Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
George W. Bush slær nýtt met í fjáröflun
Safnaði jafnvirði
1,6 milljarða króna
á einu kvöldi
Washington. AP, AFP, The Washington Post.
GEORGE W. BUSH, forsetaefni
bandaríska Repúblikanaflokksins,
tókst á miðvikudag að afla jafnvirði
um 1,6 milljarða íslenskra króna í
kosningasjóð sinn í kvöldverðarboði í
Washington. Um 1.500 gestir sóttu
kvöldverðarboðið og söfnuðust 21,3
milljónir Bandaríkjadollara, sem er
nýtt met í fjáröflun á samkomu inn-
an flokksins. Fyrra metið átti faðir
Bush, George Bush eldri, fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna, en hon-
um tókst eitt sinn að safna 14 mil-
ljónum dollara á hliðstæðri
samkomu.
Samkvæmt lista sem AP-frétta-
stofan segist hafa undir höndum
lögðu 38 aðilar fram jafnvirði 19
milljóna króna af heildarupphæðinni
og 16 til viðbótar jafnvirði um 7,5
milljóna króna. Meðal þeirra sem
létu fé af hendi rakna í kosningasjóð
Bush á miðvikudagskvöld voru tób-
aksframleiðandinn Philip Morris og
samtök byssueigenda í Bandaríkjun-
um, National Rifle Association
(NRA).
A1 Gore, varaforseti og forseta-
frambjóðandi Demókrataflokksins,
gagnrýndi í gær Bush fyrir að þiggja
Bush ásamt gestum sem sóttu fjáröflunarkvöldverðinn í Washington á
miðvikudag.
Stuðningsmaður Pinochets og andstæðingur slást á götu í Santiago í fýrradag. Öryggisgæsla vegna réttarhald-
. anna var hert mjög í gær.
Verður Pinochet sviptur __________________________________________________________
fjárframlög frá þessum aðilum. Gore
sagði að framlögin skýrðu stefnu
Bush varðandi reglur um byssueign,
sem eru mikið deiluefni í Bandaríkj-
unum, og bótagreiðslur til reykinga-
manna.
Talsmaður Bush svaraði árásum
Gore með því að benda á að demó-
kratar hefðu neyðst til að endur-
greiða há fjárframlög sem þeir þáðu
í kosningasjóð Clinton árið 1996.
Hefði ástæðan verið sú að greiðsl-
umar komu frá erlendum aðilum en
bandarísk lög banna slíkt.
Vill binda enda á „skítkastið“
Bush hét því í ávarpi í boðinu að
binda enda á „skítkast" og persónu-
legar árásir sem að hans mati ein-
kenna stjórnmálalífið í Washington.
Venja hefur verið að forsetafram-
bjóðandi repúblikana noti tækifærið
á slíkri samkomu til að úthúða and-
stæðingnum og komu ummæli Bush
því nokkuð á óvart. Hann lét þó ekki
vera að saka Clinton forseta og Gore
varaforseta um að bera ábyrgð á rógi
og neikvæðum pólitískum baráttuað-
ferðum sem að hans sögn tíðkast í
höfuðborginni.
„Þetta þai-f ekki að vera svona,“
sagði Bush. „Hjá mér mun kveða við
nýjan tón. Ég mun sjá til þess að sið-
menntun og virðing manna á milli ríki
á ný í bandarískum stjómmálum.“
Blaðamaður The Washington Post
telur að ávarp Bush beri að skoða í
ljósi þess að hann hefur síðustu vikur
reynt að færa sig nokkuð nær
„miðju“. Það felur í sér að hann hef-
ur sýnt ýmsum málaflokkum aukinn
áhuga sem þeir sem teijast til vinstri
í bandarískum stjórnmálum hafa
gjarnan borið fyrir brjósti, s.s.
heilsugæslu, menntun og réttinda-
baráttu samfélagshópa. Um leið er
hann sagður hafa reynt að fjarlægj-
ast sjónarmið ýmissa hópa sem telj-
ast til hægri í bandarískum stjórn-
málum, s.s. kristinna heittrúar-
manna, byssueigenda og
andstæðinga fóstureyðinga.
friðhelgi í Chile?
Bágt
heilsufar
helsta
Fjárhætta eða forsjál
fjárfesting í framtíðinni
vörnin
Santiago. AP.
ÖFLUG öryggisgæsla var við dómshús í
Santiago, höfuðborg Chile, í gær þegar máli,
sem snýst um friðhelgi Augusto Pinochets,
fyrrverandi einræðisherra í landinu, var fram-
haldið. Var það höfðað til að unnt yrði að
ákæra hann fyrir mannréttindabrot en verj-
endur hans vona, að því verði vísað frá vegna
bágrar heilsu skjólstæðings þeirra.
