónssonar, frá Gamla Hrauni í Hraunshverfí Guðmundssonar. Móðir Eggerts var Sigurlaug Pálsdóttir frá Nýjabæ á Miðnesi, Jónssonar á Grímsstöðum í Land- eyjum Pálssonar. Systkini Óskars eru: Ólafur, stýrimaður og starfsmaður í kertaverksmiðj unni Heimaey, f. 15. febr- úar 1948, Svava, starfsstúlka á Grund, f. 12. mars 1952, Gunnar Marel, skipasmíðameistari og leiðangursstjóri íslendings, f. 10. nóv- ember 1954, Guð- finna Edda, banka- starfsmaður hjá Reiknistofnun bank- anna, f. 14. desember 1955, og Sig- urlaug, leikskólakennari í Reykja- vík, f. 22. júní 1961. Óskar lauk námskeiði í Vélskól- anum og var vélavörður. Hann var til sjós m.a. á Dala-Rafni og Frá og var með skipstjórnarréttindi að 30 tonnum. Síðari árin vann hann í kertaverksmiðjunni Heimaey. Óskar var jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 22. apríl. Þegar ég minnist Óskars yngsta bróður míns er mér efst í huga þakk- læti til hans fyrir hvað hann gaf mér mikið, fyrst þegar hann var ungbam, augasteinninn okkar allra, og svo seinni árin gjafmildur, og mann- gæskan sem hann bjó yfir. Eg reyndi að gefa honum á móti en snemma fór að bera á veikindum sem hann stríddi við allt til dauða. Ég minnist þess að börnin mín dýrkuðu Óskar og á jólunum var mesti spenningur- inn að taka upp gjafirnar frá honum. Hann gaf allt frá sér og hélt svo upp á þau þegar þau vora lítil. Núna veit ég að hann er í góðum höndum. Frelsarinn okkar, Jesús Kristur, hefur séð til þess að engla- her tók á móti honum. Honum var margt til lista lagt, hann dundaði sér við að gera upp gamla hluti sem vora vandlega og af alúð unnir. Hann unni okkur systkinum sínum mefra en orð fá lýst og núna að leiðarlokum erum við öll haldin trega og sektarkennd yfir að hafa ekki verið honum nógu góð. Hann þurfti svo mikla blíðu alla sína tíð, enda átti hann þá bestu móður og föður sem hugsast getur og hann unni þeim af öllu hjarta allt sitt líf. Stundum skilur maður ekki almættið, en ég trúi því að allt hafi sinn tilgang. Sumir njóta sín í þess- um jarðnesku lystisemdum, öðram er boðin betri vist við hlið Drottins og engla hans. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Óskar minn. Með innilegri trú á að við hittumst Fallegur sumardagur og vinir og félagar úr veiðifélagi Bjarnareyinga vora mættir á bryggjuna einu sinni sem oftar. Nú skyldi farið með kranabómu og spil í Bjarnarey. Feðgarnir Eggert, Gunnar og Óskar vora mættir til leiks að venju. Báturinn, sem var strigadrasla og gekk undir gælunafninu Sjóborgin, branaði létt yfir spegilsléttan sjóinn og renndi brátt upp að steðjanum í Bjamarey. Óskar, ungur fjörugur peyi, stökk í land ásamt okkur hinum. Bóman var hífð upp og strax hafist handa við uppsetningu. Óskar var áhugasamur og duglegur að snúast í kringum okkur við verkið. Að kvöldi héldu menn ánægðir heim, bóman komin upp svo nú þurfti ekki lengur að hífa kostinn og farangur á höndum upp tírætt berg- ið. Þau voru ófá skiptin sem Óskar var með í ferð og alltaf var hann jafn léttur og skemmtilegur. Þannig minnist ég hans, og þannig vil ég geyma minninguna um ljúfan dreng. Lífið var ekki jafn auðvelt hjá hon- um og okkur hinum sem oft kvörtum yfir litlu. En nú eru langvarandi veikindi og baráttan á enda rannin, nýtt og bjartara líf í nýrri vídd í ríki himna- föður tekið við. Ég kveð þig vinur með stöku: Eg hef gengið grýtta braut glaðst af heldur en um steina oft ég hnaut erívegilágu. Þegar lék mig gæfan grátt oggréruillasárin reyndiégaðhorfahátt oghlæjaígegnumtárin. (Sverrir Haraldsson.) Snorri Hafsteins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.