Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 10

Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 10
10 ÞRIÐ JUDAGUR 9. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þáttaskil hafa orðið f íslenskum stjórnmálum með stofnfundinum um helgina - Urðu einhver þáttaskil í íslenskum stjórn- málum nú um helgina með formlegri stofnun stjórnmálaílokks Samfylkingarinnar að þínu mati? „Ég er þeirrar skoðunar að svo hafi verið. Þarna fæddist flokkur sem hafði verið lengi í burðarliðnum, en var áður kosningabandalag fjögurra flokka. Það veit öll þjóðin að fæðing- arhríðirnar voru ákaflega erfiðar. Samfylk- ingin hefur gengið í gegnum þungt skeið. Það má að vissu leyti kenna því um að við fórum í kosningar með stefnuskrá sem var samtíning- ur úr stefnu þessara flokka. Það var verið að gera málamiðlanir vegna manna sem ætluðu sér svo aldrei að vera með í leiknum,“ svarar Össur. Formaðurinn er með ákaflega sterkt umboð „Núna höfum við ekki aðeins búið til flokk heldur höfum valið flokknum forystu, sem hef- ur umboð. Aður var ekki slíku til að dreifa. Við lifum á tímum forystustjórnmála. Það var ekki til staðar kjörinn leiðtogi hjá okkur þegar við- horf til forystumanna stjómmálaflokkanna voru könnuð. Þetta gerði okkur loðin og á stundum ómarkviss að mati kjósenda. Nú er þetta úr sögunni. Flokkurinn hefur formann með ákaflega sterkt umboð. En við tókum líka á mörgum merkilegum málum á þessu stofn- þingi þó ég haldi því ekki fram að flokkurinn hafi fæðst með fullskapaða stefnu,“ segir Öss- ur. Átakahefðinni verði útrýmt „Við lögðum þarna grunn að ákveðnum að- ferðum til þess að vinna okkur inn í framtíð- ina,“ segir hann. „Sterk átakahefð hefur ein- kennt flokkana á vinstri vængnum. Ég hef einsett mér að útrýma henni og leggja áherslu á að iðka samræðustjórnmál, þar sem menn ræða sig að niðurstöðu. Þáttur í því er að ein- angra málaflokka, sem við þurfum að takast á við og kalla sem oftast til sérfræðinga til að eiga orðaskipti við okkur. Það gerðum við með glæsilegum árangri á málstofum sem haldnar voru á stofnfundinum.“ Össur var spurður hvort Samfylkingin hefði látið málefnavinnuna sitja á hakanum á þeim tíma sem liðinn er frá kosningum og beint kröftunum þess í stað að skipulagsvinnu vegna stofnunar flokks. „Það er rétt að mikil orka fór í skipulags- vinnu. Hinsvegar leit ég á það sem mitt hlut- verk að nota kosningabaráttuna í aðdraganda fundarins til þess að skerpa stefnuna í grund- vallaratriðum. Ég notaði því tiltölulega lang- dregið formannskjör undir hugmyndavinnu og mér fannst það skila sér vel inn á fundinn og út af honum líka. Þessar hugmyndir, s.s. í Evrópumálum, menntamálum, varðandi einkavæðingu, notkun Netsins til að efla beint lýðræði og kjördæmaskipan, voru teknar upp, settar í ákveðið vinnuferli á fundinum, og þeg- ar upp var staðið var þetta orðið að sam- þykktri stefnu flokksins í mörgum megin- dráttum," segir Össur. Sú stefna sem þingflokkurinn í heild hafði skrifað upp á - Ef við tökum kvótamálið sem dæmi, sem Samfylkingin hefur haldið fram að sé mál dagsins, þar hefur þingflokkurinn þegar sett fram stefnu í frumvarpi sem liggur fyrir þing- inu. Bætti flokksþingið þarnokkru við? „Já, fullu .samþykki sínu. Sú stefna sem ég lýsti í kosningabaráttunni er sú stefna sem þingflokkur Samfylkingarinnar hafði í heild sinni samið og skrifað upp á. Það var útaf fyrir sig mikið afrek í aðdraganda þessa stofnþings og skiptir miklu máli að hver einasti þingmað- ur Samfylkingarinnar fylgdi þessari stefnu. Það hefur ekki gerst í neinum öðrum flokki, sem hafa flestir verið klofnir í af- stöðunni til sjávarútvegsmála. Ég fór á fundi um allt land og kynnti þessa stefnu og bar þetta svo upp í ræðu minni á stofnfundinum. Éitt af því merkasta sem liggur eftir stofnfundinn er að Samfylkingin er nú einhuga um þessa stefnu sem þarmeð er borin upp af næststærstu stjórn- málahreyfingu landsins.