Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 17

Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐ JUDAGUR 9. MAÍ 2000 17 Aðalfundur Sambands norðlenskra kvenna mmm Vor- og sumarlistarnir Konur gleymi ekki sjálfum sér í umhyggju fyrir öðrum AÐALFUNDUR Sambands norð- lenskra kvenna var haldinn í Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd nú nýlega. Fundurinn hófst með helgistund sem Valgerður Valgarðsdóttir djákni sá um en hún talaði m.a. um nauðsyn þess að konur gleymdu ekki sjálfum sér í umhyggju fyrir öðrum. Til að geta sinnt kærleiks- verkuin yrðu þær að rækta sjálfar sig. Það tókst mjög vel á þessum fundi því þar ríkti mikil eindrægni. Tilgangur sambandsins er að efla samstarf og kynni meðal kven- félagskvenna á Norðurlandi og vera tengiliður kvenfélagasam- bandanna á Norðurlandi. Samband norðlenskra kvenna á að stuðla að og styðja hvers konar fræðslu og menningarstarfsemi. Fram kom tillaga á fundinum um að opna fundinn meira og hvetja norð- lenskar konur til að eyða saman einni helgi á ári. Á fundinum fluttu erindi Guðrún Alda Harðardóttir um leikskóla- kennaradcild Háskólans á Akur- eyri og Haukur Ágústsson um Ijarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri. Einnig sagði ein félags- konan, Helga Rósantsdóttir, frá reynslu sinni sem nemandi í dag- skóla Verkmenntaskólans, en þar stundar hún nám með unglingum sem eru yngri en yngstu börnin hennar. Að loknum kvöldverði var kvöld- vaka í boði Kvennasambands Ak- ureyrar. Daginn eftir skoðuðu konur Menntasmiðju kvenna, Punktinn og Minjasafnskirkjuna. Héraðsdómur Norðurlands eystra I sóknarhug ER AUKIN HASKOLAMENNTUN SVAR VIÐ ATGERVISFLÓTTA AF LANDSBYGGÐINNI? Hádegisverðarfundur með Sigríði Önnu Þórðardóttur, formanni menntamálanefndar Alþingis, og Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, Mmiðvikudaginn 10. maf frá kl. 12:00 tii 13:00 • Hver er stefna stjórnvalda í uppbyggingu háskólanáms á landsbyggöinni? • Er fjarnám framtíðarlausn fyrir ungt fólk á landsbyggð- inni eða endurmenntun eða símenntun fyrir þá eldri? • Hvað þætti þarf að bæta til að stórauka námsframboð á háskólastigi? • Hvaða nýjar námsgreinar koma til greina við Háskólann á Akureyri? • Hvernig tengjum við best atvinnulíf og menntun? Þátttakendur í aðalfundi Sambands norðlenskra kvenna sem haldinn var í Sveinbjamargerði. komnir! Ármúla 17a • S: 588-1980 www.otto.is Tvö fíkniefnamál um helgina 17 ára piltur tekinn með 100 g af hassi ÞRÍR ungir menn voru hand- teknir þar sem þeir voru við fíkniefnaneyslu í bíl á Akur- eyri um helgina. Við leit í bílnum fundust 100 grömm af hassi sem einn þeirra, sá yngsti, 17 ára pilt- ur, viðurkenndi að eiga. Hann játaði einnig við yfirheyrslur hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri að hafa ætlað sér að selja fíkniefnin. í bflnum fundust einnig tæki til fíkniefnaneyslu og nokkrir neysluskammtar af hassi. Viðurkenndi talsverða fíkniefnaneyslu Þremenningarnir viður- kenndu einnig að hafa verið við hassneyslu þegar þeir voru handteknir og eigandi fíkniefnanna viðurkenndi einnig talsverða fíkniefna- neyslu síðustu vikur og mán- uði. Mönnunum var öllum sleppt að lokinni yfirheyrslu, eftir um sólarhring frá að því þeir voru handteknir. Annað fíkniefnamál komu upp á Akureyri um helgina, en síðasta föstudagskvöld handtóku menn úr rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akur- eyri tvo menn í bíl utan við bæinn þar sem þeir voru að neyta fikniefna. Lítilræði af hassi fannst í bíl þeirra. Skipstjóri sýknaður af ákæru um fiskveiðibrot Þetta, og ýmislegt fleira, munu Sigríður Anna og Þorsteinn fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. SKIPSTJÓRI í Hrísey hefur í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið sýknaður af ákæru um fiskveiði- brot, en honum var gefið að sök í ákæruskjali að hafa verið við rækju- veiðar innan fiskveiðilandhelgi Is- lands mánudaginn 7. febrúar síðast- liðinn norður af Grímsey á svæði sem afmarkað var með skyndilokun. Þess var krafist að skipstjórinn yrði dæmdur til refsingar og til upptöku á veiðarfærum sem notuð voru við veiðarnar sem og þeim afla sem fékkst í umræddri veiðiferð, um 200 kfló af rækju. Skipstjórinn neitaði sakargiftum fyrir dómi og var krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Flugvél Landhelgisgæslunnar, sem var við eftirlitsflug undan Norðurlandi umdræddan dag, varð vör við bátinn, Svan EA, þar sem hann var við togveiðar á svæði sem afmarkað var sem bannsvæði sam- kvæmt skyndilokun Hafrannsókn- astofnunar. í niðurstöðu dómsins kemur fram að ágreiningslaust sé að skipstjór- inn hafi verið við veiðar í svonefndri Paradísarholu, á veiðisvæði sem skyndilokun Hafrannsóknastofnun- ar náði til. Tilkynning um skyndi- lokunina, sem skipstjóranum barst um svonefnd NAVTEX, hafi hins vegar verið misvísandi, en að mati dómsins er það brýn skylda stjórn- valda að tryggja fullnægjandi birt- ingu reglna í málum þar sem brot gegn þeim geta varðað refsingu. Skipstjórinn var því sýknaður af þeirri sök ákæruvalds að hann hafi verið við ólöglegar fiskveiðar innan landhelgi íslands og kröfum um upptöku afla og veiðarfæra var hafnað. Ríkissjóði var gert að greiða allan kostnað sakarinnar. hreinsunin gsm897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. MVKIAVÍK-AKUREYRI-REVKIAVIK .Jljúgðufrekar •730kr . með flu^vallarsköttun Bákaðu í síma 570 3030 og 460 7000 FLUGFELAG ISLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.1lugfelag.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.