Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 55 MINNINGAR NINA BJORK ÁRNADÓTTIR + Nína Björk Arna- dóttir fæddist á Þóreyjarnúpi, Línakradal í Vestur- Húnavatnssýslu 7. júní 1941. Hún lést 16. apríl síðastliðinn. Sálumessa var í Landakotskirkju 27. apríl. Síðustu daga hefur dálítil mynd leitað á hugann. Myndin er frá því snemma á áttunda áratugnum, litrík en orðin ögn máð: það er áreiðanlega heitur sumardagur og ungt og glæsilegt par kemur gangandi eftir Drafnarstíg. Þetta eru Bragi og Nína, ugglaust að koma frá Flatey eða Kaupmannahöfn, og þau eru framandi og kunnugleg í senn, eins og fólk sem maður hittir sjaldan en heyrir talað um í sérstökum tóni. Ég held upp á þessa mynd af því ég vil trúa því að þennan dag hafi ég fyrst hitt Nínu Björk og mér finnst á allan hátt viðeigandi að það skuli hafa verið sólskinsstund og að allir hafi verið glaðir. Ég man það ekki glöggt, en mér finnst að ég hljóti að hafa verið ögn feiminn við rauð- hærðu skáldkonuna sem var svo makalaust skáldkonuleg og dular- full. En það var ekki hægt að vera feiminn við hana lengi, því hún var brosmild og hispurslaus og hló smit- andi. Þannig sameinaði hún þetta tvennt á afskaplega heillandi hátt: Að vera leyndardómsfull og hlýleg. Seinna lærðist mér smám saman að persóna hennar rúmaði fleiri og öfgafyllri andstæður og að gleðin var engan veginn sjálfsögð, ekki frekar en sólskinið þennan löngu liðna dag. Allt í fari hennar var skáldlegt. Slíkt fólk er sjaldgæft og alls ekki víst að það verði skáld, rétt eins og sum skáld eru sérlega óskáldleg. En hjá Nínu Björk fór þetta saman. Það var alltaf eins og hún væri persóna í alveg óvenju mögnuðu leikriti þai- sem lífsgleðin og skelf- ingin tókust á. Á góðum stundum - og þær voru margar, gleymum því ekki - gat Nína verið allra manna kátust, hún kunni að gleðja, hún hafði ísmeygilegan og glitrandi húmor. Það var gaman að sitja með henni og skiptast á kjaftasögum þótt hún talaði aldrei illa um fólk, að minnsta kosti ekki á hefðbundinn hátt. Lakasta einkunn sem hún gat gefið var stutt og laggóð: Það er svo lítill hlátur í þeirri manneskju. Nína týndi aldrei hláti-inum'en stundum brosti hún í gegnum tárin. Og henni leið ekki alltaf vel. Og vanlíðan er hreint ekki alltaf hægt að leggja niður fyrir sér eins og reiknings- dæmi, stundum er engin niðurstaða, engin lausn. Stundum er bara myrkur. Ljóðin hennar voru eins og hún sjálf: Blátt áfram og leyndardóms- full. Stíllinn var fullur af tónlist sem jafnvel ómúsíkalskir lesendur hlutu að heyra. Hún orti af ríkri tilfinn- ingu og það leyndi sér aldrei að hún þurfti að yrkja. Um gleðina. Ástina. Tregann. Sársaukann. Ljóð hennar voru sönn, þau komu alltaf beina leið frá hjartanu og þau voru fallega ort, líka þegar yrkisefnin áttu ekk- ert skylt við fegurðina. Skáldinu tókst að deila tilfinningum sínum, án tilfinningasemi. Mér verður stundum hugsað til kvölds fyrir nokkrum árum þegar ég var innritaður á sjúkrastofnun og átti í talsverðum útistöðum við tilveruna. Ljóðabók Nínu, Svartur hestur í myrkrinu, hafði einhvem veginn ratað í hillu innan um reyf- ara og ég sat langt fram á nótt og las bókina aftur og aftui-. Ljóðin rötuðu í hjartastað. Slíka umsögn treysti ég mér ekki til að gefa mörgum bókum sem ég hef lesið um ævina. Á stund sorgarinnar er gott að geta rifjað upp góðu minningamar. Þegar Nína var í essinu sínu. Þegar hún komst á flug. Þeg- ar hún ljómaði. Þegar hún talaði um Stefán frá Hvítadal og Jó- hannes úr Kötlum og aðra sálufélaga og skáldbræður; þegar hún rifjaði upp gamlar prakkarasögur; þegar hún skrafaði um vin- konu sína Maríu guðs- móður; þegar hún tal- aði - í alveg sérstökum englatóni - um dreng- ina sína. Frændum mínum og vinum, Braga, Ara Gísla, Valgarði