“ Brýnt að vinda ofan af gjafakvótakerfinu „Ég tel að Samfylkingin hafi gert það upp við sig að brýnasta mál dagsins sé að vinda of- an af gjafakvótakerfinu og við erum einhuga um að það eigi að gera með því að taka 10% af heildarkvótanum á hverju ári, setja á markað og láta markaðinn mynda verðið. í þessu fel- ast kaflaskil í umræðunni. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur kemur fram með fullburða stefnu í þessu máli. Stefna Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- Fæðingar- hríðirnar voru ákaf- lega erfíðar Össur Skarphéðinsson, nýkjörinn formaður Samfylk- ingarinnar, boðar harðari stjórnarandstöðu eftir stofn- un nýs flokks, sem hann segir að greini sig með skýrum hætti frá öðrum flokkum. Samfylkingin sé að endur- nýja sitt hugmyndafræðilega farteski og stokka upp viðhorfín gagnvart markaðnum. Össur segir í samtali við Omar Friðriksson að Samfylkingin þurfí að vera nægilega sterk til að lifa af ágreining um einstök mál. Engar deilur spruttu um afstöðu til hers og NATO isflokksins er óljós í dag. Þeir hafa sagt að bíða eigi eftir niðurstöðum úr nefndavinnunni en hafa sjálfir ekki fullmótaða stefnu í þessum efnum í dag,“ segir Össur. Að sögn hans er það ákaflega merkur þátt- ur í sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar að hún gefur nýliðum kost á að komast að í grein- inni og gefi líka þeim landshlutum sem hafi blætt vegna núverandi kerfis, tækifæri á að njóta nálægðarinnar við miðin. „Þetta kerfi myndi líka leiða til þess að loks- ins gæti íslandssagan í sjávarútvegi hafist á nýjan leik. í áranna rás hafa byggðirnar verið byggðar upp með þeim hætti að ungir og at- hafnasamir menn hafa orðið sér úti um bát, farið að stunda útgerð og malað gull fyrir sitt byggðarlag. Samkvæmt okkar kerfi geta menn þetta loksins aftur. Hið nýja og ferska blóð þyrfti vissulega að keppa á markaði, ná meiri virðisauka út úr greininni, bæta nýtingu og finna betri markaði til að lifa af, en þegar upp er staðið tel ég að þetta leiði til þess að fiskveiðiarðurinn, sem kemur inn í þjóðfélag- ið, verði meiri í svona kerfi en því sem við bú- um við í dag,“ segir Össur. Aðspurður hvort líklegt sé að sú stefna sem Samfylkingin boðarleiði til sátta sem talið hef- ur verið nauðsynlegt að ná um fiskveiði- stjórnkerfið, segir Össur að verjendur gjafa- kvótakerfisins hafi hvergi dregið af sér í vörn fyrir það. „Samt sem áður hefur almenningur aldrei bifast í þeirri trú að þetta sé ranglátt kerfi þar sem jafnræði skortir átakanlega en það blasir jafnframt við að almenningur er líka þeirrar skoðunar að stjórnkerfi fiskveiða eigi að byggjast á aflamarkskerfinu. Sú sáttaleið sem stjórnmálamaður þarf að finna byggist þess- vegna á því að geta sett fram stefnu sem bygg- ir á aflamarkskerfinu en tryggir jafnframt jafnræði allra varðandi aðgang að veiðum. Þetta kerfi sem við setjum fram gerir það. Ein sterkasta röksemdin sem teflt hefur verið gegn stefnu okkar byggist á því að hún myndi baka ríkissjóði