Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 35 Englar, árar og almættið KVIKMYIVDIR II c g n b o g i n n DOGMA ★ ★ ★ 'k Leikstjóri og handritshöfundur Ken Smith. Tónskáld Howard Shore. Aðalleikendur Ben Affleck, Matt Damon, Linda Fiorentino, Jacon Mewes, Kevin Smith, Alan Rickman, Salma Hayek, Chris Rock. Lengd 128 mín. Framleiðandi Miramax. Árgerð 1999. HÁÐFUGLINN Kevin Smith lætur gamminn geisa á sinn snjalla og óforskammaða hátt og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur kaþólska guðfræði, boð hennar og bönn. Nokkrir frammámenn þeirra trúarbragða hafa rekið upp ramakvein og ása- kað Smith um guðlast - sem vissu- lega er fyrir hendi ef menn viija taka það úr samhengi. Pví satíran Dogma tekur kaþólskar kenningar og siðfræði einkar bókstaflega þó hún dragi vissulega upp ýkta mynd af samskiptum klerka og kirkju við söfnuð sinn við lok 20. aldar. Undir- strikar úrræðaleysi hinnar geist- legu stéttar við að ná til fólksins, en frásögnin er stórkarlaleg og sjálf- sagt geta einhverjir flokkað ein- hverjar uppákomurnar og orð- bragðið undir guðlast. Veldur hver á heldur. Smith er fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn eftirtektarverðasti kvikmynda- gerðarmaður samtímans með nokkrum eftirminnilegum myndum einsog Clerks og Chasing Amy. Fer sem fyrr ótroðnar slóðir og mannin- um erekkert heilagt, enginn efast um það. Skopskynið skefjalaust og ósvífið en Smith tekst að halda tón- inum og sigla á sinn galgopalega hátt milli skers og báru. Persónurnar í Dogma er blanda engla, ára og dauðlegra manna. Tveir fallnir englar, Loki (Matt Damon) og Bartleby (Ben Afflick), hafa verið dæmdii- í útlegð um alla eilífð og sitja af sér sneypuna í Wisconsin - og una vistinni illa. Að því kemur að þeir félagar telja sig finna leið til að smokra sér aftur inní himnaríki, bakdyramegin að vísu. Sálnahirðir í New Jersey vill hressa uppá ímynd Krists, færa hann í takt við tímann. Þeir sem sækja messu hjá honum býðst all- sherjarfyrirgefning. En Drottinn er alsjáandi og kemst á snoðir um leynimakk sinna föllnu stríðsmanna og grípur til sinna ráða, því fallnir englar mega ekki fyrir nokkum mun komast aftur inní himnaríki: Þá er Drottinn allsherjar ekki leng- ur óskeikull. Því se-ndir hann er- indreka sinn, engilinn Metatron (Alan Rickman), til að stöðva áætl- anir hinna föllnu, sem fara offari á leið sinni til New Jersey og eru ekki ósparir á líf syndasela. Fær til fulltingis síðasta eftirlifandi ættingi Jesús, konuna Bethany (Linda Fiorentina). Þá koma við sögu lúð- arnir Jay og þögli Bob (Kevin Smith). Spámenn - án þess að vita það. Enda seint taldir spámannlega vaxnir. Skrattinn og árar hans eiga að sjálfsögðu sína fulltrúa í húllum- hæinu. Leikstjórinn/handritshöfundurinn Smith tekur geigvænlega áhættu og kemst frá henni standandi. Dogma er sannkallaður línudans þar sem ekkrt má útaf bregða, en höfund- urinn geysist áfram með ómyrkt skopskyn, bíræfnin hneykslar kann- ske einhverjar viðkvæmar sálir en yfir höfuð ætti myndin að vekja at- hygli á trúnni, vekja á henni um- ræður á jákvæðum nótum meðal þeirra sem mestu máli skiptir, unga fólksins. Upphafs- og lokaatriðin eru með ólíkindum ósvífin (og kom- ast upp með það), ótrúlega frumleg, minna að því leyti á Being John Malkovich. Handritið leiftrar af dæmalausri orðheppni og ótak- mörkuðu hugmyndaflugi sem leik- aramir skila flestir sómasamlega. Matt Damon er Matt Damon og það hentar hér, hann hefur ekki enn fengið tækifæri að sanna sig í öðru en klæðskerasniðnum hlutverkum. Ben Afflick og Selma Hayek eru á svipuðum slóðum, Alan Rickman, Chris Rock og söngkonan Alanis Morissette sem, jæja, sleppum því, eru mikið mun betur með á nótun- um. Senuþjófurinn er tvímælalaust Linda Fiorentino, og eftir Holly- wood að enginn virðist vita þar af þessari kraftmiklu, glæstu og hæfi- leikaríku leikkonu sem jafnast á við hersveitir bullockpaltrófa, aðrir en snillingar úti á jaðrinum, einsog John Dahl og Smith. Sæbjörn Valdimarsson M-2000 Föstudagur 28. apríl. Norrænt kvennakóramót. Kór- söngur í Ými, Norræna húsinu, Há- teigskirkju og Tjamarbíói. A hádegi, kl. 12:30, verða haldnir tvennir tónleikar í tengslum við Nor- ræna kvennakóramótið annars veg- ar í Ymi og hins vegar í Norræna húsinu. Að kvöldi halda kóramir alls sex tónleika kl. 20:00 og 22:00 í Há- teigskirkju, Ými og Tjamarbíói. Ovæntir bólfélagar. Þjóðleikhúskjallarinn. Kl. 22. Dr. Love, Barði Jóhannsson (Bang Gang) í gervi Ólafs og óvæntir gestir í súrrealískum spjallþætti þar sem allt getur gerst. Þeir félagar munu taka á móti góðum gestum en búast má við djörfum umræðum og óvenjulegum uppákomum á anda