Réttarhöldin hófust fyrir áfrýjunarrétti í
Santiago í fyrradag og kom þá til nokkurra
átaka milli andstæðinga Pinochets og stuðn-
ingsmanna hans. Fóru verjendur hans fram á,
að fyrst af öllu yrði kannað hvernig heilsufari
hans væri háttað, en dómararnir 22 tóku ekki
afstöðu til þeirrar kröfu en heimiluðu, að rétt-
arhöldin gætu haldið áfram daginn eftir.
„Dauðalestin"
í fyrradag og í gær var lesin upp skýrsla um
rannsókn, sem chilískur dómari, Juan Guzm-
an, hefur gert á valdatíma Pinochets. Nefnir
hann þar 92 dæmi um mannréttindabrot, sem
hann telur Pinochet bera ábyrgð á, en málið
var sérstaklega höfðað vegna eins þeirra,
„Dauðalestarinnar", sem svo var kölluð.
„Dauðalestin" var hópur foringja í hemum,
sem fór milli borga og bæja með þyrlu, dró
pólitíska fanga út úr fangelsunum og skaut þá.
Myrti hann a.m.k. 75 menn. Hafa sjö félagar í
„Dauðalestinni" verið ákærðir í þessu máli,
þar á meðal herforingi, sem var áður náinn
samverkamaður Pinochets. Sakbomingarnir
bera það allir fyrir sig, að þeir hafi aðeins ver-
ið að hlýðnast fyrirskipunum Pinochets.
Pinochet nýtur nú friðhelgi vegna þess, að á
sínum tíma skipaði hann sjálfan sig öldunga-
deildarþingmann til æviloka. Hann var eins og
kunnugt er í stofufangelsi í Bretlandi í 16
mánuði en var að lokum sleppt vegna þess, að
hann þótti ekki fær um að koma fyrir rétt
vegna elliglapa og annars hrumleika.
ÞEGAR uppboðið á farsímarásunum fimm hófst
í marz slógust þrettán fyrirtæki í leikinn. Fjár-
málaráðuneytið brezka setti lágmarksverð á
hvert leyfi, samtals 500 milljónir punda, en
reiknað var með, að uppboðið gæti fært rikis-
sjóði allt að fimm milljörðum punda. Þegar átta
fyrirtæki höfðu helzt úr lestinni og uppboðinu
lauk eftir 150 lotur stóðu tilboð sigurvegaranna
fimm í samtals 22,47 milljörðum sterlingspunda,
um 2.600 milljörðum króna.
Þráðlaus netaðgang-
ur er framtíðin
Sókn fjarskiptaiyrirtækjanna í þessi farsíma-
leyfi hefur vakið feikna athygli. Talsmenn þeirra
svara því til að framtíðin sé nú fólgin í þessari
þriðju kynslóð farsímakerfa og þar sem framtíð-
in sé, þangað leiti féð. Með þessum nýju kerfum
verður hægt að bjóða upp á þráðlausan netað-
gang, hraðari og með margfaldri gagnaflutn-
ingsgetu á við það, sem nú þekkist. Einnig á að
vera hægt að bjóða upp á vídeómyndir og alls
kyns viðskipta- og tómstundamöguleika - allt í
gegnum farsímann og úrið, þegar þar að kemur.
Rásimar fimm, sem boðnar voru upp í Bret>
landi, voru allar með sinni sérstöku tækni og
voru verðlagðar í samræmi við það frá A til E.
Sterkasta rásin, rás A, var reyndar lokuð iyrir-
tækjum, sem fyrir eru á brezka fjarskiptamark-
aðinum, en af hinum er rás B sterkust og hlaut
Vodafone hana, en hinar þrjár eru afkastaminni
og taldar mjög svipaðar að gæðum. Rekstrar-
leyfin eru til tuttugu ára.
Fyrirtækin átta, sem drógu sig út úr upp-
boðinu, voru; NTL Mobile, sem er í eigu NTL og
France Telecom, WorldCom Wireless UK,
brezkt fyrirtæki í eigu MCI Worldcom,
Crescent Wireless, sem er samstarfsaðili Global
Crossing, 3G UK, sem er í eigu írska íyrirtækis-
ins Eircom, Epsilon, sem japanska fyrirtækið
Nomura á, Spectrum, sem brezka fyrirtækið
Virgin og samstarfsaðilar þess m.a. Nextel, Son-
era, Emi og Tesco, stóðu að, One.Tel Global
Wireless, útibú ástraiska fyrirtækisins One.Tel,
og Telefonica UK, sem er í eigu spænsk-suð-
urameríska fyrirtækisins TelefonicaSA.
