Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
íslenski fískur-
inn einstakur
að g'æðum
Þjóðarréttur Breta, fískur og franskar, bragðast
hvergi í Bretlandi jafn vel og í „Fish ’n’ Chick’n“
keðjunni, sem er önnur stærsta keðja slíkra búða í
Bretlandi og hefur eingöngu íslenskan fisk á boð-
stólum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir hitti eiganda
keðjunnar og tvo starfsmenn Icelandic UK í Bret-
landi og forvitnaðist um samstarf þeirra sem hefur
staðið í tólf ár.
í BRETLANDI eru nýyfirstaðnir
sérstakir kynningardagar á íslensk-
um fiski í næststærstu keðju „fish-
and-chips“ verslana þar í landi.
Kynningin var haldin í samvinnu við
Icelandic UK, sem er dótturfyrir-
tæki SH á íslandi, og styrkt af Flug-
leiðum.
Að sögn Hugh Lipscombe, eig-
anda og framkvæmdastjóra keðj-
unnar, sem nefnist „Fish ’n’
Chick’n", er þetta í fyrsta sinn sem
hann hefur sérstaka kynningu á ís-
lenskum fiski í verslunum sínum, en
hann hefur keypt fisk frá Islandi í
tólf ár og býður eingöngu upp á ís-
lenskan þorsk, ýsu og kola. Hann er
þó einnig með á boðstólum fáeinar
aðrar fisktegundir sem hann selur í
mun minna magni og kaupir annars
staðar frá.
Lipscombe er á sérsamningi við
þrjá íslenska togara, Júlíus Geir-
mundsson frá ísafirði, Sigurbjörgina
frá Ólafsfirði og Sléttbakinn frá Ak-
ureyri, fyrir milligöngu Icelandic
UK og veiða þeir allan fisk fyrir
Lipscombe. Innan skamms mun hins
vegar fjórði togarinn bætast í flota
Lipscombe, Barði frá Neskaupstað.
Gæði íslenska fisksins einstök
Samstarf Lipscombe og skipstjóra
og áhafna togaranna þriggja er með
nokkru sérstætt og nær töluvert
langt aftur í tímann. Þangað til fyrii-
rúmum tólf árum hafði hann keypt
breskan fisk í verslanir sínar, en var
ekki ánægður með gæði hans. Þá fór
hann að kaupa íslenskan fisk sem var
fluttur inn ferskur til Grimsby.
„Það fyrirkomulag reyndist ekki
sem skyldi,“ segir Lipscombe, „enda
var fiskurinn allt að tíu daga gamall
þegar hann var kominn alla leið í
búðirnar. Við hófum því að leita ann-
arra leiða og reyndum meðal annars
að fljúga með ferskan fisk til Heat-
hrow-flugvallar. Gæðin reyndust þó
ekki haldast nægilega stöðug vegna
vandræða með hitastig og annað,
þrátt fyrir að við létum jafnvel hanna
fyrir okkur nýja gerð af kössum.“
Því næst gerði hann tilraun með að
kaupa sjófryst þorskflök, en segir að
enn hafi komið upp vandamál varð-
andi gæðin. „Sjófrystur fiskur á
þessum tíma var langt því frá sam-
bærilegur í gæðum við það sem ger-
ist í dag,“ segir Lipscombe, „enda
áttu aðferðirnar um borð eftir að
þróast mikið. Ég var hins vegar ekki
á því að gefast upp, ég vissi hve góð-
ur ferskur íslenskur fiskur var, þótt
mikið af gæðunum virtist tapast við
frystinguna. Það þurfti einfaldlega
að bæta gæði frysta fisksins."
Jón Jóhannesson, sem þá var í
• hhfíí ;
Kynning á Nupo Súpum í dag og á morgun!
í dag í Borgarapóteki, Álftamýri 1 og Hringbrautarapóteki kl. 14 -18.
Á morgun í Borgarapóteki kl. 13 -17.
