Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Veikindi Guðna Ágústssonar: Þér getið verið óhræddur, lierra, hann bítur þig ekki, hann getur í raesta lagi komið íþig skitu. > Utboðsskilmálar Innkaupastofnunar Reykjavíkur gagnrýndir í borgarstjórn Skoða þarf gerð skilmálanna ÁSTÆÐA er til að skoða betur út- boðsskilmála Innkaupastofnunar Reykjavíkur í ákveðnum tilvikum, að mati Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa R-lista og formanns stjórnar innkaupastofnunarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði skilmálana að umtalsefni á borgar- stjórnarfundi á fimmtudagskvöld, en hann telur þá í vissum tilfellum þannig sniðna að einum aðila sé gert auðveldara fyrir en öðrum að ganga að þeim. Umræðurnar spunnust út frá nýlegri ákvörðun innkaupastofn- unarum að hafna lægsta tilboði í steina og hellur með vísan til þess að það væri ekki í samræmi við út- boðsskilmála. Skilmálarnir voru að mati Guðlaugs Þórs afar nákvæmir og fyrirtækjum gefinn of stuttur frestur til að laga sig að þeim. „Stundum lítur út fyrir að skil- málar séu sérsniðnir fyrir ákveðna aðila,“ sagði Alfreð Þorsteinsson. Hann sagði að stundum hefði inn- kaupastofnunin fengið athuga- semdir vegna þessa og hefði þá verið kannað hvort gerð skilmál- LÖGREGLAN í Reykjavík kannar nú upptök elds sem kviknaði í sófa í geymsluhúsnæði á 2. hæð í húsi Mið- bæjarmarkaðarins við Aðalstræti 9 á sunnudagskvöld. Af ummerkjum að dæma virðist sem kveikt hafi ver- ið í sófanum, samkvæmt upplýsing- um Slökkviliðs Reykjavíkur. Eldurinn var fremur lítill, en mik- ill reykur barst frá honum og var til óþæginda fyrir íbúa á efri hæðum anna fæli í sér ólögmæta við- skiptahætti. Hann benti á að í þessu tiltekna tilviki hefði stofnun- inni ekki borist athugasemd frá þeim sem lægst bauð. hússins. Vel gekk að slökkva eldinn ogreykræsta. íbúar í húsinu tilkynntu um eld- inn skömmu eftir klukkan níu á sunnudagskvöld. Lítill reykur barst upp til þeirra, en töluverð brunalykt fannst. Þrjár slökkvibifreiðir voru sendar á vettvang. Samkvæmt upp- lýsingum frá slökkviliðinu voru skemmdir ekki miklar, helst máln- ingarskemmdir. Eldurlaus í Aðalstræti 9 Settu hlýjan svip á heimilið eða i sumarbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur tré rimlaglugga tjöld VERÐ FRÁ 2990 kr..- § •S Z-brautir & gluggatjöld Faxaten 14 \ 108 Reykjavfk | Simi 525 8200 \ Fax 525 82011 Netfang wmv.zeta.is Námsstyrkir í félagsráðgjöf Styrkirnir ætlað- ir karlmönnum Félagsþjónustan í Reykjavík í sam- vinnu við Félags- ráðgjöf við Háskóla Is- lands ætlar að veita tvo 150 þúsund króna styrki til náms í félagsráðgjöf skóla- árið 2000 og 2001. Styrk- irnir eru ætlaðir karl- mönnum sem stefna að starfsréttindanámi í fé- lagsráðgjöf og hafa lokið a.m.k. eins árs námi á há- skólastigi. Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórð- arson, prófessor og fyrr- verandi borgarfulltrúa, en hann var einn af frum- kvöðlum félagsþjónustu í Reykjavík. „Þetta er hluti af jafnréttisáætlun Félags- þjónustunnar í Reykjavík sem miðast að því að fá fleiri karla,“ sagði Hreinn Hreins- son sem sæti á í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar. ,Ástæðan fyrir því að þetta verkefni er að fara af stað er sú að yfirgnæfandi meirihluti félagsráð- gjafa er konur sem endurspeglar ekki fjölbreytileikann í samfélag- inu.“ - Eiga konur með öðrum orðum erfitt á stundum með að setja sigí spor þeirra karlmanna sem leita eftir félagsráðgjafarþjónus tu? „Ekki endilega, heldur frekar það að stéttin hefur tilheigingu til þess að verða einsleit og þegar horft er frá sjónarhóli skjólstæð- ingsins, þá sérstaklega karl- manna, hlýtur þeim að vera mikil- vægt að geta valið hvort þeir tala við karlmann eða konu, það getur skipti máli.