Morgunblaðið - 09.05.2000, Side 23

Morgunblaðið - 09.05.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 23 VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélag Kringlunnar og Þyrping sameinast Nýtt félag á hlutabréfa- markað innan árs STJÓRNIR Eignarhaldsfélagsins Kringlunnar hf. og Þyrpingar hf. hafa samþykkt áætlun um samruna félaganna. Samrunaáætlunin þarf samþykki hluthafafunda beggja fé- laganna og er áætlað að þeir verði haldnir um miðjan júní næstkom- andi. Sigurður Gísli Pálmason, stjórn- arformaður Þyrpingar hf., segir að við samrunann verði til stórt og öfl- ugt fyrirtæki sem sérhæfi sig í fast- eignarekstri. „Félagið verður að miklum meirihluta í eigu þeirra að- ila sem standa að Þyrpingu. Síðan stefnum við að því að selja eitthvað af okkar hlut, gera félagið að al- menningshlutafélagi og fara á hlutabréfamarkað innan árs,“ segir Sigurður Gísli. Hann þorir ekki að spá fyrir um hversu mikill hluti af bréfum í fé- laginu verði seldur til fjárfesta en segir þó Ijóst að verulegt magn bréfa verði að selja til þess að nægi- leg velta verði með þau á markaði. Aðspurður segir Sigurður Gísli að helsta ástæða samrunans sé að styrkja sóknarmöguleika félaganna í fasteignarekstri, þróunarvinnu og skyldri starfsemi. „Það eru töluverð eignatengsl á milli félaganna og það er einnig hvati til sameiningar. Við byggjumst efla starfsemina með margvíslegum hætti. Samruninn veitir styrk til að takast á við ný og stærri verkefni á þeim vettvangi sem félögin hafa haslað sér völl.“ Sigurður Gísli bendir á að sam- einað félag verði það eina hérlendis sem bæði þrói verkefni og fram- kvæmi. „Önnur félög í sama geira hafa nánast undantekningarlaust verið háð verktakafyrirtækjum, þ.e. að þau þróa verkefnin og verktak- arnir sjá síðan um framkvæmdirn- ar.“ Rúmlega 10 milljarða kr. eignir Bókfærðar eignir hins sameinaða fasteignafélags nema rúmlega 10 milljörðum króna og eigið fé 2,9 milljörðum. Heildarflatarmál fast- eigna er um 100 þúsund fermetrar. Eignirnar, sem að mestu leyti eru í langtímaleigu, eru verslunar-, þjón- ustu- og skrifstofuhúsnæði. Áætlað er að samanlögð velta Eignarhaldsfélagsins Kringlunnar og Þyrpingar verði rúmlega 1,1 milljarður króna árið 2000. Gert er ráð fyrir að hagnaður fyrir vaxta- kostnað, skatta og afskriftir verði um 800 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Kringlan hf. var stofnað árið 1998. Að því standa fjölmargir eigendur og rekstrarað- ilar í Kringlunni. Stærstu hluthafar eru íslenska fasteignafélagið hf., sem er að miklu leyti í eigu Islands- banka og FBA, Þyrping hf. og Hof hf. Hluthafar eru alls 74 talsins, einstaklingar og fyrirtæki. Þyrping hf. var stofnuð árið 1991 til að halda utan um fasteignir Hagkaups. Fé- lagið hefur keypt ýmsar fasteignir til viðbótar á þeim tæpa áratug sem liðinn er frá stofnun þess. Að sögn Sigurðar Gísla Pálma- sonar hefur enn hvorki verið ákveð- ið hvert nafn sameinaða félagsins verður né hvernig stjómunarstöður í því verða skipaðar. „Það kemur í hlut nýrrar stjórnar að ráða þeim málum. En hjá félögunum er ágæt- isfólk í vinnu og ég á ekki von á öðru en það verði allt áfram.“ Opin kerfi birta ársfiórðungsuppgjör Hagnaður móðurfélags 37 milljónir króna AFKOMA samstæðu Opinna kerfa hf., að loknum íyrsta ársfjórðungi þessa árs, var 101,6 milljóna króna hagnaður. Þetta kemur fram í óend- urskoðuðu uppgjöri samstæðunnar sem birt var í gær. Hagnaðurinn fyrir sama tímabil í fyrra nam 45,8 milljónum króna og hefur hann því aukist um rúmar 55 milljónir á milli ára. Hagnaður samstæðunnar án áhrifa dótturfélaga var 151,4 milljón- ir króna, en samstæðuna mynda móðurfélag Opinna kerfa, Skýrr og Tölvudreifing. Þá var samtals hagn- aður dóttur- og hlutdeildarfélaga 64 milljónir. Hlutdeildarfélög Opinna kerfa eru Teymi, Aco, Tæknival, Grunnur og Element. Hagnaður móðurfélagsins nemur 37,3 milljónum króna á fyrsta árs- fjórðungnum, miðað við 42 milljóna kr. hagnað á sama tímabili árið áður. I