Þeír kölluðu það stórkostlega
pókerinn í bænum, í lok upp-
boðsins á farsímarásunum
standa fímm af þrettán far-
símafyrirtækjum uppi sem sig-
urvegarar. I raun og veru er
sigurvegarinn þó aðeins einn
og það er brezki fjármála-
ráðherrann, sem fær nú fullar
hendur fjár. Freysteinn Jd-
hannsson hefur fylgzt með
breska uppboðinu.
En þótt fyrirtækin fimm séu nú komin með
leyfi til að reka rásimar eiga þau enn eftir að
fjárfesta í dreifikerfunum, sem talin eru munu
kosta milli tvo og þijá milljarða punda hvert.
Standi fyrirtækin ekki svo að málum, að dreifi-
kerfi þeirra nái til 80% brezku þjóðarinnar í árs-
lok 2007, missa þau rekstrarleyfin. Fyrirtækin
verða að greiða helming leyfisgjaldsins strax, en
mega dreifa afganginum á allt að tíu ár.
Nokkrar umræður hafa orðið um það, hvemig
fjarskiptafyrirtækin ætla sér að standa undir
þessum dýru leyfum og öðrum kostnaði þeim
samfara. Sumir hafa sagt, að fyrirtækin hafi
boðið alltof háar upphæðir í leyfin og að þeim
verði nauðugur einn kostur að verðleggja þjón-
ustu sína mjög hátt, en aðrir halda því fram, að
þessar upphæðir séu raunsætt mat á því sem
unnt er að greiða fyrir leyfin til að reka þessa
nýju tækni.
Umræðan hefur einnig snúist um það, hvort
farsímanotendur einir munu borga brúsann, eða
hvort fyrirtækjunum tekst að haga málum með
öðrum hætti. Brezka blaðið The Times birti út-
reikninga ráðgjafarfyrirtækisins Andersen
Consulting sem reiknaði út að verði kostnaðin-
um velt alfarið yfir á farsímaeigendur muni hver
þeirra þurfa að greiða sem nemur röskum 14
pundum, um 1700 krónum, á mánuði. Hins vegar
sé ijóst, að farsímaeigendur muni aldrei sætta
sig við svo hátt afnotagjald.
Talsmenn fjarskiptafyrirtækjanna segja hins
vegar, að ekki sé inni í myndinni að láta farsíma-
eigendur greiða svo hátt gjald, eða eitthvað ann-
að nálægt þessari upphæð. Þau hafi margs kon-
ar möguleika aðra til þess að afla tekna, m.a. frá
fyrirtækjum sem vilji notfæra sér þessa tækni til
þjónustu ogviðskipta við almenning.
Peningamir valda
pólitískum óróa
Gordon Brown fjármálaráðherra hefur látið
þau boð út ganga, að þeir peningar, sem ríkið
fær fyrir farsímarásimar, verði notaðir til þess
eins að greiða niður skuldir ríkissjóðs, en þær
nema nú um 340 milljörðum sterlingspunda.
Telja hagspekingar að það myndi setja fjármála-
lífið úr skorðum, ef ríkisstjómin færi að hleypa
farsímapeningunum út í þjóðfélagið, og ef það er
nokkuð sem Gordon Brown ekki vill, þá er það
að eitthvað ruggi fjármálaástandinu í Bretíandi,
sem sagt er blómstra undir jámaga hans.
Óbreyttir þingmenn Verkamannaflokksins
ókyrrðust hins vegar mjög á þingbekkjum sín-
um eftir því sem upphæðimar í farsímauppboð-
inu hækkuðu. Nokkrir þeirra hafa hvíslað því að
ríkisstjórnin eigi að nota þetta fé til þess að laga
stöðuna fyrir næstu kosningar, sérstaklega
meðal eldri kjósenda, og þingmennimir Tony
Benn, Frank Field og Dennis Skinner hafa opin-
berlega sagt, að ríkisstjóminni beri skylda til
þess í stöðunni að veita aukið fé til eftirlauna-
þega og úrbóta í heilbrigðiskerfinu. Sagt er að
þingmenn hafi hvatt fjármálaráðherrann bak við
tjöldin til þess að tilkynna strax einhveijar að-
gerðir, en þeir óttast mjög, að eldri borgarar
muni hegna Verkamannaflokknum í sveitar-
stjómarkosningunum í næstu viku með því að
sitja heima.