Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 1
97. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Elian fær vini sína FJÓRIR skólafélagar og vinir kúbverska drengsins Elians Gonzal- ez fengu að fara til Bandaríkjanna í gær til að dvelja hjá honurn þar til bandarískur dómstóll úrskurðar hvort veita eigi honum hæli í Bandarfkjunum eða senda hann aft- ur til Kúbu. Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, kvaddi bömin á alþjóðaflug- vellinum í Havana áður en þau fóm til Bandaríkjanna með mæðrum sín- um og kúbverskum barnalækni. -----++-*----- Reynt að semja um gíslana Manila. AFP. SENDIMENN stjórnar Filipps- eyja ræddu í gær við íslamska skæruliða, sem halda 21 manni í gíslingu í suðurhluta landsins, og sögðu að gíslarnir væru heilir á húfi. Stjórnin hefur falið Nur Misu- ari, fyrrverandi leiðtoga íslamskra uppreisnarmanna, að semja við skæruliðana og hann hyggst hefja viðræðurnar í dag eða á morgun. Misuari sagði að viðræðurnar yrðu mjög erfiðar og réð hernum frá því að ráðast á skæruliðana til að frelsa gíslana. Herinn kvaðst ekki ætla að stofna lífi gíslanna í hættu en útilokaði þó ekki að valdi yrði beitt ef þörf krefði. Deilt um landskika í Jerúsalem Farsímauppboðið endaði í 22,5 milljörðum punda London. Morgunblaðið. BREZKA ríkisstjórnin hafði 22,5 milljarða sterlingspunda, jafnvirði um 2.600 milljarða íslenzkra króna, út úr uppboði á leyfum til að reka nýja tegund af farsímarásum í Bret- landi. Uppboðinu lauk í gærmorgun eftir 150 lotur, en þá hætti NTL Mobile þátttöku. Þegar uppboðið hófst buðu 13 fyr- irtæki í farsímarásirnar fimm, en síðan hafa þau helzt úr lestinni eitt af öðru. I fyrradag var gert hlé á uppboðinu að ósk forráðamanna NTL Mobile og í gærmorgun drógu þeir fyrirtækið út úr uppboðinu, sem lauk þar með. Svo fór að brezku farsímafyrir- tækin fjögur; Vodafone Airtouch, BT, 0ne20ne og Orange fengu hvert sína rásina, en þá fimmtu, sem aðeins nýliðar á brezkum markaði máttu keppa um, hreppti bandarísk- kanadíska fyrirtækið TIW. Dýrasta rásin varð sú, sem Vodafone Air- touch fékk, en fyrirtækið bauð í hana 5,96 milljarða punda, BT borgar 4,03 milljarða punda fyrir sína rás og One20ne og Orange röska fjóra milljarða hvort. TIW greiðir 4,4 milljarða punda fyrir sitt leyfi. Þessi leyfi eru til þess að reka svo- nefnda þriðju kynslóð farsímakerfa, sem verða tekin í notkun á árinu 2002, og bjóða upp á margfalda gagnaflutningsgetu og aukna vefþjónustu frá því sem nú er. ■ Fjárhætta eða forsjá/28 TIL ryskinga kom í gær milli ísraelskra lögreglumanna og Palestínumanna við umdeildan landskika í austurhluta Jerú- salem. Tveir Palestínumenn voru handteknir. Deilan hófst þegar heittrúaðir gyðingar reyndu að ryðjast í gegnum girðingu sem palestínsk- ur eigandi skikans lét reisa um- hverfis hann. Talið er að rabbíni frá 4. öld, Símon réttláti, hafi verið grafinn á landskikanum og gyðingar segja að staðurinn sé almannaeign. Dómstóll í Jerú- salem úrskurðaði í gær að girð- ingin ætti að standa en gyðingar ættu að fá frjálsan aðgang að staðnum. Lögreglumenn fylgjast hér með palestínskum múslimum á bæn við landskikann. Lögreglan í Zimbabwe grípur til aðgerða gegn pdlitísku ofbeldi Ferða- og fundafrelsið skert til að koma á lögum og reglu Harare. Reuters. LÖGREGLAN í Zimbabwe kvaðst í gær ætla að beita sérstakri lagaheimild sinni til að skerða ferða- og fundafrelsi félaga í stjórnmálaflokkum til að binda enda hið á pólitíska ofbeldi í landinu. Augustine Chihuri, lögreglustjóri Zimbabwe, kvaðst vera staðráðinn í að koma á lögum og reglu í landinu þegar hann tilkynnti aðgerðirnar. „Mannránunum og árásunum verður að linna og við ætlum að sjá til þess að þeim linni.