Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 67.
HESTAR
Er Sigurð-
ur kominn
með arf-
taka
Kringlu?
HARÐARMENN hafa um árabil
haldið töltkeppni á laugardag fyrir
páska og á því var engin undantekn-
ing nú. Mót þessi hafa verið með
ýmsum brag eftir árstíð, allt frá því
að vera haldin á kafi í snjó þar sem
ryðja hefur þurft völlinn. Nú jaðraði
hinsvegar við að vera vorstemmning
því snjórinn var að sjálfsögðu löngu
horfinn og veðrið bjart og fagurt
þótt kuldinn tæki völdin um leið og
sól fór að lækka á lofti.
Keppt var bæði í meistara- og 1.
flokki og náði einn keppenda, Sig-
urður Sigurðarson sem nú mætti til
leiks með hryssuna Fífu frá Brún,
góðum einkunnum og virðist hryss-
an vel líkleg til að geta fyllt skarð
Kringlu frá Kringlumýri sem Sig-
urður gerði garðinn frægan á fyrir
um tveimur árum. í forkeppni fengu
þau 7,60 en lækkuðu heldur í úrslit-
um, voru þá með 7,43. Fyrir utan að
vinna frækna sigra má gera ráð fyr-
ir að Sigurður stefni á að ná einkunn
yfir 8,0 á árinu sem virðist alls ekki
fráleitt miðað við frammistöðu
þeirra á þessu vormóti.
En ekki voru allar tölur háar sem
sáust á lofti og voru þrír dómarar
mótsins ekki alltaf á sama máli um
hver launin skyldu vera. Sérstak-
lega bar á ósamræmi þegar lakari
sýningarnar áttu hlut að máli. Mun-
aði í sumum tilvika allt að tveimur
heilum sem er orðinn mikill mein-
ingarmunur. En mótið fór vel fram
stutt og snarpt og því lokið á skikk-
anlegum tíma.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
Börn
1. Bjöm Ástmarsson, Fáki, á
Kraka frá Mosfellsbæ, 6,00/6,48
2. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á
Val frá Ólafsvík, 5,97/6,17
3. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á
Árvakri frá Sandhóli, 4,93/5,99
4. Hreiðar Hauksson, Herði, á
Kulda frá Grímsstöðum, 5,00/5,83
5. Halldóra S. Guðlaugsdóttir,
Herði, á Glóbjörtu frá Hólakoti,
5,13/5,36
Unglingar
1. Elva B. Margeirgsdóttir, Mána,
á Svarti frá Sólheimatungu, 5,23/
6,68
2. Kristján Magnússon, Herði, á
Reyni frá Reykjavík,5,03/6,12
3. Eva Benediktsdóttir ,Herði, á
Krumma, Hörður, 4,77/6,11
4. Ingibjörg Einarsdóttir, Herði,
á Tinna frá Þorláksstöðum, 5,00/5,85
5. Jana K. Knútsdóttir, Herði, á
Baldri frá Dísastöðum, 3,53/4,75
Ungmenni
1. Gunnar Ö. Einarsson, Mána, á
Halifax frá Breiðabólstað, 6,03/6,48
2. Magnea R. Axelsdóttir, Herði,
á Jarpi frá Mosfellsbæ, 5,73/6,18
3. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á
Djákna frá Brímsstöðum, 5,50/6,05
4. íben K. Möller, Herði, á Hauki
frá Akureyri, 4,47/5,81
1. flokkur
1. Garðar Hreinsson, Herði, á
Frey frá Snjallsteinshöfða, 6,30/6,66
2. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir,
Fáki, á Kjarna frá Ási 1,6,00/6,57
3. Björn Ólafsson, Herði, á Fróða
frá Njúki, 6,07/6,56
4. Þorvarður Friðbjörnsson,
Herði, á Hersi frá Útverki, 6,07/6,53
5. Ásta B. Benendiktsdóttir,
Herði, á Grána frá Gröf, 6,33/6,51
6. Róbert G. Einarsson, Geysi, á
Gormi frá Grímsstöðum, 6,10/6,48
Meistaraflokkur
1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á
Fífu frá Brún, 7,60/7,43
2. Hallgrímur Birkisson, Geysi, á
Guðna frá Heiðarbrún, 6,20/7,19
3. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir-
.Fáki, á Náttfara frá Kópareykjum,
6,50/6,78
4. Arna Rúnarsdóttir, Fáki, á
Nánös frá Jaðri, 6,23/6,58
5. Páll Viktorsson, Herði, á Úða
frá Halldórsstöðum, 6,23/6,33
Reglugerð um skóla-
reglur í grunnskólum
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út endurskoðaða reglu-
gerð um skólareglur í grunnskól-
um. Vinna við endurskoðunina fór
aðallega fram í vinnuhópi með full-
trúum frá menntamálaráðuneytinu,
Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Kennarasambandi íslands, Skóla-
stjórafélagi íslands, Heimili og
skóla og umboðsmanni barna.
