Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
j|
Undrapunktar
Morgunblaðið/Sverrir
U ndrapunktar
MYNDLIST
K j a r v a 1 s s t a ð i r
VEGGVERK
GUNNAR ÖRN
Opið alla daga frá 10-18. Til
27. apríl.
Aðgangur 400 krónur í allt húsið.
NAUMAST hefur farið framhjá
gestum og gangandi, að viðvarandi
athafnasemi hefur undanfarið átt
sér stað í miðrými Kjarvalsstaða,
sem upprunalega hafði þann til-
gang að tengja sal FIM við Kjar-
valssal. Þetta miðrými á sér
nokkra sögu og er komið býsna
langt frá sinni upprunalegu mynd
og þó veitingabúðin hafi ratað á
réttari stað í byggingunni er hún
mun takmarkaðri. Munu margir
sakna stemmningarnar sem þar
ríkti upprunalega, þótt aldrei fengi
starfsemin að þróast á eðlilegan
hátt, ekki síst gróðursins svo og
munanna i glerkistunum, aðkoman
jafnframt öllu virðulegri í húsið en
nú gerist, sumt til bóta en annað
ekki.
Miðrýmið býður upp á ýmsa
gjörninga í sjónlistum, einkum inn-
setninga og þótt skrifari sé málari
og vilji veg myndlistar sem mestan
í húsinu eru honum einna minnis-
stæðust uppsetning ljóða á veggi
miðrýmis svo og ganganna. Þar
kom fram að hægt er að gera
skáldskap að gildri sjónlist og hér
var íslenzki grunnurinn afar sterk-
ur, en það er hann sem á að skína í
gegn hvað sem menn taka sér fyrir
hendur í listum og hvaðan sem
áhrifin koma. List sem ekki spegl-
ar að einhverju leyti næsta um-
hverfí og hræringar þjóðlífsins,
hver svo sem stílbrögðin eru, telst
vel að merkja fólsk útrás sköpun-
argleði og sækir frjómögn sín í
þykistuna.
Þessi inngangur er ekki út í hött
og þótt málarinn Gunnar Örn, sem
nýlokið hefur sínum hlut í tengi-
rýminu komi mjög á óvart fyrir
vinnubrögð sem ekki hafa sést í
verkum hans áður, má telja þau
mjög í samræmi við lífsheimspeki
hans. Nú má öðrum þræði gjaman
nefna listamanninn búhöld að
Kambi í Rangárvallasýslu og inn-
takið í sköpunarferli mynda hans á
síðustu árum hafa verið áhrif frá
náttúrunni allt um kring, á köflum
óhamið og óbeislað líkt og er eðli ís-
lenzkrar náttúru. Þá er hann nátt-
úruunnandi út í fingurgóma, er
mikið er á ferli, heldur hesta og ríð-
ur vítt og breitt um nærsveitir, ek-
ur allt austur í Hornafjörð og jafn-
aðarlega með augun galopin og
sjónop myndavélarinnar á lofti.
Verk sem slíkir taka sér fyrir
hendur mótast iðulega af þeim
áhrifum sem þeir verða fyrir á
hverjum stað og svo við svissum
hér aðeins yfir í húsagerðarlistina
leituðu nafnkenndustu arkitektar
síðustu aldar til erfðavenjunnar og
hins staðbundna umhverfis hverju
sinni, grómagnanna, jafnvel skor-
dýranna og örveranna við útfærslu
hugmynda sinna. Við áttum marga
slíka á Norðurlöndum og nægir að
nefna af því úrvali Eliel Saarinen
og Alvar Aalto frá Finnlandi, Ame
Jacobsen frá Danmörku og okkar
eigin Guðjón Samúelson.