afkomutilkynningu frá Opnum kerfum kemur fram að söluhagnaður eigna hjá móðurfélaginu var óveru- legur á tímabilinu, eða 1,3 milljónir króna. Heildarvelta samstæðunnar á tímabilinu var 1.398 milljónir króna, en var á sama tíma í fyrra um 820 milljónir króna. Veltuaukning móð- urfélags er á sama tíma 35%. Fram kemur að útlit fyrir árið 2000 í heild sé gott. Afkoma fyrsta ársljórðungs hafi verið betri en búist var við, en á þessu stigi telur félagið þó ekki ástæðu til að breyta áætlun félagsins um heildarhagnað ársins 2000. Sameinaður banki íslandsbanka og FBA Framboðsfrest- ur til bankaráðs rennur út í dag FRESTUR til að skila inn fram- boðum til bankaráðs sameinaðs banka íslandsbanka og Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins rennur út í dag kl. 17, en hluthafafundur þar sem kosning í bankaráðið fer fram verður haldinn mánudaginn 15. maí næstkomandi. Þegar sameining bankanna tveggja var tilkynnt var því lýst yfir að bankaráð Islandsbanka og stjórn FBA myndu leggja til við hluthafafundi félaganna að bankaráð sameinaðs banka yrði skipað sjö mönnum. Þá væri tillaga um að stjórnar- formaður sameinaðs banka yrði Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, og Eyj- ólfur Sveinsson, varaformaður stjómar FBA, en Magnús Gunn- arsson, formaður stjórnar FBA, gefur ekki kost á sér til setu í bankaráðinu. Kosning í banka- ráðið fer fram með margfeldis- kosningu, þannig að hvert at- kvæði er notað einu sinni við kosningu allra stjórnarmanna í einu. Samkvæmt hluthafalista frá því tilkynnt var um sameininguna í síðasta mánuði eru tíu stærstu hluthafar hins sameinaða banka FBA Holding SA, dótturfélag Orca SA, með 14,64%, Lífeyris- sjóðurinn Framsýn með 7,35%, Lífeyrissjóður verslunarmanna með 7,04%, Burðarás með 3,79%, Sjóvá-Almennar tryggingar með 2,93%, Lífeyrissjóður sjómanna með 2,38%, Partimonde Holdings Anstalt með 2,09%, Eignarhalds- félagið Alþýðubankinn hf. með 1,88%, Kaupþing Luxembourg S.A. með 1,61% og íslenska skipafélagið ehf. með 1,57%. Lítil viðskipti með deCODE LÍTIL viðskipti voru með hlutabréf deCODE Genetics á gráa markaðn- um í gær. Flest viðskiptin voru á genginu 29-30 dollarar á hlut sem er það sama og lokagengi föstudagsins þegar Morgan Stanley Dean Witter, sem er umsjónaraðili fyrir skráningu deCODE á Nasdaq, tilkynnti að fyr- irhugað útboðsgengi á 8 milljón hlut- um í félaginu væri 14-18 dollar á hlut. Við þessar fréttir lækkaði gengi deCODE um 25% á gráa markaðn- uin. Krónan veiktist lítillega á fóstu- dag og aftur í gær en síðdegis í gær stóð hún í 108,7. I morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að rekja megi lækk- unina að hlut til þess að væntanlegt útboðsgengi deCODE væri lægra en búist hafði verið við. Hefur það þau áhrif að gjaldeyris- streymi verður minna til landsins eftir að félagið hefur öðlast verð á skipulögðum verðbréfamarkaði er- lendis. Riverside Management Group RIVERSIDE HOLDINGS II L.P. 1 Burnham International á íslandi Riverside Holdings er í umsjón Riverside Management Group sem sérhæfir sig í fjárfestingum í býður íslenskum fjárfestum fyrirtækjum í upplýsingaiðnaði. Sérfræðingar þess beina sjónum sínum að nýjum fyrirtækjum einstakt tækifæri til ávöxtunar sem ætla má að aukist mjög að verðmæti við sölu eða almennt hlutafjárútboð. í einum framsæknasta Sérþekking og reynsla forsvarsmanna Riverside Holdings hafa nú skilað fjárfestingasjóði heims, þvj u_þ b. 200% ávöxtun frá maí 1999. Riverside Holdings II LP. , Leitaðu nánari upplysinga hjá: Jóhanni Magnúsi Olafssyni (510 1601, johann@burnham.is), Jóni Finnbogasyni (510 1606, jon@burnham.is), Ragnari Má Gunnarssyni (510 1602, ragnarg@burnham.is), Þorsteini Inga Garðarssyni (510 1605, thingi@burnham.is). BURNHAM INTERNATIONAL - Rétt að byrja - BURNHAM INTERNATIONAL Á ÍSLANDI HF. ENGJATEIGUR 9, 105 REYKJAVÍK SÍMI: 510 1600, FAX: 588 0058. NETFANG: BURNHAM@BURNHAM.IS, VEFFANG: WWW.BURNHAM.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.