og Ragnari ísleifi, votta ég mína dýpstu samúð. Per ardua ad astra - gegnum þjáningarnar til stjarnanna. Hrafn Jökulsson. Ég breiddi sængina þína silkifjólubláa í sólbaðaða graslautína og þú spurðir mig svo átakanlega hvort sólin skini á þig alla og þú vissir ekki hvort þú ættír að vera í skugganum eða ljósinu ég kvaddi þig hálfa í skugga tijánna og þú baðst Guð að þiessa mig bamið þín Gunnhildur. Með örfáum orðum vil ég kveðja hjartkæra vinkonu, sem bar gæfu til að taka lífið nærri sér. Hjá Nínu Björk var ekkert smátt, allt varð stórt. Og þá veit ég ekki hvort ég á við skáldskap hennar fremur en líf. Leiðir okkar Nínu Bjarkar lágu fyrst saman í Danmörku, þegar hún og Bragi bjuggu í Kaupmannahöfn ásamt drengjum sínum, þar sem bæði stunduðu nám um tíma. Nína Björk var þá orðin þekkt sem ljóð- skáld og leikskáld og las leikhús- fræði í Höfn. Veturinn 1974-1975 hófust kynni okkar, upphaflega bréfleiðis. Ég var að stíga mín fyrstu skref í nýtilkomnu atvinnu- leikhúsi, Myllunni í Haderslev. Og mikil var upphefð mín þegar skáld- konan þáði að koma í heimsókn og vera viðstödd frumsýningu hjá okk- ur í Myllunni, leggja á sig margra klukkustunda ferð með lest til Suð- ur-Jótlands. Báðum þótti víst hin vera „allt skrítið" og ég sé Nínu Björk fyrir mér ýmist í villtum dansi, skjálfandi af hlátri með sögu á vör eða sem hvítan trúð, með blik- andi tárin í morgunsárið. Við bund- umst systraböndum sem áttu eftir að styrkjast og aldrei rofnuðu alveg þótt hálfu árin gætu liðið í þögn okkar á milli. Ferðin varð Nínu Björk síðar tilefni í ljóðið Minning frá Haderslev sem hún birti í bók- inni Svartur hestur í myrkrinu. En nú fær þögnin nýjan óm, fjar- lægðin ekki lengur sköpuð af bili milli borga eða landa. Hún er þung hin nýja þögn. Víst eigum við með Ijóðum hennar tón sem var hennar og aðeins hennar. Skáldsögurnar og leikritin öll eru líka gjafir sem ber að þakka. Sárt að vita hljóðnaða röddina mildu, með púka- og prinsessutón, sem sagði frá fólkinu undir Núpnum og kynlegum kvist- um úti í bæ. Formæðrum og for- feðrum, samferðafólki og sér. Sögur af lífi dramatískari en skáldskapur getur verið. Margar eru minning- arnar sem lifðu hvergi nema með Nínu Björk og mörg hljótum við að vera sem hugsum í dag: Hvemig getum við geymt þær án hennar? Og hvers ber að gæta, hvemig að muna? Hún var svo margslungin hún Nína Björk. Og hún bar með sér heim fullan af fólki sem hafði komið til hennar á ólíkum stundum og hvaðanæva. Efst í huga er mér þakklæti fyrir allar hinar marglitu stundir gegnum árin, bæði sælar og sárar. Þegar Nína Björk syrgði vin- konu sína Lorraine skrifaði hún ljóð sem segir í raun flest er ég vildi sagt hafa um leið og ég samhryggist hennar nánustu. Ur því ljóði eru eftirfarandi h'nur: hjarta mitt grætur heitrof var það ekki það var heimurinn. Kristín B. í návist Nínu varð hfið með undraverðum hætti gegnsætt og skýrt, því allt hennar tal var hisp- urslaust og einlægt. Það var ekki laust við að hún snerti mann með ósýnilegum töfrasprota og skyndi- lega átti maður hlutdeild í galdri hennar, sem kenna má við Ijósið sjálft. Hún elskaði fólk í kringum sig óefað og skilgreindi fljótt og vel hvort hún var borin eða dregin. Falleg náttúra Nínu endurspegl- ast í verkum hennar, þar sem feg- urðin ein er stundum alráð, eða þá sársaukinn og efinn. Og ósjaldan er fjallað um drauminn um eitthvað betra, nú óska ég þess að Nína sé komin framhjá vindum Paradísar, því þar þykist ég vita að lífið eigi við hana. Því miður átti Nína erfitt síð- ustu árin, eins og hún léti bugast af hörðum gildum, sem einkenna svo mjög hf okkar nútímafólks. Tilfinn- ingar eru eitthvað sem enginn flíkar lengur, hfið er of hratt og kald- hamrað fyrir slíkt. Nú ræða menn