Eins og Gunnar Öm segir og
getur skilmerkilega að lesa á tveim
spjöldum í rýminu; hóf hann að
iðka jóga fyrir fjóram áram og
opnaðist þá fyrir honum nýr og áð-
ur óþekktur heimur - heimur án
nokkurra takmarkana. I jógafræð-
unum væri m.a. notuð einbeiting-
aræfing, sem byggist á öndunar-
punkti, sem er einn sentimeter í
ummáli. Þessi punktur er lúmsku-
lega lftill miðað við þau afgerandi
áhrif sem hann getur haft á líf þess
sem kýs að nota hann. Með því að
horfa daglega á þennan litla punkt,
í það um bil 4 mínútur, getur við-
komandi aukið einbeitingarhæfni
sína, róað hugann og skynjað nær-
vera annarra vídda. Hér þarf ekki
til nema smáfyrirhöfn, er að auk án
útgjalda og Gunnar hefur þá trú að
það sem skipti hvað mestu máli í
mannlífinu kosti ekki peninga, lán
hvers manns sé andlegur þroski.
Þegar svo Gunnari bauðst að
taka þátt í verkinu, Veggir, kom
ekki annað upp í hugann en að út-
færa hugmynd sem væri tengd
þessum undrapunkti, enda bauð
hið sérstaka rými upp á fátt sem
væri jafn samofið núinu í lífi hans
sjálfs. Hugmyndin var að raða flöt-
unum þvert á vegginn, með einn
öndunarpunkt í hveijum fleti. Síð-
an fékk hann til liðs við sig hóp
nemenda úr nálægum skóla, um
tuttugu talsins, mældi hæð hvers
nemanda fyrir sig og bjó til öndun-
arpunkta í samræmi við hvern og
einn, en punkturinn stillist í augn-
hæð. Við formlega lokun verksins
er ætlunun að fá nemendurna til að
stilla sér upp við hann og taka önd-
unaræfingu, neitar því loks ekki að
undir niðri blundar sú ósk að ein-
hver fái nú eða síðar á lífsleiðinni
löngun til að skyggnast inn í innri
heima þar sem ríkir kyrrð og sam-
hljómur.
Hvað sem öllum samhljómi líður
getur kyrrðin ekki talist hafa verið
meginveigur listar Gunnars Amar
fram að þessu. Að hann eigi einnig
til þessa hlið kemur þó ekki með
öllu á óvart, því ýmsar myndheildir
hans hafa verið vel upp byggðar,
þrátt fyrir allan óróann á yfirborð-
inu. Flestir myndlistarmenn koma
líka einhvern tímannn á ferli sínum
á óvart með listbrögðum sem eng-
inn hefði búist við frá þeirra hendi
og sumir eiga tímabO sem þeir
snúast svo öndverðir gegn, þótt
þeir hafi einmitt komist á blöð sög-
unnar fyrir þau; er Giorgio de
Chirico eitt besta dæmið í útland-
inu en Sverrir Haraldsson á Is-
landi. Aðrir leita hinnar algjörastu
andstæðu vinnubragða sinna til að
hrista upp í hlutunum, fá víðari yf-
irsýn og losa um sköpunarkraftinn.
Allt er fullgilt nema að hjakka í
sama farinu til að þóknast ein-
hverjum og vera með, hvort heldur
það séu nústefnusjónarmið eða
hrein sölumennska, en í báðum til-
vikum er verið að vinna fyrir mark-
aðsöfl.
Það sem Gunnar er að fást við er
ekki strangflatarlist í orðisins
fyllstu merkingu, þótt svo líti út í
fyrstu, mun frekar að búa til vel
skipulagðan afmarkaðan ramma
utan um andegt orkuflæði. Ekki
litafræði í eiginlegri merkingu
heldur stemmningsbundin stig-
mögnun lita í kringum orkuflæði.
Það má þó vera augljóst að sam-
ræmi milli hinna ferhymdu flata,
svo og innbyrðis í hveijum og ein-
um, hafa skipt miklu í ferlinu og
hér era hinir veikari litafletir
þrungnir meiri dulrænum krafti en
þeir öflugri. Sterku litafletirnir
þrengja sér fúll mikið fram og
draga áhrif frá hinum, þótt í heild-
ina megi Gunnar vera meira en
ánægður með útkomuna. Slík
vinnubrögð útheimta þó afar mikla
sjón- og skynræna þjálfun og hér
gæti Gunnar hægast náð langt ef
vill, hæfileikamir era vissulega
fyrir hendi. Þetta að leggja lit við
lit byggist á meiri hugmyndafræði
en flestir halda sem ekki hafa
þroskað litnæmi, í raun botnlausri
hugmyndafræði.