skaðabótaábyrgð. Nýuppkveðinn Hæstaréttardómur í svokölluðu Vatneyrarmáli slær stoðum undan þessum rökum að mínu viti. Dómurinn segir líka fortakslaust að núver- andi stjórnkerfi veiti engum óafturkallanlegt forræði og myndi ekki eignarrétt á veiðiheim- ildum. Hæstiréttur leggur svo lykkju á leið sína og bendir í reynd á að það sé í lagi að taka meiri fégjöld en gert er í dag. Það er mjög í anda okkar. Ég tel því að þessi dómur hafi rutt ýmsum hindrunum úr vegi. í vaxandi mæli fmnst mér að í stjórnarliðinu séu menn farnir að ræða um að láta sjávarútveginn greiða kostnað sem hlýst af ýmiss konar þjón- ustu sem hann fær. Ég tek eftir að Morgun- blaðið segir að sá kostnaður liggi fyrir, þannig að einhversstaðar eru uppi hugmyndir um Morgunblaðið/Kristinn hversu há gjöld eigi mögulega að taka. Það er því e.t.v. ekki eins mikið haf þarna á milli og margir telja. Þetta mun allt koma í ljós,“ segir Össur. Kom upp sú staða að fulltrúi Kvennalista í forystunni væri í hættu - Það fór ekki framhjá neinum að á stofn- fundinum var lagt kapp á að ekki yrði efnt til deilna og átaka og allt yrði slétt og fellt. Var það með ráðum gert? „Það er rétt að menn lögðu sig í framkróka um að draga úr möguleikum á ágreiningi. Á fundinum kom t.d. upp sú staða að fulltrúi Kvennalista í forystu flokksins væri í hættu og við kosningar til ritara tefldi eitt sterkasta afl- ið í flokknum, Ungir jafnaðarmenn, fram mjög efnilegri ungri stjórnmálakonu, Katrínu Júl- íusdóttur, gegn Steinunni Valdísi Óskarsdótt- ur. Þessi fundur var þannig að það var alls ekki hægt að stjórna honum eins og stundum var líklega hægt á miklu minni fundum gömlu flokkanna. Fundurinn tók ákvörðun um að Steinunn Valdís yrði í forystu flokksins. Ég ímynda mér að það hafi verið gert vegna þess að menn vildu halda ákveðnu jafnvægi. Ég dreg heldur enga dul á að það var haft í huga við val æðstu forystu- manna að það gilti ákveðið jafn- ræði á milli þeirra sem að flokkn- um komu. En þetta er án efa í síðasta skipti sem það verður gert. Næst þegar menn koma til landsfundar verður Samfylkingin orðinn einn heilsteyptur flokkur.“ Össur segist vilja koma á nýjum vinnu- brögðum en þeim sem oft mátti sjá í gömlu flokkunum, sem hann segir að hafi allt of oft falist í því að láta skerast í odda. „Menn eiga að ræða sig niður á niðurstöðu og ég er alveg sannfærður um að spurningin um framtíðargengi Samfylkingarinnar mun ekki síst ráðast af þeirri samstöðu og ein- drægni sem okkur tekst að ná fram í röðum okkar. En ég kvíði engu í þeim efnum eftir þennan glæsilega og einhuga fund okkar um helgina," segir Össur. - A-flokkarnir hafa þó ekki verið lagðir nið- ur. Má líta svo á að þeir verði áfram til taks ef þessi sameiningartilraun gengur ekki upp? „Nei, ég hef hvergi orðið var við að nokkur maður hugsi með þeim hætti. Ég get ekki um það sagt hvenær gömlu flokkarnir verða lagð- ir niður, en án efa verður það gert,“ svarar Össur. Engar deilur spruttu um Atlantshafsbandalagið Hann segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn varðandi það hvernig til tækist á stofnþinginu, „en ég varð snortinn af því að sjá sitja saman í salnum gamla alþýðubandalagsmenn og krata, sem oft á tíðum höfðu vegist á innan verkalýðshreyfingar og jafnvel á vettvangi sveitarstjórnar. Ég skynjaði sterklega að þarna var orðið til eitt sameinað afl. Ég tel að það séu engar líkur á að það sé hægt að snúa til baka. Viljinn til þess að vinna saman kom