“ -Hvemigþá? ,Áð einhverju leyti eru gildi karla og kvenna ólík og ef gildi annars kynsins eru yfirgnæfandi í allri vinnu í félagsráðgjöf þá ein- faldlega þýðir það það að gildi hins kynsins vantar. Sumir karl- kyns skjólstæðingar Félagsþjón- ustunnar hafa fært þetta í orð og þess vegna er í rauninni sjálfsagt að reyna að koma til móts við þarf- ir sem flestra með því að fá karl- menn til starfa." - Hvers vegna leita svona fáir karlmenn ístarf félagsráðgjafa? „Það er engin ein skýring á því en ef ég tala út frá minni reynslu þá finnst mér að ég hafi komið inn í kvennaheim þegar ég kom til starfa í félagsráðgjöf. Menn vita af þessum tölfræðilegu staðreynd- um og það gæti haft áhrif á val þeirra eitt og sér. Svo komum við aftur að því sama sem er; að ímynd stéttarinnar í meira mæli hlaðin gildum sem þekkt eru sem gildi kvenna fremur en karla.“ - Hvert er þá markmið þessar- ar skyrkveitingar? „Markmið hennar er að stuðla að jafnrétti undir formerkjum já- kvæðrar mismununar sem felur í sér að ef að það er hallað á annað kynið þá sér réttlætanlegt að grípa til tímabundinna aðgerða til þess að jafna kynhlutfall í ákveðn- um stéttum og atvinnugreinum. Það er bæði körlum og konum í hag að það verði ekki til einhverj- ar eyrnamerktar starfsstéttir sem ein- göngu konur eða karlar eiga hlut að. Styrkurinn sýnir þörf félagsþjónustunnar fyrir að fá til starfa fleiri karla til þess að ná þessu markmiði.“ -Hvernig eru kjör félagsráð- gjafa? „Þau eru nokkuð mismunandi eftir starfssviðum og eins milli sveitarfélaga. Launin mundu sjálfsagt flokkast sem millitekjur allt upp í að vera nokkuð há. Kjör ► Hreinn Hreinsson fæddist 1968 í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Kópavogi 1988 og BA-prófi í sálfræði ásamt starfsréttinda- námi í félagsráðgjöf frá Háskóla íslands 1995. Handleiðararétt- indi fékk hann frá sama skóla 1997. Hann starfaði sem félags- ráðgjafi í Hafnarfirði 1994 til 1999, var stundakennari við Há- skóla Islands 1997-98 en er nú sjálfstætt starfandi blaða- og vef- maður. Hreinn hefur átt sæti í fé- lagsmálaráði Reykjavíkurborgar frá 1998. félagsráðgjafa hafa farið batnandi undanfarin ár og sú láglauna- ímynd sem margir hafa af stétt- inni á ekki lengur við rök að styðj- ast.“ - Hvað gera félagsráðgjafar? „Eðli starfsins er að vinna með fólki við að takast á við þau fjöl- mörgu verkefni sem fólk getur þurft aðstoðar við í gegnum lífið. Allt frá fjármálaráðgjöf við fjöl- skyldur upp í margvíslega með- ferðarvinnu þar sem unnið er með atburði í fortíð og nútíð. Starfið er mjög fjölbreytt og þegar um leið og fólk fer að starfa í faginu þá finna menn sér sín sérsvið sem henta áhuga og hæfileikum hvers og eins.“ - Hvert er þitt sérsvið? .Áhugasvið mitt innan félags- ráðgjafar hefur einkum beinst að starfi með ungu fólki og ungum fjölskyldum. Um þessar mundir er ég að sérhæfa mig í notkun Netsins sem tækis til þess að opna aðgang fólks að upplýsingum um flest það sem upp getur komið í lífinu. Starf félagsráðgjafans er oft að vera „kerfisfræðingur", sem hjálpar fólki að rata í kerfinu, og þessi „kerfisfræði" er eins og snið- in að Netinu og uppbyggingu þess þar sem hægt er með einföldum hætti að opna fólki dyr að flestu því sem það þarf á að halda.“ -Eru félagsráðgjafar þá mjög nauðsynlegir í nútíma samfélagi? „Nútímasamfélagið er flókið og framtíðarsamfélagið verður flókn- ara, það er ljóst að margir ein- staklingar og fjölskyld- ur þurfa og munu þurfa á aðstoð að halda við að fóta sig í þessum hraða veruleika. Hlutverk fé- lagsráðgjafa er að skynja þjóðfélagið eins og það er á hverjum tíma og miðla þeirri þekkingu til þeirra sem á þurfa að halda. Karlmenn eru nauðsynlegir aðilar að félagsráðgjöf, hvort heldur sem er vegna fagsins eða skjólstæðinganna." Umsóknum um umrædda styrki á að skila á skrifstofu félagsmálastjóra í Síðu- múla 39, netfangið er; felags- @fel.rvk.is. Kjör félags- ráðgjafa hafa farið batnandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.