áþreifanlegar stærðir og gefa sig vart á tal við annað fólk, nema það sé í þeim tilgangi að hagnast á því í beinharðri áþreifanlegri skiptimynt. Fegurðin á sjaldnast uppá pallborð- ið, nema sem söluvara. Eg sakna Nínu, að hitta hana ekki lengur á fömum vegi, heyra rödd hennar í símanum, - og fyrr en varði var lífið orðið broslegt, ríkt að innihaldi og hlátrar kviknuðu örsnöggt, - og þá kvöddumst við og leiftur af brosi fjarlægðist. Líkt og Venus hverfur hún okkur sjónum í froðuna, brim- andi fögur. Eftir situr mynd af Nínu, Nínu, sem gaf okkur fallegar hugsanir og orð, sem halda áfram að fegra og göfga um ókomna tíð. Takk fyrir Nína. Egill Ólafsson. Með þessu ljóði vil ég minnast Nínu Bjarkar Ámadóttur. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, Sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast Við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrast margt líf eitt augnakast, Sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben.) Megi hún hvíla í friði. Gerður Jóna Úlfarsdóttir. Það var gaman að þekkja Nínu. Á ámm áður geislaði af henni lífsgleð- in, hún var hress og frökk og hún hafði húmor. Við náðum strax vel saman. Hún sagði að það væri af því við værum bæði tvíburar. Ég kynnt- ist Nínu fyrst fyrir alvöru þegar mér var fahð að leikstýra fyrsta verki hennar hjá Leikfélagi Reykja- víkur, sem var jafnframt fyrsta leik- stjómarverkefni mitt hjá atvinnu- leikhúsi. Leikritið hét Fótatak og byggði á bráðsnjallri hugmynd um konu í hjólastól, sem átti þröngan en tryggan vinahóp. Tilvem þessa fólks er síðan ógnað, þegar konan fær máttinn og rís upp úr stólnum. Þá fá þau ekki lengur útrás fyrir það sem Nína kallaði aumingja- gæsku, og yfirburðastaða þeirra sem verndara hrynur. Þau bregða því á það ráð að saga af konunni fætuma til þess að hlekkja hana á ný við stólinn. Hin óvænta ógnun við tilvera þeirra er þarmeð úr sög- unni og allt fellur á ný í fastar skorður. Það var gaman að vinna með Nínu að þessu verki og þarna lögð- um við granninn að kunningsskap okkar. Þessi makalausi endir verks- ins var dæmi um óvænta og glanna; lega þætti í skáldskap hennar. í ljóðum Nínu era ljóðrænan og mild- in ríkjandi en í leikritunum var hún stundum áræðnari. I leikritum hennar bregður fyrir ísmeygilegu háði sem hún hefði mátt vera djarf- ari að kannast við og þróa, hún gat verið skemmtilega illkvittin í garð persóna sinna. Þótt það kunni að hljóma undarlega hvatti ég hana oft til að vera ennþá andstyggilegri. Af ljóðrænu og fegurð átti hún nóg. Og húmorinn var aldrei langt undan. En Nína var varfærin, næstum óttaslegin, hrædd við að særa eða ganga of langt. Seinna varð leikhússamvinna okkar enn nánari í leikritinu Hvað sögðu englarnir? sem við unnum fyrir Litla svið Þjóðleikhússins í Leikhúskjallaranum. Við ákváðum nefnilega að verkið skyldi ekki ein- ungis sýnt þar heldur líka gerast þar! Ég heimsótti Nínu út í Flatey þar sem hún dvaldist á sumrin ásamt fjölskyldu sinni og við unnum þar að breytingum og lagfæringum í gestrisnum faðmi fjölskyldunnar. Sýningin þótti vægast sagt nýstár- leg, áhorfendur sátu á dansgólfinu og horfðu á persónur leiksins sem gesti Leikhúskjallarans á þrjá vegu, skil draums og veraleika urðu óljós og allt gat gerst. Ég krafðist þess að Nína sjálf tæki þátt í sýningunni, sem skáldkona í svartri regnkápu, sem sat við kertaljós og las ljóð. Ég er ekki frá því að henni hafi þótt nóg um öll uppátækin en hún stóð sig með sóma í sýningunni enda fáir sem betur kunnu þá list að flytja ljóð. Hún samdi fjölda leikrita, sem vora sýnd í atvinnuleikhúsum lands- ins og hafði marga og merka kosti sem leikskáld. Hún skrifaði yfirleitt um fólk, sem hafði orðið undir í líf- inu, utangarðsfólk, afbrotamenn, geðsjúklinga. LítÚmagninn