m.a. fram í því að það spruttu engar deilur um hið gamla mál, sem forðum klauf þessa hreyf- ingu í herðar niður, sem er afstaðan til Atl- antshafsbandalagsins og til hersins. Þó er það vitað mál að í þessum flokki er að finna menn sem eru á algerlega á öndverðum meiði við mig í því máli. Ég vil hins vegar að flokkurinn verði þannig. Hann á að vera stór og breið kirkja. Fólk sem er á móti her og Atlantshafs- bandalaginu á heima þarna alveg einsog sá meirihluti sem er á hinum kantinum, vegna þess að svona hreyfing verður að vera nægi- lega seig og sterk til að lifa af ági'eining um einstök mál. Það sem bindur okkur eru grunn- stefin um frelsið og jafnréttið.“ - Það hafa oft komið fram ólíkar áherslur í málum innan Samfylkingarinnar. Hefurstofn- un stjórnmálaflokks í för með sér að nú verði agavaldið aukið og allir knúnir til að tala einni röddu? „Nei. Það verður enginn þvingaður til eins eða neins. Við munum auðvitað öll standa saman um að reyna að hafa sem minnstan ágreining og í heilbrigðum flokki er ágrein- ingurinn ræddur innan vébanda flokksins en út á við koma menn fram sem ein heild. Annað ber ógæfuna í sér. Það þýðir ekki að ég ætli að koma eins og hamar í hausinn á þeim sem kunna að vera í minnihluta, en minnihlutinn þarf að virða rétt meirihlutans alveg eins og meirihlutinn þarf að virða rétt minnihlutans til þess að koma sínum málum á framfæri inn- an flokksins." Hann bendir einnig á að með stofnun stjórnmálaflokks sé nú orðið til skipulag og stofnanir, s.s. flokksstjórn, framkvæmda- stjórn og landsfundur, þar sem hægt sé að jafna ágreining. „Þetta var ekki áður. Þingflokkurinn var eiginlega eina eining hreyfingarinnar en án nokkurra skipulagslegra tengsla við aðra,“ segir Össur. Finnst Samfylkingin ágætt nafn - Fram kom fyrir þingið að ágreiningur væri um hvort skipta ætti um nafn á Samfylk- ingunni en tillögu um nafnabreytingu var vís- að til nefndar fram að landsfundi. Hver er af- staða þín íþvímáli? „Mér finnst Samfylkingin vera ágætt nafn. Sú nafngift er orðin mér ákaflega töm í munni. Ég hélt að það yrði miklu sterkari þrýstingur á nafnbreytingu en raun varð á og hafði sagt að ef menn vildu breyta nafninu þá myndi ég ekki leggjast gegn því. Ég held hins vegar að þetta skipti ekki verulegu máli,“ sagði Össur. - Hvar staðsetur þú hinn nýja flokk Sam- fylkingarinnar í litrófi stjórnmálanna? „Við lítum á okkur sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt fyrir menn að festa merkimiða á okkur og kalla miðju- flokk eða vinstriflokk vegna þess að við viljum ná yfir breitt svið í samfélaginu. Við erum fyrst og fremst flokkur jafnaðarstefnunn- ar. Við erum lítil þjóð í stóru landi sem hefur lifað af hörmungar og hallæri í gegnum aldirnar vegna samhjálpar. Það er því ákaflega sterk hefð fyrir samhjálp og jafnaðarhyggju á íslandi. Þess vegna geri ég mér vonir um að vel framsett stefna, sem er sett fram af heiðarleika og án nokkurs hroka og flokkur sem reynir að skilgreina þau vandamál sem berja að dyrum og leitar svara við þeim, eigi mikinn hljómgrunn. Við erum jafnaðarflokkur og það skiptir mig engu máli hvort menn vilja kalla hann miðjuflokk eða vinstriflokk. Mitt starf í stjórnmálum gengur ekki eftir merkimiðum.“ Flokkar sem kenna sig við jafnaðar- mennsku hafa horfið frá sósíaliskri hug- myndafræði og leggja ekki lengur áherslu á Boðar harðari stjórnarand- stöðu eftir stofnfund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.