þeirra félaga. Dagskráin er liður í menningar- borgarárinu. www. reykjavik2000.is / wap.olis- .is. Fanga leitað í ævintýrum MEYJAN og óvætturinn er yfir- skrift sýningar Elsu Dórótheu Gísla- dóttur sem opnuð verður í galleri- @hlemmur.is Þverholti 5, í dag, laugardag, kl. 16. Listamaðurinn leitar fanga m.a. í æv intýram, þjóð- sögum og helgisögnum. Sýningin stendur til 21. maí og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frákl: 14 00-18 00. Sýningu lýkur Safnaðarheimilið Borgir, Kópavogi Sýningunni Trú, list og böm, lýk- ur á sunnudag. Þar era verk 6 til 11 ára barna: myndir, íkonar og gler- verk. Sýningin er opin alla daga kl. 14 til 17. Nýjar bækur • SMÁSÖGUR er heiti bókar þar sem öllum smásögum Nóbelsskálds- ins Haldórs Laxness hefur verið safnað saman. Sögurnar vora upp- haflega gefnar út í fjóram smá- sagnasöfnum á löngu árabili: Nokkr- ar sögur kom út 1923, Fótatak manna 1993, Sjö töframenn 1942 og loks Sjöstafakverið 1964. Þrjú fyrst- töldu söfnin vora gefin út saman undir nafninu Þættir árið 1954. í Smásögunum eru alls 34 sögur sem Halldór samdi á nærri hálfri • öld, þá elstu er hann var aðeins 17 ára en yngstu sögurnar birtust fyrst á prenti þegar skáldið var komið á sjötugsaldur. I bókinni má greina þróun höfundarins á löngum ferli, hvernig hann þroskaðist og lífsskoð- anirnar breyttust, en hér sjást einn- ig ákveðnir þættir sem fylgdu hon- um alla tíð, segir í fréttatilkynningu. I bókinni era m.a. sögurnar Ung- frúin góða og Húsið, Jón í Brauðhús- um; Lilju og Sögu úr sfldinni. Utgefandi er Vaka - Helgafell. Bókin er 415 bls. Kápumynd gerði Þórður Hall. Oddi prentaði. Verð: 3.980 kr. • ASKA Angelu er eftir Frank McCourt í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. í bókinni lýsir höfund- urinn uppvaxtarárum sínum í Lim- erick á Irlandi. Fátæktin er gífurleg eftir kreppuna miklu 1929 og þeir McCourt-bræður ganga berfættir um götur. Ekki létta trúarleg boð og bönn af ýmsu tagi tilveru þeirra, né heldur hið írska stolt sem bannar þeim að sækja nokkrar bjargir til höfuðfjendanna, Englendinga, enda rífur drukkinn faðir piltanna þá upp á nóttunni til þessað láta þá lofa sér því að deyja fyrir Irland. Þótt bókin lýsi harðvítugri bar- áttu við það eitt að komast af er hún gædd húmor. Hún er skrifuð frá ein- lægu sjónarhorni barns, en jafn- framt einkennist frásögnin af ríkri mannúð og næmri tilfinningu fyrir mannlegu hlutskipti, segir í fréttatil- kynningu. Bókin hefur hlotið margvísleg verðlaun, m.a. hin virtu Pulitzer- verðlaun, og situr enn á metsölulist- um beggja vegna Atlantsála. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er363 bis., unnin í Prentsmið- junni Odda hf. Verð: 4.480 kr. • MYNDIR dægranna er sjötta ljóðabók Þórarins Guðmundssonar frá Akureyri. I kynningu segir: „Hvert ljóð stendur sem sjálfstæð mynd. Sums staðar mynda þó tvö eða þrjú ljóð samhverfu. Ekki er um að ræða ákveðið heildar- þema heldur er sem dægrin hafi þyrlað upp myndunum. Þær komavíðaaðen eiga allsterkan samhljóm." Höfundur gefur bókina út. Hún er 87 bls. Offsetstofan Akureyri sá um alla prentvinnu. • LJÓÐASAFN er eftir Stefán Hörð Grfmsson. Bókin geymir öll Ijóðin hans sem era prentuð í út- gefnum ljóðabókum hans, sex að tölu, en þær era: Glugginn snýr í norður, Svartálfadans, Hliðin á slétt- unni, Farvegir, Tengsl og Yfir heið- an morgun. Fyrir þá síðastnefndu hlaut skáldið íslensku bókmennta- verðlaunin í fyrsta sinn sem þau vora veitt árið 1990. Útgefandi er Mál og menning. Ljóðasafn er 218 bls. og kostar 3980 kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1983-2.fi. 01.05.2000-01.11.2000 kr. 93.136,60 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. apríl 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS MYNDLISTASKÓLINN THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART í REYKJAVÍK HRINGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990 FORNÁM Veturinn 2000-2001 býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á árs nám á framhaldsskólastigi til undirbúnings háskólanámi í sjónmenntum. Námið er 36 eininga og er samkvæmt nýrri námskrá framhaldsskóla. Umsækjendur séu 18 ára, hafi lokið a.m.k. 3ja ára námi á framhaldsskólastigi í almennum greinum eða sambærilegu námi sem skólinn metur gilt og standist inntökupróf. Umsóknarfrestur er til 12. maí 2000. Umsóknareyðublöð liggjaframmi á skrifstofu skólans og hægt að nálgast þau á heimasíðu skólans. Inntökupróf fara fram 3. og 4. júní 2000. Skrifstofa skólans er opin á virkum dögum kl. 14-17. Sími 551 1990 eða 551 1936, fax 551 1926, www.isholf.is/myndlistaskolinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.