Drög að reglugerðinni voru til
skoðunar á sérstöku málþingi sem
menntamálaráðuneytið hélt í des-
ember á síðastliðnu ári um skóla-
reglur og aga í grunnskólum. End-
urskoðunin var sett í þennan farveg
til að tryggja sátt um reglugerðina
og skipan mála á þessu mikilvæga
sviði í stjórnsýslu skóla. Að loknu
málþingi og starfi vinnuhóps hefur
ráðuneytið unnið að endanlegri út-
gáfu reglugerðarinnar að höfðu
samráði við hagsmunaaðila.
I reglugerðinni er kveðið á um að
hver skóli skuli setja sér skólaregl-
ur og skýrt kemur fram hvernig
skólar eiga að standa að gerð skóla-
reglna í einstökum skólum, hvaða
atriði eigi að koma fram í skólaregl-
um og hvernig standa eigi að kynn-
ingu á þeim.
I reglugerðinni um skólareglur
er einnig kveðið á um hvaða máls-
meðferð skuli viðhöfð og hvaða úr-
ræða skólar megi grípa til vegna
hegðunar nemenda og tilgreint hve-
nær gæta þurfi ákvæða stjórnsýslu-
laga við beitingu viðurlaga. Til-
greint er með hvaða hætti skólar
skuli hafa samstarf við foreldra
vegna hegðunar nemenda og með
hvaða hætti skólar skuli vinna að
þessum málum í samvinnu við sér-
fræðiþjónustu skóla og viðkomandi
skólanefndir.
Reglugerðin verður á næstunni
m.a. send öllum grunnskólum,
sveitarstjórnum, skólanefndum,
skólaskrifstofum og foreldraráðum
og tekur hún þegar gildi.
Bent er á heimasíðu ráðuneytis-
ins, www.mrn.stjr.is þar sem eru
ýmsar upplýsingar um skólareglur
og aga, m.a. niðurstöður málþings,
ýmsir úrskurðir ráðuneytisins á
þessu sviði og þar er einnig hægt að
nálgast sjálfa reglugerðina.
Skátar gefa
út bókina
Græni bak-
pokinn
SKÁTAR hafa gefíð út bdkina
Græni bakpokinn sem er handbók
um náttúruskoðun og umhverfis-
mál. Bókin er gefin út af skáta-
hreyfingunni til að auðvelda og efla
umhverfisfræðslu í skátastarfi.
Ekki er ætlunin að notkun bókar-
innar takmarkist við skátahreyf-
inguna og hafa skátar því fært
hverjum grunnskóla á íslandi eitt
eintak af bókinni að gjöf.
Verkefni bókarinnar koma úr
ýmsum áttum en flest eiga þau upp-
runa sinn í skátabókum sem gefnar
hafa verið út í ýmsum löndum. Það
má því segja að bókin byggi á viss-
an hátt á sameiginlegum arfi skát-
Á myndinni er Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra að skoða nýju bók-
ina með tveimur ungum skátum sem afhentu henni hana.
anna, segir í fréttatilkynningu.
Umhverfisráðuneytið hefur með
fjárhagsstuðningi gert skátahreyf-
ingunni mögulegt að taka saman
eftii bókarinnar og Umhverflssjóð-
ur verslunarinnar sá til þess með
myndarlegu framlagi að hægt var
að prenta þessa bók.
Útskriftarnemar úr IATA-UFTAA-námi frá Ferðamálaskólanum ásamt kennurum og sljórnendum skólans.
títskrifuðust úr
ferðaskrifstofunámi
NÝLEGA luku 22 nemendur
ferðamálanámi frá Ferðamálaskól-
anum í Kópavogi, MK. Þetta er í
fjórða sinn sem Ferðamálaskólinn
í MK útskrifar nema úr IATA-
UFTAA námi en skólinn býður
einnig upp á nám í almennum
ferðafræðum og leiðsögunám.
IATA-UFTAA námið felst í
fargjaldaútreikningi og notkun
farbókunarkerfisins AMADEUS
auk hefðbundinna ferðagreina s.s.
ferðafræði, ferðalandafræði út-
landa, ferðalandafræði íslands,
markaðsfræði, þjónustusamskipti
og sölutækni. Námið tekur 7 mán-
uði auk þess sem nemendur fara í
starfsþjálfun á ferðaskrifstofu eða
á flugfélag í eina viku.