átti samúð hennar óskerta. Hún átti líka drög að fleiri verkum, sem enn vora í athugun. Einhver sterkustu og áhrifamestu atriði, sem ég hef lesið eftir Nínu era í leikriti, sem hún lauk aldrei við og heitir Blóðbönd. Þar sleppti hún fram af sér beislinu og ástríðumar, sársaukinn og ang- istin bratust í gegn. < ^ Nína Björk hafði sveiflukennda skapgerð. Hið dökka og myrka í til- veranni gat náð tökum á henni og þá fannst henni allt og allir á móti sér. En oftar vora fundir okkar á nótum glaðværðar og kátínu. Nína var sjarmerandi kona og hló smit- andi hlátri. Hún reykti fíngerðar langar sígarettur, sem undirstrik- uðu hefðarkonuna í henni og hún var önnur tveggja listakvenna sem fengu að reykja á skrifstofu minni. Síðasti fundur okkar Nínu var rúmri viku fyrir andlát hennar. Við hittumst á ganginum í útvarpshús-< inu við Efstaleiti og þá lá mjög vel á henni. Við ræddum síðustu leik- þættina sem hún hafði sent okkur í leikhúsinu og það er huggun harmi gegn að skilnaðarstund okkar skyldi vafin þeirri gleði sem þá skein úr augum hennar. Hún ætlaði að taka sér tak og þaulvinna umrætt efni. Strax og hún hefði lokið lestrinum í útvarpinu. Örlögin urðu önnur. Við söknum hennar öll. Nína var litríkur persónuleiki, sem gaman var að vera samvistum við. Samt var hún svo viðkvæm og lítil, þegar sá gállinn var á henni. Hún var eins og titrandi strá, sem mótlætið beygði ofan í svörðinn en reis upp aftur og rétti úr sér þegar vind^ lægði. Þannig munum við minnast henn- ar: bjartsýnnar með vindsveip í rauðu hárinu, tilbúin að takast á við skáldgyðjuna, uppfull af ljóðrænu og kaldhæðni, húmor og prakkara- skap. Ég og fjölskylda mín sendum Ara Gísla, Valgarði, Ragnari og Braga samúðarkveðjur. Sömuleiðis færi ég kveðjur frá samstarfsfólki Nínu í Þjóðleikhúsinu. Blessuð sé minning hennar. Stefán Baldursson. ' SIGRIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Sigríður Sigurðardúttir fædd- ist á Dalshöfða í Hörglands- hreppi 23. desember 1911. Hún lést í Reykjavík 20. júní 1999 og fúr útför hennar fram frá Ffla- delfíukirkju l.júlísl. Nokkur orð um gamla og góða vin- konu mína Sigríði Sigurðardóttir. Minningamar koma hver af annari og allar era þær indælar. Við Sigríður kynntumst 1938 í KFUM og KFUK. Ég var hjálpar- stúika hjá séra Friðriki Friðriksyni og ráðskonu hans. Sigríður var nýkomin frá biblíuskólanum í Ósló. Hún var stórfalleg ung stúlka, mjög kurteis og hlý. Hún hafði mjög góðan fatasmekk og var alltaf mjög glæsi- lega klædd. Ég gleymi þvi aldrei þegar ég sá hana fyrst í fmu bláu kápunni með fínan hatt, hanska, veski og í fallegum skóm, allt í stÓ (þetta var sérstakt í þá daga). Sigríð- ur spilaði á orgel og gítar. Það var unun að heyra hana spila og oft sungum við saman fallegu KFUM söngvana og margt fleira. Á stríðsár- unum leigðum við saman vestur í bæ, þá styrktust vináttutengslin enn meira og hafa haldist síðan þótt langt væri á milli okkar. Árin liðu, ég giftist og flutti til Ameríku og bý þar enn, Sigríður giftist og fluttist norð- ur í land, alltaf héldum við sambandi bréflega og gegnum símann. Síðast talaði ég við hana daginn áður en hún dó, 19. júní 1999. Hún sagði mér hvaði. hún væri ánægð með lífið og guði þakklát fyrir góða heilsu, krafta og góða fjölskyldu, einnig rifjuðum við upp gömlu dagana. Nú er Sigríður komin heim til Drottins, ég þakka fyrir að fá að kynnast henni. Ég veit að við hittumst aftur heima hjá Guði. Drottinn blessi og styrki fjölskyldu hennar. Guðrún J. Pacierek. Blómabúð in öauðskom v/ FossvocjskiVkjwgat'ð Sími: 554 0500 UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarssoti útfararstjóri. sími 896 8242 Sverrir Olseti útfararstjóri. Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.