“ Lögreglustjórinn sagði að bannað yrði að flytja félaga í stjórnmálaflokkum á samkomur eða í kröfugöngur nema þær færu fram undir stjórn leiðtoga flokkanna. Hann skoraði einnig á dóm- stóla landsins að „taka hart á ofbeldisseggjunum". Að minnsta kosti 14 manns - bændur, starfs- menn búgarða og stjórnarandstæðingar - hafa verið myrtir á síðustu tveimur mánuðum, þar af sjö félagar í helsta stjórnarandstöðuflokknum, Hreyfingu fyrir lýðræðislegri breytingu (MDC). Herskáir stuðningsmenn Roberts Mugabes for- seta og flokks hans, ZANU-PF, hafa lagt hundruð búgarða hvítra bænda undir sig og neitað að fara af þeim þótt dómstólar hafi úrskurðað aðgerðir þeirra ólöglegar. Chihuri sagði að flokkarnir tveir ættu báðir sök á drápunum og lögreglan drægi ekki taum stjórn- arflokksins. Lögfræðingurinn Brian Kagoro, sem sérhæfir sig í mannréttindum, gagnrýndi ákvörðun lög- reglunnar. „Hún grípur til þess óyndisúrræðis að beita harðneskjulegri lagaheimild vegna þess að hún hefur ekki gert skyldu sína. Lögreglan þarf að taka hart á stuðningsmönnum stjórnarflokksins sem eiga mesta sök á ofbeldinu. Hún ætti ekki að skerða mannréttindi vegna þess eins að hún þorir ekki að takast á við stjórnarflokkinn.“ Lögreglustjórinn neitaði að svara því hvort lög- reglan myndi fjarlægja landtökumennina af bú- görðunum og sagði jarðanámið pólitískt mál sem stjórnvöld í Zimbabwe og Bretlandi þyrftu að leysa. Deilt um fjárhagsaðstoð Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi landtökumálið við ráðherra í stjórn Muga- bes í London í gær. Hann bauðst til að veita stjórn Zimbabwe fjárhagsaðstoð til að gera henni kleift að kaupa búgarða hvítra bænda og úthluta fátæk- um bændum jörðunum gegn því skilyrði að endi yrði bundinn á aðgerðir landtökumannanna. Cook sagði að viðræðunum yrði ekki haldið áfram fyrr en stjóm Mugabes féllist á þetta skilyrði en hún krafðist þess að fá aðstoðina strax. „Frakka- hatur“ í bretónskri orðabók París. AFP. BRETÓNSK-frönsk orðabók, sem til er í flestum skólum og bókasöfnum á Bretagneskaga í Frakklandi, hefur verið gagn- rýnd harðlega fyrir að kynda undir hatri á Frökkum og franskri menningu. Fyrir rúmri viku varð sprengja konu að bana á Bretagneskaga og eru bret- ónskir aðskilnaðarsinnar grun- aðir um verknaðinn. I fram- haldi af því birti dagblaðið Le Canard Enchaine nokkur dæmi úr fyrrnefndri orðabók. Þýðing á orði sem merkir „að vera til, þrífast“ er gefin með þessu dæmi; „Bretagne mun ekki þrífast fyrr en búið er að útrýma þar öllu, sem franskt er.“ Orðið „frelsi“ er útskýrt með þessum hætti; „Við höfum hafið baráttuna fyrir frelsi landsins okkar“ og dæmið sem gefið er um orðið „milli“ er þetta: „Við verðum að velja á milli Bretagne og Frakklands.“ í orðabókinni er m.a. getið tveggja bretónskra þjóðemis- sinna, sem frægir eða alræmdir voru fyrir samstarf sitt við nas- ista á stríðsárunum. Þá var einn af ritstjórum bókarinnar foringi samtaka, sem stóðu með nasist- um og börðust gegn frönsku andspyrnuhreyfingunni, og bókin er tileinkuð Roparz Hem- on, rithöfundi sem vann fyrir áróðursmálaráðuneyti nasista. I Le Canard Enchaine sagði að útgáfa bókarinnar hefði kostað 56 millj. ísl. kr. og hefði það fé komið frá frönsku stjórn- inni og Evrópusambandinu. reykjavik punktur com MORGUNBLAÐH) 28. APRÍL 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.