Inntak námsins og námsgögn
eru að stórum hluta frá Alþjóðlegu
flugmálasamtökunum (IATA) en
skipulagning og framkvæmd
námsins eru í höndum Ferðamála-
skólans. Námið er gjaldgengt og
viðurkennt erlendis en á sama
tíma sérsniðið að íslenskum að-
stæðum. Af þeim þremur námslín-
um sem boðið er upp á í Ferða-
málaskólanum í MK er
IATA-UFTAA námið að mörgu
leyti nokkuð sérstakt og sérhæft
en markmið námsins er fyrst og
fremst að þjálfa einstaklinga til
sölu- og markaðsstarfa hjá flugfé-
lögum og á ferðaskrifstofum.
Innritun
hafín í sum-
arbúðirnar
+
við Astjörn
INNRITUN er hafin vegna dvalar í
sumarbúðirnar við Ástjöm í Keldu-
hverfi skammt frá Ásbyrgi. Þar hafa
verið reknar kristilegar sumarbúðir
í meira en 50 ár á vegum Sjónarhæð-
arsafnaðar á Akureyri. Stofnendur
þess voru Arthur Gook og Sæmund-
ur G. Jóhannesson.
Frá 18. júní-18. ágúst munu 6-12 '“
ára drengir og stúlkur dvelja þar.
Flest börnin dvelja í einn flokk (13
daga) en hægt er að vera lengur. 19-
25. ágúst verður unglingavika fyrir
13—16 ára.
I fréttatilkynningu segir: „Skóg-
urinn, sem umlykur tjörnina og
svæðið, veitir fjölmarga möguleika
til útiveru og leikja. Vatnið er sívin-
sælt enda eru meira en 25 bátar af
ýmsum gerðum á staðnum og hom-
sílaveiðar em löngu sígild íþrótt.
Þegar hlýtt er í veðri og sólin skín þá
er synt í tjörninni. Á kvöldstundum
er mikið sungið, börnin heyra sögur
úr Biblíunni og þeim er kennt Guðs
orð og góðir siðir. Af og til er farið í
göngu- og skoðunarferðir í Ásbyrgi,
Hljóðakletta og fleiri staði og stutt
frá Ástjörn er hestaleiga. Við Ás-
tjörn er körfubolta-, knattspymu- og
blakvöllur. Keppt er í ýmsum íþrótt-
um og leikjum og einnig em ýmis
leiktæki í húsunum."
Á hverju ári koma fjölmörg börn
frá höfuðborgarsvæðinu og Flugfé-
lag íslands býður sérstakt sumar-
búðafargjald frá Reykjavík. Nánari
upplýsingar em veittar á skrifstofu
Ástjamar á Akureyri.
Kvikmyndin
Val sýnd í
bíósal MÍR
KVIKMYNDIN Val eða „Vybor“
verður sýnd sunnudaginn 30. apríl
kl. 15 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10.
Mynd þessi var gerð af Mosfilm árið
1989 í samvinnu við bandarísk kvik-
myndafyrirtæki og er byggð á skáld-
sögu eftir rússneska rithöfunduinn
Júrí Bondarév. Leikstjóri er Vladi-
mír Naumov en meðal leikenda em
Mikhafl Úljanov, Natalía Belok-
hvostikova, Algis Matulenis og Él-
enaFadejeva.
Myndlistarmaðurinn Vasilijev og
Masha eiginkona hans em stödd í
Feneyjum á Ítalíu. Hann hefur kom-
ið þangað áður og hrifist af róman-
tískri fegurð borgarinnar og hlakkar
til að sýna konu sinni hallirnar í
borginni, síki og torg. Allt fer þetta
þó á annan veg en til stóð. Málarinn
fær þær fréttir að vinur hans úr
skóla og her, Uja Ramzin, sem hann
taldi sig hafa séð falla á vígvellinum í
stríðinu, sé enn á lífí og vilji hitta
hann. Þegar þeir hittast þekkir Vas-
ilijev ekki bernskuvin sinn fyrir
sama mann í þessum þyrkingslega
og kuldalega útlendingi. Hvað kom
fyrir Ilja á vígstöðvunum? Af hverju
þagði hann þunnu hljóði öll þessi ár r
og skrifaði aldrei, ekki einu sinni
móður sinni? Svör fást ekki við þess-
um spurningum nema horft sé til for-
tíðar, segir í fréttatilkynningu.
Skýringartal með myndinni er á
ensku. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill.
-----»-M-------
Formannsskipti
hjá FEF
NÝR formaður hefur tekið við hjá
Félagi einstæðra foreldra; Alberðf
Snorrason tekur við af Þóm Guð-
mundsdóttur er lét af formennsku í
janúar.
Aðrir í nýrri stjórn em: Sigrún
Steingrímsdóttir, Þórdís Guðjóns-
dóttir, Margrét Berndsen, Halldóra
Einarsdóttir, Einar V. Ingvason,
Ingibjörg Hjartardóttir, Matthildur .,
Eiríksdóttir og Gunnar Þórðarson. -.