)/ kynningarafsláttur
0 ástaðnum!
orgarAPóTEK
opið til 24:00 öll kvöld ;
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Sigríður Dögg
Kynning veitingahúsakeðjunnar Fish’n’ Chick’n á íslenskum fiski hefur gengið vel. Hér er Hugh Lipcombe, eig-
andi hennar, ásamt fulltrúum Icelandic UK, þeim Höskuldi Guðmundssyni, sölu- og markaðsstjóra, og Magna
Geirssyni framkvæmdastjóra.
u
HICK'n
Easter Wee
GIVEAWA’
»rd Aprii 2
sm hou
m HSft $ ChíPS AND YQU CQU(\
|CUAH91C tíOltVAY t'ÖR TWQ PiOPi
nmmrns 0P PRtHi
& mAtmÁuv st
a mountain bike
750 cod & chip
1,000 portions
1,000 cans ot d
Cj»^UI>oo* Apt>r»
Grimsby, valdi úr nokkra togara fyr-
ir Lipscombe, sem gætu veitt fyrir
hann og væru tilbúnir í samstarf.
Lipscombe gerði sér þá ferð til ís-
lands og ræddi við þáverandi eigend-
ur togarans Sigurbjargarinnar á Ól-
afsfirði um möguleika á því að stofna
til viðskipta. Því næst hitti hann
áhöfn skipsins og skipstjóra.
„Við ræddum saman í fjórar
klukkustundir," segir Lipscombe,
„ég man þetta afar skýrt. Við rædd-
um veiðarnar og hvað um fiskinn
yrði þegar hann færi frá þeim.
Markmið mitt var að reyna að
byggja samband við þá sem ráku
togarana og þá sem veiddu fiskinn í
von um að þeir vönduðu sig sérstak-
lega við veiðarnar þegar þeir vissu
íyrir hvern þeir væru að veiða og
hvað yrði gert við fiskinn." Hann
sendi jafnvel áhöfninni myndir af
búðunum í Bretlandi, svo skipverjar
gætu betur áttað sig á hvað um væri
að ræða. Þegar hinir togaramir
bættust við, hafði hann sama fyrir-
komulag við áhafnir þess og skip-
stjóra.
Árlega sendir hann áhöfnunum jó-
laglaðning sem þakklætisvott fyrir
framlag þeirra, og kemur sjálfur í
heimsókn til íslands annað hvert ár
og heilsar þá upp á skipstjóra og
áhafnir.
Lipscombe segist ekki efast um að
samkomulag sem þetta skili árangri.
Hann greiðir fyrsta flokks verð fyrir
afurðirnar, um 400 kr. á kílóið, en
segist fá fyrsta flokks vöru í staðinn.
„Eg gæti auðveldlega fengið ódýrari
fisk annars staðar,“ segir hann, „en
það sem ég er fyrst og fremst að leita
að eru gæði og stöðugleiki. Bragð,
litur og áferð íslenska fisksins eru
það besta sem gerist í heiminum,
enda segjast viðskiptavinir mínir
hvergi annars staðar í öllu Bretlandi
fá jafn góðan fisk og í „Fish ’n’
Chick’n“.“ Hann segir hagræði í því
hve búðimar em margar, en þær em
23 talsins og em staðsettar víðs veg-
ar um England. Hann kýs að koma
þeim upp í íbúðakjörnum smærri
bæja, fremur en í miðbæjum og stór-
borgum, vegna ýmissa ástæðna af
viðskiptalegum toga, svo sem verði á
leiguhúsnæði, aðgengi og öðm.
Hann kaupir um 250 tonn af
þorski frá togumnum þremur á ári
og 25 tonn af ýsu, en allur fiskur er
sérveiddur, unninn og pakkaður fyr-
ir hann, og merktur honum sérstak-
lega.
Kynningin vakti mikla athygli
Lipscombe segist hafa valið
páskavikuna fyrir þessa kynningu af
þeim sökum að á þeim tíma er mikil
hefð fyrir því að borða fisk í Bret-
landi. Honum reiknast til að í versl-
ununum hafi verið seldir um 28.000
skammtar af djúpsteiktum fiski og
frönskum í kynningarvikunni, en
hver skammtur er heilt fiskflak.
Venjulega em seldir um 16.000
skammtar af þorski og 1.920
skammtar af ýsu á viku.
I tilefni kynningarinnar vom búð-
imar skreyttar íslenskum fánum og
veggspjöldum þar sem viðskiptavin-
um var meðal annars kennt að segja
„fiskur og franskar" á íslensku.
Skafmiði fylgdi hverjum skammti,
þar sem aðalvinningur var ferð fyrir
tvo til íslands í boði Flugleiða. Fjöldi
aukavinninga var einnig í boði.