Hyggja mín er, að Gunnar hafi
haft mjög gott af þessari glímu
sem er ein erfiðasta þraut skyn-
rænnar litafræði, tekur ár að þróa
til mikilla afreka, og að þessa muni
fljótlega sjá stað í verkum hans.
Bragi Ásgeirsson
Orsök og
afleiðing
Miklar umræður hafa lengi verið í gangi um
fölsunarmálið svonefnda, sem rústað hefur
málverkamarkaðinn að áliti margra, en
Bragi Asgeirsson er á annarri skoðun eins
og fram kemur. Vísar til og minnir á, að
engin er afleiðing án orsaka, ekki hægt að
rústa markað sem varla er til og margar
ástæður fyrir þeim misvísandi ruglingi sem
einkennir listmiðlun á landinu, eins og hann
endurtekið hefur vísað til í skrifum sínum.
ALLLANGT er síðan ég hugðist
skrifa sjónmenntavettvang sem
skyldi skara hið svonefnda fölsunar-
mál, er beinist aðallega í eina átt,
sem sé að uppvísa sekt eins manns,
en hér hangir margt fleira á spýt-
unni. Settist niður fyrir framan tölv-
una, en þá ég tók að íhuga málið
komst ég fljótlega að þeirri niður-
stöðu, að það væri mun umfangs-
meira en í fljótu bragði virtist, flet-
irnir fleiri og því farsælla að ana
ekki að neinu. Skynsamlegra að bíða
átekta um stund, í þessu tilfelli ekki
rétt að sparka í liggjandi mann eins
og það heitir og sök hans ekki sönn-
uð opinberlega. Það var annars
margt sem kom upp í hugann í þessu
sambandi og allt eins efni í margar
greinar, jafnvel heila bók, en hér ber
að stikla á stóra. Undarlegast af öllu
þykir mér að enginn skuli sjá
ástæðu til að kanna orsakavaldinn,
allt beinist að því að sanna sekt
þessa manns, meintra og hugsan-
legra kumpána hans, líkt og það
leysi öll mál, en því fer víðs fjarri,
blekkingin mesta.
Mál er að falsanir myndverka eiga
sér jafn langa sögu og myndlistin, og
birtingarmyndimar æði margar, til
að mynda hafa menn eftirgert
myndverk genginna meistara sér til
lærdóms og til að sanna hæfni sína,
og er hér sjálfur Michaelangelo eitt
frægasta dæmið. Skeði á dögum
endurfæðingarinnar svonefndu, er
menn leituðu í og endurreistu hinn
foma gríska arf og við þekkjum
helst sem endurreisn, renaisans.
Hann gróf styttur sem hann hafði
endurgert niður í jörðina til að þær
öðluðust tímanlega fyllingu og fræg
er sagan af hinum sofandi Cupido,
sem hann á að hafa falsað, í öllu falli
er vitað að listhöndlari nokkur seldi
rómverska kardínálanum Raffaelli
Riario styttuna sem antík! En hér
má vera um að ræða eina fullkomn-
ustu fölsun eða blekkingu allra tíma,
gerða af mesta myndhöggvara end-
urreisnar, snillingi út í fingurgóma,
og var trúlega mun frekar til að
sanna og fullkomna snilligáfuna en
auðgunar. Má vera borðleggjandi að
styttan, sé hún þá til, væri í dag jafn
verðmæt ef ekki til muna verðmæt-
ari frummyndinni. Þá má geta þess,
að málarinn Andrea del Sarto fékk
það verkefni frá Ottavio de Medici
að endurgera málverk Rafaels af
Leo páfa X, sem hann svo gaf her-
toganum af Mantua að gjöf í stað
framverksins! Það gefur auga leið
að myndverkafalsanir fengu einmitt
byr í seglin á 15. öld, þá allir andar
vora í uppnámi og endurfæðingin og
blómatími málaralistar í sjónmáli.
