Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Framkvæmdastjórn ESB boðar nýjar reglur um fjarskiptí Ríkin hvött til að opna notendalínukerfí FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambands- ins (ESB) lagði á miðvikudag til við aðildarríki sambandsins að þau tryggðu símafyrirtækjum frjálsan aðgang að heimtaugum símakerfa fyrir lok þessa árs. Heimtaugar eru símalínur sem tengja heimili við símstöðvar og eru hluti af sk. notendalínukerfum símafyrirtækja. Jafnframt hefur framkvæmdastjórnin hafið lögsókn gegn Þýskalandi, Ítalíu og Spáni vegna meintra ólöglegra undirboða markaðsráðandi símafyrirtækja í þessum löndum. Er fyrirtækj- unum gefið að sök að bjóða þjónustu sína á verði undir kostnaði til að koma í veg fyrir að ný símafyrirtæki komist inn á markaðinn. Slíkt er brot á samkeppnislöggjöf Evrópusambandsins. Reynt að vinna upp forskot Bandaríkjanna Eignarhald stórra símafyrirtækja á heimtaug- um, gjarnan ríkisfyrirtækja, hefur verið talið ein helsta hindrunin í vegi fyrir frjálsri samkeppni á markaði fyrir síma- og netþjónustu í Evrópu. Tilmæli framkvæmdastjórnarinnar koma í fram- haldi af fundi leiðtogaráðs ESB sem haldinn var í Lissabon í síðasta mánuði. Þar samþykktu leið- togar aðildarríkjanna að vinna að því að hraða netvæðingu Evrópu með það fyrir augum að vinna upp forskot Bandaríkjanna á því sviði. í fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar segir að notendalínukerfi séu enn sá þáttur sím- kerfa landanna þar sem hvað minnst samkeppni ríki. Frjálsari aðgangur að notendalínukerfum muni opna neytendum greiðari aðgang að ódýrri og góðri þjónustu. Fimm nýjar tilskipanir Framkvæmdastjórnin hefur einnig greint frá því að í undirbúningi séu fimm nýjar tilskipanir er varði markað fyrir fjarskiptaþjónustu í ESB- ríkjunum. Markmið þeirra sé að létta kvöðum af fyrirtækjum í greininni, örva samkeppni og auð- velda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. „Fjarskipti og Netið eru orðin ómissandi þættir í hagkerfum okkar og samfélögum. Reglukerfi sem örvar samkeppni og nýsköpun mun leiða til verðlækkunar á fjarskipta- og net- þjónustu. Þetta er lykillinn að velgengni Evrópu á tímum hins nýja hagkerfis sem byggist á þekkingu," sagði Erkki Liikanen, sem fer með málefni fyrirtækjarekstrar og upplýsingatækni innan framkvæmdasjórnarinnar. Framkvæmdastjórnin hyggst leggja fram til- lögur að nýrri löggjöf í júní á þessu ári og er búist við að Evrópuþingið og ráðherraráðið, sem fara með löggjafarvald innan ESB, muni af- greiða tilskipanirnar á fyrri hluta næsta árs. Ef tillögurnar ná fram að ganga munu þær að öll- um líkindum einnig öðlast gildi á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Viðræðurnar um hugsanlegt sjálfstæði Færeyja Málin kunna að skýrast á viðræðufundi 2. maí Þórshöfn. Morgunblaðið. Poul Nyrup Rasmussen segir Dani ekki sam- þykkja lengri aðlögunartíma en fjögnr ár FÆREYSKA landsstjórnin og stjórnvöld í Danmörku munu nú eftir helgi eiga nýjan fund um samstarfssamning, sem að mati landsstjórnarinnar mun leiða til fulls sjálfstæðis eyjanna. Hpgni Hoydal, þingmaður Sjálvstýriflokksins og einn helsti baráttumaðurinn fyrir fullu sjálf- stæði Færeyja, hefur skýrt frá því, að á fundinum í danska forsætis- ráðuneytinu 2. maí nk. muni fær- eyska nefndin beita allt annarri samningsaðferð en hingað til. Áður var það stefnan að ræða hvert mál eða málaflokk út af fyrir sig en nú á allt að vera uppi á borðinu í senn, þjóðréttarleg staða eyjanna, efnahagsmálin og annað. Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, hefur einnig sent Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, bréf þar sem hann mótmælir því, að í efnahags- legu uppgjöri milli Færeyja og Danmerkur verði reiknað með hvað Færeyingar í Danmörku og eftirlaun til Færeyinga í Færeyj- um kosti danska ríkið. Hafa Danir gert sér að leik að reikna það út en Kallsberg segir, að landsstjórn- in muni ekki samþykkja aðrar töl- ur en þær, sem varða danska styrkinn, um 11 milljarðar ísl. kr., og útgjöld Dana vegna opinberra stofnana í Færeyjum. Eru þau nokkuð á fjórða milljarð ísl. kr. ár- lega. Kallsberg gerir þó undan- tekningu á með þann kostnað, sem Danir hafa af færeysku námsfólki í Danmörku, og telur rétt að taka hann inn í reikningsskilin. Hogni Hoydal segir, að á fundin- um 2. maí komi í ljós hvort danska stjórnin er tilbúin til að hefja raunverulegar viðræður um fram- tíðarstöðu Færeyja. Sé færeyska nefndin reiðubúin að leggja fram þrjár og jafnvel fjórar tillögur um efnahagslegan aðlögunartíma fyrir Færeyinga. Það kom þó fram hjá Poul Nyrup Rasmussen í viðtali, sem færeyska útvarpið átti við hann í gær, að danska stjórnin muni ekki sætta sig við lengri að- lögunartíma en fjögur ár. Kvaðst hann samt mundu líta á þær tillög- ur, sem færeyska nefndi legði fram. AP Heseltine hyggst yfir- gefa stjórn- málin MICHAEL Heseltine, sem gegndi ráðherraembættum í stjórnum fhaldsleiðtoganna Johns Majors og Margaret Thatcher í Bret- landi, skýrði frá því í gær að hann hygðist hætta á þingi fyrir næstu þingkosningar sem verða ekki síðar en 2002. Heseltine, sem er 67 ára gamall, hefur verið meðal helstu ráðamanna Ihalds- fiokksinns í þrjá áratugi. Hann stjórnaði atlögunni gegn Thatcher í nóvember árið 1990 er lauk með því að hún hætti sem leiðtogi fiokksins. „Eg er gerandi og mér hentar ekki að vera óbreyttur þingmaður og ræða við fulltrúa þrýstihópa," sagði Hes- eltine sem gekk undir gælu- nafninu Tarzan. Undanfarin ár hefur hann beitt sér af hörku gegn stefnu ráðamanna fiokksins gagnvart Evrópusamrunanum. Heseltine, sem sést hér við heim- ili sitt í gær, er mikill Evrópu- sinni og segist ætla að taka áfram þátt í þeim umræðum. HandvetVsdaqar Vöiusteins 28. apríi - 5. maí ** Opiðtil kl. 16.00 á morgun laugardag Körfusett 30% afsl. Kransar 5 stk kr. 990, Kransar 3 stk kr. 590, Trévara 25% afsl. Borðar 25% afsl. 10 OS steinalitir 1 oz kr. 1.500, 5 OS steinalitir 2 oz kr. 1.000, & VÖUISTEINN Mörkin 1/108 Reykjavík / Sími 588 9505 / www.voiusteinn.is Norðmenn brenna rengið Ósló. Morgunblaðið. NORSKUM hvalföngurum hefur verið gert að brenna um 250 tonn af rengi en fengju þeir að selja það í Japan gætu þeir fengið meira en 100 millj. ísl. kr. fyrir það. Er um að ræða rengi, sem er eldra en frá árinu 1997, og ástæðan er ekki, að það sé orðið of gamalt, held- ur, að úr því voru ekki tekin nein DNA-sýni. Norskir hvalveiðimenn harma að sjálfsögðu þessa verðmætasóun og skora á stjórnvöld að heimila útflutn- ing. Verðið á hvalnum á næstu vertíð hefur nú verið ákveðið og verður það um 280 ísl. kr. fyrir kílóið af kjöti en aðeins ein króna fyrir rengið. Eru hvalveiðimenn óánægðir með það og segja, að þeir muni þá bara flensa hvalinn um borð og fleygja renginu. Veltukart SPROM Þann 18. maí 2000 taka gildi nýir skilmálar íyrir Veltukort SPRON. Korthöfum hafa verið sendir skilmálarnir í pósti. Athygli korthafa er hér vakin á hinum nýju skilmálum í samræmi við ákvæði 13. gr. upphafsskilmálanna og eru þeir hvattir til að kynna sér efni þeirra. *spron ItMHUtoa iiriMr/ni o§ oiooiaaii Sími: 550 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.