Lipscombe segir viðskiptavini
marga hverja hafa orðið undrandi á
þessari uppákomu, sem þeir eiga
ekki að venjast frá búðum á borð við
þessa, heldur fremur frá risakeðjum
á borð við McDonalds. Kynningin
hafi þó hlotið mikla athygli og býst
hann við að verðlaunaafhendingin
muni fá umfjöllun í flestum svæðis-
dagblöðum á þeim svæðum sem
verslanirnar er að finna.
Þorsteinn Pálsson, sendiherra ís-
lands í Bretlandi, mun taka að sér að
afhenda verðlaunin, og segist
Lipscombe vera honum afar þakk-
látur fyrir stuðninginn, sem og Flug-
leiðum og Icelandic UK auk toga-
ranna þriggja sem gáfu hluta
vinninganna.
Aherslan er lögð
á fullunnar vörur
ICELANDIC UK er dótturfyrir-
tæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, SH, og söluskrifstofa
hennar í Bretlandi. Fyrirtækið
selur sjófrystan fisk og rækju frá
íslandi og hefur 9 manns í vinnu,
þar á meðal þrjá íslendinga.
Að sögn Magna Þórs Geirsson-
ar framkvæmdastjóra er Icelandic
UK leiðandi í sölu sjófrysts fisks
frá íslandi í Bretlandi og er með
17 íslenska togara sem framleiða
fyrir þennan markað.
Icelandic UK hefur verið til sem
sérstakt fyrirtæki í tvö ár en var
áður hluti af Coldwater Seafood
UK.
Breyttar áhersiur
hjá fyrirtækinu
Höskuldur Guðmundsson,
markaðs- og sölustjóri Icelandic
UK, segir að kynningin í verslun-
um Lipcombe sé liður í áherslu-
breytingum hjá fyrirtækinu sem
stefni að aukinni markaðssetningu
íslenska fisksins í Bretlandi og
framhald á starfi sem hefur verið í
gangi um tíma. Fyrir skömmu tók
Icelandic UK þátt í stórri sýningu
í Northampton þar sem kynntar
voru ýmsar afurðir úr íslenskum
fiski. Að sögn Magna var þetta
sérhæfð sýning fyrir „fish-and-
chips“-veitingastaði. „Þama gafst
kjörið tækifæri til að hitta augliti
til auglitis notendur á sjófrystum
fiski og um leið að prófa nýjungar
fyrir þá,“ segir hann.
Þá var Útgerðarfélag Akureyr-
inga með Icelandic UK á básnum
og kynnti nýjungar úr þróunar-
setri sínu. Meðal annars vöktu
brauðaðir bitar úr þorski mikla at-
hygli sýningargesta, að sögn
Magna. Nú sem stendur er verið
að vinna úr niðurstöðum sýningah-
innar og koma vörunum af stað í
sölu. Magni segir að hins vegar
megi búast við að nokkur tími líði
áður en sala fer verulega af stað.
Aðrar vörur sem kynntar voru
voru meðal annars deighjúpaður,
rimlaskorinn fiskur og brauðaðar
fiskkökur.
Þátttaka í fleiri
sýningum fyrirhuguð
„Icelandic UK fyrirhugar að
taka þátt í fleiri sýningum af þessu
tagi,“ segir Magni jafnframt.
„Fyrirtækið hefur komið sér upp
kynningarefni og látið hanna fyrir
sig auglýsingar. Myndböndum,
sem gæðadeild SH-þjónustu hefur
látið gera, er nú dreift til notenda
en í þeim eru vandlega raktar þær
miklu gæðakröfur sem gerðar eru
í vinnslu á sjófrystum flökum um
borð í SH-skipunum.“ „Markmiðið
er að gera íslenska fiskinn að
þekktu vörumerki Icelandic og
bæta þannig samkeppnisstöðu
hans á markaðinum," bætir Hösk-
uldur við.
Að sögn Magna eru stærstu við-
skiptavinir Icelandic UK í Bret-
landi veitingastaðir og eldhús auk
þess sem fiskurinn er seldur til
heildsala og í iðnað; t.a.m. er fram-
leiddur rækjukokkteill úr íslensk-
um rækjum sem seldur er í ýms-
um verslunum.
Icelandic UK hyggst þó í aukn-
um mæli koma á framfæri fullun-
num vörum frá íslandi og er í
samstarfí við Útgerðarfélag Akur-
eyringa og Harald Böðvarsson og
co. á Akranesi með þess háttar
vörur.