Menn hafa líka falsað bókverk frá
upphafi ritlistar, svo vart er þetta ný
uppgötvun frekar heita vatninu, og
fornminjasöfn heimsins hafa lengi
þurft að vara sig á fölsunum og geta
það loks á seinni tímum þá mögulegt
er að aldursgreina muni með há-
tækniaðferðum. Ameríkumaðurinn
Lewis Eriksson gerði á sjö ára tíma-
bili 1893-1900 yfir þúsund muni sem
áttu að vera frá frumöldum og seldi
á listamarkaði, ekki svo fáir þeirra
rötuðu á virðuleg söfn. Og í aldanna
rás hefur allt mögulegt verið endur-
gert og falsað ef menn sáu sér hag í
því, er jafn gamalt mannkyninu. Hér
era aðeins tekin örfá dæmi af fjöl-
mörgum og jafnvel finnast söfn fals-
aðra muna og sígildra listaverka og
er eitt lítið en áhugavert í París. Læt
vera að vísa til sögufalsana, sem
væri þó nærtækt, þar sem þær hafa
aldrei verið meiri en síðustu áratugi,
við höfum ei heldur farið varhluta af,
jafnvel í síst minni mæli en falsanir
málverka.
Allt þetta segir okkur, að svo
Iengi sem hægt er að blekkja fólk
spretta upp gikkir sem notfæra sér
trúgirni þess, ei skal gleyma inn-
fæddum Suður-Ameríkubúum sem
létu gull og eðalsteina í skiptum fyr-
ir glerperlur og verðlítið glimmer-
skran spönsku landnemanna. Af-
hjúpar þau ævafornu sannindi, að
því takmarkaðri sem dómgreind
manna er á hlutina og minni yfirsýn,
þeim mun auðveldara er að pranga
inn á þá svikinni vöra.
Greindi áður frá því að birtingar-
myndir eftirgerða og falsana væra
æði margar, og við þá staðhæfingu
væri harla auðvelt að standa, en svo
við einföldum málið þá skilgreina
uppsláttar- og alfræðibækur hug-
takið í þá vera, að um sé að ræða
framleiðslu eftirgerða í sviksamleg-
um tilgangi til að blekkja grunlausa
kaupendur. Falsanir finnast í öllum
mögulegum listgreinum og á stund-
um er ekki laust við að listamennirn-
ir sjálfir eigi hér hlut að máli eins og
dæmin sanna. Þannig áritaði Salva-
dor Dali á gamals aldri mikið magn
auðra blaða, sem aðrir teiknuðu eða
þrykktu á með þeim afleiðingum að
ekkert uppboðsfyrirtæki sem annt
var um sóma sinn vildi né vill taka
þessar tegundir verka hans á sölu-
skrár. Einnig dæmi um að fjölskyld-
ur listamanna hafi áritað málverk,
pappírsverk og annað að þeim
gengnum, jafnvel fullyrt að slíkt hafi
átt sér stað hér á landi...
Þá er mál að geta þess, að fyrir
þrjátíu áram eða svo hermdi ég af
nokkram íslenzkum listspírum í
Hollandi, sem að eigin sögn höfðu á
tímaskeiði lifibrauð af að mála mál-
verk í verksmiðju nokkurri í
Amsterdammi. Svo dæmi sé tekið af
ferlinu, þá málaði sá fyrsti til að
mynda einungis forgranninn, gjarn-
an rómantískt flatlendi, sá næsti tók
við og bætti við djúpbláum sjó eða
síki, sá þriðji heiðskíram himni, hver
hafði sitt afmarkaða hlutverk og allt
kom þetta til þeirra á færibandi.
Framleiðslan var svo send í gámum,
einkum til Kaliforníu, en þó ekki
fyrr en stimplað hafði verið aftan á
logagyllta rammana Fine Art of
Holland, eða eitthvað í þá áttina!
Átti allt eins von á að angi af þessu
bærist til Islands eins og svo mörgu
öðra, mátti raunar sjá dæmi þess í
ýmsum myndum. Listaverkafölsun
er þannig lögmál en ekki undan-